Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLÁÐIEX ÞRIÐ.IUDAGUR a2.'FEB«ÚASR9^1' 0!í
31(tf
Ríkið jafni
framlög til
menningar
Á „MÁLÞINGI um menningu" sem
menningarmálanefnd Akureyrar-
bæjar stóð fyrir á laugardag var
samþykkt áskorun til mennta-
málaráðherra og ríkisstjórnar að
jafna mun á ríkisframlögum tii
menningarmála.
í áskoruninni segir m.a. að al-
mennur fundur um lista- og menn-
ingarmál skori á menntamálaráð-
herra og ríkisstjórn að gera nú þegar
ráðstafanir til að jafna .þann mikla
mun sem er á framlögum ríkissjóðs
til menningarmála á höfuðborgar-
svæðinu annars vegar og öðrum
landshlutum hins vegar.
„Fundarmenn telja, að ekki verði
lengur við það unað, að nánast allt
fjármagn til þessa málaflokks fari
til starfsemi sem staðsett er á höfuð-
borgarsvæðinu," segir í áskoruninni.
Nemar í VMA frum-
sýna Böm mánans
LEIKKLÚBBUR Verkmennta-
skólans á Akureyri frumsýnir ann-
að kvöld, miðvikudagskvöld, leik-
ritið Börn mánans eftir Michael
Weller.
Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð og
er verkið sýnt í Dynheimum. Leikrit-
ið fjallar um fáeina hippa sem búa
saman í kommúnu og vilja stöðva
stríð. Verkið gerist á árunum
1968-70 þegar frjálsar ástir voru í
hávegum hafðar. (Frcttatilkynning)
Fnjóskadals grænu tún
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Gróður hefur tekið vel við sér í góðyiðriskaflanum sem Norðlendingar hafa orðið aðnjótandi síðustu vikur. Eins og sjá má á myndinni eru tún farin
að grænka í Fnjóskadal þar sem þessi mynd var tekin í fögru veðri í síðustu viku.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Á skyndihjálparnámskeiði
Vélsleðamenn á Akureyri sóttu á dögunum námskeið í skyndihjálp, sem
sérstaklega er sniðið fyrir vélsleðamenn og er áhersla lögð á þá áhættu
sem fylgir fjallaferðum á slíkum farartækjum. Þátttakendur voru 12,
en samskonar námskeið var einnig haldið fyrir áramót. Hanna Kjartans-
dóttir skyndihjálparkennari annaðist kennsluna, en Hjálparsveit skáta
á Akureyri lánaði húsnæði sitt að Lundi auk þess sem meðlimir léku
slasaða. Fyrirhugað er að halda fleiri námskeið fyrir vélsleðamenn í
vetur, m.a. um meðferð áttavita og einnig fleiri skyndihjálpamám-
skeið. Myndin var tekin á námskeiðinu kvöld eitt fyrir skömmu.
Sameinast Eyfirðing
arum gervigrasvöll?
Á FUNDI um gerð gervigrasvallar sem haldinn var á Akureyri á sunnu-
dag kom fram vilji forráðamanna knattspyrnufélaga í Eyjafirði að
standa sameiginlega að kostnaði við gerð slíks vallar. Skipuð var nefnd
fimm manna til að hefja viðræður við Héraðsnefnd Eyjafjarðar um
málið. Líklegast. þykir að völlurinn yrði gerður á Akureyri, en á fundin-
um var einnig varpað fram hugmyndum um fleiri siaði, eins og Hrafna-
gil og Laugaland við Þelamörk.
Stefán Gunnlaugsson sem sæti á
í stjóm KSf sagði að á fundinum
hefði náðst full samstaða um að
stefna beri að því að gera í Eyjafirði
völl af fullri stærð, en áður hafa
komið fram hugmyndir um að gera
gervigrasvöll þar sem nú er svokall-
aður moldarvöllur við Sana. Kostnað-
ur er áætlaður á bilinu 65-70 milljón-
ir króna og er þá ekki gert ráð fyrir
búningsaðstöðu.
Á fundinum voru forráðamenn
knattspyrnufélaga á svæðinu, frá
Akureyri, Ólafsfirði, Grenivík,
Dalvík, Eyjafjarðarsveit og hreppun-
um utan Ákureyrar. Vora menn sam-
mála um að kanna hug sveitarstjórn-
armanna til hugmyndarinnar um
sameiginlegan gervigrasvöll fyrir
svæðið. Skipuð var nefnd fimm
manna sem falið verður að ræða við
Héraðsnefnd Eyjafjarðar, en óskað
verður eftir viðræðum við nefndina
um þetta mál.
Stefán sagði orðið mjög brýnt að
koma upp slíkum velli, mikill munur
væri á aðstöðu knattspymumanna
nyðra miðað við það sem til boða
stæði á höfuðborgarsvæðinu. Hlyti
umrædd leið samþykki gæti það flýtt
því mjög að gervigrasvöllur yrði
gerður í Eyjafirði.
Líklegast er að völlurinn verður
gerður á Akureyri þar sem markað-
urinn er stærstur og hafa þar verið
nefndir til sögunnar þrír staðir, á
Sólborgarsvæðinu, við Verkmennta-
skólann og inn við Leirur. Á fundin-
um var einnig varpað fram hugmvnd-
um um að völlurinn yrði við Hrafna-
gil og sagði Stefán að þar væri að-
staða mjög góð, fyrir hendi væri
sundlaug, íþróttahús og ónýtt heima-
vist þannig að þar væri risin vísir
að íþróttamiðstöð. Einnig kom fram
hugmynd um að gervigrasvöllurinn
yrði við Laugaland í Þelamörk.
Litla leikhúsið í smjörlíkisgerðinni
LITLA leikhúsið mun hefja starf-
semi í húsi gömlu smjörlíkisgerð-
ar KEA í Kaupvangsstræti innan
skamms.
Það er Örn Ingi sem stendur að
Litla leikhúsinu, en hann hefur að
undanföm haldið leiklistamámskeið
fyrir börn og unglinga. Hann sagði
að húsnæðið, sem er efst í Gilinu
svokallaða, hentaði afar vel til leik-
listarstarfsemi. Nokkrar lagfæring-
ar verða gerðar, en Örn Ingi sagði
að starfsemi gæti hafist fljótlega.
„Það er mjög góður andi í húsinu
og umhverfið skapar mikla stemmn-
ingu,“ sagði Öm Ingi, en hann verð-
ur á ferðinni í miðbæ Akureyrar á
morgun, öskudag, og þar býðst öll-
um þeim sem áhuga hafa og eru á
aldrinum 7-67 ára að innrita sig á
námskeið Litla leikhússins.
Söngvarakeppni í mið-
bænum á öskudaginn
EFNT verður til söngvarakeppni í miðbæ Akureyrar á öskudaginn,
sem er á morgun, miðvikudag. Komið verður upp palli við norður-
glugga Amaro og þangað skulu þau lið koma sem taka ætla þátt.
Það lið sem best þykir standa sig í söngnum fær að launum ævintýra-
ferð til Grímseyjar.
Örn Ingi myndlistarmaður stend-
ur að keppninni og sagði hann hún
væri opin öllum öskudagsliðum
bæjarins. Það skilyrði er sett að
fimm séu hið minnsta í hverju liði
og fímmtán hið mesta. Lið mega
hafa undirleikara komi hann úr
þeirra hópi. Fimm bestu liðin fi
verðlaun og besta liðið fer í ævin
Tekið verður tillit til söngsins
sviðsframkomu og búninga. Form
aður dómnefndar er Ingvi Rafi
Jóhannsson formaður Karlakór
Akureyrar- Geysis.
íf-
BEINT FLUGi
HUSAVIK - REYKJAVIK - HUSAVIK
mióvikudaga • laugardaga • sunnudaga
Farpantanir:
Húsavík 41140
Reykjavík 690200
<Æ
fluqfélaq
nordurlands hf.