Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991 17 Innflutning- ur hafinn á ölkelduvatni HAFINN er innflutningur á öl- kelduvatni, Gerolsteiner Sprud- el frá Þýskalandi á vegum Bitt- biirger á íslandi. Prufusending kom nýlega til landsins og hefur vatninu verið dreift í nokkrar verslanir á höfuðborgarsvæð-. inu. ' Þorsteinn Halldórsson innflytj- andi vatnsins sagði að þetta væri þekktasta ölkelduvatnið í Þýska- landi. Vatnið kemur úr héraðinu Eifel í Þýskalandi sem er eldvirkt svæði og er vatnið ríkt af.steinefn- um og náttúrulegri kolsýru. í verk- smiðju Gerolsteiner er tappað á allt að 5 milljónir flaskna á hveij- um sólarhring. Gerolsteiner verður fyrst um sinn aðeins fáanlegur í 0,33 lítra flöskum og kostar á bilinu 65-70 kr. flaskan. Samkvæmt íslenskum lögum er innheimt 5 kr. skilagjald Þýskt ölkelduvatn býðst nú í verslunum. af verði hverrar flösku sem fæst endurgreitt hjá Endurvinnslunni hf. Nýr Fiat sýnd- ur um helgina FIAT Tempra, nýjasti bíllinn frá Fiatverksmiðjunum, verður sýndur hjá Italska verslunarfé- laginu um helgina. Tempra er með 1600 rúmsenti- metra vél, 86 hestafla og eyðir frá 5,6 ítrum á hveija hundrað kíló- metra. Staðalbúnaður er meðal ann- ars samlæsingar á hurðum, raf- drifnar rúður, vökva- og veltistýri og fimm gíra kassi. Bíllinn fæst einnig með sjálfskiptingu, Allt stál í ytra byrði, sem kemst í snertingu við andrúmsloftið er galvanhúðað. Bíllinn er ryðvarinn hér heima og er átta ára ryðvarnar- ábyrgð á honum. Bíllinn er rúmgóður að innan og allar hurðir opnast um 80 gráður, svo og farangursgeymsla. Innrétt- ingar eru vandaðar og ekkert til sparað til að gera aksturinn þægi- legan, segir í fréttatilkynningu. Sýningin er opin milli kl. 10 og 17 á laugardag og milli kl. 12 og 17 á sunnudag. (Fréttatilkynning) Bókakynnmgar í Norræna húsinu HINAR árlegu bókakynningar hefjast laugardaginn 16. febrúar kl. 16.00 í Norræna húsinu. Það eru sendikennarar í Norðurlandamálum við Háskóla íslands sem hafa umsjón með kynningunum. Eins og áður, er rithöfundi frá hverju lan bækur sínar. Norskar bókmenntir verða á dag- skrá á laugardaginn kemur. Oskar Vistdal sendikennari kynnir bóka- útgáfuna í Noregi 1990 og Atle Næss rithöfundur segir frá nýjustu bók sinni, Kraften som beveger (Aflið sem hærir) en hún kom út á síðastliðnu ári og fyrir hana hlaut Atle Næss Gyldendal-verðlaunin 1990. Atle Næss (f. 1949) er frá Aust- urfold. Hann er cand.mag. í norr- ænum fræðum, en starfar nú ein- göngu sem rithöfundur. Hann hefur skrifað sjö skáldsögur og þijár barnabækur. Árið 1987 haslaði hann sér.völl í fremstu röð í norsk- um bókmenntum með skáldsögunni Sensommer, sem byggir á frægri ástarsögu Henrik Ibsen og Emilie Bardach. í um sig, boðið að koma og kynna Bókakynningarnar halda síðan áfram næstu laugardaga og lýkur með kynningu á finnskum bókum 16. mars og í framhaldi af þeirri kynningu verður efnt til finnskrar bókmennta- og kvikmyndaviku og verðar finnskar kvikmyndir sýndar daglega í Háskólabíói. I Norræna húsinu verður málþing um kvik- myndir auk þess sem. finnskir rit- höfundar fjalla um bókmenntir í Finnlandi. Laugardaginn 23. febrúar verður Saminn Nils-Aslak Valkepáá gestur á bókakynningu um samískar bók- menntir, en hann hlaut sem kunn- ugt er Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 1991. Einar Bragi rithöf- undur og ljóðskáld les ljóðaþýðingar sínar og segir frá bókmenntum Sama. (Frctlatilkyuning) Kjörinn prestur í Hraungerð- isprestakalli KJÖR sóknarprests í nýstofnuðu Hraungerðisprestakalli í Árnes- prófastsdæmi hefur farið fram. Umsækjendur um kallið voru þrír Jón Hagbarður Knútsson guðfræðingur, sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson og Þór Hauksson guðfræðingur. Á fundi kjörmanna prestakallsins um síðustu helgi var sr. Kristinn Ágúst kjörinn sóknarprestur og mun hann taka við kallinu í byrjun næsta mánaðar. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Morgiinblaðið/KGA Hörður Hauksson fyrir framan hluta jólavörusýningarinnar í Borgarljósum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið: Sýning á jólavörum opnuð nú 1 febrúar VERSLUNIN Borgarljós í Skeifunni opnaði jólavörusýningu fyrir skömmu. Að sögn Harðar Haukssonar, framkvæmdastjóra Borgar- ljósa, hefur fyrirtækið haft þennan hátt á í mörg ár og þykir þetta sjálfsagður hlutur í viðskiptum af þessu tagi. „Það er samt kannski ekki nema von að hinn almenni neytandi reki upp stór augu þegar hann sér þetta auglýst," sagði Hörður. Hann sagði að á sýningunni væri aðallega að finna jólaseríur frá KENBO, einum stærsta fram- leiðanda slíks varnings í Taiwan, aðventuljós frá Finnlandi og jóla- stjörnur frá Star Trading í Svíþjóð. „Við erum með milliliðalausan innflutning beint frá framleiðanda og er því keypt inn í miklu magni. Hingað koma verslunareigendur, verslunarstjórar og innkaupastjór- ar, skoða vörurnar og leggja síðan inn pöntun. Þær fara svo í fram- leiðslupöntun erlendis strax í apríl. Þetta kemur fram í mun lægra vöruverði heldur en ef pa’ntanirnar eru gerðar i gegnum marga milli- liði í október eða nóvember. Versl- unarmenn eru líka í betri aðstöðu til að meta hvað þarf fyrir næstu jólavertíð í febrúar þegar sú síðasta er rétt ný afstaðin," sagði Hörður. TRYGGINGAGJALD Eindagi tryggingagjalds er 15. hvers mánaðar Tryggingagjaldi af launagreiðslum og reiknuðu endurgjaldi er unnt að skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjar- fógetar og sýslumenn og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við gíróseðlum sem eru fyrir- fram áritaðir af skattyfirvöldum. Ef aðili árit- ar seðilinn sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtumanni ríkissjóðs. Til þess að komast hjá dráttarvöxtum þarf greiðsla að hafa borist á eindaga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægilegt að póst- leggja greiðslu á eindaga. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI HVÍTA HÚSIÐ / SÍ'A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.