Morgunblaðið - 12.02.1991, Qupperneq 25
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Island og Litháen
Fokin tré í Múlakoti.
Þegar leið að lokum fyrri
heimsstyij aldarinnar,
1914-1918, fengu hugmyndir
um sjálfsákvörðunarrétt þjóða
og þjóðarbrota ríkari hljóm-
grunn í álfunni. Sú fijálsræðis-
alda, sem þá reis, færði ýmsum
þjóðum fullveldi, þar á meðal
Eystrasaltsþjóðunum þremur
og íslendingum. Snemma árs
1918 samþykkti þingið í Lithá-
en lög um sjálfstæði landsins;
lýsti yfir endurreisn sjálfstæðs
lýðræðisríkis. Raunar rekur
sjálfstætt Litháen rætur aftur
á miðja 13. öld, er fyrsti kon-
ungur Litháens tók við veld-
iskrúnu úr hendi Innósentíusar
páfa IV. íslendingar viður-
kenndu hið endurreista sjálf-
stæði Litháens 21. janúar 1922
og hafa aldrei síðan breytt
þeirri afstöðu.
Við upphaf heimsstyijaldar-
innar síðari gerðu utanríkisráð-
herrar Sovétríkjanna og Þýzka-
lands (þriðja ríkisins), Molotov
og Ribbentrop, svonefndan
„griðasamning“, sem leiddi til
„innlimunar" Eystrasaltsríkj-
anna í Sovétríkin. Síðan hafa
Kremlveijar litið á þau sem
sovézk ríki, jafnvel eftir að þing
Sovétríkjanna lýsti fyrrnefndan
„griðasáttmála“ Hitlers og
Stalíns ólöglegan og ógildan,
4. desember 1989. Frá lyktum
síðari heimsstyijaldarinnar
hafa Eystrasaltsþjóðirnar háð
sjálfstæðisbaráttu, sem máski
reis hæst í þjóðaratkvæði Lit-
háa um eigið sjálfstæði. Það
hefur vakið heimsathygli fyrir
tvennt. í fyrsta lagi mjög sér-
stæðar kringumstæður, sem
m.a. mótast af yfirgangi sov-
ézks hers í landinu, „áskorun“
Kremlveija til Litháa um að
sniðganga kosningarnar og síð-
ast ekki sízt það, að flutningar
fólks frá og til landsins á liðn-
um áratugum valda því, að rúm
20% íbúa landsins nú eru Rúss-
ar. í annan stað vegna mjög
mikillar kosningaþáttöku, þrátt
fyrir þessar aðstæður, og nær
einróma niðurstöðu.
í þjóðaratkvæðagreiðslu hér
á landi árið 1944, annars vegar
um niðurfellingu dansk-ís-
lenzka sambandslagasamn-
ingsins frá 1918 og hins vegar
um stjórnarskrá lýðveldisins
íslands, var kosningaþátttaka
mjög mikil, eða um 98%. 97%
þeirra, sem gengu að kjörborð-
inu, samþykktu sambandsslitin
og 95% samþykktu stjórnar-
skrá lýðveldisins. Allar aðstæð-
ur voru eins og bezt verður á
kosið og kölluðu beinlínis á
metkjörsókn og þá niðurstöðu
sem raun varð á.
Aðstæðumar voru allt aðrar
í Litháen nú en á íslandi árið
1944. Sovézkur her er í
landinu, sem beitt hefur margs
konar ofbeldi, og var til alls
líklegur. Meir en tuttugu af
hveijum hundrað kjósendum
voru innfluttir Rússar. Kreml-
veijar höfðu hvatt landsmenn
til að sitja heima. En þrátt fyr-
ir þessar kringumstæður kusu
84,5% kosningabærs fólks.
Rúmlega 90 af hveijum 100,
sem gengu að kjörborðinu,
lýstu stuðningi við sjálfstætt
Litháen. Vilji Litháa til sjálf-
stæðis verður ekki dreginn í
efa. Sama gildir augljóslega um
vilja meirihluta hinna innfluttu
Rússa. Miðað við allar aðstæð-
ur er sigur sjálfstæðissinna í
Litháen engu minni í þessu
þjóðaratkvæði en sigur lýðveld-
issinna í lýðveldiskosningunum
hér á landi 1944.
Tvennt hefur öðra fremur
verið fært fram gegn sjálfræði
Litháa. í fyrsta lagi Molotov-
Ribbentrop-samningurinn
1939. Sú röksemd nær
skammt, enda hefur sjálft
sovézka þingið lýst hann ólög-
legan og ógildan. í annan stað
segja Kremlveijar að Vestur-
lönd hafi með undirskrift loka-
skjals Helsinkisáttmálans 1975
fallizt á tiltekna landamæra-
helgi, sem feli í sér viðurkenn-
ingu á innlimun Eystrasalts-
ríkjanna. Sú staðhæfing stenzt
heldur ekki. Gerald Ford,
Bandaríkjaforseti, setti fram
sérstakan fyrirvara, í þessu
efni, varðandi Eystrasaltsríkin
og ummæli Geirs Hallgríms-
sonar, þáverandi forsætisráð-
herra, við undirskrift Helsinki-
sáttmálans, sem rifjuð vora upp
hér í blaðinu sl. sunnudag,
verða heldur ekki misskilin.
Önnur Vesturlönd hafa og
hafnað þessum skilningi
Kremlveija. Utanríkisráðherra
íslands hefur áréttað að mál
Eystrasaltsríkjanna séu arfur
seinni heimsstyijaldarinnar
með sama hætti og skipting
þýzku ríkjanna, sem nú hafa
sameinast á ný. Grandvallar-
reglan er að innrás og hernám
myndi aldrei rétt einnar þjóðar
til afskipta af annarri.
Af þessum sökum ber að
fagna því að íslenzkir þing-
flokkar bera gæfu til að ná
saman um einróma íslenzka
afstöðu, þar sem ítrekuð er
fyrri viðurkenning á sjálfstæðu
Litháen og ákvörðun tekin um
eðlilegt stjórnmálasamband
milli ríkjanna.
Múlakot í Fljótshlíð:
Tæplega aldargömul tré
rifnuðu upp með rótum
Hvolsvelli.
í ÓVEÐRINU á dögunum rifn-
aði hátt á annan tug trjáa upp
með rótum í Múlakoti í
Fljótshlíð. Sum þessi tré eru
yfir 90 ára gömul.
Árið 1897 gróðursetti Guðbjörg
Þorleifsdóttir húsfreyja í Múlakoti
margar tijáplöntur framan við
bæinn. Þessi garður var rómaður
fyrir fegurð og var þetta upphafíð
að tijárækt í sveitum landsins.
Um áraraðir var gisti- og veitinga-
sala í Múlakoti. Þá var setið úti
og drukkið kaffi. Garðurinn var
þá gjarnan skreyttur með mislitum
ljósaperum að erlendum sið. Það
er sorglegt að sjá gamla garðinn
eftir óveðrið. Stór og virðuleg tré
liggja á hliðinni og önnur hafa
skekkst.
Þá fauk hjólhýsi sem staðsett
var upp við klettana rétt austan
við lundinn í Múlakoti. Það hefur
fokið eina 100 metra yfir tún, girð-
ingu og veg. Það er ekkert eftir
af hjólhýsinu annað en dekkin og
gólfið. Annað hefur dreifst um
túnin og fokið inn í lundinn. Brak-
ið úr hjólhýsinu og innihald þess
er útum allt. Pottar, könnur, inn-
réttingar og fleira, allt malað
mélinu smærra. Þá vafðist önnur
hlið hússins utan um nokkrar asp-
Myndin sýnir brak úr hjólhýsinu.
ir í lundinum. Árni Guðmundsson
í Múlakoti sagðist giska á að hjól-
hýsið hafi farið í mörg þúsund
parta. Það verður mikið verk fyrir
eigendurna að hreinsa þetta allt
upp.
I Múlakoti er flugvöllur og flug-
skýli. Þar fauk stöng með vind-
poka. Að sögn flugmálastjórnar
Morgunblaðið/Steinunn Ó. Kolbeinsdóttir
eiga þessir pokar alls ekki að geta
fokið. Árni sá hinsvegar stöngina
takast á loft og fara í um 10
metra hæð áður en hún lagðist
niður. Áma fannst ótrúlegt hvað
mörg tré rifnuðu upp. Hann sagði
að jafnvel tré sem voru í bestu
skjóli hefðu einnig rifnað upp.
- S.O.K.
Dráttarbáturinn Orion
til heimahafnar eftir
tveggja mánaða útiveru
DRÁTTARBÁTURINN Orion II kom til Reykjavíkur á sunnudags-
kvöld eftir rúmlega tveggja mánaða ferð til Englands. Orion II,
sem er í eigu Köfunarstöðvarinnar hf., fór til Englands í lok nóv-
ember til að sækja gröfu- og hífingarprammann Dag II, sem er
893 tonn að stærð.
Áhöfn Orions II beið í tæpa tvo
mánuði í Englandi eftir að óveður,
sem varið hefur á Englandi sl.
mánuð, gengi yfir. Orion II fór til
Englands til að sækja Dag II sem
er gröfu- og hífingarprammi og
kemur í stað Dags I, sem sökk á
Faxaflóa í október í fyrra.
Ferðin til íslands gekk án meiri-
háttar áfalla, ef undan er skilið
þegar Orion II fékk tóg í aðra
skrúfuna við Vestmannaeyjar.
Veður á leiðinni var mjög risjótt,
en miklu var kostað til að tryggja
fullt öryggi í ferðinni. Dráttarbún-
aður var óvenju sterkbyggður og
var dráttartaug í báðum skipum.
Krani um borð prammanum og
annar búnaður var soðinn fastur
við dekkið, en íslenskir járniðnað-
armenn fóru til Englands fyrri jól
til að vinna það verk.
Dagur II mun á næstunni fara
í að ljúka dýpkunarverki fyrir
Reykjavíkurhöfn við Vogabakka.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991
25
Hugsanlegur innflutningur landbúnaðarvara;
Hvert 1% í innflutningi gæti
þýtt 150 ársverka samdrátt
- segir framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda
TALIÐ er að innflutningur á hverju 1% af markaðshlutdeild unn-
inna mjólkur- og kjötvara geti þýtt um 150 ársverka samdrátt í
þessum greinum. I GATT- tilboði ríkisstjórnarinnar var gefið fyrir-
heit um rýmkaðar innflutningsheimildir á þessum vörum, og höfðu
ráðherrar í ríkissljórninni gefið í skyn að þar gæti að hámarki
verið um 1-5% af markaðshlutdeild að ræða. Þetta kom fram í
erindi Hákons Sigurgrímssonar, framkvæmdasljóra Stéttarsam-
bands bænda, um áhrif GATT-samkomulagsins á íslenskan landbún-
að, sem hann flutti á ráðunautafundi Búnaðarfélags íslands og
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.
Hákon sagði að fyrirheit í
GATT-tilboði ríkisstjórnarinnar
um rýmkaðar innflutningsheimild-
ir hefði komið á óvart og verið án
nokkurs samráðs við Stéttarsam-
band bænda. Hann sagði að af
íslenska tilboðinu væri nánast ekk-
ert hægt að ráða um það hvernig
framkvæmdinni við hugsanlegan
innflutning yrði hagað, enda væri
það í stærstum dráttum háð því
hvemig samið yrði um það á veg-
um GATT. Stéttarsambandið hefði
spurst fyrir um ýmis atriði sem
snerta framkvæmdinna í bréfi til
ríkisstjórnarinnar 19. nóvember
síðastliðinn, en engin svör við því
hefðu borist. Hákon sagði nauð-
synlegt að átta sig á því að þátt-
tökuþjóðir GATT yrðu í aðalatrið-
um að sæta því heildarsamkomu-
lagi sem gert yrði. Þess vegna
virtist ekki vera um sérsamninga
eða fyrirvara að ræða nema í mjög
takmörkuðum mæli, og ef hann
skildi málið rétt, þá væri það því
í raun ekki á færi íslenskra stjórn-
valda að ákveða framkvæmdaat-
riði málsins á þessu stigi.
Hákon sagði að eitt af áherslu-
atriðum Stéttarsambands bænda
í tengslum við GATT málið væri
að lögð yrðu jöfnunargjöld á þær
vörur, sem hugsanlega yrði heimil-
að að flytja til landsins, þannig
að samkeppni við íslenskar afurðir
yrði fyrst og fremst á grundvelli
gæða en ekki verðs. Á GATT fund-
inum í desember hefði legið i loft-
inu að slíkar verndarreglur yrðu
heimilaðar, en ekki hefði verið ljóst
hvort þar yrði um jöfnunargjöld
að ræða eða breytilega tolla, sem
myndu gera svipað gagn. „Það
skiptir okkur gífurlega miklu máli
hver niðurstaðan verður að þessu
leyti. Ég hygg að við þyrftum
ekki að óttast svo mjög samkeppni
á grundvelli gæða, en við stæðum
mjög höllum fæti í verðsam-
keppni, að minnsta kosti fyrst í
stað,“ sagði Hákon.
Hann sagði að með töku jöfnun-
argjalda eða tolla væri verið að
jafna mun á heimsmarkaðsverði
þess landbúnaðarhráefnis, sem
notað væri í hinar innfluttu vörur,
og á verði samskonar hráefnis hér
innanlands, en þar gæti til dæmis
verið um að ræða osta og kjöt sem
notað er í pizzur. Þetta eitt sér
nægði þó ekki til að jafna verð-
muninn, þar sem íslenskt landbún-
aðarhráefni væri í mörgum tilfell-
um einungis 20-30% af því hrá-
efni, sem notað er í viðkomandi
vörur, og innflutningsverndin næði
því aðeins til þess hluta hráefnis-
ins, en til þess að jafna verðmun-
inn að fullu þyrftu því aðrir þætt-
ir að vera samkeppnisfærir. Ef
innlendur matvælaiðnaður væri
ekki samkeppnisfær hvað fram-
leiðslukostnaðinn snertir dygðu
jöfnunargjöldin skammt til vernd-
ar, og því væri engu að síður mikil-
vægt að huga að hagræðingu í
matvælaiðnaðinum en í búvöru-
framleiðslunni ef takast ætti að
standast þá samkeppni, sem
huggsanlegur aukinn innflutning-
ur veitti.
GATT-viðræðurnar hafa nú ver-
ið teknar upp að nýju á embættis-
mannagrundvelli, og er talið að á
næstu mánuðum verði reynt að
finna niðurstöðu sem meirihluti
getur skapast um. Umboð banda-
rísku sendinefndarinnar rennur út
í mars, en talið er að umboðið
verði framlengt í tvö ár, og það
geti tekið allt að því þann tíma
að finna grundvöll til samkomu-
lags.
Stúdentaráð:
Frumvarpi um sjóðs-
happdrætti mótmælt
Aðför að Happdrætti Háskólans
STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands hefur mótmælt frumvarpi dóms-
málaráðherra um sjóðshappdrætti. SHÍ segir að sjóðshappdrættið
verði peningahappdrætti, og verði því í beinni samkeppni við Happ-
drætti Háskólans.
Stúdentaráð hefur sent dóms-
málaráðherra, forsætisráðherra,
menntamálaráðherra og fjármála-
ráðherra eftirfarandi ályktun, sem
samþykkt var á fundi ráðsins 1.
febrúar:
„Stúdentaráðsfundur þann 1. fe-
brúar 1991 mótmælir aðför þeirri
að einkaleyfi Hapþdrættis Háskóla
íslands á peningahappdrætti sem
frumvarp til laga um sjóðshapp-
drætti til stuðnings flugbjörgunar-
málum og skák er.
Það að greiða vinninga út í ríkis-
skuldabréfum er ekkert annað en
peningahappdrætti og hlýtur að
teljast árás á einkaleyfi það, er
Happdrætti Háskóla íslands hefur
til ársins 2000. Ríkisstjórnin hefur
oftsinnis áður reynt með einum eða
öðrum hætti að draga fé úr Happ-
drætti Háskóla íslands til annarra
nota en kveður á í reglugerð um
Morgjmblaðið/KGA-
i i ist,
happdrættið. Stúdentaráð mótmæl-
ir enn einni aðförinni og hvetur til
endurskoðunar á áðurnefndu frum-
varpi. Stúdentaráð minnir á að
Happdrætti Háskóla íslands borgar
um 20% af brúttótekjum sínum í
einkaleyfisgjald til ríkissjóðs."
Arnþór Helgason tekur fyrstu skóflustunguna að nýju fjölbýlishúsi
Hússjóðs Oryrkjabandalagsins við Sléttuveg.
Hússjóður Öryrkjabandalagsins:
Fyrsta skóflustung-
an tekin að fjölbýlis-
húsi við Sléttuveg
FYRSTA skóflustungan að fjölbýlishúsi Hússjóðs Oryrkjabandalagsins
að Sléttuvegi 7 i Reykjavík var tekin síðastliðinn laugardag. I húsinu
verða 33 tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Verða þar m.a. gesta-
íbúðir sem leigðar verða MS-félaginu, sem ætlar að koma upp dag-
vistun og endurhæfingaraðstöðu í tengslum við bygginguna.
I fréttatilkynningu frá Öryrkja-
bandalaginu segir að breyttar þjóð-
félagsaðstæður kalli sífellt á ný og
fjölþættari úrræði fyrir fjölskyldur
fatlaðra. Með fjölbýlishúsinu sem
nú hefur verið tekin fyrsta skófl-
ustungan að sé einmitt hugsað fyr-
ir því að koma til móts við hinar
margvíslegu þarfir og aðstæður
fatlaðra og m.a. tekið tillit til þess
að saman geti búið fatlaðir og ófatl-
aðir.
Hússjóður Öryrkjabandalagsins,
sem verður fimm ára 22. febrúar
nk., er sjálfseignarstofnun með
fimm manna stjórn. Eru fjórir kosn-
ir af stjórn bandalagsins og einn
tilnefndur af félagsmálaráðherra.
Aðalhvatamaðurinn að stofnun
sjóðsins og formaður allt til hins
síðasta var Oddur Ólafsson fyrrum
yfirlæknir og alþingismaður. Hlut-
verk sjóðsins er að eiga og reka
íbúðarhús fyrir öryrkja og í dag eru
379 íbúðir víðs vegar á landinu í
eigu Hússjóðsins þar af 300 í
Reykjavík.
Tekjustofn Hússjóðsins hefur fr|i
árinu 1987 verið tekjuhlutur hans
frá íslenskri getspá, Lottóinu. Frá
þeim tíma hafa verið keyptar og
byggðar 89 íbúðir og fimm einbýlis-
hús en þau eru leigð svæðisstjórn-
um undir sambýli.
Þörfin fyrir íbúðarhúsnæði af
þessu tagi er mjög mikil og eru um
300 manns á biðlista í dag.
Formaður stjórnar Hússjóðs er
Tómas Helgason, prófessor, og
framkvæmdastjóri er Anna Ing-
varsdóttir.
Viljum enga ríkisstyrki en eðli- v
legt að veitt verði ríkisábyrgð
- segir Jón Ólafsson formaður Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda
„ÞAÐ eru alveg hreinar línur að
við viljum enga ríkisstyrki vegna
loðnubrests en okkur finnst eðli-
legt að loðnuverksmiðjunum
verði veitt ríkisábyrgð á banka-
lánum, fáist fyrirgreiðsla ekki
með öðrum hætti. Við munum
hins vegar greiða þau lán,“ segir
Jón Ólafsson framkvæmdastjóri
. Félags íslenskra fiskmjölsfram-
leiðenda. Skipuð hefur verið
nefnd til að fjalla um þann vanda,
sem skapast vegna loðnubrests,
til dæmis þjá loðnuverksmiðjum,
bæjar- og _ sveitarfélögum og
verkafólki. I nefndinni eru full-
trúar fimm ráðuneyta, sjávarút-
vegs-, forsætis-, félagsmála-,
fjármála- og utanríkisráðuneytis.
„Við höfum talið að ekki sé enda-
laust hægt að vísa á bankana,“
segir Jón Olafsson. „Bankarnir geta
ekki lánað okkur endalaust, enda
er ekki fýsilegt að lána fyrirtækjum,
sem ekki eru í neinum rekstri og
ekki er bjart framundan hjá á næst-
unni. Við höfum hins vegar bent á
að loðnubræðsla er rótgróinn iðnað-
ur, sem við getum ekki verið án.
Þar af leiðandi sé ósköp eðlilegt að
okkur sé hjálpað á meðan erfiðleik-
ar steðja að,“ heldur Jón fram.
Þegar loðnuveiðar voru bannaðar
um áramótin var sett á laggirnar
svokölluð bjargráðanefnd með full-
trúum Landssambands íslenskra
útvegsmanna, Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands, Sjó-
mannasambands íslands og Félags
íslenskra fiskmjölsframleiðenda.
„Bjargráðanefndin var aðallega
stofnuð til að aðstoða sjávarútvegs-
ráðuneytið við aðgerðir en nefnd-
inni var fljótlega skipt upp í fulltrúa
veiða annars vegar og vinnslu hins
vegar,“ upplýsir Jón Ólafsson.
Hann segir að útgerðarmenn og
sjómenn deili um framsalsrétt á
auknum bolfiskkvóta loðnuskipa en
sjómenn vilji að óleyfilegt verði að
framselja þennan kvóta. „Fulltrúar
vinnslunnar hafa til dæmis skoðað
möguleika á bræðslu á kolmunna
en hann er ekki fýsilegur til bræðslu
miðað við núverandi afurðaverð.
Það er því lítið um önnur verkefni
fyrir verksmiðjurnar, þegar ekki er
um loðnubræðslu að ræða, þannig
að þetta er bara spurning um fjár-
hagsfyrirgreiðslu og í hvaða formi
hún eigi að vera,“ segir Jón.
Arnarflug innanlands:
Lendingargjöld síðustu
tveggja ára ógreidd
ARNARFLUG innanlands á enn
eftir að greiða Flugmálasljórn
lendingargjöld vegna starfsemi
félagsins síðustu tvö ár.
Pétur Einarsson, flugmálastjóri,
segir Arnarflug innanlands eiga
óuppgerðar skuldir við Flugmála-
stjórn fyrir tvö síðustu ár og sé þar
fyrst og fremst um lendingargjöld
að ræða. Segir hann skuldina vera
einhvers staðar nálægt níu milljón-
um króna án dráttarvaxta.
Aðspurður um hvort félaginu
hefðu verið settir einhvetjir úrslita-
kostir vegna þessarar skuldar sagði
hann að það hefði verið gert fyrir
eigendaskiptin sem urðu nýlega'á
félaginu. „Nýju eigendurnir komu
til mín fyrir skömmu og við erum
að ganga frá því hvernig best sé
að gera þetta upp,“ segir Pétur.
Hann segir ekki vera mikið um
að gjöld til Flugmálastjórnar séu í
vanskilum og standi lang stærsti
viðskiptiaðilinn, Flugleiðir, s^jn
greiðir um 90% af þessum gjöldum,
ávallt fullkomlega í skilum.