Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR' 1991 ORYGGI FYRIR OLLU Tvöfaldi sólinn í öryggisskónum frá JALLATTE gerir skóna mjúka, létta og gripgóða, auk þess þolir hann vel olíur og sýrur. Stálþynna í sólanum er naglheld og þolir högg. Stálhetta hlífir tánum fyrir höggum og hnjaski og hefur nægilegt rými fyrir tærnar. í hælbótinni ér hlíf til varnar hásin og öklabeint. JALLATTE öryggisskórnir — öruggt val. Skeifan 3h - Sími 82670 itó^ms? /£ EFTIRMENNTUN BÍLGREINA NÁMSKEIÐ K f Rafkerfi IV Námskeiðinuerskipt (tvohluta. Fyrri hlutinn fjallar um rafeindakveikjuna og er markmið þess hluta að gera þátttakendur hæfa til að greina bilanir ( Ijós- stýrðum, spanstýrðum og segulstýrðum rafeinda- kveikjum. íseinni hlutanumerfjallaðábóklegan og verklegan hátt um rafeinda- og tölvutækni í farar- tækjum. Fjallað verður um skynjara, „anolog" rásir, rökrásirog örtölvuna. í lokin eru þessirþættirtengd- ir saman í heildarkerfi. Þátttakendur: Skilyrði fyrir þátttöku er að viðkomandi hafi sótt námskeið I Rafkerfi III, þar sem fjallað er um nokkur grundvallaratriði I rafeindatækni. Lengd námskeiðs: 20 tímar. Rafkerfi IV verður haldið fimmtudaginn 21. febrúar, föstudaginn 22. febrúar frá kl 9-18 og laugardaginn 23. febrúar frá kl. 9-13. Þeir, sem koma utan af landi, fá ferða- og dvalarstyrk. Þátttaka tilkynnist í síma 91-83011 eða 91-681551. Þátttökugjald fyrir félags- menn er 6.500 kr., utanfélagsmenn 26.000 kr. MÝTT SÍMANÚMER ^ÐAAFGRBÐSIU- „Pólitískur refskapur" I Reykjaneskjördæmi berjast þeir um fylgi kjósenda A-flokkanna Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra, formaður Alþýðubandalagsins. í Þjóðvih'anum á laugar- dag gaf Helgi Guð- mundsson ritstióri mönn- um tóninn í baráttunni gegn Jóni. Hann segir: „Eins og marga rekur sjálfsagt minni til boðaði Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra nokkra menn til sérkennilegrar undir- ritunar í haust er leið. Mikið lá á að koma undir- ritun þessari af sem skjótast. Áttu að taka þátt i henni ráðamenn fyrirtækjanna þriggja sem lýst hafa áhuga á að byggja hér álver í sameiningu, fulltrúi Landsvirkjimar og svo auðvitað iðnaðarráðherr- ann sjálfur. Sjónvarpið og Þjóðvih'inn greindu frá því að hinir erlendu gestir teldu undirritun þessa ekki timabæra, og var eftir einhverjum þeirra haft að þeir vildu með þessu aðstoða ráð- herrann við að koma málinu áfram hér á landi. Þeir voru með öðrum orðum farnir að skipta sér af pólitík á íslandi. Siðan undirskriftar- daginn góða hefur margt skringilegt komið í h'ós, og mun mönnum þykja þeim mun minni skenimt- un af því öllu sem þeir eru nátengdari ráðherr- anum í pólílík. Æðibunu- gangurinn var slikur að Jóhannesi Nordal, stíórn- arformanni Landsvirkj- unar, hafði láðst að tryggja sér umboð stíórnarinnar til að und- irrita hin mikilsverðu sk.jíil. Þegar til átti að taka var stjórnin ekki á þeim buxunum að veita stíórnarformanni það umboð sem hann þurfti af þeirri einföldu ástæðu að verðið sem til stóð að semja um fyrir rafork- una var of lágt, trygging- Ekkier áliö i ii Að gefnu tilefní M halda þvi/ram aiih.rU.un byXXiitgariosmaðanru iþtim gjaldmiðti trm Tihsaðar { si aðrias twUiaktsitrknilfgs vandamdl tr afotr á móri átamileg witgengiii *a ¦tannlrihmn. Bardagi A-flokkanna Fyrir tveimur árum fóru þeir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins, og Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, um landið og boðuðu þáttaskil í stjórnmálunum á rauðu Ijósi. Þeir væru að leggja grunn að eilífu samstarfi eða samruna flokka sinna. „Endirinn á fortíðihni" var þá haft eftir Jóni Baldvini á forsíðu Alþýðublaðs- ins. Nú dregur að kosningum og þá kem- ur í Ijós, að fortíðinni virðist ætla að Ijúka með því að Alþýðuflokkurinn nær í nokkra fyrrverandi frammámenn Alþýðubanda- lagsins til stuðnings við sig eða til setu á framboðslistum sínum. Við það herðist aðeins bardaginn milli A-flokkanna um atkvæðin. ar í drögunum of rýrar, auk fleiri atriða sem stjórnarmenn töldu óhagstæð Landsvirkjun. Ekki setti ráðherrann þetta fyrir sig, menn skyldu undirrita hvað sem tautaði og raulaði, þð enginn hefði i raun og veru áhuga á þessum undirskriftum nema hann. Oftast er iðnaðarrað- herrann talinn gæta vel að samræminu milli kapps og forsjár þegar hann vill koma einhverju í verk, enda þótt kappið sé vissulega mikið. Und- irskriftin er hins vegar til marks um ofurkapp og pólitfskur refskapur getur komið mönnum i vanda ef þeir sjást ekki fyrir í ákafanum að ná settu marki. Undirskrift- in varð vissulega verð- mætt innlegg ráðherrans á framboðsreikninginn á Reykjanesi. Grónum þingmönnum og ný- krýndum sigurvegurum var í einu vetf angi vikið neðar á A-listanum í kjör- dæminu, ölluiu hug- myndum um prófkjör ýtt til hliðar, og ráðherra ótimabærra undirskrifta settur í fyrsta sætí." Andar köldu Þjóðviljiun og alþýðu- bandalagsmenn hafa ekki úr háuin söðli að detta í álmálinu. Þeir hafa vih'að spilla fyrir viðræðunum við Atlants- ál og leitað allra leiða tíl að gera þær sem tor- tryggilegastar. Hin til- vitnuðu orð úr Þjóðvih'- anum snúast hins vegar ekki imt efni málsins heldur hitt hvernig iðn- aðarráðherra Jón Sig- urðsson hefur haldið á því. Þjóðvih'inn grípur nú feginshendi tækifæri til að koma pólitísku höggi á samstarfsmann í ríkis- stjórn. Þjóðarhagur hafi ekki vakað fyrir iðnaðar- ráðherra heldur þráin eftír að koniast í öruggt þingsætí. Helgi Guð- mundsson, rilstjóri Þjóð- vih'ans, segir í grein sinni: „Ýmsir vildu svo vera láta að undirskriftin [sem iðnaðarráðherra var kappsmál] hefði verið markaust plagg, en það var mikill misskilningur, því á þeún efnisatriðum sem álfyrirtækjunum eru hagstæðust hafa þau hangið eins og hundar á roði með þeim afleiðing- um að samningamenn um orkuverð hafa litíð sem ekkert komist áfram. Enginn dregur i efa að iðnaðarráðherra ætli sér að ná því marki að láta reisa álver á Is- landi svo fh'ótt sem við verður komið. Þetta markmið er langt undan, en hitt að komasf í í'ram- boð á Reykjanesi og leysa þannig aðsteðjandi próf- kjörsvanda í Reykjavík náðist." Ritstjóri Þjóðvih'ans lýkur grein sinni með þessum orðum: „Þegsu- undirskriftaat- gangurinn stóð sem hæst varð mikil pólitísk ókyrrð vegna þess að Alþýðubandalagið, og raunar heldur ekki Framsókn, vildi ekki bera ábyrgð á gerðum Jóns Sigurðssonar. Sum- ir töldu rikisstíórnina í andarslHrumim, og ef mig misinimdr ekki um of var meirihluti þjóðar- innar ákafur í að fá nýtt álver. Þá hafði staðið, svo mánuðum skipti, heilmik- ill sjónleikur gagnvart Austfirðingum og Norð- lendingum þar sem þeim var talin trú um að Eyja- fjörður og Reyðarfjörður væru nklegir staðir fyrir álver. Keilisnes varð fyr- ir valinu. Að svo stöddu skal engu spáð um hvort fyrir Reyknesingum fer oins og austanmðnnum og norðanmönnum, en hitt er víst að: seint verð- ur álið sopið úr þvi það kemst ekki einusinni í ausu iðnaðarraðherr- ans." SJOÐSBREF 5 Oryggi, eignarskattsfrelsi og ágæt ávöxtun Sjóðsbréf 5 eru góður kostur fyrir þá sem greiða háan eignarskatt því að eign í sjóðnum er eignarskattsfrjáls án skilyrða. Sjóður 5 fjárfestir eingöngu í verðbréfum með ábyrgð Ríkissjóðs íslands; spariskírteinum, ríkisvíxlum og húsbréfum, þannig nýtur þú öruggra raunvaxta auk þess hagræðis og sveigjanleika sem fylg- ir fjárfestingu í verðbréfasjóðum. Verið velkomin í VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Póstfax 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.