Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 45
MORGUÍÍBÍÍAÍMÉ)'' StfrMDÁéUIÍ Ifií.íTEÖÍÍ&ÁK ?ímf* G1« 45 ft£ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGl TIL FÖSTUDAGS Mf IMTMin *fift(\\ Traustari frágangur Takkfyr- ir okkur Til Velvakanda. Ég vildi fyrir hönd okkar hjóna koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Hótels Arkar í Hvera- gerði fyrir þjónustulipurð ogeftir- mínnilega dvöl sem við hjónin átt- um á hótelinu eina helgi nú í janú- ar. Við höfðum ákveðið að bregða út af vananum og skreppa eina helgi eitthvað okkur til hressingar og ætluðum fyrst til útlanda, en duttum svo niður á helgartilboð frá Hótel Örk, og ákváðum að skella okkur. í einu orði sagt var þjónustan frábær og aðstaða öll hin besta. Það er ánægjulegt að þurfa ekki að fara lengra en til Hveragerðis til að njóta góðrar helgar. Enn og aftur, hafið hjart- ans þakkir fyrir. Sigurður Þórðarson ? ? ? Til Velvakanda. Mér datt það í hug þegar sjón- varpsstöðvarnar sýndu frá atburð- um í óveðrinu á dögunum og þak- plötur sáust fjúka af þökum eins og spil, hvort ekki mætti ganga betur frá þökum og festa plöturn- ar betur. Eftir óveðrið kom í ljós að lang flest þök hafa staðið sig vel og ekki gefið eftir hið minnsta. Til sveita hefur víða orðið mikið tjón og kemur þá upp hliðstæð spurning. Voru þau hús sem fuku nógu traustlega byggð? Ljóst er að gera verður miklar kröfur til bygginga hér á landi. Mikið tjón hefur orðið vegna þess að járnplöt- ur hafa fokið á glugga annarra húsa og bíla. Reyndar er það mik- ið lán að enginn mannskaði varð í þessu veðri eins mikið og gekk á þegar hvassast var. Sigurður Látið úti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin'loga á morgnana núna í skammdeginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. Kostnaðarsöm aukakíló Til Velvakanda. í þættinum „Hollusta og heil- brigt líferni" í umsjá Steinunnar Harðardóttur, var m.a. rætt við yfirlækninn á heilsuhælinu í Hveragerði, en þangað fer fólk nú í vaxandi mæli til þess að ná af sér aukakílóunum. í ljós kom í samtali við yfirlækn- inn, að meðferð megrunarsjúkl- inga er fólgin í fræðslu og fólk hvatt til þess að hreyfa sig sem mest, fara í sundlaugina, langar gönguferðir, þrekæfingar o.fl. Þegar fólk kemur að matarborði er því frjálst að borða það sem það vill, en matarbakki (megrun- arfæði) er til sýnis, til þess að minna á hvað borða skal ef árang- ur á að nást. Það kom hinsvegar ekki í ljós í þættinum hver árangurinn er þegar til lengri tíma er litið, hvað snertir þennan hóp. í matreiðslubók NLFÍ segir svo: „En hitt er staðreynd, að þegar hælisgestur, sem hefur náð af sér 5-10 kg, kemur aftur einu eða tveimur árum síðar, hefur hann oftast náð fyrri þyngd sinni og iðulega nokkrum kílógrömmum betur. Þetta er reglan. Og þetta er reynsla allra lækna, hérlendis og erlendis." Þegar litið er á þann kostnað sem þessi dvöl á heilsuKæli NLFÍ hefur í för með sér fyrir skatt- greiðendur, (ca. 95 þúsund krónur á mánuði fyrir hvern einstakling) vaknar sú spurning hvort þetta fólk geti ekki greitt fyrir dvöl sína að fullu sjálft, eða stundað sund, göngur og líkamsrækt á sínum heimaslóðum og lagt það á sig að borða ögn minna. Málið horfir a.m.k. þannig við hjá þeim sem þurfa að spara við sig í mat til þess að ná endum saman og geta ekki leyft sér þann munað að taka sér frí frá störfum til þess að dvelja vikum og mámið- um saman á þessu lúxushæli sem heilsuhæli NLFÍ er, þar sem dvöl- in er að mestu leyti kostuð af al- menningi. Það er mikið af lasburða eldra fólki sem óskar eftir að kom- ast þar að, en megrunarsjúkling- arnir sitja gjarnan fyrir. Skattgreiðandi -ekkibaraheppni 6. ieikvika - 9. feb. 1991 Röðin : XX1-111-212-21X HVER VANN ? ¦ mwwmw:mmmmmmmi^mmmwfm>;m^vwmwmmmm 827.369- kr. 12 réttir: 0 raöir komu fram og fær hver: 0 - kr. 11 réttir: 14 raðir komu fram og fær hver: 14.771 - kr. 10 réttir: 144raöirkomuframogfærhver: 1.436-kr. Tvöfaldur pottur - um næstu helgi!! mrnmmmmmmmmmmmmwmt LONDON KR. 14.700 ÍVIKAKR. 14.700 2 VIKURKR. 15.800 3 VIKURKR. 16.900 wvwmwm m m<m;m • I KAUPMANNAHOFN KR. 15.800 ÍVIKAKR. 15400 2 VIKURKR 16.900 3 VIKURKR. 17.700 AÐEINS 370 SÆTI A AFMÆLISVERÐI BROTTFARARDAGAR maí 1.8.15.22.29. júní 5. 12. 19. 26. JÚ1Í3. 10.17.24.31. ágúst 7. 14. 21. 28. sept. 4. 11. 18. 25. LON KL. 16°° CPH KL. 800 Ofangreind verfi eru afmælisverðin á flugkostnaði, fram og til baka. Sfðan bstast við fjö'lbrcytlir gistimöguleikar að eigin vali, bílaleiga og margt fleira. fslenskt starfsfölk okkar f Kaupmannahöfn og London annast fyrirgreifislu farþega á flugvöllum. Þeir sem missa af afmælissætunum geta bókaö sig ( leiguflug á 12-16 % bsrra gjaldi og samt komist miklu ódýrara yfir Atlandshafifi en almennt gerist Leiguflug okkar, sem opifi er öllum íslendingum, er sannkölluð kjarabóí f anda þjðfiarsáttar. Sætaframbofi er Ukmarkafi, svo nú gildir afi nota þetta einsUka tækifsri strax, þvf afmœlissætin okkar til útlanda eru ódýrarl en flugfar til Egilsstaða. =: FLUCFERDIR =¦ SGLRRFLUG Vesturgötu 12 - Sími 620066 og 15331 VICTRON varaaflgjaíinn tryggir að þú tapir ekki mikilvægum gögnum úr tölvunni þinni við rafmagnstruflanir. Við algjört raf- magnsleysi veitir VICTRON varaaflgjafinn svigrúm til að gera viðeigandi ráðstafanir áður en skaðinn er skeður. • • AÐVORUN!! Rafmagnstruflanir geta valdið gagnatapi úr tölvum! Við eigum VICTRON varaaflgjafana á lager í stærðum frá 400 VA til 2000 VA og getum útvegað með skömmum fyrirvara aðrar stærðir upp í 45 KW. Fullkomin viðhalds- og varahlutaþjónusta. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. Umboðsmenn um land allt. iTÆKNIVAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.