Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
ortjiuililaöiíi
STOFNAÐ 1913
35. tbl. 79. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
írakar sagðir reiðubúnir að íhuga áskorun um vopnahlé án skilyrða:
Bush gefur til kynna að
bið verði á landhemaði
Loftárásir lama bardagagetu framvarðasveita Iraka
Um 4.000 sovéskir
harðlínumenn komu saman
fyrir framan Vetrarhöllina
í Leníngrað á sunnudag og
lýstu stuðningi við íraka í
Persaflóastríðinu. Báru
þeir spjöld þar sem hörðum
orðum var farið um Banda-
ríkin og George Bush for-
seta.
Washington, Nikósíu, London, Riyadh. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði eftir að hafa ráðfært sig við
Dick Cheney varnarmálaráðherra og Colin Powell herráðsforingja
í gærkvöldi að bandamönnum lægi ekki á að hefja landhernað gegn
Irökum og yrði loftárásum á hernaðarleg skotmörk i Irak og Kú-
veit haldið áfram enn um sinn. Yfirmenn herja bandamanna sögðu
í gær að sýnt væri að loftárásirnar hefðu komið mikilli ringulreið
á framvarðasveitir Iraka og hefðu þær lamað bardagagetu sumra
þeirra meira en 40% vegna eyðileggingar hergagna. Virtust Irakar
reyna að endurskipuleggja sveitirnar og mynda bardagahæf her-
fylki úr tvístruðum. Talsmenn fjölþjóðahersins skýrðu frá því í gær
að lofthernaður gegn Irökum hefði verið aukinn stórum í gær, eink-
um árásir gegn lýðveldisverðinum, og flugher þeirra hefði að mestu
verið eytt.
Hemaðarsérfræðingar töldu ólík-
legt að tekin hefði verið ákvörðun
um það í gær hvort eða hvenær
landhernum yrði beitt. Eftir fundinn
með Cheney og Powell forðaðist
Bush að gefa til kynna hvenær land-
hernaður hæfist en gaf til kynna
að á því yrði bið. Sagði hann ítrek-
Ovíst hvort
Sovétmenn
geti stað-
ið í skilum
Washington. Reuter.
LÍKLEGT er að Sovétstjórnin
muni eiga í erfiðleikum með
að standa við fjárhagslegar
skuldbindingar sínar erlendis
á þessu ári, að sögn banda-
rískra embættismanna.
Helsta gjaldeyrislind landsins
hefur í mörg ár verið olíusala.
Heimildarmenn segja að
framleiðslan, sem er sú mesta
í heimi, fari nú minnkandi og
Sovétmenn geti ekki einu
sinni uppfyllt samninga.
Ýmsar ástæður eru fyrir
vandanum í olíuvinnslunni, m.a.
lélegur tækjakostur og skortur
á hátæknibúnaði. Auðugustu
lindirnar eru í Síberíu, sam-
göngukerfí landsins er úr sér
gengið og á þetta sinn þátt í
áfallinu. Olíuverð á heimsmark-
aði hækkaði fyrst eftir að Persa-
flóadeilan hófst í ágúst á sl. ári.
en hefur fallið aftur.
Sovésk stjórnvöld byijuðu að
fá frest á afborgunum á síðasta
ári og talið er að alls verði 7-10
milljarðar Bandaríkjadollara
komnir í vanskil á þessu ári.
Sumir evrópskir bankar neita
nú að veita Sovétmönnum frek-
ari lán nema stjórnvöld í heima-
löndum bankanna gangist í
ábyrgð fyrir þeim. Bandarískur
embættismaður sagði erlendar
fjárfestingar fara minnkandi.
Dick Cheney, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í
síðustu viku að efnahagur Sov-
étríkjanna væri að hrynja. „Það
er aðeins hægt að velta því fyr-
ir sér hve langan tíma það taki,“
sagði ráðherrann.
að að loftárásir hefðu borið mikinn
árangur til þessa og hefði manntjón
orðið mun minna en fyrirfram hefði
verið búist við. Skotmörk hefðu
verið valin sérstaklega með tilliti
til þess að óbreyttir borgarar yrðu
fyrir sem minnstum skakkaföllum.
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti
gagnrýndi loftárásirnar á Irak um
helgina og sagði þær umfangsmeiri
en samþykktir Sameinuðu þjóðanna
gerðu ráð fyrir. Jevgeníj Prímakov,
sérlegur sendimaður Gorbatsjovs,
var sagður hafa komið í gær til
Bagdad þar sem ráðgert er að hann
ræði við Saddam Hussein íraksfor-
seta.
Saadoun Hammadi aðstoðarfor-
sætisráðherra íraks, sagði í Túnis
í gærkvöldi að írakar væru reiðu-
búnir að grandskoða áskorun um
vopnghlé án skilyrða kæmi hún
fram. Fyrr um daginn hafði hann
sagt í Líbýu að írakar hefðu valið
þann kost að veija málstað sinn
með því að beijast við bandamenn.
| gær sagði útvarpið í Bagdad að
írakar myndu aldrei fallast á vopna-
hlé og skoraði það á araba að rísa
upp gegn íjölþjóðahernum. ítrekaði
stöðin þar með yfirlýsingar Sadd-
ams forseta frá því á sunnudag.
írakar skutu sitt hvorri Scud-eld-
flauginni á ísrael og Saudi-Arabíu
í gærkvöldi. Patriot-flugskeyti
grandaði flaug yfir Riyadh en hin
lenti ijarri byggð í ísrael. Banda-
menn sögðust hafa eyðilagt fjóra
Scud-skotpalla í írak á sunnudag
og aðfaranótt mánudags.
Ali Akbar Hashemi Rafsanjani
forseti írans hlaut góðar viðtökur
hjá hálfri milljón manna á útifundi
í Teheran í gær er hann lýsti hlut-
leysisstefnu Irana í Persaflóastríð-
inu og sagði innrásina í Kúveit ólög-
lega.
Þijú hundruð afganskir muja-
hideen-skæruliðar gengu til liðs við
bandamenn í gær og sagði yfirmað-
ur í her Saudi-Arabíu að þeir myndu
styrkja herina vegna reynslu þeirra
af bardögum við Sovétmenn í Afg-
anistan.
Sjá fréttir bls. 22-23.
Reuter
Mikil þátttaka í kosningum í Litháen;
Útkoman sýnir eindreginn
vilja til að verja sjálfstæðið
- segir í ályktun þingsins í Vilnius sem krefst inngöngu í samfélag fullvalda ríkja
Moskvu. Washington. Reuter.
SAMKVÆMT opinberum niðurstöðum úr
atkvæðagreiðslu í Litháen á laugardag voru
90,47% kjósenda fylgjandi því að landið
yrði sjálfstætt lýðveldi með lýðræðissljórn-
skipulagi. Þing Litháens samþykkti í gær
samhljóða ályktun þar sem segir að kosning-
in feli í sér „raunverulega ákvörðun þjóðar-
innar um að stofna lýðræðislegt, borgara-
legt þjóðfélag" og hún sýni eindreginn vilja
til að veija og styrkja sjálfstæðið. Jafnframt
er skorað á önnur ríki heims að taka upp
stjórnmálasamband við Litháen og tilkynnt-
ur sá ásetningur Litháa að taka fullan þátt
í alþjóðastofnunum og samtökum eins og
Sameinuðu þjóðunum. Vytautas Landsberg-
is forseti túlkaði niðurstöðu kosninganna
svo að hún yrði meginvopn Litháens í sljórn-
málabaráttunni fyrir sjálfstæði.
Vylautas Landsbergis,
forseti Litháens, og eigin-
kona hans á kjörstað.
Kjörsókn var meiri en stjórnvöld
í Vilnius höfðu þorað að vona. Um
það bil 2.650.000 manns greiddu
atkvæði eða 84% kjósenda. Til þess
var tekið að jafnvel þegar þeir sem
heima sátu eru teknir með í reikn-
inginn er útkoman sú að 76,4% allra
sem voru á kjörskrá svöruðu spurn-
ingunni á atkvæðaseðlinum játandi.
Fylgi við sjálfstæði reyndist ekki
einungis mikið meðal Litháa sjálfra,
sem eru 80% íbúa landsins. Jafnvel
í héruðum þar sem menn af pólsk-
um og .rússneskum uppruna eru
fjölmennir var meirihluti fylgjandi
sjálfstæði.
Þing Litháens samþykkti þings-
ályktun í tveimur liðum í gær. í
fyrsta lagi verður 1. grein stjórnar-
skrár Litháens, sem nú er í smíðum,
samhljóða niðurstöðu atkvæða-
greiðslunnar, þ.e. landið verður þar
lýst sjálfstætt lýðveldi með lýðræð-
isstjórnskipulagi. í öðru lagi er
skorað á heimsbyggðina að bjóða
Litháa velkomna í samfélag sjálf-
stæðra ríkja með því að taka upp
stjórnmálasamband við þá.
Anatólí Denísov, þingmaður í
Æðsta ráði Sovétríkjanna, ávarpaði
mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna í Genf í gær og sagði að
Sovétstjórnin vildi leysa deiluna við
Eystrasaltsríkin með friðsamlegum
hætti. Verið væri að kalla herlið
heim frá lýðveldunum þremur og
samningsgrundvöllur væri að skap-
ast. Hann fullyrti að sovéski herinn
hefði hvergi komið nærri ofbeldis-
aðgerðunum í Riga í Lettlandi í
fyrri mánuði. Svíar og Norðmenn
eru í fararbroddi þeirra þjóða sem
hafa krafist þess að mannréttinda-
nefndin láti atburðina í Riga og
Vilnius til sín taka'.
Margaret Tutwiler, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
fagnaði kosningunum í gær og
sagði að litháíska þjóðin hefði með
þeim neytt réttar síns til að láta
vilja sinn í ljós. Hún vakti einnig
athygli á því að sovéski herinn hefði
látið kosningarnar óáreittar þrátt
fyrir að Míkhaíl Gorbatsjov Sovét-
forseti hefði lýst þær ólöglegar.
„Við vonum að niðurstaða slíkrar
atkvæðagreiðslu hafi áhrif á kom-
andi samningaviðræður milli Sovét-
stjórnarinnar og stjórnvalda í Viln-
ius,“ sagði Tutwiler.