Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991
Baker styður för
fulltrúa Gorbat-
sjovs til Bagdad
Saudi-arabískur sendiherra spáir í framtíð Mið-Austurlanda;
Arafat sagður hafa skaðað
málstað Palestínumanna
Bahrain. Reuter.
VÍÐTÆK samstaða, sem náðst hefur um að reka Saddam Hussein með
her sinn frá Kúveit, getur gert mögulegt að finna lausn á vanda Palest-
ínumanna, að sögn sendiherra Saudi-Arabíu í Persaflóaríkinu Bahrain.
Hann segir jafnframt að Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palest-
ínu (PLO), hafi glatað öllu trausti fólks í arabaríkjunum við Persaflóa.
Hann hafi gert reginmistök með því að styðja eindregið Saddam og
Palestínumenn geti neyðst til að velta Arafat úr sessi til að hægt verði
að ná heildarsamkomulagi um nýja skipan mála í Mið-Austurlöndum,
þ. á m. Palestínumálinu.
New York, Moskvu. Reuter.
JAMES Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, fagnaði
á sunnudag þeirri ákvörðun
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovét-
forseta að senda fulltrúa sinn
til Bagdad til að freista þess
að koma á friði við Persaflóa.
Gorbatsjov hafði lýst því yfir
að hann styddi enn samþykkt-
ir Sameinuðu þjóðanna um að
Irakar kölluðu hersveitir sín-
ar I Kúveit heim en sagði
hættu á því að fjölþjóðaherinn
gengi lengra í aðgerðum sín-
um en samþykktir Sameinuðu
þjóðanna kveða á um.
Gorbatsjov gaf út yfirlýsingu á
laugardag þar sem hann hvatti til
þess að endi yrði bundinn sem fyrst
á stríðið fyrir botni Persaflóa.
Hann tilkynnti einnig að hann
hefði ákveðið að senda sérlegan
sendimann sinn, Jevgeníj Prím-
akov, til Bagdad til að fínna frið-
samlega lausn á deilunni. Prím-
akov hélt áleiðis til Bagdad í gær.
„Ástandið við Persaflóa gerist æ
alvarlegra og hætta er á því að
heilu löndin - fyrst Kúveit, núna
írak og siðan ef til vill fleiri -
verði lögð í rúst með hörmulegum
afleiðingum," sagði Gorbatsjov.
Hann bætti við að hann hefði
áhyggjur af því að mannfallið í
stríðinu kynni að verða óskaplegt.
sein frá völdum en hins vegar
myndu Bandaríkjamenn ekki
harma fall hans.
„Ef þeir ríghalda í þennan mann
... held ég að þeir skaði mjög mál-
stað sinn,“ sagði Ghazi al-Gosaibi
sendiherra fréttamanni Reuters á
sunnudag. Sendiherrann hefur gegnt
ráðherrastöðu í landi sínu og verið
háskólarektor. Hann sagði að Arafat
hefði lagt allt sitt traust á Saddam
Hussein og varið innrásina í Kúveit.
Þar hefði hann gert slæma skyssu
því að írakar væru að tapa stríðinu.
I staðinn fyrir að efla málstað Palest-
ínumanna hefði hann beint athygli
umheimsins frá honum. Intifada,
uppreisn Palestínumanna á hem-
umdu svæðunum sem ísraelar ráða,
hefði verið gagnleg
og dregið úr ásök-
unum á hendur
Palestínumanna
um að þeir væru
ótíndir hryðjuverk-
amenn. Nú væri
Arafat búinn að
eyðileggja þennan
ávinning á áróð-
urssyiðinu og yrði
Yasser Arafat. ag gja]^a mistaka
sinna. Valdatóm væri að myndast í
forystu PLO og það yrði að fylla.
Ál-Gosaibi sagði að þegar örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna tæki að
fjalla um málefni Palestínurnanna
myndi koma i ljós hvert væri gildi
hinnar nýju skipanar heimsmála sem
George Bush Bandaríkjaforseti hefði
boðað. Beita yrði jafn áhrifaríkum,
alþjóðlegum þrýstingi og notaður
hefði verið gegn Saddam til að tala
um fyrir ísraelum og fá þá til að
viðurkenna a.m.k. að Palestínumenn
ættu við vanda að stríða. Þvinga
yrði ísraelsstjóm að samningaborð-
inu. „Við munum snúa okkur að hinu
hemámsveldinu í Mið-Austurlönd-
um. Þau eru aðeins tvö núna, írak
og ísrael."
Mistök Saddams
Sendiherrann sagði að Saddam
Hussein hefði gert óteljandi mistök.
Hann hefði m.a. ekki áttað sig á því
hve heimsmálin hefðu breyst eftir
valdatöku Míkhaíls Gorbatsjovs í
Sovétríkjunum heldur gert ráð fyrir
að deilan um Kúveit yrði dæmigerð
kaldastríðs-deila þar sem Irakar nytu
stuðnings frá Sovétríkjunum. Sadd-
am hefði veikt málstað Palestínu-
manna með árásunum á ísrael, vald-
ið því að umheiminum fyndist nú að
landið væri veikburða og varnarlítið
og umkringt hættulegum arabaríkj-
um. Líkumar á að hinn hemumdi
vesturbakki Jórdan yrði endurheimt-
ur hefðu minnkað. „Vegna heimsku
Saddams, Scud-flaugaárásanna og
öllu sem þeim fylgir, er samband
Israela við Vesturlandaþjóðir orðið
ástúðlegt á ný.“
Eftirlit með vopnakaupum
Al-Gosaibi sagði að ríkin við Pers-
aflóa myndu í vaxandi mæli annast
öryggis- og vamarmál sín sjálf og
myndu ekki hafa þörf fyrir erlendar
herstöðvar sem væru auk þess meira
í ætt við kalda stríðið. Nýskipan
heimsmála myndi hafa í för með sér
að betra eftirlit yrði haft með því
hvernig vopn ísrael og arabaríkin
fengju að kaupa. Hann sagðist telja
að stórveldin myndu að miklu leyti
taka slíkar ákvarðanir með samning-
um sín í milli. Framvegis myndi eng-
inn geta keypt hvað sem hann vildi
af vopnabúnaði að því einu tilskildu
að hann ætti nægilegt fé.
Colin Powell, forseti bandaríska herráðsins, (lengst til vinstri) Dick Cheney, varnarmálaráðherra Banda-
rikjanna, og Norman Schwarzkopf, yfirmaður fjölþjóðahersins í Saudi-Árabíu, áttu langar viðræður
um helgina um vígstöðuna í stríðinu við íraka.
Ferð bandaríska varnarmálaráðherrans til Saudi-Arabíu:
James Baker sagði að ekki bæri
að túlka yfírlýsingu Gorbatsjovs
þannig að flölþjóðaherinn nyti ekki
lengur stuðnings sovéskra stjóm-
valda.
• „Ef sendimanni Gorbatsjovs
tekst að tryggja að írakar hverfí
frá Kúveit fögnum við því,“ sagði
utanríkisráðherrann. „Það er þrátt
fyrir allt það sem við höfum stefnt
að undanfama fímm mánuði,"
bætti hann við.
Sovésk stjómvöld stöðvuðu
vopnasendingar til íraka eftir inn-
rásina í Kúveit 2. ágúst. Þau hafa
stutt bandamenn gegn Saddam
Hussein íraksforseta en ekki sent
hersveitir til Persaflóa.
Baker sagði að stuðningur Sov-
étstjómarinnar við bandamenn
hefði sætt harðri gagnrýni mú-
slima í Sovétríkjunum og hluta
sovéska hersins. Hins vegar væri
ljóst að afstaða Gorbatsjovs hefði
ekki breyst.
Aðspurður sagði utanríkisráð-
herrann að bandamenn stefndu
ekki að því að koma Saddam Hus-
■ ■I '
ERLENT
Cheney talinn hlynntur því
að landhemaði verði frestað
Riyadh. The Daily Telegraph.
LÍKURNAR á því að landhernaður hæfist á næstimni við Persaflóa
virtust minnka á sunnudag er Dick Cheney, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, fór frá Saudi-Arabíu og lét þau orð falla að hann
væri „furðu lostinn" yfir því hversu öflug stríðsvél íraka væri. Che-
ney sagði eftir að hafa rætt við yfirmenn fjölþjóðahersins í höfuð-
stöðvum þeirra í Riyadh í tæpar tólf klukkustundir um helgina að
bandamenn mættu alls ekki vanmeta stærð og hernaðarmátt íraska
hersins.
Tveir helstu hemaðarráðgjafar
George Bush Bandaríkjaforseta,
Cheney og Colin Powell, forseti
bandaríska herráðsins, voruj Saudi-
Arabíu um helgina til aá meta ár-
angurinn af hemaðaraðgerðum fjöl-
þjóðahersins. Fundur þeirra með
Norman Schwarzkopf, yfírmanni
herafla bandamanna við Persaflóa,
stóð svo lengi að þeir urðu að hætta
við að skoða Patriot-gagnflaugam-
ar sem grandað hafa nokkram
Scud-eldflaugum er skotið hefur
verið á höfuðborg Saudi-Arabíu.
Cheney sagði að þótt ioftárásir
bandamanna hefðu borið góðan ár-
angur væri enn hætta á því að ír-
aska hemum, sem var sá fjórði
stærsti í heiminum fyrir stríðið,
tækist á einhvern hátt að koma fjöl-
þjóðahemum í opna skjöldu. Dougl-
as Hurd, utanríkisráðherra Bret-
lands, sem einnig heimsótti Riyadh
um helgina, tók í sama streng og
sagði að fjölþjóðaherinn myndi ekki
ráðast inn í Kúveit á næstunni. „Ég
hef ekki orðið var við neinn þiýst-
ing á meðal bandamanna um að
landhernaður hefjist áður en fjöl-
þjóðaherinn er undir hann búinn,“
sagði utanríkisráðherrann. „Allir
skilja þörfína á því að mannfallið
verði sem minnst. Um þetta er
mikil samstaða."
Ágreiningur sagður á meðal
yfirmanna fjölþjóðahersins
Á sama tíma og ráðherrarnir
heimsóttu Saudi-Árabíu bárust
fregnir af því að ágreiningur ríkti
á meðal yfírmanna fjölþjóðahersins
um hvenær landherinn ætti að ráð-
ast inn í Kúveit. Nokkrir yfírmenn
flughersins héldu því fram að kom-
ast mætti hjá landhernaði ef flug-
herinn fengi að halda áfram loft-
árásum sínum í um hálft ár til við-
bótar. Cheney hafnaði þessari til-
lögu. „Ég tel að takmörk séu fyrir
því hversu lengi loftárásimar koma
að gagni,“ sagði hann.
Talið er að fjölþjóðaherinn hafi
eyðilagt 20-25% af herbúnaði íraka.
Yfírmenn flölþjóðahersins greinir
aðallega á um hversu marga skrið-
dreka og brynvagna herinn þarf að
eyðileggja áður landorrustumar
hefjast. Nokkrir þeirra varfæmustu
vilja að um helmingi skriðdreka ír-
aka verði eytt og telja að nýta beri
frekar yfirburði fjöiþjóðahersins I
lofti til að veikja landher íraka.
Aðrir telja að bandamenn eigi að
notfæra sér yfirburði sína til að
hefja þunga ieiftursókn sem fyrst.
Cheney virtist hlynntur því að loft-
árásirnar yrðu látnar nægja um
sinn.
Þingmenn vilja fara hægt í
sakimar
Leiðtogar demókrata og repú-
blikana í öldungadeild Bandaríkja-
þings hvöttu Bush til að fresta land-
hemaði í nokkrar vikur. Robert
Dole, sem yfírleitt er helsti stuðn-
ingsmaður Bush í deildinni, sagði
að halda bæri loftárásunum áfram
í tvær til fjórar vikur áður en
ákvörðun yrði tekin um „takmark-
aðan iandhernað". Þar á hann við
að landherinn neyði hersveitir íraka
til að fara úr byrgjum sínum til að
flugherinn geti gert árásir á þær.
George Mitchell, leiðtogi demó-
krata í öldungadeildinni, sagði að
engin þörf væri á landhernaði á
meðan loftárásirnar bæru árangur.
Báðir þingmennimir höfnuðu hug-
myndum um tafarlausan landhern-
að. Þeir sögðu að það gæti orðið
til þess að ijúfa samstöðu banda-
manna og auka andúð á Bandaríkj-
unum í arabaheiminum. Þá bentu
þeir á að Ramadan, föstumánuður
múslima, hefst 17. mars. Þeir sögðu
að Bush þyrfti að taka tillit tii þess-
ara þátta en leggja þó meginá-
herslu á að mannfall bandamanna
yrði sem minnst þegar iandhernað-
urinn hefst.