Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991 Sum BOKAMARKAÐURINN 1991EIÐISTORGI 0/ /0 AFSLATTUR • Ný tilboð daglega. •Aldrei hafa boðist betri bókakaup. • Þúsundir titla á ótrúlega lágu verði. Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Magnaðasti bókamarkaður allra tíma Opið laugardag frá kl. 10-16 og sunnudag 13-17 BÓKAV ERSLUN Minning: Sveinbjörg Hallvarðs- dóttir, Reynisholti Fædd 23. júní 1894 Dáin 2. febrúar 1991 Á laugardaginn verður jarðsungin frá Reyniskirkju vinkona mín, Svein- björg frá Reynisholti í Mýrdal. Begga, eins og hún var oftast kölluð, andaðist á dvalarheimili aldr- aðra í Hjallatúni í Vík, þar sem hún hefur notið frábærrar umönnunar síðustu tæp tvö æviárin. Þar naut Begga þess öryggis sem hún þráði síðustu árin. Kynni okkar Beggu hófust árið 1957 þegar við urðum samferða í rútunni austur í Mýrdal, ég ráðin til sumardvalar sem kúasmali hjá þeim systkinum. Hún bjó með bróður sínum, Siguijóni, sem var yngri en hún, miklum öndvegis manni og barngóðum. Hjá þeim bjó þá elsta systir þeirra, Olafía, sem var orðin óvinnufær af liðagikt, átti ég einnig að stytta henni stundir þegar þau unnu útivið. Ég naut dvalarinnar hjá þeim systkinum frá fyrstu tíð, enda urðu sumrin sex, þau síðari sem kaupa- kona og ég var ófús til heimferðar á haustin. En ég var aldeilis ekki eini krakkinn sem dvaldi að sumrinu í Reynisholti, það eru áreiðanlega nokkrir tugir barna og unglinga sem nutu sveitasælunnar hjá þeim systk- inum, venjulega þrjú yfir sumarið. Margt af þessu fólki hafði gott sam- band við systkinin, þá sérstaklega Beggu eftir að hún varð ein og hætti búskap. Það var árið 1966 sem Siguijón dó og Begga hætti búskap og leigði jörðina nágrönnum sínum. Hún bjó í Reynisholti á sumrin eftir það með- an hún gat, með góðri aðstoð ná- granna sinna og sveitunga. Þessi ár held ég að Begga hafi notið lífsins, enda hafði hún gaman af að ferðast. Um háveturinn dvaldi hún í Vest- mannaeyjum hjá systur sinni, Guð- rúnu frá Kirkjubæ, og bömum henn- ar. En vor og haust dvaldi hún hjá okkur Guðlaugi og bömum okkar, var hún þeim sem amma á heimilinu og fróðleiksbrannur frá gamalli tíð. Dvaldi hún mislengi hjá okkur þó lengst eftir Vestmannaeyjagosið, meðan skyldfólk hennar bjó í Reykjavík, þar til flutt var aftur út í Eyjar. Hún hafði gaman af að heimsækja Mýrdælinga í bænum og halda sam- bandi við sumardvalarbörnin sín. Ég minnist þess sérstaklega hve Begga ókyrrðist þegar sást til vor- boðans, þá óskaði hún eftir því að við fæmm með hana heim, því hún vildi sjá sveitina sína sem hún unni mest koma undan vetri. Og þá mátti fara að búast við gestakomu, því Begga naut þess að fá gesti heim að Reynisholti. Það er margs að minnast frá dvöl- inni í Reynisholti, úr litlum húsa- kynnum, þá baðstofunni þar sem öll- um var velkomið að gista, frá kvöld- sögulestrum þeirra systkina, ekki síst fyrir okkur krakkana, ekkert sjónvarp var þá. Og ýmsir hlutir voru framandi í Reynisholti því fyrstu sumrin mín voru hestar notaðir til allra verka, seinna var keyptur trakt- or. Ekki hefði ég viljað missa af þeirri reynslu nú. Vinkonu minnar, sem hefði orðið 97 ára í sumar, minnumst við, ég og fjölskylda mín, með hlýhug‘og þökkum Beggu samverustundirnar. Erla Bil Bjarnardóttir Hún Begga okkar er dáin! Þó svo hún hafi verið orðin þetta gömul þá fyllumst við tómleika við það að eiga ekki eftir að hitta hana aftur í þessum heimi. Með örfáum orðum langar okkur til að kveðja þessa elskulegu vin- konu okkar. Það er margs að minn- ast frá sumrum okkar systra í Reynisholti. Það eru ekki allir eins heppnir og við vorum, að hitta á eins gott fólk, þegar maður ræður sig í sveit til ókunnugra. Þó að húsakynnin væru lágreist þá var hjartahlýja þeirra systkina, Beggu og Nonna, þeim mun meiri. Begga og Nonni bjuggu saman í litla bænum með torfþakinu í Reynisholti þar til Nonni dó, en eftir það bjó Begga ein, fyrst allt árið um kring, en síðan var hún þar á sumrin meðan henni entist heilsa. Við systurnar heimsóttum hana hvenær sem færi gafst og alltaf var einsog við værum a'ð koma heim. Hún Begga okkar var sérstakur dýravinur og kenndi okkur að um- gangast dýrin af alúð. Það var tal- að við kýrnar í fjósinu, kindurnar áttu allar sín nöfn og komið fram við hundana eins og börn. Það var gott að vakna á morgnana, þegar Begga færði okkur litlu hvolpana hennar Buddu í rúmið og Tryggur fylgdist með úr fjarlægð. Minning: Björn L. Jónsson Fæddur 7. apríl 1929 Dáinn 6. febrúar 1991 Kær vinur okkar, Björn Lúðvík Jónsson, lést þann 6. febrúar síðast- liðinn aðeins 61 árs gamall. Björn átti þijár systur sem lifa hann, þær em Hrefna, Hulda og Gréta. Foreldrar þeirra voru Jón Þórðarson prentari og Jóhanna Lúðvíksdóttir. Bjössi ólst upp á Framnesvegi 20a í vesturbænum. Hann fór ungur til sjós og sigldi á Fossunum sem var draumur ungra manna á þeim tíma. Eftir að Bjössi kom í lánd lærði hann bifvélavirkjun og vann við þá starfsgrein í 30 ár, Iengst af hjá Jötni, Skodaumboðinu og BP. Bjössa voru fljótt falin mannaforráð á þessum vinnustöð: um enda var hann mjög samvisku- samur og góður fagmaður að því ógleymdu að hann átti sérstaklega gott með að slá á létta strengi og kom það sér oft vel í erilsömu starfi. Síðustu árin starfaði Björn hjá gatnamálastjóra og undi hag sínum vel enda átti hann þar góða sam- starfsfélaga og yfirmenn. Á sumrin hefja stórir hópar af ungu fólki störf hjá bænum og átti Bjössi einkar gott með að umgangast það og leið- beina því. 12. júlí 1952 gekk Bjössi að eiga Steinunni Jónasdóttur frá Bíldudal. Steinunn var dóttir Guðnýjar Friðriksdóttur og Jónasar Bjarnasonar sem kennd voru við Kaldabakka. Steina átti fyrir 2 börn, þau Björn og Guðnýju sem gift er Birni Haraldssyni. Bjössi reyndist þeim eins vel og sínum eigin börnum. Bjöm og Steina eign- uðust 3 böm, Þórð sem býr með Hallfríði Jónasdóttur, Hönnu Kötu sem gift er Oddi Eggertssyni og Hrefnu Birnu sem býr með Daníel Þorsteinssyni. Bjössi og Steina bjuggu börnum sínum gott og hlý- legt heimili þótt húsakynnin þættu ekki stór í dag. Bjössi hafði yndi af barnabörnum sínum og sóttu þau mikið til afa síns. Heimilið var gleði- ríkt enda báru hjónin elsku hvort til annars og var brautargengi barn- anna þeirra hjartans mál. Steina er móðursystir mín og ég minnist margra góðra stunda á heimili for- eldra minna þar sem meðal annars Steina og Bjössi spiluðu brids við foreldra mína. Eftir að ég eignaðist fjölskyldu hittum við Steinu og Bjössa annað slagið og áttum með þeim notalegar stundir sem ylja um hjartaræturnar og seint munu Begga var alla tíð framúrskar- andi gestrisin og minnumst við þess sérstaklega eitt sumarið þegar pabbi og mamma komu við í Reynis- holti til að heilsa upp á okkur. Þau voru á ferðalagi f 17 manna rútu og Begga tók ekki annað í mál en að bjóða öllum í kaffi. Hún töfraði fram á örskammri stundu veislu- borð fyrir allt fólkið. Það er margs að minnast frá þeim 27 árum sem við þekktum Beggu, en okkur langar nú til að kveðja elsku Beggu okkar og þakka fyrir allt. Mamma og amma þakka einnig fyrir góðar móttökur og viðkynn- ingu alla tíð. Guð blessi Beggu. Dísa og Heiða Að morgni 2. febrúar sl. lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík frænka mín Sveinbjörg Hallvarðs- dóttir, 96 ára að aldri. Mig langar.til að minnast hennar Göggu minnar eins og ég var vön að kalla hana. Það er skrítin tilfinn- ing að hugsa til þess að Gagga frænka sé dáin. Þegar ég var lítil stelpa fór ég á hveiju sumri í sveit- ina hennar og á veturna áttum við samleið á hveijum degi. Hún var dugleg og góð kona og var alltaf tilbúin að gefa sér tíma fyrir aðra. Hún var gestrisin og veitti vel af sínu. Ég mun alltaf minnast hennar. Allar góðu minningarnar og ánægjustundirnar sem við áttum saman munu lifa. Guð geymi hana Göggu mína. Sigfríð gleymast. Um leið og ég og fjöl- skylda mín kveðjum góðan dreng sendum við innilegar samúðar- kveðjur til þín, Steina mín, barn- anna ykkar og allra ástvina nær og ijær. Megi góður Guð styðja ykkur og styrkja á slíkri sorgar- stund. „Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) Alfreð og Ásta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.