Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991
31
Runólfur Jóns-
son — Minning
Fæddur 28. janúar 1927
Dáinn 11. febrúar 1991
Runólfur Jónsson, góður vinur og
gegn samstarfsmaður í þijá áratugi,
er látinn. Hann lést á Reykjalundi
þar sem vettvangur hans var í 40
ár nær óslitið.
Runólfur var Austfirðingur að ætt
og uppruna, fæddur á Vopnafirði.
Foreldrar hans bjuggu í Böðvarsdal
þar í sveit, þau Lára Runólfsdóttir
og Jón Eiríksson, en Jón var um þær
mundir farkennari í sveitinni og
síðar skólastjóri á Torfastöðum í
Vopnafirði. Börn þeirra hjóna voru
synirnir tveir, Runólfur, sem nú er
látinn og Sigurður, sem lifir bróður
sinn og býr á Vopnafirði.
Runólfur óx úr grasi í Böðvars-
dal. Hann naut almennrar barna-
skóiafræðslu hjá föður sínum og
gekk með vexti til almennra verka
á bænum. Hann fór í Búnaðarskól-
ann á Hólum í Hjaltadal þegar hann
hafði aldur til og lauk þar námi árið
1948. Enda þótt hann hefði ávallt
verið vel hraustur og við bestu
heilsu, eins og hann sagði síðar frá,
veiktist hann illa snemma sumars
1948 og lá heima hjá sér mest allt
sumarið með hita og verk undir síðu.
í ljós kom að þarna var um bijóst-
himnubólgu að ræða og reyndist hún
berklakyns. Hann fór á Kristneshæ-
lið um haustið.
Upphófst þar með 5 ára barátta
Runólfs við berklaveikina. Það er til
happs komandi kynslóðum að Run-
ólfur skráði ágrip þeirrar baráttu-
sögu sem birtist í ársriti SIBS 1981
og ber heitið „Níu rif — og örlítið-
meir.“ Frásaga Ruiiólfs af barát-
tunni við berkla er lífandi og sönn,
án mærðar, og lýsir þeirri ógn sem
fólk stóð áður fyrr af berklaveikinni
og eftirköstum hennar. Það er freist-
ing sem vert er að falla fyrir að birta
hér upphafið að skrifum Runólfs um
berklana:
„Það var bjart í lofti og sá vel til
hvítra fjallanna austan Eyjafjarðar-
ins, þó skuggsýnt væri orðið haust-
kvöldið sem ég kom á Kristneshæli.
Ég var þreyttur eftir daglangt ferða-
lag í rútuskríflinu austan af Vopnaf-
irði. Við höfðum lent í snjó á fjall-
inu, fest bílinn og farþegarnir urðu
að ganga upp bröttustu brekkuna á
Brunnarhvammshálsinum. Að öðru
leyti gekk ferðin vel, þó bíllinn væri
hastur og vegurinn óvenju holóttur.
Ég var búinn að liggja mestallt
sumarið með hita og andstyggðar-
verk undir síðunni. Var kominn hing-
að í rannsókn, það tæki tæpast
meira en eina viku eða tvær, hélt
ég. Meira að segja datt mér í hug
að ég ætti eftir að komast í smala-
mennsku í Böðvarsdal þegar ég
kæmi til baka.
Það var frekar hlýtt úti, þó var
hrollur í mér þegar ég gekk frá hlið-
inu og heim að hælinu. Ég var áreið-
anlega með hita en ekki búinn að
fá andskotans takið, það var gott.
Skyldi annars nokkuð vera tekið á
móti manni á þessum tíma, ég hefði
átt að fá að liggja einhvers staðar
í nótt. Eitthvað á þessa leið hugsaði
ég þennan spöl að hælisdyrunum. —
Það hlýtur að hafa verið búið að
panta pláss fyrir mig og verið gert
ráð fyrir að ég kæmi á þessum tíma,
því svo greiðlega gekk að koma mér
fyrir að ég man ekkert eftir því,
annað en það að ég var látinn í lausa
rúmið á stofu tvö uppi. Mér sýndust
þeir, sem í rúmunum voru, vera í
andárslitrunum og leist ekki meira
en svo á samkvæmið. í raun og veru
vissi ég ekkert um berklaveikina
áður en á hælið kom. Ég vissi ekki
hvort berklar voru í ættinni. Þó
höfðu að minnsta kosti tvær föður-
systur mínar dáið úr berklum og
faðir minn verið á Vífilsstöðum. Það
frétti ég frá konu sem var þar með
honum og mér samtíða á Kristnes-
hæli síðar. Hvað þá að ég vissi
hversu mikið hrunið hafði niður af
fólki á hælunum fram að þessu, eða
um þennan voðalega dóm sem hælis-
vist var á þessum árum. Þó fór það
svo að þessir stofufélagar mínir voru
hinir sprækustu við nánari kynni
nema einn gamall maður framan úr
firði. Hann dó úr berklum þarna á
stofunni undir vor. Hann var mjög
fölur og magur þegar ég kom um
haustið en ennþá fölari og magrari
þegar hann lést um vorið. Við fylgd-
um honum nokkrir til grafar inní
Saurbæ. Þar voru þá komnir pollar
á tún, fannir ekki alveg farnar —
vorleysing — farfuglar voru rétt að
byija að koma.
Við skoðun kom það í Ijós að ég
var með smitandi lungnaberkla og
þar með ljóst að ekki kæmist ég
heim strax, fólk með smitandi berkla
mátti ekki ganga laust. Mér var
sagt að liggja í rúminu, reynt var
að „blása“ mig en það gekk ekki
vegna samgróninga eftir bijóst-
himnubólguna, sem hijáði mig um
sumarið. Ég lá í rúma tvo mánuði,
fyrst með hita, síðar hitalaus og þá
fór ég að skrópa úr rúmlegu og var
mikið á stjái.
Veikin var í góðu jafnvægi ef svo
mætti segja, mér hvorki versnaði
né batnaði, var þó alltaf með smit.
Þetta var leiðinda ástand. Mér hund-
leiddist aðgerðar- og tilbreytinga-
leysið, batnaði ekkert þó farið væri
eftir læknisráði, en versnaði ekki
heldur, þó að ég brigði út af því. I
janúar fékk ég klukkutíma fótavist,
sem var hlægilegt, því áð ég hafði
jú mest verið á ferðinni allan dag-
inn. Nú mátti ég þó borða hádegis-
mat niðri í borðstofu og fara aðeins
út eftir matinn.
Víst var þetta sigur þá, en nú,
þijátíu árum síðar, rennur þetta
tímabil saman í eitt. Veturinn leið,
vorið kom og fór, sumarið tók við,
sólríkt og hlýtt. Eg fékk fulla fóta-
vist eins og strákarnir sem ég var
mest með, við urðum sólbrúnir og
hressir, komum tæpast inn nema í
matartímum og til að sofa, en smit
var ég með áfram í hverri skoðun.“
Margt annað kemur fram í frá-
sögn Runólfs sem of langt yrði að
rekja hér. Sökum þess að hann
reyndist áfram smitberi var að lok-
um gripið til þess ráðs í meðferðar-
skyni sem gekk undir nafninu
„höggning" og fólgið í því að nema
burt svo og svo mörg rifbein. Við
það féll saman sá hluti lungans sem
sýktur var og stuðlaði þetta að því
að berklahreiðrið lagðist saman, lok-
aðist og greri þegar best lét. Runólf-
ur segir frá því að alls hafi verið
tekin úi' honum níu rif í þrernur lot-
um, þijú rif í hverri. Þetta var gert
á sjúkrahúsinu á Akureyri og er lýs-
ing Runólfs á aðgerðaferlinum frá
sjónarhóli sjúklingsins hrein perla,
jafnt frá bókmenntalegu og sögu-
legu sjónarmiði. Erfiðir fylgikvillar
komu upp eftir „höggninguna" en
hann lifði þá af og dvaldist á Krist-
nesi fram á sumarið 1951 að hann
fór austur á Vopnaíjörð, heim. Hann
hafði alið þá von með sér að geta
orðið hlutgengur í búskapnum, en
svo varð ekki heilsunnar vegna, og
varð úr að hann fór þá um haustið
á Reykjalund. Smám saman lagaðist
heilsan, kraftar jukust og hann hóf
störf í trésmiðjunni á Reykjalundi.
Þar kom að hann gat útskrifast
suinarið 1953 og fór þá að vinna á
trésmíðaverkstæði í Reykjavík sem
varð þó ekki til langframa. Svo bar
til að Reykjalundui' keypti í febrúar
1953 plastverkstæði í Reykjavík og
starfrækti það þar fram á haustið
en þá voru plastvélarnr fluttar á
Reykjalund. Með þeim kom Runólfur
aftur á Reykjalund og nú sem starfs-
maður. Var þetta upphaf plastfram-
leiðslunnar á Reykjalundi.
Starfstími Runólfs á Reykjalundi
spannaði þannig 37 ára tímabil.
Fyrst í stað starfaði hann við plast-
steypuvélarnar, síðai' á söludeild og
enn síðar sem verkstjóri utan húss
á Reykjalundi. Runólfur var starf-
samur maður og lét enga stund fara
til spillis, samviskusamur í verkum,
natinn og nákvæmur. Hann liafði
mikinn áhuga fyrir gróðri og tijá-
rækt sem var hvatinn að því að
hann gerðist landgræðsluinaður og
verkstjóri utan húss. Það er víðlent
á Reykjalundi og þar setti Runólfur
niður tré, smá og stór, og kom til
ýmsum öðrum gróðri. Hann leit svo
á að útisvæði og náttúran í heild
væri fyrir fólkið og því gekk hann
til verks með atorku við að gera slóða
og göngustígi um trélendi og velli.
Og allt þetta fór vel í hendi hans.
Runólfur var ekki hár maður vexti
en svaraði sér vel og var snar í hreyf-
ingum. Augun voru kvik og oftar
en ekki bros á vör. Hann var hærð-
ur vel, jafnan alskeggjaður, gránaði
í rót með árunum sem gaf honum
virðulegt yfirbragð hins reynda og
hyggna manns. Þannig er gott að
muna hann þar sem hann var við
verk sín á milli tijánna og annars
staðar úti í náttúrunni.
Runólfur var góður félagi. Hann
tók þátt í félagslífi vistmanna og
starfsmanna á Reykjalundi af lífi og
sál. Hann var vel ritfær og um ára-
bil samdi hann annála starfsmanna
Reykjalundar sem fluttir voru á árs-
hátíðum. Um skeið sat Runólfur í
stjórn Reykjalundar sem fulltrúi
starfsmanna og í nokkut' ár var hann
í ritnefnd ársrits SÍBS sem gefið var
út undir nafninu Reykjalundur.
í febrúar 1958 kom kona á Rey-
kjalund, innlögð vegna asthmaveiki,
Steinunn Júlíusdóttir. Það leið ekki
á löngu þar til Steinunn og Runólfúr
felldu hugi saman og gengu þau í
hjónaband 9. ágúst 1958. Þá var
sonur Steinunnar, Sveinn, 12 ára
drenghnokki, og gekk Runólfur hon-
um að sjálfsögðu í föðurstað, en
Runólfur átti áður dóttur, Erlu, sem
býr á Vopnafirði.
Þau Steinunn og Runólfur byggðu
sér hún skammt frá Reykjalundi á
skjólgóðum stað. Þar heitir Gerði og
þangað fluttu þau árið 1963. Eins
og vænta mátti reis þar brátt margv-
íslegur gróður, tré og ýmsar jurtir.
Runólfur bjó við góða heilsu þessi
árin og sá lítt á honum þrátt fyrir
langan vinnudag oft og tíðum og
líkamlegt erfiði. Snemma árs 1989
komu fram einkenni um nýjan sjúk-
dóm, nýjan óvætt, óskyldan berklun-
um. Hann gekkst undir höfuðaðgerð
í mars 1989 og náði sér vissulega
aftur á strik, endurheimti vinnu-
færni sína að nokkru leyti, en varð
þó að láta af verkstjórnarstörfum
útivið vorið 1990. Eftir það sinnti
hann tilfallandi störfum á Reykja-
lundi, meðal annars fór hann í gegn-
um myndasafn staðarins, flokkaði
það og merkti. Ennfremur stóð hann
fyrir gerð á skt'á yfir listaverk Rey-
kjalundar. Þegar leið á vetur þyngd-
ist sjúkdómur hans. Frá því um miðj-
an desember og þar til hann dó var
hann á ný vistmaður á Reykjalundi.
Vinir og samstarfsmenn Runólfs
á Reykjalundi sakna góðs félaga og
drengs, en geyma mynd hans og
minningu í huga sér, og flytja Stein-
unni og venslamönnum öllum inni-
legar samúðarkveðjur.
Haukur Þórðarson
Sveinn Guðmundsson
Fæddur 2. júlí 1891
Dáinn 8. febrúar 1991
frá Nýlendu
í dag verður gerð frá Þjóðkirkj-
unni í Hafnarfirði útför afa okkar
í Sveins Guðmundssonar frá Ný-
lendu, Austur-Eyjafjöllum.
Okkur langar að kveðja elsku afa
okkar með eftirfarandi sálmaerind-
um eftir Valdimar Briem.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Hvíl í Guðs friði.
Jónína S. og Þórunn
Það er langur gangur að feta sig
áfram í lífinu í heila öld og margs
minnast þeir samferðamenn er áttu
þess kost að fylgjast með afa í
starfi og utan þess á svo langri ævi.
Ég átti því láni að fagna að vera
afastelpa Sveins og sífellt tilhlökk-
unarefni að skokka til afa og njóta
þess sem þar var borið fram, bæði
til líkamlegraj' og andlegrar upp-
byggingar. Ávallt velkomin að
þiggja blítt bros hvort sem var fyr-
ir 40 árum eða á síðustu árum.
Ég er hér með að tjá þakklæti
mitt til afa fyrr og síðar og er þess
fullviss að eftir 100 ára hérvist er
vel þegin hvíldin ianga sem beðið
hefur verið effir hin síðari ár.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sveindís Pétursdóttir
Kveðja frá börnum
og tengdabörnum
í dag er til moldar borinn Sveinn
Guðmundsson frá Nýlendu,
Austur-Eyjafjöllum.
Sveinn fæddist á Þórkötlustöðum
í Grindavík 2. júní 1891 og hefði
því orðið hundrað ára 2. júní í sum-
ar. Foreldrar Sveins voru Guðlaug
Sveinsdóttir frá Gíslakoti, Austur-
Eyjafjöllum, og Guðmundur Lofts-
son frá Klassbarða í Landeyjum.
Þau Guðlaug og Guðmundur settu
saman bú á Þórkötlustöðum þar
sem þau fengu part af jörðinni til
ábúðar. Þar bjuggu þau um nokk-
urra ára skeið.
Á Þórkötlustöðum fæddust þeim
fyrstu börnin. Elst var Anna, fædd
1885, næstur Loftur, fæddur 1889,
ogþriðji Sveinn, fæddur 1891. Þeg-
ar Sveinn var á tólfta ári, bregða
þau búi. Anna fór að Bergþórs-
hvoli og var þar í nokkur ár. Hún
lést ung og ógift. Guðlaug fór að
Gíslakoti og var þar með Svein með
sér. Guðmundur fór að Klassbarða
með Loft, en mun hafa stundað sjó
frá Grindavík á vetrum. Um 1901
flytjast. þau saman og þá í hús-
mennsku að Hrauni í Grindavík.
Sveinn varð eftir' hjá afa sínum
í Gíslakoti, en fór að stunda sjó á
vertíðum, fyrst með Þorvaldi Klem-
enssyni, smið og sjósóknara í
Grindavík. Síðan reri Sveinn lengi
með Árna Guðmundssyni sem
kenndur er við Teig í Grindavík.
Á Hrauni fæddist þeim Guðlaugu
og Guðmundi drengur sem skírður
var Guðmundur. Hann fæddist
1902 og hefur búið allan sinn bú-
skap á Bala á Stafnesi.
Þess ber að geta að Sveinn átti
tvær hálfsystur af föðurnum. Þær
hétu Sólveig og Anna og fluttu
báðar til Kanada. Milli þessa fólks
hefur alltaf verið gott samband og
mikil tengsi.
Guðlaug dó á besta aldri, Guð-
mundur dó í Teigi hjá Árna 1920
og hvíla þau bæði í kirkjugarðinum
á Stað.
Sveinn var lengi vinnumaður á
Þorvaldseyri og þar kynntist hann
fyrri konu sinni, Jónínu Sigurbjörgu
Jónsdóttur frá Hlíð, Austur-Eyja-
fjöllum. Þau gengu í hjónaband og
settu saman bú á Seljalandi í Vest-
mannaeyjum. Sveinn var á vélbátn-
um Ofeigi, þann tíma sem þau
bjuggu í Eyjum. En vegna veikinda
Jónínu flytja þau að Hlíð, en síðar
að Nýlendu, þar sem þau bjuggu æ
síðan.
Sveinn missti konu sína 1936 og
höfðu þau þá eignast átta börn.
Elst var Guðlaug, f. 8. apríl 1921,
d. 3. mars 1977, þá Guðmundur,
f. 29. apríl 1923, Sveinn, f. 24. júní
1924, Elín, f. 2. júlí 1925, Sigurð-
ur, f. 7. júlí 1926, Vilhjálmur, f.
9. september 1927, Lovísa, f. 4.
nóvember 1928 og Kristján, f. 13.
apríl 1931, d. 23. apríl 1931. Öll
voru þau fædd á Nýlendu. Sigurður
sonur Sveins hefur alltaf verið á
Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.
1938 flyst Sveinn til Ilafnarfjarð-
ar og vann hjá Þorsteini í Skálholti
við bú hans í Hafnarfirði og í
Straumfirði á Mýrum. Um tíma
vann Sveinn að lagningu Krýsuvík-
urvegarins.
Eftir það vann hann hjá Einari
Þorgilssyni og síðustu starfsárin var
hann starfsmaður Hafnarfjarðar-
bæjar.
Sveinn hélt heimili með börnum
sínum, en 1949 fór hann að búa
með Guðrúnu Guðmundsdóttur og
fluttu þau til Vestmannaeyja, þar
sem hann gerðist bústjóri á kúabúi
Helga Benediktssonar. Þau komu
aftur til Hafnarfjarðar og bjuggu á
Vitastíg 12. Guðrúnu missti Sveinn
14. október 1970.
Eftir það var hann hjá syni sínum
Vilhjálmi uns hann fór á elliheimilið
Sólvang, þar sem hann lést 8. febrú-
ar sl.
Við viljum þakka starfsfólkinu á
fjórðu hæð á Sólvangi, fyrir góða
umönnun og hlýju í garð Sveins.
Einnig viljum við þakka Vilhjálmi
og hans góðu konu, Öldu Þorgeirs-
dóttur, sem nú er látin, fyrir alla
þá umhyggju sem hann naut á
þeirra heimili meðan hann dvaldist
þar.
Valgeir
Okkur langar að minnast elsku-
legs afa okkar sem lést þann 8.
febrúar sl., í elliheimilinu Sólvangi.
Við kynntumst honum vel þegar
hann kom inn á heimili foreldra
okkar stuttu eftir að hann missti
sambýliskonu sína. Hann vildi allt
fyrir okkur gera þótt hann væri oft
og iðulega þreyttur eftir langan og
erfiðan vinnudag, t.d. las hann
ævinlega fyrir okkur á kvöldin og
þá líka eftir að við vorum sofnaðar.
Einnig spiluðum við mikið við hann
og þá eingöngu spilið „marías", og
endaði hann iðulega sem sigurveg-
ari.
Oft og tíðum sagði hann okkur
sögur úr sveitinni og frá gömlum
tímum og eigum við honum bestu ;
þakkir fyrir.
Að lokum biðjum við algóðan Guð |
að varðveita elskulegan afa sem við -j
fengum að njóta á uppvaxtarárum |
okkar. Við vottum öllum aðstand- 1
endum hans okkar innilegustu sam- j
úðarkVeðjur.
Systkinin á Smyrlahrauni í