Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991 Anna Sveinsdóttir frá Vík — Minning Fædd 9. desember 1905 Dáin 9. febrúar 1991 Hinn 9. þ.m. lézt í Landspítalan- um öldruð vinkona mín og fjöl- skyldu minnar, Anna Sveinsdóttir frá Vík í Mýrdal. Mig langar að leiðarlokum að minnast hennar með örfáum þakklætisorðum. Þau verða ekki mjög mörg, enda vil ég einung- is bæta þeim við það, sem ég veit, að nákomnir frændur hennar munu segja um hana. Auk þess þekkti ég Önnu svo vel, að hún hefði ekki kært sig um langar ræður og skrúð- mælgi að sér genginni. Anna Sveinsdóttir var fædd í Vík og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Eyrúnu Guðmundsdóttur og Sveini Þorlákssyni í stórum og mannvænlegum systkinahópi. Þau Eyrún og Sveinn voru í hópi frum- byggja Víkurþorps og settust þar að um síðustu aldamót. Settu þau bæði mjög svipmót sitt á mannlíf þar í þorpinu ailt til æviloka eða í rúm 60 ár. Sveinn gerðist fyrsti skósmiður þorpsins og stundaði þá iðn fram á efri ár. Jafnframt gerð- ist hann símstöðvarstjóri þar árið 1914, og nú er það starf í höndum þriðju kynslóðarinnar. Allt frá bamæsku hef ég þekkt Önnu og fjölskyldu hennar. Svo vildi til, að faðir minn gerðist lærisveinn Sveins skósmiðs á fyrsta áratug aldarinnar og lauk sveinsprófí hjá honum. Hélzt órofa vinátta milli þeirra æ síðan. Eru fyrstu minning- ar mínar af ferðum til Víkur með foreldrum mínum ejnmitt tengdar komu til Sveins og Eyrúnar. Ein fyrsta bernskuminning mín, þegar ég var austur á Giljum hjá móðurfólki minu, er einmitt tengd þeirri vinkonu, sem kvödd er í dag. Eg varð fyrir 'smáslysi sumarið 1926. Þá hefur Önnu fuiidizt, að hún þyrfti að gleðja ungan svein. Sendi hún honum glas úr hvítum leir með sælgæti í. Þetta örlæti hennar gleymdist aldrei. Úr glasinu var svo drukkið í mörg ár og enn er það til óbrotið. Anna var með afbrigðum barngóð, þótt hún eign- aðist því miður engin börn sjálf. Löngu seinna nutu mín börn hins sama og ég naut, enda var þeim sem öðrum glatt í geði, þegar Önnu Sveins bar að garði. Þessa minn- umst við öll nú á skilnaðarstundu. Anna lifði lífi sínu að mestu leyti fyrir aðra með einum eða öðrum hætti. Um það geta þeir áreiðanlega borið, sem þekktu hana bezt og hún vann fyrir af trúmennsku um ára- tugaskeið. Hins vegar hafði hún-um leið það jákvæða hugarfar að njóta sem bezt þess, sem lífíð hafði að bjóða. Hún vissi vel, að héðan fara allir eins og þeir komu og taka ekkert með sér. Hún bjó sér fagurt heimili, sem piýtt var fallegum munum, sem hún hafði marga búið til sjálf. Svo naut hún þess um skeið að ferðast og skoða sig um í heimin- um. En flestar munu samt orlofs- ferðir hennar hafa orðið austur í Vík, enda leitaði hugurinn mjög til foreldra hennar, þegar þau gerðust aldurhnigin og hjálparþurfi. Og nú verður hennar síðasta ferð þangað austur, þar sem hún hlýtur leg við hlið foreldra sinna í Reyniskirkju- garði. Um alllangt skeið bjó Anna við hnignandi heilsu og síðasti áratugur reyndist henni erfíður. En dugnaður hennar var slíkur, að hún rétti ótrú- lega við á milli stríða. Samt hlaut að draga til endaloka, og nú er hún horfin úr hópnum. Ég vil að endingu þakka Önnu órofa tryggð við mig og fjölskyldu mína og þá ekki sízt við aldur- hnigna móður mína, sem saknar vissulega þess að fá hana ekki oft- ar í heimsókn á Sjafnargötuna. Jafnframt færi ég systkinum henn- ar og venzlaliði samúðarkveðjur okkar. Jón Aðalsteinn Jónsson Anna Sveinsdóttir fæddist í Vik í Mýrdal árið 1905 og var fímmta í röð 15 barna þeirra Sveins Þor- lákssonar símstöðvarstjóra og Ey- rúnar Guðmundsdóttur. Anna ólst upp í Vík hjá foreldrum sínum og gekk í bamaskólann í plássinu. Uppkomin hélt hún að heiman og starfaði vetrarlangt sem innni- stúlka hjá Jóni Ólafssyni banka- stjóra í Reykjavík og síðar í fjögur ár við matsölu Óla ísfeld. Árið 1934 hóf hún vinnu hjá Kexverksmiðj- unni Frón og starfaði þar í tæp 50 ár, lengst af sem verkstjóri og fór gott orð af henni í því starfi. Lang- ur starfsaldur Önnu í Frón er lýs- andi dæmi um tryggð hennar gagn- vart öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. En líf Önnu var meira en ein- hæft verksmiðjustarf. Hún átti sína ævintýraþrá og notaði sumarfríin til að ferðast innanlands og utan. Hún var reglulegur gestur í sund- laugunum og ekki má gleyma sjó- böðunum hennar frægu í briminu við Vík í Mýrdal. Anna frænka, eins og við systk- inaböm hennar kölluðum hana, var ákaflega frændrækin og heimsótti reglulega öll sín systkini og fjar- skyldari ættingja. Hún flutti fréttir af ættinni þegar hún kom og stuðl- aði þannig að samheldni og kynnum t HJÖRTURHÁKONARSON frá Stardal, áður starfsmaður Vegagerðar ríkisins, andaðist á Hrafnistu Reykjavík, 13. febrúar. Vandamenn. t Móðir okkar, GUÐRÍÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR, Hátúni 10, Reykjavik, lést í Landspitalanum 13. þessa mánaðar. Grétar Bergmann og Guðlaugur Bergmann. t Útför mannsins míns, RUNÓLFS JÓNSSONAR, Gerði, Mosfeilsbæ, verður gerð frá Lágafellskirkju föstudaginn 15. febrúarkl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Steinunn Júliusdóttir. t Elsku drengurinn okkar, bróðir og mágur, SIGURÐUR HEIÐAR VALDIMARSSON, Heiðmörk 74, Hveragerði, sem lést af slysförum 9. febrúar, verður jarðsettur frá Hveragerð- iskirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00. Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir, Valdimar Ingvason, Anna Erla, Soffía, Ingþór Óii. Minningarkort Krabbameinsfélagsins fást í flestum lyfjabúöum í Reykjavík og á nær öllum póstafgreiðslum úti á landi. Einnig er hægt að hringja í síma 62 14 14. Ágóða af sölu minningarkortanna er varið til baráttunnar gegn krabbameini. Krabbameinsfélagið t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI GUÐMUNDSSON múrarameistari, Drápuhlíð 47, Reykjavík, lést á Landakotsspítala miðvikudaginn 13. febrúar 1991. Jarðarförin ákveðin síðar. Sigríður Ólöf Árnadóttir, Róbert Trausti Árnason, Klara Hilmarsdóttir, Anna Margrét Árnadóttir, Stefán Jón Sigurðsson, Ove Hansen og barnabörn. t Útför SVEINBJARGAR HALLVARÐSDÓTTUR frá Reynisholti í Mýrdal, fer fram frá Reyniskirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á dvalar- heimilið Hjallatún í Vík. Vandamenn. t Kær systir og vinkona, SIGRÍÐUR J. KJERÚLF sjúkraliði, lést á heimili sínu, Samtúni 18, Reykjavík, föstudaginn 8. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Eiríkur J. Kjerúlf, Jóhanna Kjerúlf, Droplaug Kjerúlf, Una Kjerúlf, Hrönn Jónsdóttir. Jón Kjerúlf, Herdís Kjerúlf, Hulda Johansen, Regina Kjerúlf, t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsett frá Keflavíkurkirkju laug- ardaginn 16. febrúar kl. 14.00. Sigríður Brynjólfsdóttir, Halldór Brynjólfsson, Sigurður Brynjólfsson, Sævar Brynjólfsson, Brynjólfur Garðarsson, og barnabörn. Ásgeir Guðbjartsson, Elisabet Ólafsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Ingibjörg Hafliðadóttir, Anna Lilja Jónsdóttir milli ættingjanna. Vinahópurinn var líka stór og þann garð ræktaði Anna vel. Þegar aldurinn færðist yfír og vinirnir urðu gamlir og sum- ir sjúkir heimsótti hún þá reglu- lega. í félagsmálum lét Ánna ekki mikið til sín taka, en starfaði þó talsvert í kvenfélagi fríkirkjusafíi- aðarins. Handíð var Önnu mikið áhuga- mál og á því sviði sýndi hún mikla listræna hæfíleika sem ættingjar hennar eiga eftir að njóta um langa framtíð. Dýrin í flosuðu myndunum hennar urðu sem lifandi verur. Hún kunni einnig að möskvapijóna (,,fílera“) og gaf flesta dúka sína og milliverk. Þessi list er víst orðin fáséð. Anna var glæsileg kona og hélt reisn sinni alla tíð. Hún var dugleg og ósérhlífín. í mörg ár lifði hún með berkla í öxl. Ekki tókst að greina þá fyrr en af þeim hafði hlotist ólæknandi skaði, en hægri höndin var henni nær ónýt. Þrátt fyrir þetta sótti Anna ætíð vinnu og það eina sem samferðamennim- ir vissu um krankleika hennar var að hún átti erfitt með að heilsa með handabandi. Á síðasta ári veiktist hún og var lögð á sjúkra- húsi þar sem hún lést. Bamelska var Önnu í blóð borki. Hún eignaðist engin böm sjálf en systkinabömin nutu ástúðar hennar ríkulega. Þegar hana bar að garði hafði hún ávallt eitthvert góðgæti meðferðis. Og Anna var vís og kærkominn gestur í öllum afmælum og gleymdi engum þegar jólin gengu í garð. í mörg ár stóð hún fyrir mikilli aðventuhátíð á heimiii sínu fyrir böm og fullorðna. Þá kallaði hún til Guðjón harmónikku- leikara og Sverri söngvara son hans til að tryggja það að allir kæmust í jólaskapið. Þessi boð voru löngum tilhlökkunarefni og geymast í góð- um minningum um Önnu frænku. Þegar systkinabörnin fóru að koma undir sig fótunum í lífínu með fram- haldsnámi eða íbúðarkaupum átti Anna það til að veita þeim stuðning. Það er hverri fjölskyldu mikils- vert að eiga að trausta og kær- leiksríka frænku eins og Önnu Sveinsdóttur. Fyrir samfylgd henn- ar emm við afar þakklát. Blessuð sé minning hennar. Magnús Guðmundsson og Tryggvi Felixson. Mig langar í örfáum orðum að minnast Önnu Sveinsdóttur er lést að morgni 9, febrúar í Landspítal- anum í Reykjavík. Anna var fædd í Vík í Mýrdal 9. desember 1905, fímmta barn hjónanna Eyrúnar Guðmundsdóttur og Sveins Þorlákssonar símstöðvar- stjóra. Þau eignuðust fímmtán böm, fjögur dóu í frumbemsku, hin komust til fullorðins ára. Öll bera þau foreldrum sínum vitni um dugn- að og trúmennsku í hvívetna. Þegar Anna hleypti heimdragan- um fór hún til starfa í kexverksmiðj- unni Frón og vann þar í tæp fímmtíu ár, þar af mörg ár sem verkstjóri. Anna eignaðist engin böm, en frændgarð sinn ræktaði hún að- dáunarvel og veit ég að öll eigum við góðar minningar frá heimsókn- um hennar. Hún var sterkur bak- hjarl þessarar stóru fjölskyldu. Bamaböm systkina hennar nutu hlýju frænkunnar sem um ömmu væri að ræða. Mér eru minnisstæð- ar stundirnar þegar Anna frænka kom í heimsókn, hress, hlý og fram- takssöm. Alltaf átti hún eitthvert góðgæti í töskunni sinni handa litlu bömunum og heimapijónuðu vettl- ingarnir komu sér vel. Ég var stödd á æskustöðvum Önnu frænku minnar er mér barst andlátsfregning. Þar verður hún lögð til hinstu hvfldar í dag við hlið ástvina sinna. Ég enda þessi minningarbrot með bænaversi séra Hallgríms Péturs- sonar: Legg ég nú bæði líf og önd. Ijúfi Jesú í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfír mér. Veri hún Guði falin . Rósa ÞóMákádóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.