Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1991 35 Áunnin villimennska ® spurt og svarað Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Flugnahöfðinginn („Lord of the Flies"). Sýnd í Srjörnubíói. Leik- stjóri: Harry Hook. Helstu hlut- verk: Balthazar Getty, Chris Furrh, Daniel Pipoly, Badgett Dale. Skáldsaga breska rithöfundarins 'Williams Goldmans, Flugnahöfðing- inn, um hóp drengja sem verða strandaglópar á afskekktri eyju og breytast í villimenn, var sett á filmu árið 1963. Þessi nýja útgáfa, sem Harry Hook („The Kitchen Toto") leikstýrir, er ekki endilega endurgerð þeirrar myndar heldur ný útgáfa af sögu Goldmans færð til nútímans. Og ólíkt fyrri myndinni er þessi í lit. Söguna þekkja sjálfsagt margir. Flugvél full af drengjum úr að því er virðist breskum herskóla hrapar í sjóinn utan alfaraleiðar og allir komast þeir af en flugstjórinn deyr skömmu eftir að þeir ná landi. í fyrstu halda drengirnir hópinn, velja sér foringja og setja sér reglur til að fara eftir en fljótlega koma brest- Álfur út úr hól Löggan og dvergurinn („Up- world"). Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri: Stan Winston. Aðal- hlutverk: Anthony Michael Hall, Jerry Orbach og Claudia Christ- ian. Félagarnir í löggumyndunum verða ekki öllu langsóttari en í spennumyndinni Löggan og dvergur- inn. Löggan er nógu ótrúlega sniðug eins og hún er leikin af unglingaleik- aranum Anthony Michael Hall en það er ekkert á móts við félaga hans sem er, ég segi það og skrifa, álfur langt neðan úr iðrum jarðar. Saman leysa þeir glæpamálið í myndinni sem hvorki er athyglisvert né spennandi og full fyrirsjáanlegt í þokkabót. Michael Hall er ríkulega búinn óþolandi gæjalegum töktum sem eru með öllu ófyndnir þótt þeir eigi að vera það samkvæmt handrit- inu. Hann leikur súperlöggu sem lítur út fyrir að vera um eða undir tvítugt. Ef hann væri ekki svona ungur væri hann örugglega fráskilinn og drykkjusjúkur eins og hinar klisjurn- ar í löggumyndunum en verður að láta sér nægja að vera uppá kant við yfirboðara sína. Þeir geta hins vegar ekki án hans verið því hann er svo afburðagóð lögga. Álfurinn kemur í myndina á besta tíma fyrir Michael Hall því hann bráðvantar vitni að morði og hver nema álfurinn sá allt og heyrði og getur vísað á bófann. Þannig er öllum sama þótt hann sé álfur enda engir fordómar í þessari mynd af því hann er aðalvitnið og allir virðast vera meira hissa á honum sem vitni en álfi eins og þeir séu auðfundnari í stórborgunum vestra. Álfurinn er að sjálfsögðu enn eitt afbrigði af sögunni um ET, svona sætur og indæll og spaugilegur kom- inn uppá yfirborðið til að drýgja hetjudáðir svo hann komist í álfaher- inn oní jörðinni. I öðru samhengi mætti sjálfsagt tala um frumlegheit en allt er þetta fjarska ómerkilegt í samhengi löggumyndaklisjunnar. Sá eini sem 'sýnir leikræn tilþrif er Jerry Orbach í hlutverki yfirmanns Micha- el Halls, enda skapgerðarleikari hinn besti og lyftir myndinni upp I hvert sinn sem hann birtist og er reyndar sjálfur dulítið eins og álfur út úr hól innanum B-leikarana. ir í hópinn og sá herskáasti dregur sig útúr ásamt nokkrum fylgismönn- um og þeir stofna veiðimannaflokk, sem gerist æ villimannslegri með tírnanum. Ágreiningurinn á milli hópanna stigmagnast þar til veiðimannahóp- urinn undir forystu hins herskáa drýgir morð og hleypur í lokin á eft- ir þeim eina sem eftir er af hinum siðmenntuðu til að drepa hann, bún- ir að týna niður öllu því sem kallast siðmenning. Eins og í „The Kitchen Toto", sem leikstjórinn gerði áður og fjallaði um dreng sem kynntist illilega sjálfstæð- isbaráttunni í Kenýu, er frásögnin hér mjög blátt áfram og án allrar tilfinningasemi, vægðarlaus og grimmileg. Sagan lýsir því á mjög áhrifaríkan hátt hvernig drengirnir breytast úr siðmenntuðum afsprengj- um menningarsamfélagsins í örgustu villimenn og Harry Hook, sem éinnig skrifar handritið, nær giska vel að sýna hina stigmagnandi breytingu sprottna uppú'r eðli mannsins til að komast af og drottna og heyja stríð. „Við gerðum allt eins og foreldrar okkar mundu hafa gert. Hvað fór úrskeiðis?" spyr Svínki, feiti strákur- inn með gleraugun sem verður fyrir mestum árásum drengjanna. Það sem hann skilur ekki er að þeir eru bara smækkuð útgáfa af fullorðna fólkinu. Eins og áður sagði er sagan færð til nútímans en hún getur í rauninni átt við hvenær sem er. Drengirnir hans Goldmans sakna nú sjónvarps- ins mest úr siðmenningunni og minnst er á Rarríbó á einum stað. Hook nær engum afburðaleik úr drengjahópnum þótt einstaka strák- ur geri góða hluti og fer þar fremst- ur Balthazar Getty, sem loks verður einn eftir gegn árásarlýðnum. En sagan á jafnmikið erindi á tjaldið í' dag og fyrir hartnær þrjátíu árum. Utan á hús FYRIRLIGGJANDI Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS SKATTAMÁL MORGUNBLAÐID hefur að venju aðstoðað lesendur sína við gerð skattframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Nú er frestur til að skila skattskýrslum útrunninn og í dag birt- ast því svör við síðustu spurningunum. Tekjuskattslaust síðasta starfsárið? Reynir Einarsson spyr: Er sú regla enn í gildi að menn séu tekjuskattslausir síðasta starfs- ár sitt? Ef svo er getur þá kona sem varð ekkja á árinu farið fram á að fá endurgreiddan álagðan tekju- skatt fráfallins eiginmanns síns? Svar: Heimild til frádráttar í skatt- framtali vegna starfsloka er ekki lengur fyrir hendi í skattalögum. Svarið er því neikvætt. Kona sem varð ekkja á árinu getur ekki feng- ið endurgreiddan tekjuskatt fráfall- ins eiginmanns á þeim forsendum. Þarf að færa akstursdagbók? B.G. spyr: Ég fær greiddan ökutækjastyrk vegna notkunar á eigin bifreið í þágu launagreiðanda. Greiðslan er miðuð við 600 km. á mánuði. Ég greiði staðgreiðslu af þessum styrk. Eg þarf að gera gein fyrir kostnaði af rekstri bifreiðarinnar á eyðublaði RSK 3.04 til að fá viðurkenningu á ökutækjastyrknum. Þarf ég líka að færa akstursdagbók til að eiga rétt á frádrættinum? . Svar: Fyrirspyrjandi þarf ekki að halda sérstaka aksturdagsbók enda ers þessi ökutækjastyrkur ekki undan- þeginn staðgreiðslu. Til þess að fá 5 auglýsingar KENNSLA Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s. 28040. FELAGSUFj I.O.O.F. 8iS 172213872 = I.O.O.F. Rb. 1 = 1402128 - Bi. D EDDA 59911227 = 7 D HELGAFELL59912127VI2 Framtíð íslands Norræni Heilunarskólinn verður með fyrirlestur um framtíð islands (kvöld kl. 20.00 á Lauga- vegi 163, 3. hæð. Fyrirlesari Jytta Eiriksson. Ljósheimar. FERÐAFÉIAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Myndakvöld Miðvikudaginn 13. febrúar verð- ur næsta myndakvöld Ferðafé- lagsins í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, og hefst kl. 20.30 stund- víslega. Efni: 1) Fróðleg myndasýning sem lýsir ferð um landið í fylgd Grétars Eiríkssonar. 2) Myndir frá Heklugosinu (Gér- ard Delavault), nokkrar myndir úr síðustu áramótaferð F.l. til Þórsmerkur og úr bakpokaferð frá Siglufirði í Héðinsfjörð á síðastliðnu sumri. Kaffiveitingar í hléi. Aðgangur kr. 500,- (kaffi og meðlæti innifalið). Ferðafé- lagsspilin verða að venju til sölu (kr. 500 stokkurinn). Komið á myndakvöldið og kynn- ist starfi Ferðafélagsins. Ferðafélag íslands. konur Munið fundinn í kvöld kl. 20.30 í félagsheimilinu. Fjölmennum. Stjórnin. AD-KFUK Fundur í kvöld kl. 20.30 í Langa- gerði 1. Heilagur andí II. Biblíu- lestur í umsjá dr. Einars Sigur- björnssonar. Ath.: Munið kvöld- verðarfundinn 19. febrúar. Miðar seldir á aðalskrifstofunni, Holtavegi, sími 678899. Allar konur velkomnar. ÚTIVIST '•ÓHNM I • HEYIU*¥ÍK ; SÍMIAÍMSVUI U60l Myndakvöld14/2 Loksins er komið að myndasýn- ingunni, sem margir hafa beðið eftir með óþreyju! Nepalför Úti- vistar f október 1990. Hákon J. Hákonarson sýnir myndir og segirfrá gönguferðfrá Lukla upp að búðum 1 á Mt. Everest, en þetta er fögur gönguleið, sem býður upp á stórbrotið landslag, spennandi bátsferð niður eftir Trisulí-fljóti og frumskógarferð á fílum. Komið og heyrið Nepal- fara segja ferðasöguna og sjáið frábærar myndir af óviðjafnan- legu landslagi og mannlífi sem er ólíkt öllu því sem við eigum að venjast. ATH.: Ef áhugi er fyrir hendi er féiagið að hugsa um að skipuleggja aðra ferð til Nepal i október '91. Myndakvöldið verður í Fóst- bræðraheimilinu, Langholtsvegi 109. Sýningin hefst kl. 20.30. Sjáumstl Útivist. viðurkenndan kostnað á móti öku- tækjastyrk þarf hann að gera full- nægjandi grein fyrir rekstrarkostn- aði bifreiðarinnar óg sundurliðun á akstri eins og eyðublaðið RSK 3.04 gefur tilefni til. Jafnframt þarf hann að leggja fram frá vinnuveit- enda ítarlega greinargerð um ástæður fyrir greiðslu ökutækja- styrks og hvernig greiðslan hefur veirð ákvörðuð. Eignaskattur landeigenda Birgir spyr: Greiða landeigendur, til dæmis bændur, eignaskatt af veiðihlunn- indum, hvort heldur landi ellegar laxveiðiám og silungsvötnum? Svar: Hlunnindi sem fylgja jörðum eru metin sérstaklega til fasteignamats og ber að telja fram til eignar á því mati. Prjár sameínaðar í einni 1. 2. 3. Handtrilla Handtrilla m/stuðningshjóli Lagervagn H LETTITÆKI Bíldshöfða 18 S. 67 69 55 Elektra kæli- og frystiskáparnir eru fáanlegir í nokkrum mismunandi stærðum og útfærslum. Á myndinni er tví- skiptur MRF 288 sem kostar kr. 39.500,- stgr. Ótrúlegu ódýru Eiektro kæli- og f rystiskóparitir f óst hjá okkur... Komið og kynnið ykkur hina vönduðu og fallegu Elektra kæli- og frystiskápa frá Noregi. Verð fré kr. 23.600,- **. Tökum vel með farna notaða kæli- og frystiskápa upp í nýja. Sendum hvert á land sem er. 12 mánaða greiðslukjör. Verslunln sem vantaðl Heímilísmarkadur f Laugavegi 178, v/Bolholt, simi 679067 ll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.