Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGÚR 15. FEBRÚAR 1991
Erlingur Sigurðsson Árni Sigurjónsson
Tvær bækur með úr-
vali íslenskra smá-
sagna í þýðingum
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Senn dess har jag varit har hos
er. Helsingfors 1990.
Tanken strövar vida. Reykjavík
1990.
Bækurnar tvær sem hér eru til
umfjöllunar vekja til umhugsunar
um stöðu íslenskra bókmennta úti í
hinum stóra heimi.
Svo virðist sem íslenskar bók-
menntir séu nú á tímum þýddar á
erlendar tungur með markvissari
hætti bg af meira kappi en oft áð-
ur. Ekki er víst að hægt sé að sund-
urgreina skýrlega ástæðurnar þama
að baki. Helst vill landinn trúa því
að nú loksins séu aðrar þjóðir teknar
í æ ríkara mæli að uppgötva hvað.
íslensk menning hefur firnamargt
gott fram að færa. Sem er heldur
ekki svo íjarri lagi.
Á tímum þegar stöðluð fjölþjóða-
meijning þrýstir sér út í hvern krók
og kima jarðarkúlunnar eykst sýni-
lega eftirspurn eftir frumlegri -
stundum frumstæðri - og fjarlægri
menningu. íslenskar nútímabók-
menntir (og íslensk list yfirleitt)
getur svarað þessari eftirspurn af
jafnmiklum þrótti og menning
margrar milljónaþjóðarinnar.
Annað atriði sem auðveldar
íslenskum bókmenntum að ná til
annarra þjóða er af pólitískum og
menntalegum toga. Þýðingarsjóðir
og aukið alþjóðlegt samstarf hljóta
að leiða af sér útgáfu af þessu tagi.
Margir íslenskir menntamenn er-
lendis, m.a. íslenskir sendikennarar,
vinna feikilega gott starf á þessum
vettvangi, starf sem ekki er gefinn
nægilega mikill gaumur.
„Síðan hef ég verið hérna hjá
ykkur“
Fyrri bókin er til orðin vegna
frumkvæðis sendikennarans í
íslensku við háskólann í Helsinki,
Erlings Sigurðssonar. Um er að
ræða sænska þýðingu 12 smásagna
eftir jafnmarga höfunda. Úrvalið
endurspeglar vel hræringar í
íslenskri smásagnagerð seinustu ár-
in. Skáldin hafa öll verið virk á átt-
unda og níunda áratugnum, hér eru
t.d. sögur eftir Svövu Jakobsdóttur,
Einar Kárason og Vigdísi Grímsdótt-
ur.
Eitt það dthyglisverðasta við þetta
smásagnasafn er að mínum dómi
hvernig það varð til.
í formálanum kemur fram að all-
ir þýðendurnir hafi stundað nám í
íslensku við Helsinki-háskóla sein-
ustu fimm árin. Þýðingin var hiuti
af náminu, auk þess að hver þýddi
sína sögu lásu nemendur yfir hver
hjá öðrum og gáfu og þágu ráð.
Góð hugmynd þarf þessu sam-
kvæmt ekki ýkja mikið til að verða
að veruleika. Margir hafa notið góðs
af: nemendur hafa grætt á metnað-
arfullri vinnu sem um leið bar ávöxt
í raunhæfu verki sem aftur mun
væntanlega seðja forvitni sænsku-
mælandi fólks um íslenska smásag-
nagerð.
Islensk smásagnasöfn hafa verið
sjaldgæf í Svíþjóð. Árið 1932 kom
út Frán Island, Nutidsnoveller i
översattning. Hér var um að ræða
íslenskar smásögur áranna eftir
1880 til 1920. Það var svo ekki fýrr
en 1976 að út kom bókin Beráttels-
er frán Island sem geymdi úrval
íslenskra smásagna frá eftirstríðsár-
unum.
Þessi bók er því mikilvægur hlekk-
ur i útgáfusögu íslenskra smásagna
í Svíþjóð. Erlingur tekur enda fram
í formála að skoða beri bókina sem
einhvers konar framhald bókarinnar
frá 1976.
Um þýðingarnar sjálfar er þessi
hér ekki manna dómbærastur. Miðað
við slembikönnun virðist öllum frum-
texta haldið til haga og alúð lögð
við orðrétta þýðingu. Þetta er rétt
að taka fram í Ijósi þess að alltof
mörg dæmi eru um að þýðendur
íslenskra verka (ekki endilega norr-
ænir) hirði lítt um gildi einstakra
orða í frumtextanum.
„Hugurinn reikar víða“
Seinni bókin er safn 25 íslenskra
smásagna, ýmist í danskri, sænskri
eða norskri þýðingu, sem Árni Sigur-
jónsson valdi. Flestar þýðingarnar
hafa birst áður á prenti. Elst er sú
víðfræga saga Halldórs Stefánsson-
ar, Grimmd, í sænskri þýðingu frá
1957. Yngst er sagan Icemaster eft-
ir Sveinbjörn I. Baldvinsson, fengin
að láni úr smásagnasafni Erlings
Sigurðssonar sem fyrr var fjallað
um.
Þetta er hin vandaðasta bók að
ytra útliti, vel innbundin og frágang-
ur aðlaðandi.
Það er löngu vitað að erfitt er að
setja saman úrval af þessu tagi svo
öllum líki. Slíkt er vandaverk. Allar
þær sögur sem valdar hafa verið í
þetta safn eiga skilið að koma fyrir
augu erlendra Iesenda. Það hygg ég
sé ásættanleg niðurstaða.
Engu að síður vekur efnisval bók-
arinnar spurningar, eða öllu heldur
það sem ekki er valið í hana. Hvers
vegna er úrvalið bundið við þessa
öld þegar á annað borð hefði aðeins
þurft að bæta við 3-4 eldri höfundum
til þess að safnið sýndi sýnishorn
íslenskra smásagna frá upphafi?
Varla verður því haldið fram að árta-
lið 1900 hafi valdið einhveijum
straumhvörfum í íslenskri smásag-
nagerð. Eða hvað?
Eins og áður segir má vel fallast
á að þær sögur sem þarna birtast
eigi erindi við erlenda lesendur. En
um leið verður að játa að við eigum
aðra höfunda sem eiga alveg jafn-
brýnt erindi þótt verk þeirra hafi
ekki verið tekin inn í þessa bók.
Svo hreinskilnislega sé spurt:
Hvers vegna eru ekki hér sögur eft-
ir Steinar Siguijónsson, Geir Kristj-
ánsson og Matthías Johannessen?
Samkvæmt þessu er erfitt að
koma auga á haldbæra ástæðu til
þess að aðeins þessar 25 sögur skulu
hafa verið valdar í eina bók. Það
verður ekki annað séð en töluvert
vanti á að heiti bókarinnar hafi ver-
ið efnt: að láta hugann reika nógu
víða.
'11
Helgi Hálfdanarson:
Enn um prentvillur
Á liðnum árum hef ég skrifað
að minnsta kosti þijár heijans
miklar blaðagreinar um það böl,
sem lagzt hefur með sérstökum
þunga á íslenzka þjóð og kennt
er við þann lymska Satans ár,
Prentvillupúka. Auðvitað hef ég
þar umfram allt barið lóminn út
af þeim miska, sem óféti þetta
hefur mér sjálfum gert. En
óskundi af því tagi er þess eðlis,
að engin leið er úr að bæta, hvað
sem reynt er; síðari leiðréttingar
koma ekki til skila.
En þó að sá sé eldurinn heitast-
ur sem á sjálfum brennur, getur
einnig orðið átakanlegt að sjá
skrifum annarra spillt af hroð-
virkni í prentiðnaðinum.
Nýlega fékk ég í hendur fallega
bók með þýðingu Sverris Hólm-
arssonar á hinum fræga ljóðabálki
Tómasar Eliots, The Waste Land.
Ekki ætla ég að ræða hér það
góða framtak Sverris að þýða
þetta öndvegisverk, sem íslenzk
tunga hefur allt of lengi þurft að
bíða. Og þó að ég sé með allan
hugann við prentvillur, þykir mér
jafnan til lítils að leita þeirra í
bókum, því þær verstu eru þeirrar
náttúru að bregða yfir sig huliðs-
hjúp; þær koma aldrei upp um
sig, en standa í textanum óhultar
og glotta framan í höfundinn,
honum til sárrar mæðu. Þær einar
fínnast sem allir sjá að eru villur
og skipta því minna máli. Samt
get ég ekki stillt mig um að hafa
orð á einu slysi í prentun þessarar
bókar, líklega vegna þess að það
varðar að nokkru leyti mig sjálfan.
Sverrir hefur tekið saman skýr-
ingabálk með ljóðunum, efnismik-
inn og vandaðan. Þar getur hann
þess meðal annars, hvernig Ey-
ljótur þessi tengir upphaf þáttar-
ins A Game of Chess við fimmtán
ljóðlínur í leikriti Shakespeares,
Antony and Cleopatra. Til stað-
festingar birtir Sverrir þennan bút
úr leikritinu, fyrst frumtexta og
síðan þýðingu, sem undirritaður
barði saman hér um árið. Þegar
ég sá þessar tilvitnanir, rak ég
undir eins augun í það, að þýðing-
in var tveimur ljóðlínum lengri en
frumtextinn; enda kom það upp
úr dúrnum, að í enska textann
vantaði tvær ljóðlínur. Og þá var
ein línan þar orðin einum
amfíbrakka of löng fyrir bragðið,
svo að hin göldrótta jamba-hrynj-
andi Spjardúðs heitins fór fjand-
ans til. Þarna er svo háttað um
samhengi efnis, að spjöllin liggja
ekki í augum uppi, þó að greinileg
lýti séu að.
Samkvæmt þessum tilvitnun-
um báðum hafði ég þá reyndar
ekki umsnúið aðferð Prókrústesar
og teygt á rekkjunni þangað til
hún hæfði gestinum, svo sem virð-
ast mátti í fljótu bragði, heldur
það sem verra var, leyft mér að
bregða á leik og pijóna frá eigin
bijósti tvær línur inn í skáldskap
Vilhjálms. Og nú var ég sá gikkur
að setja upp hundshaus í stað
þess að taka því með þökkum að
vera gerður að frumhöfundi að
ekki lakari ljóðlínum.
Hvað sem því líður, ættu ótal
skráveifur af þessu tagi að hafa
fyrir löngu hert mér það sigg á
sálina, að ég gæti haldið mér sam-
an út af smámunum. En hvort
tveggja er, að hégómaskapurinn
hérna megin ríður ekki við ein-
teyming, og þó einkum hitt, að
aldrei virðist sú vísa of oft kveð-
in, að prentvillu-fárið er með öllu
óþolandi ljóður á íslenzku prent-
verki, og umburðarlyndi þeirra,
sem ábyrgir skulu teljast, gegnir
furðu. Þar er fyrir löngu tími til
kominn, að leitað verði ráða til
úrbóta. Ég hef áður bent á nauð-
syn þess, að útgefendur bindist
samtökum í baráttu gegn þessari
vanvirðu.
Gestaleikur frá
Trendelag Teater
LJÓÐADAGSKRÁ verður í fund-
arsal Norræna hússins laugar-
daginn 16. febrúar kl. 20.30 og
sunnudaginn 17. febrúar kl.
-16.00, sem ber heitið „I et roin
I en tid“. I dagskránni er blandað
saman ljóðum, myndlist og tón-
list. Það eru listamenn frá
Trondelag Teater í Noregi sem
flytja. Leikkonan Ragnhild Solv-
berg átti bugmyndina og fékk
til liðs við sig píanóleikarann
Frode Fjellheim sem samdi tón-
listina með ljóðin og myndirnar
í huga. Dagskráin var fyrst á
fjölunum í leikhúsinu i Þrænda-
lögum veturinn 1990.
Aðal uppistaðan eru ljóð norska
skáldsins Steins Mehrens, en hann
er eitt þekktasta skáld Norðmanna
um þessar mundir. Flest ljóðanna
eru úr kvæðasafninu Kóróna.
Myrkvinn og ljós hans, sem kom
út 1986 og er að margra mati besta
verk skáldsins. Stein Mehren hefur
verið lýst þannig: „Hann er heim-
spekiskáld, sem kafar í leyndar-
dóma lífsins í alheimsvídd í ljóðum
sem oft eru hugleiðingar og spak-
mæli eða algleymisvitrun.“
Ragnhild Solvberg hefur leikið
hjá Trondelag Teater í 20 ár og
hefur alltaf haft náin tengsl við
myndlist. Hún rak listgallerí í
Suður-Noregi í mörg ár. Með þann
bakgrunn var það ekki nema eðli-
legt að hún fengi þörf fyrir að skapa
eitthvað sjálf í leikhúsinu, þar sem
saman tvinnuðust myndlist, orð og
tónar.
Frode Fjellheim lærði píanóleik
við tónlistarskólann í Þrándheimi
frá 1980-1984. Eftir að námi lauk
hefur hann starfað sem píanóleikari
og tónsmiður í Þrándheimi. Auk
þess að leika klassísk verk, hefur
hann fengist við að leika marg-
víslega tónlist, jass, rokk og dægur-
tónlist. Hann hefur starfað við
Trondelag Teater sem tónlistar-
maður, tónskáld og útsetjari. Á
síðastliðnu ári safnaði hann saman,
útsetti og lék inn á geisladisk
„suður-samísk jojk“-lög. Geisla-
diskurinn verður gefinn út nú í vor.
Listaverkin sem varpað er á tjald
með myndvarpa eru eftir helstu
myndlistarmenn Noregs, m.a. Arne
Ekeland, Hákon Bleken, Kjell
Pahr-Iversen, Káre Tveter og Frans
Viderberg. Tæknimaður sýningar-
innar er Erik Johansen, sem einnig
starfar hjá Trondelag teater.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn. (Frcttatiikynning)
Traust og örugg þjónusta
Melabraut — Seltj.: Snotur
2ja herb. íb. á 1. hæð um 55 fm í
þríb.húsi. Allt sér. Verð 4,9 millj.
Hamraborg — laus strax:
2ja herb. íb. á 5. hæð í lyftuhúsi.
Parket. Suðursv. Fallegt útsýni. Bílskýli.
Verð 5,5 millj.
Ástún — Kóp — laus strax:
Vönduð 3ja herb. íb. á 2. hæð. Sér inng.
Parket. Góðar innr. Fallegt útsýni. Verð
7,2 millj.
Austurströnd - Seltj.:
Glæsil. 3ja herb. íb. á 4. hæð í lyftu-
húsi. Ljósar innr. Suðursv. Þvottah. á
hæðinni. Bílskýli. Verð 7,5 millj.
Álftahólar: 3ja herb. íb. á 1. hæð
í 3ja hæða húsi. Parket. Eign í góðu
ástandi. Lítið áhv. Verð 5,7 millj.
Fífusel: Mjög góð 4ra herb. íb. á
1. hæð. Þvottaherb. í íb. Hagstæð lán
áhv. Laus strax. Ákv. sala. Verð 6,5
millj.
Flúðasel: Rúmg. 4ra herb. íb. á
2. hæð í énda. Parket. Þvottah. í íb.
Góðar innr. Bílskýli. Laus fljótl. Verð 7
millj.
Fjöldi annarra eigna á
skrá.
S:685009-685988
ÁRMÚLA21
DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJ.,
DAVÍÐ SIGURÐSSON, SÖLUMAÐUR
YViðtalstími borgarfulltrúa .
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik '%
BorgarfulltrúarSjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
á laugardögum i vetur frá kl. 10-12.
Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum
og ábendingum.
Allir borgarbúar velkomnir.
Laugardaginn 16. febrúar verða til viðtals Árni Sigfússon, í borgarráði, stjórn sjúkrastofnana,
húsnæðisnefnd og atvinnumálanefnd, Margrét Theodórsdóttir, í fræðslu- og skólamálaráði og
ferðamálanefnd, og Haraldur Blöndal, formaður umferðarnefndar.
fl (^ i * (^ p ji i
)} (\
V V Y Y