Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991 15 Sjálfshjálparhópar fyr- ir þolendur sifjaspella eftirÁsgerði Sigurðardóttur Vinnuhópur gegn siijaspellum hefur nú starfað í tæp 4 ár. Fyrsta árið var um sjálfboðavinnu að ræða, en með þeim fjárframlögum sem hafa fengist síðan þá varð okkur kleift að fjármagna starfsemina að nokkru leyti þannig að starfsmanni voru greidd laun, húsnæði leigt og starfsemin kynnt. Vinnuhópurinn starfar nú á Stígamótum, sem er miðstöð fyrir konur og börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu of- beldi. í dag eru 4 konur starfandi á Stígamótum og skipta þær með sér tveimur og hálfu stöðugildi. Þær eru við frá kl. 9 til 19 alla virka daga og felst starf þeirra m.a. í því að veita þolendum kynferðislegs ofbeld- is stuðningsviðtöl og leiðbeina þeim í sjálfshjálparhópa. Flestar konurnar kjósa að koma í stuðningsviðtöl sam- hliða hópunum. í viðtölum er reynt að fá konuna til að tjá sig um mis- notkunina, og þau áhrif sem hún hefur haft á Iíf konunnar. Algjör þagnarskylda og trúnaður ríkir um öll mál, bæði í viðtölum svo og í hópstarfinu, og er ekkert gjald tekið fyrir þátttöku eða viðtöl. Vert er að geta þess hér hvernig við skilgreinum sifjaspell: Það eru sifjaspell þegar fullorðinn, skyldur eða nákominn, i skjóli valds síns, notar böm til þess að fullnægja kynferðislegum þörfum sínum, hvort sem hann sýnir sig beran, þuklar á barninu, lætur bamið þukla á sér eða hefur við það samfarir. Með nákomnum eigum við við hvern þann, sem barnið er háð eða ber traust til. Það gæti verið for- eldri eða systkini, afi eða langafi, frændi eða mágur, kennarinn, bónd- inn í sveitinni eða heimilisvinur — eiginlega hver sem er. Borið hefur á því að konum fmn- ist þær ekki hafa „rétt“ til að koma til okkar þegar ekki hefur verið um samfarir að ræða í misnotkuninni. Við viljum ítreka það, að samfarir þurfa ekki að fara fram. Afleiðing- arnar geta verið jafn hörmulegar fyrir því. Afleiðingar þess að barn sé neytt til að geðjast fullorðnum kynferðislega á hvern hátt svo sem það er, eru ávallt alvarlegar. Því viljum við segja við ykkur, ef þið hafið orðið fyrir kynferðislegri mis- notkun, hvemig svo sem hún var, þá getið þið haft samband við okkur hjá Stígamótum. Sjálfshjálparhópar Sjálfshjálparhóparnir geta hjálpað konum sem orðið hafa fyrir kynferð- islegri misnotkun. Þar geta þær fundið samhug með öðrum konum sem hafa sömu eða svipaða reynslu að baki. Eg ætla að kynna svolítið það starf sem fram fer í sjálfshjálparhóp- unum. Á liðnu ári störfuðu 10 sjálfs- hjálparhópar fyrir þolendur sifja- spella og voru 2 leiðbeinendur með hvem hóp. Hóparnir hittust 15 sinnnum á 3ja mánaða tímabili, fyrsta mánuðinn tvisvar í viku, ann- an mánuðinn einu sinni í viku og síðasta mánuðinn á tveggja vikna fresti. Allar konur sem áhuga hafa á því að koma í sjálfshjálparhóp koma fyrst í einstaklingsviðtal áður en eiginlegt hópstarf hefst. í sjálfs- hjálparhópunum koma konur saman til þess að deila hver með annarri sárri reynslu og sækja sér styrk til að takast á við vandamál sem má rekja til sifjaspellanna. Þær komast að raun um að þær em ekki einar, að aðrar konur hafa líka orðið fyrir svipuðu ofbeldi. Allt þetta hjálpar þeim við að endurheimta sjálfsálit sitt og sjálfstraust og að losna við „Algjör þagnarskylda og trúnaður ríkir um öll mál, bæði í viðtölum svo og í hópstarfinu, og er ekkert gjald tekið fyrir þátttöku eða við- töl.“ kvíðann og sektarkenndina sem hef- ur hijáð þær. Þær átta sig á því að þær bera ekki ábyrgð á ofbeldinu sem þær urðu fyrir, ábyrgðin er of- beldismannsins. í hópnum er reynt að ræða um afleiðingar sifjaspella á líf kvenn- anna, tjáningu, sjálfsmat, þung- lyndi, sjálfsvígshugleiðingar, sam- skipti við karlmenn, traust, kynlíf og svo má lengi telja. Mikilvægt er að þær sem á annað borð fara í hóp, mæti reglulega og séu einlæg- ar. Einnig er lagt mikil áhersla á Ásgerður Sigurðardóttir þagnarskyldu kvennanna gagnvart hvor annarri. Eftir að sjálfshjálparhópnum lýk- ur gefst konum kostur á að sækja fundi þar sem unnið er eftir 12 spora kerfi fyrir þolendur sifjaspella. Leið- beinendur sjálfshjálparhópsins fylgja konunum a.m.k. tvisvar á 12 spora fundi, til að kynna þeim þá. Þessir fundir eru einu sinni í viku, klukkutíma í senn, og getur konan síðan sótt þá reglulega • eða eftir þörfum. Mæður sifjaspeliaþolenda hafa einnig komið saman í sjálfshjálpar- hóp og rætt þar sína reynslu og stutt hveija aðra. Einnig hafa makar fun- dað nokkuð reglulega, og finnst mörgum þeirra stuðningur í því að hittast og ræða saman. Á Stígamótum starfa konur sem hafa mikla reynslu í ráðgjöf og get- ur þolandi fengið að tala við konu sem orðið hefur fyrir kynferðislegri misnotkun eða annan ráðgjafa. Hún þarf einungis að taka það fram þeg- ar hún hefur samband og að sjálf- sögðu verður orðið við hennar ósk- um. Við leggjum áherslu á að starf- semi Stígamóta verði ávailt byggð á reynslu þeirra sem þangað leita. Ef þú lesandi góður hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun eða einhver þér náinn, þá getur þú haft samband við Stígamót í síma 626868 og 626878. Opið er hjá okkur alla virka daga frá kl. 9 til 19. Mundu að þú ert ekki ein! Höfundur er starfskona hjá Stígamótum. Með Ferðafélaginu á vættaslóðum eftir Kristján M. Baldursson Á ferð um Eyjafjallasveit og Myrdal er margt sem heillar. Þar er að finna stórbrotið landslag með háum fjallshlíðum. Að baki byggðanna tróna jöklarnir Eyja- fjalla- og Mýrdalsjökull. Víða má sjá sérkennilega dranga, núpa og björg og nægir þar að nefna Reynisdranga, Dyrhólaey og Dranginn í Draiigshlíð. Fossar falla fram af fornum sjávarhöm- rum Eyjafjalla, Hamragarðafoss, Seljalandsfoss, Drífandi og Skóga- foss. Gljúfur og gii kljúfa fjöllin og eru gljúfrið með Kvernufossi skammt áustan Ytri-Skóga og Deildarárgil austan við Skamma- dalshól dæmi um falleg gil skammt frá alfaraleið. Frá þeim tíma er sjór skolaði fjöllin eru hellisskútar í berginu. Margir þeirra eru mjög þekktir, t.d. Paradísarhellir, vegna sögu Hjalta og Önnu á Stóruborg. Nýútkomið Vættatal Árna Björnssonar segir frá fjölda vætta, ekki aðeins á þessum slóðum held- ■ ur um allt land, en sú bók er ein- mitt kveikjan að ferð sem Ferðafé- lagið efnir til helgina 16.-17. fe- brúar. Eyjaijallasveit og Mýrdalur eru ríkar af sögnum og munnmælum um vættir sem áttu að eiga sér dvalarstað í því fjölbreytta lands- lagi sem þar er að finna. Gil og hellisskútar koma þar mjög við sögu, auk dranga, hóla og jafnvel vatna. Það er því tilvalið að beina athyglinni sérstaklega að vætta- slóðum þar. Endi Klakksins skagar upp úr skriðunni, en fjær sér til Víkur í Mýrdal og Hjörleifshöfða. Skógar undir Eyjafjöllum verða miðpunktur ferðarinnar, en þar verður gist í nýju félagsheimili í nágrenni Skógafoss. í Skógum bjó einmitt Þrasi sem var á mörkum þess að vera landnámsmaður og vættur. í Landnámabók segir frá skiptum hans við Loðmund að Sólheimum. Hann kom kistu sinni fullri af gulli og gersemum undir fossinn. Þrasi bjó að Eystri-Skóg- um en í Ytri-Skógum er héraðs- skólinn og hið ágæta byggðasafn sem heimsótt verður í ferðinni. ” Ætlunin er að aka á laugardags- morgni austur fyrir Vík að Mýr- dalssandi á slóðir Höfðabrekku- Jóku og rekja sig síðan til baka að Skógum með viðkomu á nokkr- um stöðum. Hér verður aðeins minnt á þær vættir eða „huliðs- og dularverur" sem munu koma við sögu. Frá Mýrdal má nefna huldumanninn Finn, skessuna Kráku, þursahjón- in Lodda og Völvu og son þeirra Grákoll, Saurukeldudrauginn, Urðarbola, Rauðadraug og Eiðis- bola við Dyrhólaey og skessuna í Húsagili í nágrenni Sólheima í Mýrdal. Frá Eyjafjöllum má nefnh Rút sem bjó í Rútshelli hjá Hrúta- felli, huldufólkið Járnhrygg og Unu, draugana Selkotsmóra, Vallnatúnsmóra og Flóðalabba og hina nafnkunnu tröllskessu Gili- trutt. Margar sagnir eru um vætt- ir í þessum sveitum, þó ekki hafi þær verið nafngreindar, nægir þar að minna á huldufólkssögur tengdar Drangnum í Drangshlíð og í Skóganúpi rétt við Skóga er sögð vera huldufólkskirkja. Þær vættir sem koma við sögu í ná- grenni ökuleiðarinnar frá Reykjavík austur undir Eyjafjöll munu einnig verða nefndar í ferð- inni. Af þessari upptalningu má ráða að engum mun leiðast í vættaferð Ferðafélagsins 16.-17. febr. næstkomandi. í ferðinni verður haldið þorrablót Ferðafé- lagsins og með í för verður höf- undur Vættatals, Árni Björnsson. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferðafélags íslands. MITSUBISHI MÖTORS M HEKLA LAUGAVEGI 174 SlMI 695500 □ Handskiptur / Sjálfskiptur □ Aflstýri og veltistýrishjól □ Framdrif Verð frá kr. 722.880.- unuffi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.