Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 18
ígei MORGUNBLaÐIB 'ÞRIÐJÚDAGUR12/ FEBRÚAR' 1991' Söngvakeppni Sjónvarpsins: Draumur um Nínu framlag íslands í Róm LAG Eyjólfs Kristjánssonar, Draumur um Nínu, verður framlag ís- lands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Róm á ítalíu í maí. Lagið sigraði í undankeppni söngvakeppninnar sem fram fór í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu á laugardagskvöld. Það voru þeir Eyjólfur og Stefán Hilmarsson sem fluttu lagið. Keppni tveggja efstu laga var eftir Friðrik Karlsson, varð í þriðja mjög jöfn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en stig níundu dóm- nefndar, sem sat. í sjónvarpssal, voru birt í lokin. En hún gaf lagi Eyjólfs öll 16 stigin sem hún hafði til ráðstöfunnar. Lagið Draumur um Nínu fékk samtals 97 stig. Lag Harðar G. Ólafssonar, í dag, kom næst með 76 stig og Lengi lifí lífið, sæti með 62 stig. í töflunni hér fyrir neðan sést stigafjöldi hvers lags. Eyjólfur hefur áður komið við sögu í söngvakeppni Sjónvarpsins og einnig tók hann þátt í Landslag- skeppninni á Stöð 2 í fyrra þar sem hann söng sigurlagið, Álfheiði Björk. Frá verðlaunaafhendingu í lqk söngvakeppninnar á laugardags- kvöld. Frá vinstri: Sigmundur Örn Arngrímsson, varadagskrárstjóri Sjónvarpsins, Valgeir Guðjónsson, kynnir keppninnar, Eyjólfur Kristjánsson, höfundur sigurlagsins og loks Stefán Hilmarsson, sem flutti sigurlagið, Drauminn um Nínu, ásamt Eyjólfi. Sæti: Lag Stig: 1. Draumur um Nínu 97 Lagogtexti: Eyjólfur Kristjánsson Útsetning: * Eyjólfur Kristjánsson Jón Ólafsson Flytjendur: Eyjólfur Kristjánsson Stefán Hilmarsson 2. fdag 76 Lag: Hörður G. Ólafsson Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Útsetning: Jón Kjell Seljeseth Flytjendur: Helga Möller Erna Þórarinsdóttir Kristján Gíslason Arnar Freyr Gunnarsson - 3. Lengi lifi lífið 62 Lag: Friðrik Karlsson Texti: Jóhannes Eiðsson Eiríkur Hauksson Flytjendur: Jóhannes Eiðsson Sigrún Eva Ármannsdóttir 4. í fyrsta sinn 47 Lag: Magnús Kjartansson Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Útsetning: Magnús Kjartansson Flytjendur* Rut Reginalds Ingvar Grétarsson 5. íleitaðþér 45 Lag og texti: ívar J. Halldórsson og Hákon Möller Útsetning: Magnús Kjartansson Flytjandi: Rut Reginalds 6. Slg'arna 39 Texti: Sigurður Sævarsson Lag: Baldur Þ. Guðmundsson og Sigurður Sævarsson Útsetning: Þórir Baldursson Flytjandi: Jóhanna Linnet 7. í einlægni 33 . Lag: ívar J. Halldórsson Texti: Halldór Lárusson Útsetning: Magnús Kjartansson Flytjandi: ívarJ. Halldórsson 8. Á fullri ferð 32 Lag: Geirmundur Valtýsson Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson , Útsetning Magnús Kjartansson Flytjendur: Áslaug Fjóla Magnúsdóttir Sigríður Guðnadóttir 9. Mérþykirréttað þúfáiraðvitaþað 30 Lag: Ingvi Þór Kormáksson Texti: Pétur Eggerz • Útsetning: Vilhjálmur Guðjónsson Flytjandi: Sigríður Guðnadóttir 10. Stefnumót 19 Lag: Guðmundur Árnason Utsetning: Jón Ólafsson Eyjólfur Kristjánsson Flytjandi: Kristján Gíslason Morgunblaðið/Þorkell Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhenti Fríðu Á. Sigurðardóttur og Herði Ágústssyni íslensku bókmenntaverðlaunin. Verðlaunagripina gerði Jens Guðjónsson gullsniiður. Islensku bókmenntaverðlaunin: Fríða og Hörður verðlaunuð FRÍÐA Áslaug Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson hlutu ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 1990. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, af- henti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands í gær. Fríða hlaut verðlaunin fyrir skáldsögu sína Meðan nóttin líður og Hörður fyrir bók sína Skálholt — Kirkjur. Alls voru fimmtán bækur útnefndar til verðlauna, átta úr flokki fargurbókmennta, og hlaut Fríða verðlaunin í þeim flokki, og sjö úr flokki handbóka, fræðirita og frásagna, og Hörður fékk þau verðlaun. Þegar verð- launin voru veitt í fyrsta sinn í fyrra var aðeins um einn flokk að ræða. Það er Forlagið sem gefur út bók Fríðu en Hið íslenska bókmenntafélga gefur út bók Harðar. Þegar úrslitin voru kunn þökk- uðu verðlaunahafar fyrir sig og sagði Hörður þá meðal annars. „Auðvitað er ég ánægður og glað- ur en ef þessi bók mín, og sú við- urkenning sem hún hefur fengið hér, yrði til þess að vekja áhuga og efla virðingu fyrir íslenskri byggingarlistararfleifð, yrði ég ennþá ánægðari." í dómnefnd sátu þau Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Helga Kress, Snorri Jónsson, Dóra Thor- oddsen og Pálmi Gíslason. Verð- launafé nam alls einni milljón. Við verðlaunaafhendinguna í gær flutti Thor Vilhjálmsson rit- höfundur ræðu og Hamrahlíðar- kórinn söng nokkur lög undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Sjómannafélag Reykjavíkur: Reglum um tollfrjáls- an farangur mótmælt FARMENN á kaupskipaflotanum eru mjög óánægðir vegna breyt- ingar sem gerð hefur verið á reglugerð um tollfrjálsan far- angur ferðamanna við komu frá útlöndum en samkvæmt henni er farmönnum nú einungis heim- ilt að koma með 3 kiló matvæla í stað 10 kg. áður. Hefur Guð- mundar Hallvarðssonar, formað- ur Sjómannafélags Reylyavíkur, ritað fjármálaráðherra bréf þar sem breytingunni er harðlega mótmælt og þess krafist að sjó- menn fái aftur að koma með 10 kjló af tollfrjálsum farangri úr siglingum. Þann 20. desember sl. var gefin út ný reglugerð um tollfrjálsan far- angur ferðamanna. Að sögn Guð- mundar eru farmenn reiðir vegna þeirrar breytingar sem gerð var á 2. málsgrein, 1. greinar reglugerð- arinnar um að lækka þyngd mat-. væla sem farmönnum er heimilt að koma með. Auk þess er vakin at- hygli á því í bréfinu til ráðherra að í heiti hinnar nýju reglugerðar eru farmenn ekki sérstaklega tilgreind- ir, heldur eingöngu ferðamenn. „Er það kannski álit fjármálaráðuneyt- isins að íslenskir farmenn séu ferða- menn?" spyr Guðmundur í bréfi sínu til ráðherra. Ómar Sharif Grindavík: Fyrsta loðnan á þessu ári Grindavík GRINDVÍKINGUR GK 606 landaði fyrstu loðnunni á þessu ári í Grindavik aðfaranótt sunnudags. Hann var með um 1.000 tonn af hrygningarloðnu og fóru um 140 tonn í beitu og frystingu en afgang- ur í bræðslu. „Það var góð tilfínning að kom- ast í loðnu," sagði Willard Ólason, skipstjóri á Grindvíkingi, „loðnan er á sínum venjulega stað miðað við árstíma og fer mjög hratt í vest- ur." Willard sagði að erfitt væri að svara spurningunni um hegðun loðnunnar því þar væru margir þættir sem spila inn í. Loðnan haldi sig í meiri hita en áður og svo virð- ist sem hún hafí haldið sig fyrir utan Austurland - í - staðinn - fyrir Norður- og Norðausturland. Loðnan er á leið til hrygningar og verður ekki veiðanleg nema til næstu mánaðamóta. „Mér finnst mjög jákvætt að vinna með Hafrannsóknarstofnun eins og hefur verið gert nú í þess- ari loðnuleit og vona að þar verði framhald á," sagði Willard að lok- um. FÓ Ómar Shar- if keppir hér í brids HINN þekktí kvikmyndaleikari Ómar Sharif verður meðal kepp- enda á 9. Flugleiðamótinu í brids, sem fram fer á Hótel Loftleiðum um næstu helg^. Sharif, sem er tæplega sextugur að aldri, hefur snúið sér að brids- spilamennsku í æ ríkara mæli hin síðari ár. Hann keppir viða um heim en hefur ekki áður keppt hér á landi. í mótinu taka þátt 14 þekktir erlendir bridsspilarar. Með Ómari Sharif í sveit verða n\jög þekktír bridsmenn, þeir Zia Mahmood frá Pakistan, Lev Schmul frá ísrael og Paul Chemla frá Frakklandi. Alls hafa um 200 spilarar skráð sig til leiks, þar á meðal allir beztu bridsspilarar íslands. Keppt er um 650 þúsund króna verðlaun. ¦ ¦ ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.