Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 27
3: ieei íiA’JHaaí .ei HUQAa'JTaöa eiGAjaK.uoflow. " MÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTLJDAGUR15. FEBRÚAR 1991 27 Utandagskrárumræða um Þormóð ramma: Alþingi lýsi trausti á Ríkis- endurskoðun og starfi hennar - segir Þorsteinn Pálsson. Ekki áfellis- dómur þó bent sé á álit annarra sér- fræðinga, segir fjármálaráðherra ÞINGMENN og ráðherrar bættu lítillega við utandagskrár- umræðuna um málefni Þormóðs ramma. í gær var 811 dag- skrá 58. fundar sameinaðs þings utan dagskrárinnar — því þingmenn töluðu frá kl. 13 til kl. 18.15. Fyrr í vikunni höfðu þeir rætt málið í u.þ.b. 4'A klukkustund. Umræðan í gær dró nokkurn dám af því sem fram hafði komið í fyrri umræðu, ræðumenn vitnuðu til fyrri ummæla bæði eigin og annarra, nokkrir ásökuðu fyrri ræðumenn um að a, r „ „ . . , . . ,r . ... .. Olafur Kagiiar Grimsson Porsteinn Palsson snua ut ur og mistulka umrnæh. Þorsteinn Pálsson (S-Sl) og Geir H. Haarde sögðu gagnrýni þá sem fram hefði komið á Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra einkum beinast að tvennu. Hvernig staðið hefði verið að sölu á eignahlut ríkis- ins í Þormóði ramma. Og hins vera það sem væri enn alvarlegra; ávirð- ingar og ásakanir fjármálaráðherra í garð Ríkisendurskoðunar. Þeir töldu stórlega ámælisvert hvernig að þess- ari sölu var staðið. Rétta leiðin hefði verið að bjóða þessi bréf til sölu á almennum markaði og hefði mátt setja skilyrði um að fyrirtækið yrði áfram starfrækt á Siglufirði. Ráðher- rann hefði í engu gætt jafnræðis- reglu og gefið mönnum kost á að bjóða í þessi bréf. „Aðförin" að ríkisendurskoðun þótti enn verri. Geir H. Haarde sagði Ríkisendurskoðun standa óhaggaða en það væri ámælisvert að grafa undan stofnuninni með þeim hætti sem fjármálaráðherra hefði reynt að gera. Viðbrögð fjármálaráðherra við gagnrýni bæru ekki vitni um fagleg- an metnað eða fræðilega þekkingu. Ríkisendurskoðun yrði að njóta TÍU þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa með tilvísun til 30. gr. þing- skapa, farið þess á leit við forseta sameinaðs þings, að þingmenn fái i hendur tvær skýrslur, um vaxta- mál og um stöðu samningavið- ræðnanna um Evrópska efnahags- svæðið. Þingmennimir fara þess á leit að utanríkisráðherra gefi Alþingi skýrslu um stöðu samningaviðræðna EFTA og EB og væntanlega aðild íslands að Evrópska efnahagssvæð- inu og löggjöfinni um innri markað EB. Þingmennimir vilja m.a. að ut- anríkisráðherra geri grein fyrir, fyllsta trausts ailra — og standa utan og ofan við hina daglegu pólitísku þrætubók. Þorsteinn Pálsson sagði m.a. að það minnsta sem Alþingi gæti gert væri að láta frá sér fara ályktun sem lýsti trausti á Ríkisend- urskoðun, starfi hennar og starfs- háttum. Hreggviður Jónsson (S- Rn) og Kristinn Pétursson (S-Al) tóku enn dýpra í árinni óg töldu að þingið ætti að leysa ráðherra frá störfum. Pálmi Jónsson (S-Nv) ítrekaði fyrri gagnrýni og sagði m.a. að ráðherrann hefði veitt Sigurði B. Stefánssyni framkvæmdastjóra verð- bréfamarkaðar íslandsbanka rangar upplýsingar til að byggja sitt álit á. Ríkisendurskoðun svarar Arni Gunnarsson forseti neðri deildar sagði hauðsynlegt koma andsvörum Ríkisendurskoðunar á framfæri við þingið og Alþingis- tíðindin. í svari ríkisendurskoðunar var vísað ti! athugasemda og um- mæla fjármálaráðherra; „Ef þær verða ekki hraktar lið fyrir lið, þátt fyrir þátt, þá blasir sú staðreynd við hvernig ákvarðanir um nýjar laga- reglur er gilda eiga fyrir Evrópska efnahagssvæðið verða teknar og hver verði atbeini Alþingis þar að lútandi. Stöðu mála að þvf er varðar hindrun- arlausan útflutning á íslenskum sjáv- arafurðum til EB-landa. Reglum um fjárfestingu í sjávarútvegi og fas- teignum svo sem landareignum, þar með talin yfirráð yfir fersku vatni. Reglum um rétt útlendinga til að stofna og reka banka á íslandi. Einnig biðja þingmennirnir um að viðskiptaráðherra leggi fram á Al- þingi skýrslu Seðlabanka íslands um vaxtamál sem nýlega hefur verið að það þarf að grípa til ráðstafana til að treysta fagleg vinnubrögð og trúverðugleika þeirrar stofnunar, Ríkisendurskoðunar sem Alþingi tók að sér að stýra fyrir nokkrum árum síðan.“ Ríkisendurskoðun telur að ráð- herra verði að fínna orðum sínum stað að starfsmenn ríkisendurskoð- unar starfí ekki af heiðarleika. Um fagleg vinnubrögð sagði í svari Ríkis- endurskoðunar að þeir menn sem unnu skýrslur um Þormóð ramma hafi verið löggiltir endurskoðendur, viðskiptafræðingur og lögfræðingur, sem allir væru starfsmenn stofnunar- innar. Auk þess hafi Sigurður Stef- ánsson endurskoðandi sem að öðrum endurskoðendum ólöstuðum sé talinn ráða yfir einna yfírgripsmestri þekk- ingu á starfsemi og reikningsskilum fyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu á íslandi verið stofnunni til halds og trausts. Stefán Guðmundsson (F-Nv) gagnrýndi málsmeðferð fjármálaráð- herra og lýsti fyllsta trausti á Ríkis- endurskoðun. Páll Pétursson (F-Nv) ítrekaði enn mjög harkalega gagn- gerð að beiðni ráðherra. Þingmennimir óska þess að skýrslurnar verði teknar til umræðu svo fljótt sem verða megi eftir að þeim hafi verið útbýtt. Þeir þingmenn sem um þessar skýrslur báðu eru: Þorsteinn Pálsson (S-Sl), Ólafur G. Einarsson (S-Rn), Halldór Blöndal (S-Ne), Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv), Geir H. Ha- arde (S-Rv), Kristinn Pétursson (S- Al), Pálmi Jónsson (S-Nv), Eggert Haukdal (S-Sl), Ingi Bjöm Alberts- son (S-Vl), Ragnhildur Helgadóttir' (S-Rv) og Matthías Á. Mathiesen (S-Rn). rýni sína á fjármálaráðherra; af máli hans mátti skilja að ráðherrann hefði selt fjöregg Siglufjarðar í hend- ur einnar fjölskyldu á næsta góðum greiðslukjörum. Það kom síðar fram í umræðunni að Páll Pétursson værí að kanna ákvæði laga um ráðherra- ábyrgð. Gagnrýni má gagnrýna Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði m.a. að hann hefði ekki dregið fram áfellisdóm yfir Ríkisendurskoðun heldur bent á að aðrir virtir sérfræðingar hefðu komist að annarri niðurstöðu. Hann hefði gagnrýnt Ríkisendurskoðun fyrir að gefa forsendur sem leiddu einungis til einnar niðurstöðu. í máli ráðherrans kom einnig fram að hann taldi sér rétt og skylt að svara gagn- rýni ef ástæða væri til, skýrslur ríkis- endurskoðunar væru ekki heldur yfir gagnrýni hafnar frekar en önnur mannanna verk. Fjármálaráðherra sagði gagnrýni ekki jafngilda van- trausti, t.a.m. gagnrýndi hann sam- ráðherra sína en treysti eigi að síður. Þorsteinn Pálsson (S- Sl) sagði ráðherrann kominn á flótta. Vísaði m.a. tii ummæla ráðherra um að skorti á fagleg vinnubrögð Ríkisend- urskoðunar. Fjánnálarráðherra starfaði í umboði meirihluta Alþingis og ef ekki ætti að víkja ráðherranum úr embætti vegna ummæla sinna gæti Alþingi ekki vikist undan því að lýsa yfír trausti sínu á Ríkisendur- skoðun. Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra treysti Ríkisendur- skoðun og taldi ekki ástæðu, til að ætla annað en svo gilti um aðra þing- menn. En sjávarútvegsráðherra sá ekki ástæðu til að árétta það með sérstakri þingsályktun. Traust milli aðila byggðist upp fyrir góð sam- skipti og ráðherrar yrðu að þola gagnrýni og hlytu að hafa rétt til að svara henni. Sjávarútvegsráðherra og Matt- híasi Á Matthiesen (R-Rn) voru því sammála — sem reýndar hafði komið fram hjá fleiri ræðumönnum að setja þyrfti skýrari reglur um sölu á eigum ríkisins. Matthías minnti á tillögur sem fluttar hefðu verið þar að lút- andi. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra upplýsti að fyrir lægju drög að lagatexta um þessi efni sem unnin hefðu verið á vettvangi fjár- veitingamefndar og fjármálaráðu- neytis og vænti þess að fljótlega yrði lagt fram fmmvarp. Stuttar þingfréttir Herinn að fara? Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn) hefur lagt fram fyrir- spum til forsætisráðherra: „1) Hvaða áætlanir hefur ríkis- stjórnin gert í atvinnumálum á Suðurnesjum til að mæta þeim samdrætti í umsvifum Bandaríkjahers sem fyrirsjá- anlegur er? 2) Hafa stjórnvöld látið gera áætlanir um at- vinnuuppbyggingu á Suður- nesjum sem yrðu notaðar við^i brottför Bandaríkjahers frá herstöðvum þar? Skýrslur um norrænt samstarf Tvær skýrslur er varða sam- starf Norðurlanda hafa nýlega verið lagðar fram í sameinuðu þingi. íslandsdeild Norður- landaráðs gerir m.a. grein fyr- ir starfi íslandsdeildarinnar og einnig starfi í fastanefndum Norðurlandaráðs. Skýrsla ís- landsdeildarinnar telur 18 blaðsíður. Júlíus Sólnes samstarfsráð- herra Norðurlanda skilaði^ j skýrslu um störf norrænu ráð- herranefndarinnar 1990-91. Skýrslan telur 67 blaðsíður með ■ fylgjiskjölum. Skýrslan sjálf er 54 blaðsíður og skipt- ist í 5 kafla en 3 síðustu kafl- arnir greinast í 38 undirkafla. Meðal efnis má nefna nýtt norrænt kvennaþing, öruggari Umferð á Norðurlöndum, norr- æn líftækniáætlun o.s.frv. Skýrsla um EFTA Fulltrúar Islands í þing- mannanefnd Fríverslunarsam- taka Evrópu, EFTA, hafa skil- að Alþingi skýrslu. Þing- mannanefndin hefur síðastliðið ár einkum unnið að tveimur verkefnum: Að fylgjast með samningagerð EFTA og Efna- hagsbandalags Evrópu EB, um myndun evrópska efnahags- svæðisins, EES. Einnig hefur verið hugað að samstarfi við þær þjóðir Austur-Evrópu sem tekið hafa upp lýðræðislega stjórnarhætti. í þingmanna- nefnd EFTA eiga sæti af ís- lands hálfu þeir Matthías Á. Mathiesen (S-Rn) og Jón Sæ-*»V mundur Siguijónsson (A-Nv), en ritari er Þórður Bogason lögfræðingur, starfsmaður nefndadeildar á skrifstofu Al- þingis. Sjálfstæðismenn biðja nm skýrslur AtVl NNIIA UGL YSINGAR Hjúkrunarfræðingar Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka, Ólafs- firði, auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra frá og með 15. júlí 1991. Upplýsingar um starfið og starfskjör, hús- næði og fríðindi, veitir forstöðumaður, Krist- ján Jónsson, í síma 96-62480. Laus staða framkvæmdastjóra Ungmennasamband Borgarfjarðar auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1991. Upplýsingar í síma 93-71511. Umsóknir sendist formanni UMSB, Ásmundi Ólafssyni, Berugötu 26, 310 Borgarnesi. Kennsla í sálfræði Vegna forfalla vantar Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi kennara í sálfræði frá 1. mars. Upplýsingar eru veittar í síma 93-12544. Skólameistari. 11 A TVINNUHÚSNÆÐI M 11 TIL sölu Glæsilegt skrifstofuhúsnæði Til leigu 200 fm glæsilegt skrifstofuhúsnæði í virðulegu húsi í hjarta borgarinnar. Uppl. veitir Karl J. Steingrímsson milli kl. 13.00 og 18.00 í síma 20160 í dag og næstu daga. Beitusíld Góð beitusíld til sölu. Verð kr. 28,- pr. kg. Upplýsingar í síma 92-46540. Til sölu stór byggingakrani í eigu þrotabús Steintaks hf. Kraninn er af Poten-gerð, árgerð 1971, staðsettur við Klapparstíg í Reykjavík. Upplýsingar veita Magnús H. Magnússon hdl. í síma 618366 og Elvar Örn Unnsteins- son hdl. í síma 678660. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.