Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991
Álmálið: Mat Matthíasar
eftir Guðmund
Einarsson
Að undanförnu hafa andstæðing-
ar og öfundarmenn álmálsins skrifað
ýmislegt og skrafað í fjölmiðla um
gang þess og innihald. Sumir reyna
að færa rök að máli sínu.
Aðrir láta sér nægja fullyrðingar
og upphrópanir án þess að bera
nokkuð fram til að styðja mál sitt.
Af því tagi er viðtal sem birtist^ í
DV sl. laugardag við Matthías Á.
Mathiesen. Það kemur á óvart að
Matthías skuli kjósa að ljúka aldar-
þriðjungs þingferli sínum með svo
óvönduðum málflutningi.
En viðtaiið við Matthías er gagn-
legt að því leyti að þar koma fram
á einum stað nokkur algengustu
dæmin um rangfærslur þeirra, sem
hafa haft horn í síðu málsins og
þess vegna þjónar það ágætlega sem
minnislisti við að svara mestu stað-
leysunum.
1. M.Á.M. um vinnubrögð í
málinu
Matthías fullyrðir að iðnaðarráð-
herra hafi breytt vinnubrögðum í
málinu og með því tafið það. Hið
sanna er að þegar Jón Sigurðsson
tók við störfum í iðnaðarráðuneytinu
skipaði hann tvær nefndir til að
annast viðræður og athuganir varð-
andi nýtt álver og setti meiri kraft
í málið.
Strengjasextett
Tónlist
Jón Asgeirsson
Franskur sextett, Le sextuor á
cordes de Lille kom fram á Myrk-
um músikdögum sl. miðvikudag
og flutti verk eftir Nguyen Fhien
Dao, Luis de Pablo, Hjálmar Ragn-
arsson og Arnold Schönberg.
Fyrsta verkið, L’Aurore eftir
Nguyen Thien Dao, er byggt upp
á ýmsum tónmyndunaraðferðum,
þar sem hafnað er háttbundinni
hrynskipan, lagferli og samhljóm-
an og í staðinn leikið með ýmis
blæbrigði í mishröðu ferli. Fyrst
var unnið úr þeim blæbrigðum er
tengjast þeim leikmáta á fiðlu, er
nefnist „pizzicato“ (klipið). Annar
hlutinn er unninn úr „glissando",
þriðji leikinn „col legno“, þ.e.
strengirnir eru slegnir og stroknir
með tré-hluta bogans, bogabakinu.
í fjórða hlutanum, Bruissement
Lointain (fjarlægt skrjáf), varleik-
ið nokkuð með fingra tremolo og
ýmis „vibrato“ blæbrigði, sem oft
var líkt að heyra sem leikið væri
á sög. Síðasti hlutinn, Impalpaple
(óáþreifanlegt) var unninn mikið
úr flaututónum. Þrátt fyrir að hér
væri aðeins unnið úr hljóðum, var
form verksins skýrt og afmarkað-
ist af mismunandi leiktækniaðferð-
um. Verkið var frábærlega vel
flutt.
Frumflutt var Parafrasis e int-
erludio, eftir Luis de Pablo og var
þar mikið leikið með tónstiga. Það
bjargaði ekki verkinu, þó það væri
frábærlega vel leikið, af franska
sextettinum. Eftir Hjálmar H.
Ragnarsson var og frumflutt
Adagio, sem sérstaklega er samið
fyrir Le sextuor á cordes de Lille,
vegna heimsóknar þerra til ís-
lands. Verkið er ekki byggt á „tón-
fræðilegri skipulagningu, sem öðru
fremur hefur einkennt nýsmíðar í
tónlist", eins og Hjálmar segir í
efnisskrá, enda er verkið þrungið
tilfínningu og leikrænni spennu,
sem frönsku listamennirnir út-
færðu frábærlega vel.
Síðasta verkið á efnisskránni
var Verklarte Nacht, eftir Schön-
berg. Þetta fagra tilfmningaverk,
sem auk þess er samið miklu list-
fengi og kunnáttu, var afburða vel
leikið. Fyrsti fiðlari, Thanos Ad-
amopoulos, og Berthe Rigo selló-
leikari áttu þarna mjög fallegan
samleik sem og reyndar allir í sext-
ettinum. Le sextuor á cordes de
Lille, skipa frábærir tónlistarmenn
en þeir eru auk fyrrnefndra, Eric
Hobberecht á fiðlu, lágfiðluleikar-
arnir Jean-Marc Lachkar og Thom-
as de Rafael og sellóleikarinn
Jean-Christophe Lannoy. Þessi
frábæri sextett mun leika á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands, næsta laugardag, L’Aurore
op. 2, eftir Nguyen Thien Dao, sem
er stærri gerð af sama verki og
leikið var í upphafi þessara tón-
leika.
Sinfóníuhljómsveit íslands
TÓNLEIKAR
í bláu tónleikaröðinni í tengslum við
MYRKA músíkdaga í Háskólabíói
laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00.
Athugið breyttan tónleikatíma!
Iannix Xenakis:
Nguyen Thien Dao:
Magnus Lindberg:
Hróðmar I.
Sigurbjömsson:
Viðfangsefni:
Aroura
1789, L’Aurore op. 2
Marca
Ljóðasinfónía
(fmmflutningur)
Einleikarar:
Strengjasextett Lille borgar
Einsöngvarar:
Signý Sæmundsdóttir Jóhanna Þórhallsdóttir
Jón Þorsteinsson Halldór Vilhelmsson
Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð
Kórstjóri: Þorgerður Ingólfsdóttir
Stjórnandi: Petri Sakari
IBM
er styrktaraðili SÍ starfsárið 1990-1991.
í fyrsta lagi skipaði hann ráðgjaf-
arnefnd um áliðju. Formaður nefnd-
arinnar var sem fyrr Jóhannes Nord-
al og sömu starfsmenn unnu að
samningsgerðinni í framhaldinu.
í öðru lagi var skipuð sérstök
nefnd til að meta þjóðhagslegt gildi
stóriðju og sér í lagi álversfram-
kvæmdanna.
Sannleikurinn er sá að aukin
vinna var sett að stað, sérstaklega
varðandi mat á þjóðhagslegri hag-
kvæmni. Verkin tala skýrast um
vinnubrögðin. Vorið 1990 var lögð
fram á þingi ítarleg greinargerð um
stöðu álviðræðna, þar með talin
greinargerð Þjóðhagsstofnunar um
þjóðhagslega hagkvæmni álvers-
framkvæmdanna.
Einnig setti iðnaðarráðherra á fót
ráðgjafarhóp sérfræðinga til að meta
áhrif álvers á umhverfi. Þar komu
saman vísindamenn á þeim ólíku
sviðum sem málinu tengjast, s.s.
læknisfræði, veðurfræði, vatna-
líffræði og grasafræði.
2. M.Á.M. um samkomulagið
4. október 1991
Ekki verður hjá því komist að
svara þeirri gagnrýni Matthíasar og
ýmissa alþýðubandalagsmanna að
samkomulagið frá 4. október sl.
hafí verið ótímabært og tafið fram-
vindu málsins.
Atlantsál hafði skýrt íslending-
um frá því að þeir myndu fela Bec-
htel verkfræðifyrirtækinu að endur-
meta stofn- og rekstrarkostnað nýs
álvers áður en lokaákvörðun um
málið yrði tekin. Nauðsynlegt var
að samkomulag lægi fyrir um stað-
setningu álversins, meginatriði orku-
verðs og starfskjör hér á landi sem
Bechtel gæti lagt til grundvallar við
endurskoðun á hagkvæmni nýs ál-
vers. Þessi áætlun Bechtel var síðan
forsenda viðræðna Atlantsáls við
lánastofnanir um fjármögnun ál-
bræðslunnar. Því var það bæði tíma-
bært og reyndar nauðsynlegt að
ganga til þess áfangasamkomulags
sem gert var 4. október sl.
Af íslands hálfu var einnig mikil-
vægt að staðfesta þennan áfanga í
samningaviðræðunum svo menn
hefðu fast land undir fótum, sér-
staklega með tilliti til stærðar máls-
ins_ og fjölda samningsaðila.
í framhaldi af undirrituninni hefur
reyndar komið í ljós að skynsamlegt
var að festa þessi atriði á blað og
hefur það styrkt samningsstöðu ís-
lands í þeim viðræðum sem fram
hafa farið í vetur. í ljósi þess að
málið hefur lent í mótbyr er sam-
komulagið frá 4. október sl. enn
mikilvægara til að halda utan um
heildarramma þess.
Guðmundur Einarsson
„Hið sanna er að gagn-
stætt við ýmsa sem
ábyrgð bera á málinu
hefur iðnaðarráðherra
kosið að taka sem
minnstan þátt í opin-
beru orðaskaki um það,
en leggja heldur fram
þær viðamiklu upplýs-
ingar sem vísað er til
hér að framan.“
3. M.Á.M. um kynningu
álmálsins
Matthías heldur því fram að iðn-
aðarráðuneytið hafi reynt að „fela
staðreyndir málsins" og villa mönn-
um sýn um raunverulega stöðu
samninganna.
Þessu fer víðs fjarri enda er til
efs að nokkurt mál hafi hlotið eins
rækilega umfjöllun á opinberum
vettvangi á undirbúningsstigi eins
og yfirstandandi álviðræður. I þessu
sambandi má vekja athygli á því að
fyrir Alþingi hafa verið lagðar þijár
ítarlegar skýrslur um álviðræðumar
á síðustu 10 mánuðum.
Öll efnisatriði samkomulagsins
frá 4. október sl. vom samstundis
birt almenningi og forsvarsmenn
Atlantsáls sátu fyrir spumingum
fjölmiðla.
Á vettvangi ríkisstjórnar hafa all-
ar upplýsingar verið lagðar fram og
stjóm Landsvirkjunar hefur fjallað
vandlega um orkuverðsmálið frá
upphafí.
Matthías telur að með „orðgnótt"
iðnaðarráðherra við fjölmiðla hafi
verið ásetningur að fela staðreyndir
um stöðu samninga. Hið sanna er
að gagnstætt við ýmsa sem ábyrgð
bera á málinu hefur iðnaðarráðherra
kosið að taka sem minnstan þátt í
opinberu orðaskaki um það, en
leggja heldur fram þær viðamiklu
upplýsingar sem vísað er til hér að
framan. Hér eru á ferðinni viðkvæm-
ir viðskiptasamningar sem ekki
mega eðli málsins samkvæmt vera
fórnarlömb daglegra útúrsnúninga
og stríðsyfirlýsinga.
4. Til viðbótar við M.Á.M.
Til viðbótar við framangreint hef-
ur því verið haldið fram móðurfyrir-
tækin þrjú í Atlantsáli neiti nú að
taka þátt í fjármögnun bræðslunnar,
en fullyrðingar um slíkt hafa birst
í máli stjórnmálamanna og frétta-
manna, m.a. DV. Hið rétta er, að
frá því yfiriýsing um Atlantsálverið
var undirrituð 13. mars sl. hefur
verið skýrt tekið fram að Atlantsáls-
aðilarnir hygðust ijármagna bræðsl-
una með hlutafjárframlögum sem
næmu 20-25% af heildarstofnkostn-
aði en að verkefnið sjálft stæði til
tryggingar lánum til álbræðslunnar.
Þetta er algengasta fjármögnunar-
aðferð við stórfyrirtæki af þessu
tagi um þessar mundir.
Eiginfjáráhætta álfélaganna
þriggja af byggingu álversins mun
nema rúmlega 200 milljónum doll-
ara, eða rúmlega 11 milljörðuin
íslenskra króna. Engin grundvallar-
breyting hefur orðið á afstöðu Atl-
antsálsaðilanna hvað þetta varðar.
Hins vegar hefur ekki verið rætt til
fulls hvaða tryggingar þau eru reiðu-
búin til að veita á rekstrartíma ál-
versins.
Sú undarlega frétt birtist í DV á
föstudag að samningamönnum ís-
lands hefði yfirsést mismunurinn á
orðunum „og“ og „eða“ í þeim hluta
samkomulagsins, sem fjallar um
umhverfismál.
Hér er um mikinn misskilning að
ræða því það orðalag sem samið var
um 4. október sl. var sameiginlegur
vilji samningsaðila og ekki um neinn
misskilning að ræða. Hitt er rétt að
í framhaldi af undirrituninni hafa
einstakir aðilar sem að viðræðunum
hafa komið talið eðlilegt að óska
effir breytingum þar sem þeir telja
að orðalagið frá 4. október sl. — sem
um var samið án nokkurs misskiln-
ings eða yfirsjónar — geti verið of
takmarkandi fyrir íslenska hags-
muni.
Hér hefur verið svarað nokkrum
af þeim rangfærslum sem birst hafa
í pólitísku skæklatogi undanfarinna
vikna.
Höfundur er aðstoðarmaður
viðskiptaráðherra.
Blús og bókmenntir
HINGAÐ til lands er kominn bandaríski munnhörpuleikarinn, rit-
höfundurinn, fyrirlesarinn og útgefandinn Lincoln McGraw-Beauc-
hamp. Hann er hingað kominn til samningaviðræðna við prent-
smiðjuna Odda um prentun á bókmenntatímariti sem hann ritstýr-
ir og gefur út í Chicago, en einnig til tónleikahalds og leikur á
tvennum tónleikum í kvöld og annað kvöld í Púlsinum.
Lincoln McGraw-Beauchamp,
sem gjarnan er kallaður Chicago
Beau, hefur fengist við tónlist
síðan hann gerðist farandtónlistar-
maður 17 ára á sjöunda áratugn-
um. Hann fluttist til Parísar 1969
og tók þá þátt í að taka saman
og ritstýra ljóðasafni sem bar heit-
ið Southside Poets og gefið var út
í Lundúnum. Það ár hljóðritaði
hann einnig ljóða- og prósalestur
með eigin undileik og tónlistar-
manna eins og Mephis Slim og
Archie Shepp og gaf út, en hann
hefur gert nokkrar slíkar breið-
skífur og meðal annars starfað
nokkuð með Art Ensemble of
Chicago. Fram á áttunda áratug-
inn ferðaðist L. McGraw-Beauc-
hamp um Evrópu og Afríku til
fyrirlestrahalds, en 1974 fluttist
hann til Bandaríkjanna á ný og
hóf störf hjá fjárfestingafyrirtæki.
Meðfram starfi þar lék hann inn á
hljómplötur með ýmsum af
fremstu brautryðjendum jassins,
auk þess sem hann hljóðritaði blús.
1987 stofnaði hann útgáfuna Lit-
erati International, sem meðal
annars gefur út Literati Internatio-
nal, Literati Chicago og The Origi-
nal Chicago Blues Annual. Þessi
tímarit hafa vakið töluverða at-
hygli meðal bókmenntamanna,
ekki síður en tónlistaráhuga-
manna, þar sem þau hafa orðið
vettvangur fyrir ritverk litra
Bandaríkjamanna í lausu máli og
bundnu, en eru þó ekki eingöngu
ætluð þeim, aukinheldur sem
blökkutónlist er jafnan áberandi í
þeim. Eins og áður sagði er L.
McGraw-Beauchamp hingað kom-
inn til viðræðna við Prentsmiðjuna
Odda um prentun á tímaritum
hans.
Lincoln McGraw-Beauchamp,
Chicao Beau, er ekki síst tónlistar-
maður og sem slíkur kemur hann
fram með íslenskum undirleikurum
í Púlsinum í kvöld og annað kvöld.
Munnhörpuleikur hans er í anda
XJhicago-meistaranna Walters
Hortons o.fl., og gagnrýnendur
Lincoln „Chicago Beau“
McGraw-Beauchamp.
hafa líkt honum við Alec „Rice“
Miller, sem tók sér nafnið Sonny
Boy Williamson, en í leik hans er
ómur fleiri meistara, t.a.m. Walt-
ers Hortons, Little Walters o.fl.
Undileikarar kalla sig Vini Dóra
og Andreu og eru úr sveitunum
Vinir Dóra og Blúsmenn Andreu.
Árni Matthíasson tók saman