Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1991 25 Hugsanlegur innflutningur landbúnaðarvara: Hvert 1% í innflutningi gæti þýtt 150 ársverka samdrátt - segir framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda TALIÐ er að innflutningur á hverju 1% af markaðshlutdeild unn- inna mjólkur- og kjötvara geti þýtt um 150 ársverka samdrátt í þessum greinum. í GATT- tilboði ríkisstjórnariiinar var gefið fyrir- heit um rýmkaðar innflutningsheimildir á þessum vörum, og höfðu ráðherrar í ríkissljórninni gefið í skyn að þar gæti að hámarki verið um 1-5% af markaðshlutdeild að ræða. Þetta kom fram í erindi Hákons Sigurgrímssonar, framkvæmdastjóra Stéttarsam- bands bænda, um áhrif GATT-samkomulagsins á íslenskan landbún- að, sem hann flutti á ráðunautafundi Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Hákon sagði að fyrirheit í GATT-tilboði ríkisstjórnarinnar um rýmkaðar innflutningsheimild- ir hefði komið á óvart og verið án nokkurs samráðs við Stéttarsam- band bænda. Hann sagði að af íslenska tilboðinu væri nánast ekk- ert hægt að ráða um það hvernig framkvæmdinni við hugsanlegan innflutning yrði hagað, enda væri það í stærstum dráttum háð því hvernig samið yrði um það á veg- um GATT. Stéttarsambandið hefði spurst fyrir um ýmis atriði sem snerta framkvæmdinna í bréfi til ríkisstjórnarinnar 19. nóvember síðastliðinn, en engin svör við því hefðu borist. Hákon sagði nauð- synlegt að átta sig á því að þátt- tökuþjóðir GATT yrðu í aðalatrið- um að sæta því heildarsamkomu- lagi sem gert yrði. Þess vegna virtist ekki vera um sérsamninga eða fyrirvara að ræða nema í mjög takmörkuðum mæli, og ef hann skildi málið rétt, þá væri það því í raun ekki á færi íslenskra stjórn- valda að ákveða framkvæmdaat- riði málsins á þessu stigi. Hákon sagði að eitt af áherslu- atriðum Stéttarsambands bænda í tengslum við GATT málið væri að lögð yrðu jöfnunargjöld á þær vörur, sem hugsanlega yrði heimil- að að flytja til landsins, þannig að samkeppni við íslenskar afurðir yrði fyrst og fremst á grundvelli gæða en ekki verðs. Á GATT fund- inum í desember hefði legið í loft- inu að slíkar verndarreglur yrðu heimilaðar, en ekki hefði verið ljóst hvort þar yrði um jöfnunargjöld að ræða eða breytilega tolla, sem myndu gera svipað gagn. „Það skiptir okkur gífurlega miklu máli hver niðurstaðan verður að þessu leyti. Ég hygg að við þyrftum ekki að óttast svo mjög samkeppni á grundvelli gæða, en við stæðum mjög höllum fæti í verðsam- keppni, að minnsta kosti fyrst í stað," sagði Hákon. Hann sagði að með töku jöfnun- argjalda eða tolla væri verið að jafna mun á heimsmarkaðsverði þess landbúnaðarhráefnis, sem notað væri í hinar innfluttu vörur, og á verði samskonar hráefnis hér innanlands, en þar gæti til dæmis verið um að ræða osta og kjöt sem notað er í pizzur. Þetta eitt sér nægði þó ekki til að jafna verð- muninn, þar sem íslenskt landbún- aðarhráefni væri í mörgum tilfell- um einungis 20-30% af því hrá- efni, sem notað er í viðkomandi vörur, og innflutningsverndin næði því aðeins til þess hluta hráefnis- ins, en til þess að jafna verðmun- inn að fullu þyrftu því aðrir þætt- ir að vera samkeppnisfærir. Ef innlendur matvælaiðnaður væri ekki samkeppnisfær hvað fram- léiðslukostnaðinn snertir dygðu jöfnunargjöldin skammt til vernd- ar, og því væri engu að síður mikil- vægt að huga að hagræðingu í matvælaiðnaðinum en í búvöru- framleiðslunni ef takast ætti að standast þá samkeppni, sem huggsanlegur aukinn innflutning- ur veitti. GATT-viðræðurnar hafa nú ver- ið teknar upp að nýju á embættis- mannagrundvelli, og er talið að á næstu mánuðum verði reynt að finna niðurstöðu sem meirihluti getur skapast um. Umboð banda- rísku sendinefndarinnar rennur út í mars, en talið er að umboðið verði framlengt í tvö ár, og það geti tekið allt að því þann tíma að fínna grundvöll til samkomu- lags. Stúdentaráð: Frumvarpi um sjóðs- happdrætti mótmælt Aðför að Happdrætti Háskólans STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands hefur mótmælt frumvarpi dóms- málaráðherra um sjóðshappdrætti. SHÍ segir að sjóðshappdrættíð verði peningahappdrætti, og verði því í beinni samkeppni við Happ- drætti Háskólans. Stúdentaráð hefur sent dóms- málaráðherra, forsætisráðherra, menntamálaráðherra og fjármála- ráðherra eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var á fundi ráðsins 1. febrúar: „Stúdentaráðsfundur þann 1. fe- brúar 1991 mótmælir aðför þeirri að einkaleyfi Hapþdrættis Háskóla íslands á peningahappdrætti sem frumvarp til laga um sjóðshapp- drætti til stuðnings flugbjörgunar- málum og skák er. Það að greiða vinninga út í ríkis- skuldabréfum er ekkert annað en peningahappdrætti og hlýtur að teljast árás á einkaleyfi það, er Happdrætti Háskóla íslands hefur til ársins 2000. Ríkisstjórnin hefur oftsinnis áður reynt með einum eða öðrum hætti að draga fé úr Happ- drætti Háskóla íslands til annarra nota en kveður á í reglugerð um happdrættið. Stúdentaráð mótmæl- ir enn einni aðförinni og hvetur til endurskoðunar á áðurnefndu frum- varpi. Stúdentaráð minnir á að Happdrætti Háskóla íslands borgar um 20% af brúttótekjum sínum í einkaleyfisgjald til ríkissjóðs." Arnþór Helgason tekur fyrstu skóflustunguna að nýju fjölbýlishúsi Hússjóðs Öryrkjabandalagsins við Sléttuveg. Hússjóður Oryrkjabandalagsins: Fyrsta skóflustung- án tekin að fjölbýlis- húsi við Sléttuveg FYRSTA skóflustungan að fjölbýlishúsi Hússjóðs Öryrkjabandalagsins að Sléttuvegi 7 í Reykjavík var tekin síðastliðinn laugardag. I húsinu verða 33 tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Verða þar m.a. gesta- íbúðir sem leigðar verða MS-félaginu, sem ætlar að koma upp dag- vistun og endurhæfingaraðstöðu í tengslum við bygginguna. I fréttatilkynningu frá Öryrkja- bandalaginu segir að breyttar þjóð- félagsaðstæður kalli sífellt á ný og fjölþættari úrræði fyrir fjölskyldur fatlaðra. Með fjölbýlishúsinu sem nú hefur verið tekin fyrsta skófl- ustungan að sé einmitt hugsað fyr- ir því að koma til móts við hinar margvíslegu þarfir og aðstæður fatlaðra og m.a. tekið tillit til þess að saman geti búið fatlaðir og ófatl- aðir. Hússjóður Öryrkjabandalagsins, sem verður fimm ára 22. febrúar nk., er sjálfseignarstofnun með fimm manna stjórn. Eru fjórir kosn- ir af stjórn bandalagsins og einn tilnefndur af félagsmálaráðherra. Aðalhvatamaðurinn að stofnun sjóðsins og formaður allt til hins síðasta var Oddur Ólafsson fyrrum yfirlæknir og alþingismaður. Hlut- verk sjóðsins er að eiga og reka íbúðarhús fyrir öryrkja og í dag eru 379 íbúðir víðs vegar á landinu í eigu Hússjóðsins þar af 300 í Reykjavík. Tekjustofn Hússjóðsins hefur frá árinu 1987 verið tekjuhlutur hans frá íslenskri getspá, Lottóinu. Frá þeim tíma hafa verið keyptar og byggðar 89 íbúðir og fimm einbýlis- hús en þau eru leigð svæðisstjórn- um undir sambýli. Þörfin fyrir íbúðarhúsnæði af þessu tagi er mjög mikil og eru um 300 manns á biðlista í dag. Formaður stjórnar Hússjóðs er Tómas Helgason, prófessor, og framkvæmdastjóri er Anna Ing- varsdóttir. • Viljum enga ríkisstyrki en eðli-¦ legt að veitt verði ríkisábyrgð - segir Jón Olafsson formaður Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda tffffiiinfiiiftfiffiifHfiffiin „ÞAÐ eru alveg hreinar línur að við vujum enga ríkisstyrki vegna loðnubrests en okkur finnst eðli- legt að loðnuverksmiðjunum verði veitt ríkisábyrgð á banka- lánum, fáist fyrirgreiðsla ekki með öðrum hætti. Við munum hins vegar greiða þau lán," segir Jón Olafsson framkvæmdastgóri . Félags íslenskra fiskmjölsfram- leiðenda. Skipuð hefur verið nefnd til að fjalla um þann vanda, sem skapast vegna loðnubrests, til dæmis hjá loðnuverksmiðjum, bæjar- og __ sveitarfélögum og verkafólki. I nefndinni eru full- trúar fimm ráðuneyta, sjávarút- vegs-, forsætis-, félagsmála-, fjármála- og utanríkisráðuneytis. „Við höfum talið að ekki sé enda- laust hægt að vísa á bankana," segirJónOlafsson. „Bankarnir geta ekki lánað okkur endalaiist, enda er ekki fýsilegt að lána fyrirtækjum, sem ekki eru í neinum rekstri og ekki er bjart framundan hjá á næst- unni. Við höfum hins vegar bent á að loðnubræðsla er rótgróinn iðnað- ur, sem við getum ekki verið án. Þar af leiðandi sé ósköp eðlilegt að okkur sé hjálpað á meðan erfiðleik- ar steðja að," heldur Jón fram. Þegar loðnuveiðar voru bannaðar um áramótin var sett á laggirnar svokölluð bjargráðanefnd með full- trúum Landssambands íslenskra útvegsmanna, Farmanna- og fiski- mannasambands . Islands, Sjó- mannasambands íslands og Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda. „Bjargráðanefndin var aðallega stofnuð til að aðstoða sjávarútvegs- ráðuneytið við aðgerðir en nefnd- inni var fljótlega skipt upp í fulltrúa veiða annars vegar og vinnslu hins vegar," upplýsir Jón Ólafsson. Hann segir að útgerðarmenn og sjómenn deili um framsalsrétt á auknum bolfiskkvóta loðnuskipa en sjómenn vilji að óleyfilegt verði að framselja þennan kvóta. „Fulltrúar vinnslunnar hafa til dæmis skoðað möguleika á bræðslu á kolmunna en hann er ekki fýsilegur til bræðslu miðað við núverandi afurðaverð. Það er því lítið um önnur verkefni fyrir verksmiðjurnar, þegar ekki er um loðnubræðslu að ræða, þannig að þetta er bara spurning um fjár- hagsfyrirgreiðslu og í hvaða formi hún eigi að vera," segir Jón. Arnarflug innanlands: Lendingargjöld síðustu tveggja ára ógreidd ARNARFLUG innanlands á enn eftir að greiða Flugmálastjórn lendingargjðld vegna starfsemi félagsins síðustu tvö ár. Pétur Einarsson, flugmálastjóri, segir Arnarflug innanlands eiga óuppgerðar skuldir við Flugmála- stjórn fyrir tvö síðustu ár og sé þar fyrst og fremst um lendingargjöld að ræða. Segir hann skuldina vera einhvers staðar nálægt níu milljón- um króna án dráttarvaxta. , Aðspurður um hvort félaginu hefðu verið settir einhverjir úrslita- kostir vegna þessarar skuldar sagði hann að það hefði verið gert fyrir eigendaskiptin sem urðu nýlega'á félaginu. „Nýju eigendurnir komu til mín fyrir skömmu og við erum að ganga frá því hvernig best sé að gera þetta upp," segir Pétur. Hann segir ekki vera mikið um að gjöld til Flugmálastjórnar séu í vanskilum og standi lang stærsti viðskiptiaðilinn, Flugleiðir, se^n greiðir um 90% af þessum gjöldum, ávallt fullkomlega í skiium. - ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.