Morgunblaðið - 15.02.1991, Page 2

Morgunblaðið - 15.02.1991, Page 2
2, eoí jiAöHaa'? .ai HJOAúUTaöí gkiajbmuohom MÖRGÚNBLÁÐÍÐ ’FÖSTUDAGUR \5. FÉBRÚAR 1991 Staða prófessors í skurðlækningum við HI: Enn fæst ekki niður- staða í atkvæðagreiðslu VIÐ TVENNAR kosningar í læknadeild Háskóla Islands a þriðjudag um prófessorsembætti í handlæknisfræðum fékk dr. med. Halldór Jóhannsson, dósent, þremur og sex atkvæðum meira heldur en dr. med. Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á bæklunardeild Borgarspítal- ans. Hann fékk 50% greiddra atkvæða í báðum kosningunum en þó ekki tilskilinn meirihluta atkvæða lögum samkvæmt þar sem nokkrir fulltrúar á fundinum skiluðu auðu. og verður fjallað áfram um málið Staða prófessors í handlæknis- fræðum var auglýst á síðasta ári. Eftir að hæfnisnefnd hafði ijallað um umsækjendur var kosið í lækna- deild í desember. Brynjólfur og Halldór fengu þá flest atkvæði um- sækjenda og er kosið var milli þeirra tveggja hlaut Brynjólfur 31 at- kvæði, en Halldór 30. Einn fundar- manna skilaði auðu og einn seðill var ógildur. Að fengnu áliti lögskýr- enda ákvað menntamálaráðherra að Fundinum á þriðjudag var frestað að nýju í næstu viku. kosið skyldi að nýju milli þeirra tveggja þar sem Brynjólfur hefði ekki hlotið tilskilinn meirihluta fund- armanna. Við fyrri atkvæðagreiðsluna á þriðjudag hlaut Halldór Jóhannsson 37 atkvaeði og Brynjólfur Mogensen 31 atkvæði, en 6 seðlar voru auðir. Við síðari atkvæðagreiðsluna hafði fjölgað um tvo á fundinúm og fékk Halldór 38 atkvæði, Brynjólfur 35 og 3 seðlar voru auðir. Þorrablót íslendinga í Lundúnnm: Hvalavinir spurðust fyrir um súran hval ÞORRABLÓT íslendingafélags- Independent hefði skrifað fjálglega ins í Lundúnum vakti nokkra at- um blótið. íslendingafélaginu barst hygli í Bretlandi. Grein kom í bréf frá hvalavinum í Bretlandi fyrir blaðinu The Independent um bló- blótið þar sem spurt var hvort hval- tið og hvalavinir höfðu samband ur eða seishreifar væru á boðstólum. við félagið og spurðust fyrir um Þeim var tjáð að svo væri ekki. hvað væri á matseðlinum. Úlfar kom síðan til Lundúna með súran hval, sem hann hafði geymt Úlfar Eysteinsson, veitingamað- frá því hvalur var síðast veiddur hér ur, sá um matinn á þorrablótinu og við land. Sagt var frá því í blaðinu sagði hann að blaðamaður frá The og voru hvalavinir fremur óánægðir með það. Blótið fór hið besta fram. Um 170 íslendingar mættu, en venjulega hafa þeir verið um og yfir 200. Færð í Bretlandi setti strik í reikn- ingin hjá mörgum að þessu sinni. Ök af stað með, barnavagn Morgunblaðið/Emilfa Viðrar til vorverka Ólafur Lárusson, verkstjóri hjá garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar, var að klippa limgerði á Austurvelli í gær. Að sögn Jóhanns Pálsson- ar garðyrkjustjóra er þetta tíminn, sem yfirleitt er notaður til að klippa tré í borginni, en einnig fer nú mikill tími í að fjarlægja trjá- gróður, sem eyðilagðist í óveðrinu um daginn og lagfæra tré, sem hafa skemmzt. Starfsmenn garðyrkjudeildarinnar hafa því varla komizt til að sinna öðru, en Jóhann sagði að einstaklega vel viðraði nú til vorverka. Tún væru farin að grænka og ýmsar laukplöntur famar að gægjast upp úr moldinni eða jafnvel að springa út. Veðr- áttan hefur verið með eindæmum góð undanfarna daga og var til dæmis fimm stiga frost í Ósló og þriggja stiga í Kaupmannahöfn á meðan átta stiga hiti var í Reykjavík á miðvikudag. í eftirdragi STRÆTISVAGNI var ekið af Skýrsla Þjóðhagsstofnunar; Tillögur um sauðfjárrækt: Ríkisútgjöld lækki um 8 milljarða kr. á sex árum SAMKOMULAG tókst í gær í sjömannanefnd um tillögur varðandi hagræðingu í sauðfjár- framleiðslu, og verða þær vænt- anlega kynntar í ríkisstjórninni i dag. Byggt verður á tillögunum við gerð nýs búvörusamnings, og er jafnvel búist við að hann verði undirritaður í næstu viku. í tillögunum er áætlað að ríkisútgjöld vegna sauðfjár- framleiðslu lækki um 8 milljarða á gildistíma nýs búvörusamn- ings. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu er í tillögum sjö- mannanefndar gert ráð fyrir að nýr búvörusamningur gildi til sex ára, en á því tímabili verði veruleg- ur samdráttur í sauðfjárframleiðsl- unni og hún þannig aðlöguð að þörfum innanlandsmarkaðar. I stað fastrar verð- og söluábyrgðar ríkisins komi beinar greiðslur til bænda, sem miðaðar verða við spá um innanlandsneyslu kindakjöts, en þeir bændur sem haft hafa full- virðisrétt í núverandi kerfi fá hlut- fallslegan rétt í heildarniður- greiðslum miðað við markaðsspá. Heildarútgjöld ríkisins eru nú um 4 milljarðar á ári vegna sauð- fjárframleiðslunnar. Samkvæmt tillögum sjömannanefndar ættu útgjöldin að lækka úr 24 milljörð- um í 16 milljarða samanlagt á samningstíma nýs búvörusamn- ings og fara stiglækkandi eftir því sem líður á samningstímann. stað frá biðstöð í fyrrakvöld með barnavagn hálfan út um aftur- hurð og móður kornabamsins klemmda milli stafs og hurðar. Barnavagninn fór á hliðina og dróst í götunni nokkurn spöl með strætisvagninum. Barn og móður sakaði ekki. Þetta átti sér stað á biðstöð við Suðurhóla á sjöunda tímanum í fyrrakvöld. Kona var að fara með bamavagn út um afturdyr strætis- Ríkið hyggst taka 60% af sparnaði þessa árs að láni vagns og voru hjól vagnsins nýkom- in út þegar dyrunum var lokað á höfuð og hendur móðurinnar. Síðan var vagninum ekið af stað frá bið- stöðinni. Eftir stutta stund varð vagnstjór- anum Ijóst hvað hafði gerst og nam hann staðar. Þá hafði vagninn oltið á hliðina og í götuna eftir að hafa dregist með vagninum. LÁNTÖKUÁFORM opinberra að- ila á innlendum markaði á þessu ári svara til 60% af nýjum þen- ingalegum sparnaði ársins, sam- anborið við 40% í fyrra. Þetta kemur fram í frétt frá Þjóðhags- stofnun um þróun helstu þjóð- hagsstærða í fyrra og horfur á þessu ári. Gangi þetta eftir taka opinberir aðilar að láni á innlend- um markaði 50% meira af nýjum peningalegum sparnaði á þessu ári en í fyrra. Þetta segir Þjóð- hagsstofnun geta leitt til hækkun- ar raunvaxta. Þjóðhagsstofnun segir að í láns- fjáráætlun fyrir þetta ár sé miðað við að lánsfjárþörf opinberra aðila verði að langmestu leyti mætt með innlendum lántökum, eins og gert hafi verið í fyrra. „Hér er um að ræða 23 milljarða króna, sem svarar til 6,3% af lands- framleiðslu. Seðlabanki íslands hef- ur gert ráð fyrir, að nýr peningaleg- ur sparnaður geti numið allt að 38 milljörðum króna á þessu ári. Lán- Kannað verður hvort hita megi strætisvagnana með heitu vatni Gengið hefur verið frá samningi á milli Strætisvagna Reykjavík- ur og Háskóla íslands um að samstarfshópur um orkufrekan iðn- að innan háskólans kanni möguleika á fjarhitun strætisvagna á geymslustæðum SVR með heitu vatni. Mikil mengun og orku- eyðsla er í dag af því að hita strætisvagna upp fyrir notkun á hverjum morgni en vagnarnir eru nú hitaðir með því að ganga í lausagangi jafnvel alla nóttina ef kalt er í veðri. Að sögn Sveins Andra Sveins- oft og tíðum hefur verið nær sonar, stjómarformanns Strætis- vagna Reykjavíkur, er megin- markmiðið með því að kanna möguleika á notkun slíks upphit- unarkerfís að koma í veg fyrir mengun. „Vagnamir eru í dag hitaðir með því að láta þá ganga í lausa- gangi á morgnana og jafnvel heilu nætumar ef kalt er í veðri. Þetta hefur valdið mikilli mengun svo ómögulegt fyrir starfsmenn að vera á svæðinu auk þess sem fólk sem býr í nágrenninu hefur orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Jafnframt hefur þetta í för með sér mikla olíunotkun," sagði Sveinn Andri í samtali við Morg- unblaðið. „Verkefnið sem samstarfshóp- ur um orkufrekan iðnað er að leysa fyrir SVR felst í því að kanna hvort mögulegt sé að nota forhitunarbúnað fyrir vagnana þar sem notast yrði við heitt vatn til að hita þá upp á morgnana. Sérstökum búnaði yrði þá komið fyrir í stæðunum og öðrum í vögn- unum til að hita upp vél bifreið- anna og anddyri. Þetta yrði til þess að ekki þyrfti að kalla út mann á nætumar til að setja vagnana í gang auk þess sem þetta kæmi í veg fyrir mengun,“ sagði Sveinn Andri. Strætisvagnar Reykjavíkur hafa veitt samstarfshópi um orkufrekan iðnað í háskólanum 550 þúsund til þess að fram- kvæma rannsóknina en þeir Valdimar K. Jónsson prófessor, Þorsteinn I. Sigfússon prófessor og Páll Valdimarsson deildarstjóri munu sjá um framkvæmd forat- hugunarinnar fyrir hönd nefndar- innar. Bjöm Ágúst Bjömsson vélaverkfræðinemi mun fram- kvæma rannsóknina á vegum hópsins og verður það lokaverk- efni hans í háskólanum. „Reykjavíkurborg hefur haft náið samstarf við háskólann til þessa, meðal annars með rekstri Tæknigarðs, og þessi samningur er liður í því að efla samstarf háskólans og atvinnulífsins, þar sem fyrirtæki kaupir sér þá þekk- ingu sem er fyrir hendi í skólan- um,“ sagði Sveinn Andri að lok- tökuáform opinberra aðila á innlend- um markaði svara því til 60% af per.ingalegum sparnaði ársins, sam- anborið við 40% í fyrra. Þessi lán- tökuáform draga úr líkum á lækkun raunvaxta, eins og að er stefnt, og kunna jafnvel að leiða til hækkunar þeirra," segir í frétt Þjóðhagsstofn- Valur Valsson bankastjóri ís- landsbanka ræddi þessi sömu mál á fundi Sambands íslenskra viðskipta- banka með fjölmiðlamönnum s.l. þriðjudag.Hann greindi einnig frá því, að í árslok 1990 hafi útistand-, andi spariskírteini og ríkisvíxlar ver- ið samtals um 45,6 milljarðar króna, en innlán í bönkum og sparisjóðum hafi þá verið um 126 milljarðar. „Hlutur ríkisins er um 36% af innlán- um. Sama hlutfall var um 16% árið 1985,“ sagði Valur. Fótbrotnaði á bifhjóli UNGUR piltur á bifhjóli fót- brotnaði þegar hann lenti í árekstrj við bifreið á Selfossi í gær. Ökumenn farartækjanna voru báðir réttindalausir. Það var um hádegisbilið sem bif- hjól og bifreið skullu saman á Sel- fossi. Pilturinn, sem ók bifhjólinu, fótbrotnaði. Hann og ökumaður bif- reiðarinnar voru báðir réttindalaus- ir og hjólið var óskráð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.