Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 18
18' MORGÍINÖLAÐIÖ 'ÞRIÉJJÚDAGÚR Í2/ FEBRÚÁR 1991 :; Söngvakeppni Sjónvarpsins: Draumur um Nínu framlag Islands í Róm LAG Eyjólfs Krisljánssonar, Draumur um Nínu, verður framlag Is- lands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Róm á Ítalíu í maí. Lagið sigraði í undankeppni söngvakeppninnar sem fram fór í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu á laugardagskvöld. Það voru þeir Eyjólfur og Stefán Hilmarsson sem fluttu lagið. Keppni tveggja efstu laga var eftir Friðrik Karlsson, varð í þriðja mjög jöfn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en stig níundu dóm- nefndar, sem sat í sjónvarpssal, voru birt í lokin. En hún gaf lagi Eyjólfs öll 16 stigin sem hún hafði til ráðstöfunnar. Lagið Draumur um Nínu fékk samtals 97 stig. Lag Harðar G. Ólafssonar, í dag, kom næst með 76 stig og Lengi lifi lífíð, sæti með 62 stig. I töflunni hér fyrir neðan sést stigaíjöldi hvers lags. Eyjóifur hefur áður komið við sögu í söngvakeppni Sjónvarpsins og einnig tók hann þátt í Landslag- skeppninni á Stöð 2 í fyrra þar sem hann söng sigurlagið, Álfheiði Björk. Frá verðlaunaafhendingu í lok söngvakeppninnar á laugardags- kvöld. Frá vinstri: Sigmundur Örn Amgrímsson, varadagskrárstjóri Sjónvarpsins, Valgeir Guðjónsson, kynnir keppninnar, Eyjólfur Kristjánsson, höfundur sigurlagsins og loks Stefán Hilmarsson, sem flutti sigurlagið, Drauminn um Nínu, ásamt Eyjólfi. Sæti: Lag 1. Draumur um Nínu Lagogtexti: Utsetning: Flytjendur: 2. í dag Lag: Texti: Útsetning: Flytjendur: Stig: 97 3. Lengi lifi lífið Lag: Texti: Flytjendur: 4. í fyrsta sinn Lag: Texti: Útsetning: Flytjendur' 5. í leit að þér Lagogtexti: Útsetning: Flytjandi: 6. Stjarna Texti: Lag: Útsetning: 7. 8. Flytjandi: í einlægni Lag: Texti: Útsetning: Flytjandi: Á fullri ferð Lag: Texti: Útsetning: Flytjendur: Eyjólfur Kristjánsson Eyjólfur Kristjánsson Jón Ólafsson Eyjólfur Kristjánsson Stefán Hilmarsson Hörður G. Ólafsson Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Jón Kjell Seljeseth Helga Möller Erna Þórarinsdóttir Kristján Gíslason Amar Freyr Gunnarsson Friðrik Karlsson Jóhannes Eiðsson Eiríkur Hauksson Jóhannes Eiðsson Sigrún Eva Ármannsdóttir Magnús Kjartansson Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Magnús Kjartansson Rut Reginalds Ingvar Grétarsson ívar J. Halldórsson og Hákon Möller Magnús Kjartansson Rut Reginalds Sigurður Sævarsson Baldur Þ. Guðmundsson og Sigurður Sævarsson Þórir Baldursson Jóhanna Linnet ívar J. Halldórsson Halldór Lárusson Magnús Kjartansson ívar J. Halldórsson 76 62 47 45 39 33 32 Geirmundur Valtýsson Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Magnús Kjartansson Áslaug Fjóla Magnúsdóttir Sigríður Guðnadóttir Mér þykir rétt að þú fáir að vita það 10. Lag: Texti: Útsetning: Flytjandi: Stefnumót Lag: Útsetning: Flytjandi: Ingvi Þór Kormáksson Pétur Eggerz Vilhjálmur Guðjónsson Sigríður Guðnadóttir Guðmundur Ámason Jón Ólafsson Eyjólfur Kristjánsson Kristján Gíslason 30 19 Morgunblaðið/Þorkell Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhenti Fríðu Á. Sigurðardóttur og Herði Ágústssyni íslensku bókmenntaverðlaunin. Verðlaunagripina gerði Jens Guðjónsson gullsmiður. íslensku bókmenntaverðlaunin: Fríða og Hörður verðlaunuð FRÍÐA Áslaug Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson hlutu ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 1990. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, af- henti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Listasafni Islands í gær. Fríða hlaut verðlaunin fyr*r skáldsögu sfna Meðan nóttin líður og Hörður fyrir bók sína Skálholt — Kirkjur. Alls vora fimmtán þækur útnefndar til verðlauna, átta úr flokki fargurbókmennta, og hlaut Fríða verðlaunin í þeim flokki, og sjö úr flokki handbóka, fræðirita og frásagna, og Hörður fékk þau verðlaun. Þegar verð- launin voru veitt í fyrsta sinn í fyrra var aðeins um einn flokk að ræða. Það er Forlagið sem gefur út bók Fríðu en Hið íslenska bókmenntafélga gefur út bók Harðar. Þegar úrslitin vora kunn þökk- uðu verðlaunahafar fyrir sig og sagði Hörður þá meðal annars. „Auðvitað er ég ánægður og glað- ur en ef þessi bók mín, og sú við- urkenning sem hún hefur fengið hér, yrði til þess að vekja áhuga og efla virðingu fyrir íslenskri byggingarlistararfleifð, yrði ég ennþá ánægðari." í dómnefnd sátu þau Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Helga Kress, Snorri Jónsson, Dóra Thor- oddsen og Pálmi Gíslason. Verð- launafé nam alls einni milljón. Við verðlaunaafhendinguna í gær flutti Thor Vilhjálmsson rit- höfundur ræðu og Hamrahlíðar- kórinn söng nokkur lög undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Sjómannafélag Reykjavíkur: Reglum um tollfrjáls- an farangur mótmælt FARMENN á kaupskipaflotanum eru mjög óánægðir vegna breyt- ingar sem gerð hefur verið á reglugerð um tollfijálsan far- angur ferðamanna við komu frá útlöndum en samkvæmt henni er farmönnum nú einungis heim- ilt að koma með 3 kíló matvæla í stað 10 kg. áður. Hefur Guð- mundar Hallvarðssonar, formað- ur Sjómannafélags Reykjavíkur, ritað fjármálaráðherra bréf þar sem breytingunni er harðlega mótmælt og þess krafist að sjó- menn fái aftur að koma með 10 kjló af tollfijálsum farangri úr siglingum. Þann 20. desember sl. var gefin út ný reglugerð um tollfijálsan far- angur ferðamanna. Að sögn Guð- mundar era farmenn reiðir vegna þeirrar breytingar sem gerð var á 2. málsgrein, 1. greinar reglugerð- arinnar um að lækka þyngd mat-. væla sem farmönnum er heimilt að koma með. Auk þess er vakin at- hygli á því í bréfinu til ráðherra að í heiti hinnar nýju reglugerðar eru farmenn ekki sérstaklega tilgreind- ir, heldur eingöngu ferðamenn. „Er það kannski álit fjármálaráðuneyt- isins að íslenskir farmenn séu ferða- menn?“ spyr Guðmundur í bréfi sínu til ráðherra. Grindavík: Fyrsta loðnan á þessu ári Grindavik GRINDVÍKINGUR GK 606 landaði fyrstu loðnunni á þessu ári í Grindavík aðfaranótt sunnudags. Hann var með um 1.000 tonn af hrygningarloðnu og fóru um 140 tonn í beitu og frystingu en afgang- ur í bræðslu. „Það var góð tilfínning að kom- ast í loðnu,“ sagði Willard Ólason, skipstjóri á Grindvíkingi, „loðnan er á sínum venjulega stað miðað við árstíma og fer mjög hratt í vest- ur.“ Willard sagði að erfítt væri að svara spumingunni um hegðun loðnunnar því þar væra margir þættir sem spila inn í. Loðnan haldi sig í meiri hita en áður og svo virð- ist sem hún hafí haldið sig fyrir utan Austurland í - staðinn fyrir Norður- og Norðausturland. Loðnan er á leið til hrygningar og verður ekki veiðanleg nema til næstu mánaðamóta. „Mér fínnst mjög jákvætt að vinna með Hafrannsóknarstofnun eins og hefur verið gert nú í þess- ari loðnuleit og vona að þar verði framhald á,“ sagði Willard að lok- um. FÓ Ómar Sharif Ómar Shar- if keppir hér í brids HINN þekkti kvikmyndaleikari Ómar Sharif verður meðal kepp- enda á 9. Flugleiðamótinu í brids, sem fram fer á Hótel Loftleiðum um næstu helgi. Sharif, sem er tæplega sextugur að aldri, hefur snúið sér að brids- spilamennsku í æ ríkara mæli hin síðari ár. Hann keppir víða um heim en hefur ekki áður keppt hér á landi. í mótinu taka þátt 14 þekktir erlendir bridsspilarar. Með Ómari Sharif í sveit verða mjög þekktir bridsrnenn, þeir Zia Mahmood frá Pakistan, Lev Schmul frá ísrael og Paul Chemla frá Frakklandi. Alls hafa um 200 spilarar skráð sig til leiks, þar á meðal allir beztu bridsspilarar íslands. Keppt er um 650 þúsund króna verðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.