Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991 Lovísa M. Eyþórs- dóttir - Minning Fædd 21. október 1921 Dáin 2. febrúar 1991 Lovísa Margrét fæddist á Grund' í Svínadal í Húnavatnssýslu, dóttir hjónanna Önnu S. Vermundsdóttur og Eyþórs J. Guðmundssonar. Hún var yngst barna þeirra. Bræður hennar eru Hjálmar og Páll. Hálf- bræður hennar eru þeir Skarphéð- inn, Sigurður, Guðmundur, Ragnar og Eyþór Eyþórssynir. Anna og Eyþór slitu samvistum er börnin voru mjög ung. Ninna, en svo var Lovísa kölluð, ólst upp með móður sinni, sem hafði dóttur sína með sér í vinnumennsku á ýmsum stöðum. Og var það erfitt hlutskipti bæði fyrir móður og barn, því ekki vom sumir húsbændurnir neinir barna- vinir. Bæði voru þeir vinnuharðir og 'þóttust yfir aðra hafnir. Eftir ferm- ingu fór Ninna í Reykholtsskóla, veturinn 1939-40. En síðastliðið sumar hittust gamlir nemendur eftir 50 ár. Og hún hafði mikla ánægju af þeim endurfundum. Síðan lá leið hennar í húsmæðraskólann á Blönduósi..Það varð henni gott vega- nesti á lífsleiðinni, því þar lærði hún bæði saumaskap og allt sem til þurfti við heimilishald. Eftir það lá leið hennar suður á land og vann hún um tíma á hinu merka búi, Korpúlfsstöðum. Okkar kynni hófust 1941, þegar hún var tvítug að aldri. í minningu minni er þetta sumar sérstakt, því mér finnst ávallt hafa verið sólskin og þurrhey. Einn sólskinsdag kom þessi litla ljóshærða stúlka geislandi af lífsorku með unnusta sínum, Adolf K. Valberg. Hann var búinn að vera sumargestur á heimili for- eldra minna síðastliðin sumur ásamt Samúel bróður sínum og móður sinni, Ingibjörgu Eiríksdóttur Val- berg. En hún skildi sérstaklega vel börn og fugla. Ingibjörg var æsku- vinkona móður minnar, en þær voru sveitungar. Margar voru ferðir Ingi- bjargar og sona hennar að Litlu- Reykjum. Þá var nú glatt á hjalla, því við systkinin vorum sex, tveir bræður og fjórar systur, og ekki minnkaði ijörið er Ninna bættist í hópinn. Og munaði um er Ninna hjálpaði til við heyskapinn, því rösk- lega rakaði hún. Á björtum sumar- kvöldum var leikið sér á túninu eða í hlöðunni. Þetta voru sannir sól- skinsdagar. Ninna var strax einstak- lega góð við mig, þó ég væri aðeins 10 ára gömul, kom hún alltaf fram við mig sem jafningja. Vinskapur okkar hófst þó fyrir alvöru er ég fór að fara upp á eigin spýtur til Reykjavíkur. Þá naut ég vináttu hennar og gestrisni þeirra hjóna, Adda og Ninnu. Þau giftust 1945. Anna móðir hennar dvaldi á heimili dóttur sinnar og var ég svo lánsöm að kynnast þeirri góðu konu lítil- lega. Þær tóku að sér að sauma og saumuðu fína kjóla á frúr bæjarins. Man ég að þær saumuðu kjól handa mér án endurgjalds. Þær skildu sjálf- sagt að ég var ekki ljáð manneskja. Anna andaðist á heimili dóttur sinnar 17. október 1950. Ninna syrgði sína elskuðu móður mikið, enda var sambandþeirra sérstaklega ástríkt og náið. Ég kom það sama haust til Reykjavíkur og vann fyrir mér sem vinnukona hálfan daginn, „formidagsvist" eins og það var kall- að. Ég var í vist á Laufásvegi, svo stutt var að hlaupa uppá Freyjugötu 15 til Ninnu til að fá góð ráð við matartilbúning. Ninna reyndist mér sannur vinur og félagi. Næsta vetur var ég hjá þeim hjónum og fékk frítt uppihald, en ég var þá í skóla hálfan daginn. Oft fórum við Ninna á skíði saman og út að dansa. En það var hennar líf og yndi. Naut hún sín sannarlega þegar hún sveiflaði sér í polka og öðrum dönsum. Addi og Ninna slitu samvisturn eftir 11 ára hjónaband. Þau eignuðust eina dóttur, írisi Grétu, og fylgdi hún móður sinni, þá níu ára gömul. Þrátt fyrir aðskilnað hjónanna; sleit Ninna aldrei sambandi við Ingibjörgu tengdamóður sína. Reyndust þær hvor annarri mjög vel, leigðu þær saman íbúð um tíma. Ninna stund- aði margvísleg störf. Hún fór á síld á sumrin, og alltaf var hún með þeim hífistu á plani, því dugnaður og eljusemi hennar voru einstök svo athygli vakti. Hún saumaði í nokkur ár hjá Andrési á Laugavegi, síðan fór hún í margskonar störf, fisk- vinnu í frystihúsi, verslunarstörf hjá KRON, ræstingar og fleira. Allt var þetta unnið af einstakri samvisku- semi og myndarskap. Vann hún í mörg ár við skúringar á Landspítal- anum og var trúnaðarmaður í Sókn. Síðustu ár var hún starfsstúlka á Kvenrtadeild. Hún hætti störfum í apríl síðastliðnum sökum heilsu- brests. Var það henni þungt í skauti því vinnugleði hennar var slík, þó orkan væri ekki lengur fyrir hendi. Lovísa giftist eftirlifandi manni sínum, Jóhannesi H. Jónssyni, vél- stjóra frá Gili í Dýrafirði, 12. mars 1960. Þá tel ég að gæfusól hennar hafi skinið hæst. Þau byrjuðu að búa í Sólheimum 10 í Reykjavík, þar sem þau eignuðust sína fyrstu íbúð, sem þau seldu síðan. Fluttust þau þá í Hlaðbrekku 15 í Kópavogi, en þar keyptu þau einbýlishús, sem naut snyrtimennsku þeirra beggja, bæði úti og inni. En þau hjónin voru mjög samhent um alla hluti. Þau áttu saman tvö börn, Valgerði og Inga Jón, en eina dóttur eignaðist Ninna á milli manna, Önnu Björgu. Mikill samgangur var á milli heim- ila okkar í mörg ár. Ekki spillti það heldur fyrir að Jóhannes og Sverrir, maður rninn, voru gamlir skipsfélag- ar. Við fórum oft saman í sumar- leyfi með fjölskyldur okkar. Það voru ánægjustundir og ómissandi þótti að taka í spil, en Ninna kenndi okkur hjónunum undirstöðuatriðin í brids. Og oft var tekið lagið á góðri stund og sungið út í nóttina á kyrr- um kvöldum. Mikla ánægju er Ninna búin að hafa af því að spila brids um ævina. Hún spilaði í Bridsfélagi kvenna og Húnvetninga, og tók hún þátt í mörgum mótum og það oft með góðum árangri. Hún vann alltaf með heimili sínu ineðan börnin voru lítil, þá saumaði hún eða ptjónaði lopapeysur. Ninna og Jói seldu húsið sitt við Hlaðbrekku fyrir nokkrum árum og keyptu sér íbúð á Háaleitisbraut 42, þar sem þau bjuggu hin síðustu ár. Ninna var skaprík eins og oft fylg- ir miklum dugnaði en hafði þó stjórn á því sem öðru. Hún mat maka sinn, börn og barnabörn að verðleikum og vildi þeim allt það besta. Börn hennar eru: íris Gréta Valberg, bankamaður, fædd 1947, hennar maður er Trausti Guðlaugsson, járn- lagningamaður. Þeirra dætur eru Lovísa Björg og Brynja. Anna Björg Samúelsdóttir, fædd 1957, hennar maður er Bjarni Danival Bjarnason, vélstjóri. Þeirra börn eru Lovísa Hanna Aðalbjörnsdóttir, Helgi Svan- ur og Ingibjörg. Valgerður, sjúkra- liði, fædd 1959, sonur hennar er Jóhannes Ingi Geirsson, fæddur 1985. Yngstur er Ingi Jón, vinnur við byggingavinnu, fæddur 1964. Ég veit að Ninnu er sárt saknað af mörgum, ekki síst hennar nán- asta fólki og votta ég Jóhannesi og öllum börnunum mína dýpstu samúð frá mér og ljölskyldu minni. Megi minning hennar lifa. 7 SPARAÐU / VIÐHALD NOTAÐU ÁL Korrugal álklœðning LANGTIMALAUSN Koirugal álklœöning á þök, veggí og í lott. Korzugal er sœnsk gœðavara ------ \ Korrugal er ein mest selda álktoöning t Evrópu. . £ Korxugal er jaln vinsœl a íbúðarhús. verksmiöjur, útihús o.il. Korrugal þarinast ekki viöhalds. ryögar ekkl, þolir vel hita- breytingár, upplitast ekki og þarl mlkið hnjask til aö aflagast. v Korrugal gerír skemmd og illa einangruö hús íalleg og hlyv ' ^ - Korrugal álklœöning stenst örugglega timans tönn. Nú finnst vist llestum fullstórt upp i sig tekiö. en viö höfum dœmi um kirkju í Róm meö álþaki frá 1897. sem allfaí er jafn fallegt. Korrugal fœst í 16 litum. ásamt öllum fylgíhlutum. Korrugal - 20 ára reynsla á islandi. Gerum verðtilboö þér að kostnaðarlausu Engjateigi 3, 105 Reykjavík. P.O. Box 1026. 121 Reykjavík. Sími (91) 680606. Telelax (91) 680208 Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Með virðingu og þökk. Stefanía R. Pálsdóttir I dag er til moldar borin elskuleg amma okkar, Lovísa Margrét Ey- þórsdóttir. Okkur langar til að minnast henn- ar í örfáum orðum. Afi og amma bjuggu lengst af í Kopavoginum. Heimili þeirra var hlýlegt og alltaf var jafn gaman að fara í heimsókn til þeirra, við tölum nú ekki um ef við fengum að sofa. Garðurinn þeirra var stór og áttum við margar ánægjulegar stundir þar. Amma hafði alla tíð mjög gaman af því að spila á spil og nutum við barnabörn- in góðs af því og var þá oft stutt í hláturinn. Hún hafi gaman af því að ferð- ast. Þegar hún fór í sumarbústaði á sumrin vildi hún gjarnan hafa okkur öll með og alltaf var tilhlökkun að fara í þessar ferðir, því við vissum að það yrði gaman, tekið í spil, farið í sund, teningum kastað í yatzy og margt annað brallað. Elsku afi, við vitum öll að ömmu líður vel. Að lokum viljum við þakka henni allar ánægjustundirnar sem við átt- um með henni og biðjum henni Guðs blessunar. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (Vald. Briem) Barnabörnin Nú er líka teygja að aftan, sem heldur bleiunni á réttum stað. Allar Libero bleiur eru óbleiktar og ofnæmisprófaðar Verndið náttúruna 2 o > c :0 IŒMIKMIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.