Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR Í5.' FEBRUÁRÍðOl' MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991 23 pltr0n®n®»lal>ií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-, gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Viðbrögð í Litháenmálinu Akvörðun Alþingis um að tekið skuli upp stjórn- málasamband við Litháen var rétt. Hún er í samræmi við fyrri samþykktir þingmanna og þann hug sem þjóðin ber til Eystra- saltsríkjanna. Við eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þeim í sjálfstæðis- baráttunni. Frá því að Litháar lýstu yfir sjálfstæði sínu 11. mars 1990 hefur verið ljóst, að það yrði erfitt fyrir aðrar þjóðir að veita þeim þann stuðning sem þær vilja og Litháar sjálfir óska. Öll- um er ljóst, að Kremlverjar hafa í hendi sér að stöðva ferðir er- lendra manna til Litháens og höggva á tengsl landsins við umheiminn. Sem fyrst þarf að hrinda samþykkt Alþingis um stjórnmálasambandið í fram- kvæmd. Unnt er að gera það með því til dæmis að fela sendi- herra íslands í Stokkhólmi að koma fram gegn Litháum og fela innfæddum manni í Litháen að gegna störfum ræðismanns fyrir Island. Við höfum stjórn- málasamband við úölda ríkja án þess að hafa þar sendiráð og oft líður langur tími á milli heim- sókna sendiherra okkar til þeirra. Samhliða því sem unnið er að framkvæmdahlið málsins þarf að kynna það út á við. Augljóst er að jafnvel á Norður- löndunum er nauðsynlegt að skýra fyrir stjórnmálamönnum, hvað fyrir okkur vakir. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráð- herra Dana, hefur sagt að ákvörðun íslendinga um að taka upp stjórnmálasamband við Lit- háen svo fljótt sem kostur er sé merkingarlaus þar til hægt sé að koma á slíku sambandi í raun. Þessi túlkun ráðherrans byggist á of þröngu formlegu mati á ályktun Alþingis. Hann kýs að horfa fram hjá efnislegri hlið málsins og því hve miklu máli Litháar sjálflr telja hana skipta. Uffe Ellemann-Jensen er vafa- laust þeirrar skoðunar að danska þingið eigi ekki að feta í fótspor Alþingis, þótt meiri- hluti Dana segist vilja stjórn- málatengsl við Litháa, honum hentar því vegna stjórnmála- stöðunnar í Danmörku að gera of lítið úr ákvörðun Alþingis. Danski utanríkisráðherrann er þannig dæmigerður fulltrúi margra vestrænna stjórnmála- manna sem finnst óþægilegt, hve íslendingar ganga fast fram í málinu. Óþægindin stafa af því að þessir stjórnmálamenn eiga undir högg að sækja á heima- vettvangi gagnvart þeim, sem þykir að þeir fari of hægt. Háttsettur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu brást allt öðru vísi við sam- þykkt Alþingis en danski ut- anríkisráðherrann, eins og sjá má á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Embættismaðurinn hefur skynjað, að samþykktin stappi stálinu í Litháa. Hann segir einnig, að mörg ríki hafi lýst yfir því, að þau séu ekki tilbúin til að ríða á vaðið og veita Lit- háum formlega viðurkenningu en þau séu tilbúin að sigla í kjöl- far annarra. Síðan segir emb- ættismaðurinn orðrétt: „Ég geri því ráð fyrir að eftir að hafa vegið og metið viðbrögðin og áhrifin myndu aðrir fylgja dæmi íslendinga. Ég get ekki sagt nákvæmlega hvaða ríki það eru sem myndu fara að dæmi íslend- inga. Én ég get á hinn bóginn fullyrt að mörg ríki, einnig Bandaríkin, eru að velta fyrir sér hver sé besta leiðin til að styðja Eystrasaltsríkin.“ Megintilgangur íslendinga hefur einmitt verið að stappa stálinu í Litháa og sýna þeim í verki, að þeir njóti stuðnings utan landamæra sinna. Feti fleiri í fótspor Alþingis er það sigur fyrir Litháa og fagnaðar- efni fyrir okkur. Til þess að fæla ríkisstjórnir og löggjafarþing frá því að stíga sama skrefið og Alþingi gerði hafa Kremlveijar flutt mótmæli yfir Ólafi Egilssyni, sendiherra Islands í Moskvu, og ákveðið að kalla ígor N. Krasavin, sendi- herra sinn á íslandi, heim til skrafs og ráðagerða um óákveð- inn tíma. í þessu felast þung diplómatísk mótmæli en ekki slit á stjómmálasambandi. Mót- mælin staðfesta enn að ályktun Alþingis hefur tilætluð áhrif. Æskilegast væri að Sovétstjórn- in kallaði fleiri sendiráðsmenn sína heim frá Reykjavík og þeir sneru ekki aftur, þannig að dregið yrði úr hinum óeðlilega fjölda sovéskra sendiráðsmanna hér á landi, en fjöldi þeirra stundar njósnir fyrir her og ör- yggislögreglu á vegum GRU og KGB. Þá hefðu verið slegnar tvær flugur í einu höggi, stutt við bakið á Litháum og fækkað í sovéska sendiráðinu. Láti Sov- étmenn samþykkt Alþingis bitna á efnahagssamskiptum við Qkk- ur þarf að vekja rækilega at- hygli á því út á við. Það gæti orðið vestrænum þjóðum hvatn- ing til að halda frekar að sér höndum í efnahagssamvinnu við Sovétmenn. Ályktun Alþingis um Litháen: Sendiheira Islands í Moskvu afhent formleg mótmæli ÓLAFUR Egilsson, sendiherra íslands í Moskvu, var kallaður á fund í sovéska utanríkisráðuneytinu á miðvikudagskvöld og honum afhent formleg mótmæli sovéskra stjórnvalda vegna samþykktar Alþingis um stjórnmálasamband við Litháen. Þá var einnig skýrt frá þvi á fundinum að sovésk stjórnvöld hygðust kalla sendiherra sinn í Reykjavík heim til Moskvu til ráðagerða. Þær upplýsingar fengust hjá sovéska sendiráðinu í gær að rúm vika væri síðan sendiherrann hélt til Moskvu frá Reykjavík. Vítalíj Tsjúrkín, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði á fréttamannafundi í Moskvu í gær að sendiherrann yrði ekki sendur til Reykjavíkur á ný fyrr en skýring bærist frá íslenskum stjórnvöldum. Þá varaði hann í yfirlýsingu sinni við alvarlegum afleiðingum þess ef stjórnmálasamband við Litháen verður tekið upp. Litháenmálið verður rætt á ríkisstjórnarfundi í dag. „Þetta var stuttur fundur sem átti sér stað um níuleytið á miðviku- dagskvöld og ég var boðaður á með klukkustundar fyrirvara,“ sagði Ólafur Egijsson í samtali við Morg- unblaðið. Ólafur fór ásamt Stefáni L._ Stefánssyni, sendiráðsritara, á fundinn í sovéska utanríkisráðu- neytinu en þar voru fyrir þeir Júlí Kvitsinskíj, aðstoðarutanríkisráð- herra Sovétríkjanna, og Sergej Zhúravljev, starfandi yfirmaður 2. Evrópuskrifstofu sovéska utanríkis- ráðuneytisins, en sú skrifstofa sér m.a. um samskiptin við Norðurlönd. Ennfremur var á fundinum Vadím Vassílíjev, fulltrúi í ráðuneytinu og túlkur, sem til skamms tíma starf- aði í sendiráðinu í Reykjavík. „Kvitsinskíj sagðist þurfa að bera fram formleg mótmæli vegna álykt- unar Alþingis síðastliðið mánudags- kvöld varðandi stjómmálasamband við Litháen," sagði Ólafur. „Hann las upp orðsendingu sem síðan var send áfram til íslenska utanríkis- ráðuneytisins sama kvöld. Gekk orðsending þessi út á að afstaða sú sem Alþingi hefði tekið ætti sér ekki grundvöll í þjóðarétti og væri tilraun til íhlutunar í innanríkismál- efni Sovétríkjanna þar sem Litháen væri eitt af sovétlýðveldunum.“ Ólafur sagði að einnig hefði kom- ið fram á fundinum að Sovétmenn myndu kalla sovéska sendiherrann á Islandi heim til að ráðfæra sig við hann enda hefði komið fram fyrir nokkrum dögum að hann væri væntanlegur til Moskvu á næstunni. í yfirlýsingu sem Tsjúrkín las á fréttamannafundinum í gær sagði að ákvörðun Alþingis væri án for- dæmis og hún hefði engan lagaleg- an grundvöll. ísland var sakað um tilraun til íhlutunar í innanríkismál- efni Sovétríkjanna. Einnig sagði þar að aðgerðir sem ríkisstjórn Islands kynni að grípa til að grundvelli ályktunar Alþingis myndu stangast á við skuldbindingar íslands gagn- vart Sameinuðu þjóðunum og Hþls- inki-sáttmálann. Ennfremur væri ályktun Alþingis íhlutun í stjóm- skipulega þróun Sovétríkjanna. Nýr sambandssáttmáli væri í undirbún- ingi af miðstjórnarvaldinu og lýð- veldunum í sameiningu þar sem meðal annars yrði kveðið á um sam- skipti við erlend ríki. Ennfremur varaði talsmaðurinn í yfírlýsingu sinni við því að brot íslendinga gegn hefðum í samskiptum ríkja og gegn stjómmálasamskiptum Is- lands og Sovétríkjanna gætu haft alvarlegar afleiðingar. Tsjúrkín var spurður á frétta- mannafundinum hvað myndijgerast ef önnur ríki fæm að dæmi Islend- inga og svaraði hann því til að yfír- lýsing sú sem hann las og viðbrögð- in við ályktun Alþingis ættu að gefa nægilega vísbendingu um af- stöðu Sovétstjómarinnar. Oljóst hvort full- trúi frá Alþing-i komist til Litháens •• Orðugleikar með vegabréfsáritun ENN er ekki þ'óst hvort að fulltrúar frá Alþingi munu taka þátt í hátíðarhölcium í Litháen 16. febrúar nk. Þetta er fyrrum þjóðhát- íðardagur landsins og kom boð frá Litháum í síðustu viku þess efnis að fulltrúar Alþingis tækju þátt í hátíðarhöldunum. Friðrik Ölafsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, sagði forseta Al- þingis hafa samþykkt að taka þessu boði og senda fulltrúa úr röðum þingmanna til Litháens. Ekki hefði enn verið ákveðið hvaða þingmenn fæm ef af ferðinni yrði né hve margir en líklega yrðu þeir tveir. „Það var hins vegar vitað mál þegar þessi ákvörðun var tekin að það gætu orðið örðugleikar á framkvæmdinni af mjög skiljan- legum og bersýnilegum ástæðum," sagði Friðrik. Hann sagði málið enn vera í athugun og ekki enn' fyllilega ljóst hvort að tæknilega framkvæmanlegt væri að senda fulltrúa frá Alþingi til Litháens. Aðspurður um hvaða örðugleikar væm helst á því sagði Friðrik það vera í sambandi við vegabréfsárit- un. Bjóst hann við að málið myndi skýrast í dag. Verktakar uggandi vegna óvissu um álversframkvæmdir Tilboðsgerð vegna virkjana í fullum gangi VERKTAKAR eru uggandi yfir síðustu fréttum af gangi við- ræðna íslenskra stjórnvalda og Atlantsálshópsins um álvers- framkvæmdir hér á landi, að Iðnaðarráðuneytið og Atlantsálshópurinn: Sex til tíu mánuði þarf til að ljúka fjármögnun álvers EFTIRFARANDI sameiginleg fréttatilkynning var gefin út af iðn- aðarráðuneytinu og Atlantsálshópnum að loknum viðræðum þess- ara aðila í New York síðastliðinn miðvikudag, 13. febrúar: Fulltrúar íslendinga og Atlants- álshópsins áttu fund í dag til að fara yfir stöðu samninga og ann- arrar undirbúningsvinnu fyrir ál- verið sem reisa skal á íslandi og til að skiptast á skoðunum um hvernig best skuli haldið á málum við áframhald þeirrar vinnu. Allir aðilar ítrekuðu eindreginn vilja sinn til að halda Atlantsáls- verkefninu áfram. Á fundinum var fjallað um tvö mikilvægustu við- fangsefnin sem nú þarf að leysa. Það fyrra er að tryggja fjármögn- un á sanngjömum kjörum og það seinna að bæta arðsemi verkefnis- ins þannig að fjárfesting allra samningsaðila skili eðlilegri ávöxt- un. Útvegun fjármagns til álverk- efnisins mun taka lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir vegna ástandsins á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum og þeirrar sérstöku óvissu sem ríkir um þróun kostnaðar, verðlags og gengis- mála. Framvinda mála undanfam- ar vikur hefur þó ekki dregið úr áhuga samningsaðila á verkefn- inu, hvorki af hálfu íslendinga né Atlantsálshópsins. Hins vegar gera samningsaðilar sér ljóst að lengri tíma er þörf, líklega sex til níu mánaða, til að ljúka fjármögn- un verkefnisins. Áformað er að ljúka samningsgerð innan næstu þriggja mánaða. Samningsaðilar munu halda áfram undirbúningi sínum með það fyrir augum að ljúka samning- unum og afla verkefninu nauðsyn- legra heimilda og samþykkis. Mik- ilvægt er að fram komi á Alþingi frumvarp til heimildarlaga á yfír- standandi þingi til að tryggja laga- legan ramma verkefnisins. Atlantsálsverkefnið er hin fyrir- hugaða álbræðsla sem reisa skal á Islandi með 210 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Álverkefnið er í samvinnu ríkisstjómar íslands og Atlantsálshópsins, en í honum eru Alumax Inc. frá Bandaríkjun- um og tveir evrópskir álframleið- endur, Gránges AB frá Svíþjóð og Hoogovens Aliminium BV frá Hollandi. Fundinn sátu af hálfu íslend- inga: Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, Jóhannes Nordal, formaður stjómar Landsvirkjunar, Geir A. Gunnlaugsson, formaður Mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, og Halldór J. Kristjánsson, skrifstofustjóri í iðn- aðarráðuneytinu. Af hálfu Atlantsálshópsins: Paul E. Drack, aðalforstjóri Álum- ax Inc., Robert R. Goble, aðstoðar- forstjóri Alumax Primary Inc., Max Koker, fulltrúi stjórnar Ho- pgovens Aluminium BV, Hans v.d. Ros, aðstoðarforstjóri Hoogovens Aluminium BV, og Ulf Bohlin, aðstoðarforstjóri Gránges AB. sögn Pálma Kristinssonar framkvæmdastjóra Verktaka- sambands Islands. „Ég vona að við berum gæfu til að ljúka þessu máli á farsælan hátt, en vissulega er uggur í mönnum vegna ýmissa ummæla sem birst hafa um málið í fréttum síðustu daga. Það yrði ekkert annað en stórslys ef við klúðr- uðum þessu máli vegna kosn- ingaskjálfta sem greinilega er farinn að segja til sín hjá ýms- um stjórnmálamönnum," sagði Pálmi í samtali við Morgunblað- ið í gær. Pálmi sagði að nú væri unnið af fullum krafti að tilboðagerð vegna Fljótsdalsvirkjunar og stækkunar Búrfellsvikjunar. Forval vegna jarðgangagerðar við Fljótsdalsvirkjun fór fram á síðasta ári og hefur Landsvirkjun boðið 12 verktakasamsteypum að taka þátt í útboðinu. Auk þess eru í gangi útboð vegna annarra verk- þátta við báðar virkjanirnar. Um er að ræða alþjóðlegar fyrirtækja- samsteypur, en Pálmi sagði að alls muni fímm til sjö íslensk verk- takafyrirtæki taka þátt í útboðum í samstarfí við erlenda aðila. Pálmi sagði ljóst að verktakar munni verja gífurlegum fjárhæð- um í tilboðsgerðina. Hann sagði að lauslega mætti áætla kostnað- inn á bilinu 20 til 40 milljónir króna hjá hverjum bjóðanda og að heildarkostnaður þeirra vegna þessara útboða yrði á bilinu 300 til 500 milljónir. Hins vegar væri erfítt að segja til um hversu stór hluti kostnaðarins lenti á íslensku fyrirtækjunum. „Menn eru auðvitað felmtri slegnir yfir síðustu fréttum af gangi þessara viðræðna," sagði Pálmi. „Svo virðist sem ýmsir telji það sjálfsagt að etja verktökum út þennan kostnað án þess að fyrir hendi séu staðfestingar á því að ráðist verði í framkvæmdir. Auðvitað ganga verktakar út frá því að hér sé alvara á ferðum þó svo að allir fyrirvarar séu um málið í útboðsgögnum Landsvirkj- unar. Menn leika sér ekki að því að stofna til þessa mikla kostnað- ar nema þeir hafi trú á að hann skili sér aftur til baka.“ Hann kvaðst reikna með að erfitt yrði fyrir fyrirtækin að ná inn tekjum fyrir þessum kostnaði á þessu eða næsta ári, fari svo að ekkert verði úr framkvæmdum. „Verði það niðurstaðan, eru horf- urnar í verktakaiðnaðinum væg- ast sagt dökkar næstu eitt til tvö árin.“ Pálmi sagði það koma undar- lega fyrir sjónir, miðað við alvöru málsins, að það væri farið að drag- ast meðal annars vegna þess að fulltrúar hinna erlendu álfyrir- tækja treystu sér ekki til að fara á milli landa af öryggisástæðum vegna Persaflóastríðsins. „Það skýtur nokkuð skökku við á sama tíma og forsvarsmenn og verk- fræðingar flestra verktakafyrir- tækjanna verða að vera á stöðug- um ferðalögum milli landa til að funda um málin og bera saman bækur sínar vegna tilboðsgerðar- Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ: Ekki fjárhagslega mögu- legt að úrelda loðnuskip Frumvarp lagt fram í gær um breytingar á Hagræðingarsjóði „ÞAÐ er ekki fjárhagslega mögulegt að úrelda loðnuskip núna og því er það ekki inni í myndinni. Hins vegar er hugsanlegt að útgerð- ir loðnuskipa fái einhverja fjárhagslega fyrirgreiðslu í Fiskveiðasjóði vegna lítillar loðnuveiði í vetur. Það yrði gert með því að lengja lán og þess háttar," segir Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á Iögum um Ha- græðingarsjóð sjávarútvegsins var lagt fram á Alþingi í gær. I frum- varpinu er gert ráð fyrir að sjávar- útvegsráðherra verði heimilt að út- hluta loðnuskipum aflaheimildum Hagræðingarsjóðs á fiskveiðitíma- bilinu 1. janúar til 31. ágúst í ár, eða 8 þúsund tonnum af botnfíski í þorskígildum talið. Þetta eru þær aflaheimildir, sem ekki nýttust vegna álags á aflamark eða afla- hámark við útflutning á óunnum fiski á árinu 1990. í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra verði heimilt að úthluta loðnuskipum 5 þúsund tonna auknum úthafs- rækjukvóta á þessu kvótatímabili. í athugasemdum við frumvarpið segir meðal annars að ástand út- hafsrækjustofnsins sé óvenju gott um þessar mundir. „I tillögum Hafrannsóknastofn- unar var á síðasta hausti lagt til að leyfður heildarafli yrði aukinn úr 22 þúsund lestum á árinu 1990 í 28 þúsund lestir á árinu 1991 en það samsavarar 25 þúsund lestum á yfírstandandi 8 mánaða fískveið- itímabili. í framhaldi af þessum til- lögum ákvað sjávarútvegsráðherra að úthafsrækjuaflinn skyldi miðast við 25 þúsund lestir á yfírstandandi fiskveiðitímabili. Lagt er til að ráðherra verði veitt sérstök heimild til að auka það magn og skipta aukningunni milli skipa í loðnuflotanum. Er ráðgert að auka heimildir til veiða á úthafs- rækju um 5 þúsund lestir á tímabil- inu. Vissulega er með þeirri veiði farið allnokkuð fram úr tillögum fiskifræðinga. í ljósi þess að ástand stofnsins hefur batnað verulega á undanförnum misserum verður þó varla talið að óhæfíleg áhætta sé tekin með þessari ákvörðun.“ Ákveðið hefur verið að heimila íslenskum skipum að veiða 175 þúsund tonn af loðnu frá 13. febrú- ar til 10. apríl í ár, „í úthlutun á þessu magni er notuð venjuleg skiptiregla og við lítum svo á að nú sé ekki að bytja ný vertíð. Nokk- ur loðnuskip fara þó ekki til loðnu- veiða núna, þar sem þau ætla að gera samkomulag við önnur loðnu- skip um að fá rækjukvóta hjá þeim í staðinn fyrir loðnukvóta," segir Kristján Ragnarsson. Hann segir að á þessar 175 þús- und tonna loðnuveiðiheimildir hafí ekki verið settar neinar framsals- takmarkanir og það sé mjög mikil- vægt, því mikið óhagræði væri í því. „Samkvæmt þessu verða veidd 253 þúsund tonn af loðnu á þessari vertíð. Það jafngildir 18 þúsund tonnum í þorskígildum en meðal- loðnuveiði undanfarin ár hefur hins vegar verið 800-900 þúsund tonn, sem hefur jafngilt að meðaltali 56 þúsund tonnum í þorskígildum. Við sjáum því hvað á skortir í þessu * sambandi," segir Kristján. „Við byggjum hins vegar á fyrir- heiti sjávarútvegsráðherra um að loðnuskipiri fái 8 þúsund tonn af botnfiski í þorskígildum talið úr Hagræðingarsjóði, svo og 6 þúsund tonna aukinn rækjuafla. Veiðiheim- ildir loðnuskipanna yrðu því sam- tals 32 þúsund tonn í þorskígildum, eða 24 þúsund tonnum minni en undanfarin ár. Við höfðum lagt til að loðnuflotinn fengi þar að auki 10 þúsund tonn af þorski á þessu + kvótatímabili en reiknum hins vegar með að til þess komi ekki, þar sem loðnuskipin hafa nú fengið að veiða 175 þúsund tonn af loðnu.“ Kristján Ragnarsson segir að menn verði að sætta sig við þá lausn, sem þarna sé fundin, þar sem hér sé ekki auðvelt úr að bæta. Heildarloðnuveiði 309 þús- und tonn á þessari vertíð Þar af um 22 þúsund tonn veidd vegna rannsókna ÁKVEÐIÐ hefur verið að leyfa 43 íslenskum skipum að veiða um 179 þúsund tonn af loðnu frá 13. febrúar síðastliðnum til 10. apríl næstkomandi. Heildarloðnukvóti Islendinga á þessari vertíð er 259 þúsund tonn en íslensku skipin veiddu 80 þúsund tonn í haust af íslenska kvótanum. Júpíter RE veiddi 3 þúsund tonna loðnukvóta, sem Einar Guðfinnsson hf. keypti af Grænlendingum og 9 skip fengu að veiða samtals 21.980 tonn fyrir utan kvóta vegna aðstoðar þeirra við loðnurannsóknir. Norsk og færeysk skip veiddu samtals um 25 þúsund tonn af loðnu hér í haust og því verða samtals veidd um 309 þúsund tonn á þessari vertíð ef ekki verður bætt við kvótann. í loðnuflotanum era 45 skip en tvö þeirra, Guðrún Þorkelsdóttir SU, sem er í eigu Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf., og Börkur NK, sem er í eigu Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað, eru búin að veiða sína kvóta, miðað við 250 þúsund tonna heildarkvóta. Heildarloðnukvótinn var ákveðinn til bráðabirgða 600 þúsund tonn í haust og þar af máttu Islendingar veiða 78%, eða 468 þúsund tonn. Loðnukvótar Græn- lendinga og Norðmanna vora því samtals 132 þúsund tonn. Af þessu magni veiddu Norð- menn og Færeyingar samtals 25 þúsund tonn í haust og aflinn fékkst í okkar lögsögu. Miðað við 309 þúsund tonna loðnukvóta mættu Grænlendingar og Norðmenn hins vegar veiða samtals 68 þúsund tonn, eða 11% hvor þjóð, samkvæmt samkomulagi íslendinga við þessar þjóðir um nýtingu loðnustofnsins. Erlend skip mega aftur á móti ekki veiða loðnu í okkar lögsögu eftir 15. febrúar á hverri vertíð. Grænlendingar eiga hvorki loðnuskip né loðnuverksmiðjur og hafa því framselt Færeyingum og Evrópubandalaginu (EB) loðnu- kvóta sinn. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið í haust að EB-skip mættu ekki veiða loðnu- kvóta Grænlendinga í íslenskri lög- sögu. Færeyingar hafa keypt 10 þúsund tonn af loðnukvóta Græn- lendinga en EB-skip mega sam- kvæmt samkomulagi við Grænlend- inga veiða 30 þúsund tonn af loðnukvóta þeirra árlega. Líklegast er að dönsk skip myndu vilja veiða þennan kvóta en þau veiddu loðnu úr okkar stofni fyrir nokkrum árum. Loðnukvóti 45 íslenskra skipa frá 13. febrúar til 10. apríl næstkom- andi er eftirfai-andi: Tonn Júpiter 6.545 Jón Kjartansson 4.032 Sigurður 6.771 Víkingur 3.218 Beitir * 6.635 Þórður Jónasson 1.911 Keflvíkingur 6.663 BjörgJónsdóttir 2.514 Víkurberg 1.710 Sunnuberg 6.040 Háberg 4.678 Gígja 5.235 Örn 1.318 Guðmundur Ólafur 2.849 Svanur 3.145 Rauðsey 4.851 Bergur 4.075 Harpa 7.400 Heimaey 4.738 Dagfari 4.738 Albert 4.919 Faxi 3.559 * Súlan 502 Sighvatur Bjamason 4.047 Kap II 3.494 Húnaröst 4.986 Guðrún Þorkelsdóttir 0 Guðmundur 4.636 Börkur 0 Erling 3.084 Gullberg 4.919 Huginn 4.919 Höfrungur 3.522 Skarðsvík 4.919 Þórshamar 410 Bjarni Ólafsson 3.586' Grindvíkingur 4.534 Hólmaborg 2.655 Hilmir 2.196 Sjávarborg 3.014 ísleifur 5.235 Jón Finnsson 4.919 Hákon 5.370 Pétur Jónsson 5.393 Helga II 8.144 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.