Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, PRIÐJUDAGUR ,12. FEBRÚAR 1991 I Kína: Umbótaleiðtogi fyr- ir rétti sakaður um byltingaráform Peking. Reuter. CHEN Ziming, einn af fremstu leiðtogum í kínversku umbóta- og lýðræðishreyfingunni sem kæfð var í blóði á Torgi hins him- neska friðar í Peking 1989, var dreginn fyrir rétt í gær, sakaður um samsæri gegn stjórnvöldum. Svo getur farið að Chen hljóti dauðadóm. Frá því í desember hefur verið skýrt frá réttarhöldum yfir 17 manns í tengslum við mótmælin gegn einræði kommún- ista 1989 en þyngsti dómurinn var sjö ára fangelsi. Chen er einnig sakaður um gagnbyltingaráróður. Vinir hans segja að hann hafi byijað hungur-. verkfall sl. fímmtudag og svipt sig klæðum að mestu þrátt fyrir ní- standi kulda til að mótmæla rétt- arhöldunum. Lögregla umkringdi byggingu réttarins í Peking i gær og vestrænum fréttamönnum var sagt að hafa sig á brott. Chen er 37 ára gamall, hag- fræðingur að mennt, og var for- stjóri rannsóknunarstofnunar í einkaeigu en hún var rekin í sam- vinnu við róttæka umbótamenn í kommúnistaflokknum. Sjálfur hef- ur Chen barist fyrir lýðræðisum- bótum allt frá árinu 1976. Yfír- völd telja hann einn af fjórum hættulegustu frammámönnum umbótahreyfingarinnar sem eink- um var haldið uppi af stúdentum í Peking. Annar er Wang Juntan, 32 ára og einnig hagfræðingur; hann er sagður þjást af lifrar- bólgu. Chen Xiaoping háskólakennari og stúdentinn Liu Gang komu fyr- ir rétt fyrr í mánuðinum, sakaðir um samsærisáform gegn ríkis- stjóminni. Búist er við þvi að þess- ir fjórmenningar fái hörðustu dó- mana. Stúdentaleiðtoginn Wang Dan var nýlega dæmdur í fjögurra ára fangelsi en annar stúdent, Ren Wanding, fékk sjö ára fangelsi vegna þess að hann sýndi engin merki iðrunar, að sögn yfírvalda. Eiginkona Wangs hefur farið fram á það við dómstóla að réttar- höldin verði opinber til þess að fólk geti fengið „sanna og hlut- Iausa“ lýsingu á atburðunum er herinn var látinn brjóta mótmælin á bak aftur í byijun júní 1989. Þá er talið að hundruð, jafnvel þúsundir hafi látið lifið. Alls hafa um 1.000 manns hlotið dóma, oft þrælkunarvinnu eða svonefnda endurhæfingu, fyrir þátttöku í mótmælunum, að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins. Erlendir stjórnarerindrekar í Peking álíta að margir verkamenn, sem tóku þátt í aðgerðunum, hafi verið skotnir umsvifalaust. Óeirðir í Albaníu: Reuter Prunskiene heimsækir Prag Kazimiera Prunskiene, fyrrverandi forsætisráðherra Litháens, er nú í heimsókn í Tékkóslóvakíu til að ræða við þarlend stjómvöld. Á myndinni spjallar hún við Vaclav Havel, forseta Tékkóslóvakíu, á fundi mannrétt- indahreyfingarmnar Charta 77 í Menningarhöllinni í Prag um helgina. Þúsundír streymdu til hafn- arborgar í von um fararleyfi Durres, Albaníu. The Daily Telegraph. ÞÚSUNDIR Albana streymdu til hafnarborgarinnar Durres við Adría- haf fyrir helgina í þeirri von að fá að fara úr landi. Til átaka kom milli fólksfjöldans og lögreglu þegar í ljós kom að orðrómur um að ferðafrelsi væri komið á reyndist ekki á rökum reistur. A.m.k. 10.000 manns komu til frá ungu fólki sem hrópaði „lýðræði Durres, aðalhafnarborgar Albaníu, á föstudag. Fólkið kom í þeirri trú að það mætti ferðast til Italíu og jafn- vel setjast að í Suður-Afríku. Að sögn sjónarvotta þurfti lögregla að setja upp víggirðingar til að afstýra því að fólkið ryddist um borð í feiju á leið til Ítalíu. Lögreglumennimir reyndu ítrekað að skýra út fyrir fólk- inu að ekkert væri hæft í því að það mætti nú ferðast úr landi. Þegar lög- reglan reyndi að beina fólkinu inn í miðbæ Durres mætti hún gijóthríð og frelsi". Síðan braust fólkið inn í búðir á aðalgötu Durres og tók sér matvöm og sígarettur. Kveikt var í veitingahúsi og veggskjöldur til minningar um Envar Hoxha, fyrrum leiðtoga landsins, var brotinn. Lög- regla segir að rúmlega þúsund manns hafi tekið þátt í óeirðunum. Fólkið hafi streymt inn á aðaltorg bæjarins, ráðist á byggingar komm- únistaflokksins og slegist við óeirða- lögreglu. Svo virðist sem skotum hafi verið hleypt af en sjónarvottum ber ekki saman um hvort einhver hafí særst. Sumir sögðu að a.m.k. tveir hefðu fallið en Fadil Canaj, lög- reglustjóri í Durres, vildi ekki stað- festa að svo væri. Hann sagði að rúmlega 40 manns hefðu verið hand- teknir og tugir lögreglumanna hefðu særst. Stjómvöld í Albaníu tilkynntu á föstudag, áður en óeirðimar í Durres hófust, að her, lögregla og dómstólar yrðu teknir undan yfirstjóm komm- únistaflokksins. Þetta hefur verið ein aðalkrafa stjómarandstæðinga og fögnuðu þeir tilkynningunni. Reuter Kjötkveðjuhátíð í Ríó Hin árvissa kjötkveðjuhátíð í Ríó de Janeiro er byijuð. Á myndinni má sjá þijár þokkafullar meyjar veifa til áhorfenda á veitingastaðn- um Flamengó við upphaf hátíðarinnar um helgina. Spáð 2% samdrætti í breska efnahagslífínu St. Andrews, frá Guðmundi Ileiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HORFURI bresku efnahagslífi fara sífellt versnandi. Þrýstingur eykst jafnt og þétt á sljórnvöld um að lækka grunnvexti. Efnahagssérfræð- ingar spáðu á þessu ári allt að 2% hagvexti í Bretlandi. En vegna hárra vaxta, aukins atvinnuleysis og minni bjartsýni hefur skoðun þeirra breyst. Nú er allt eins búist við, að á þessu ári verði 2% sam- dráttur í bresku efnahagslífi. Tvær ástæður em helst nefndar fyrir þessari breytingu. Annars veg- ar óvissa vegna Persaflóastríðsins. Hins vegar háir gmnnvextir. En nú fjölgar fyrirtækjum dag frá degi, sem annaðhvort segja fólki upp í stómm stíl eða hreinlega hætta rekstri vegna þess mikla kostnaðar, sem hlýst af háum vöxtum á lánsfé. Á síðasta ári urðu fleiri bresk fyrir- tæki gjaldþrota en nokkm sinni fyrr. Mun fleiri fyrirtæki urðu gjaldþrota í janúar á þessu ári en í janúar í fyrra. Svo gæti farið að 1991 yrði metár hvað gjaldþrot varðar. Samkvæmt opinbemm spám er búist við, að verðbólga verði komin niður í 5% fyrir lok ársins, en hún er nú 9,3%. Sumir efnahagssérfræð- ingar spá því, að verðbólga verði komin niður í 3,5% í lok ársins. Bæði John Major forsætisráð- herra og Norman Lamont fjármála- ráðherra sögðu um helgina, að lækk- un vaxta byggðist á minni verð- bólgu. Vandi yfirvalda er sá, að þátt- taka sterlingspundsins í evrópska myntkerfinu festir gengið miðað við aðrar Evrópumyntir og styrkur pundsins ræðst meðal annars af vöxtum. Pundið hefur ekki verið sterkt innan kerfísins, síðan gengið lækkunar vaxta er því lítið. Horfur í breskum iðnaði em erfið: ari en nokkm sinni síðan 1980. í könnun, sem Samband breskra iðn- rekenda birti í gær kemur fram, að í minni iðnfyrirtækjum búast næst- um allir við minni framleiðslu á þessu ári en í fyrra og að starfs- mönnum fækki. Þingmenn íhaldsflokksins hafa margir hveijir krafist þess að vextir verði lækkaðir vegna þess að sam- drátturinn gæti orðið að efnahags- hmni. Aukning atvinnuleysis hefur orðið mest í Suður-Englandi á síð- ustu mánuðum. í dagblaðinu The Times kom fram í gær, að aukning atvinnuleysis í kjördæmum þing- manna Ihaldsflokksins hefur verið fimmföld miðað við kjördæmi þing- manna Verkmannaflokksins. Suður-Afríka: Mannskæð árás á rútur í Natal-héraði Pietermaritzburg. Reuter. AÐ MINNSTA kosti sautján manns biðu bana og ellefu særðust í gær þegar árás var gerð á tvær rútur úr umsátri í bæ blökkumanna skammt frá Pietermaritzburg, höfuðstað Natal héraðs í Suður-Afríku. Ekki var vitað í gær hveijir árás- armennimir vom. Óstaðfestar fregn- ir hermdu að þeir hefðu setið um rúturnar, skotið á þær úr rifflum og skammbyssum og grýtt þær. I rútun- um vora stuðningsmenn Inkatha- frelsisflokksins, hreyfmgar Zulu- manna. Þeir höfðu verið á fundi, þar sem ræddar voru leiðir til að koma á friði í Natal. var í það á -síðasta ári, .S.vigrúm til Alls hafa um 40 manns.beðið bana í átökum í byggðum blökkumanna í Suður-Afríku frá því 29. janúar er Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC), og Mangosut- hu Buthelezi, leiðtogi Inkatha-frelsis- flokksins, undirrituðu yfirlýsingu, þar sem sem þeir hvöttu til þess að endi yrði bundinn á átök milli stuðn- ingsmanna hreyfinganna. Þau hafa kostað meira en 4.000 manns lífið á undanfömum fimm árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.