Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15! FÉBRÚÁR 1991
21
Sovésk sprengjuþota af gerðinni „Backfire“.
ingar telja að „Backfíre“-þotunum
yrði einkum beint gegn flugmóður-
skipum og flotadeildum á Norður-
Atlantshafi á átakatímum. Bent er
á að þoturnar séu það langdrægar
að þær gætu gert árásir á skipalest-
ir auk þess sem þær bera tvær stýri-
flaugar af gerðinni AS-4 „Kitchen"
en þær geta borið kjarnorkuhleðslur
og draga um 300 kílómetra.
Johan Jörgen Holst telur þessa
þróun miður heppilega með tilliti
til öryggishagsmuna Norðmanna.
Hann kveðst líta svo á að breyting-
ar þær sem gerðar hafi verið á víg-
búnaðaráætlunum herafla Sov-
étríkjanna kveði á um aukið hlut-
verk flotans og að þetta gildi bæði
um loftvarnir og árásir á átakatím-
um.
Vestur-Afríka:
Vonir glæðast um frið-
arsamninga í Líberíu
Lome í Togo. Reuter.
LEIÐTOGAR flokka
uppreisnarmanna í Lí-
beríu hafa náð
ótraustu samkomulagi
um að afvopna heri
sína og gera þannig
kleift að semja um
pólitíska lausn á 13
mánaða langri borgar-
astyrjöld í landinu.
Enn er þó talin hætta
á að friði verði ekki charles Taylor
komið á vegna deilna um emb- Samþykkt var
ætti leiðtoganna í væntanlegri
bráðabirgðaríkisstjórn.
Charles Taylor og Prince Yormie
Johnson, leiðtogar stærstu fylk-
inga uppreisnarmanna, áttu fundi
með yfirmanni Líberíuhers, Hezek-
Svissneskir bankamenn
neita ásökunum Pavlovs
Zurich. Reuter.
SVISSNESKIR bankamenn neituðu á miðvikudag ásökunum Valent-
íns Pavlovs, forsætisráðherra Sovétrikjanna, um að svissneskir bank-
ar hefðu tekið þátt í áætlun um að koma milljörðum rúblna í umferð
í Sovétríkjunum í því skyni að veikja ríkisstjórn landsins. Pavlov
sagði í viðtali við dagblaðið Trúd að kanadískir, svissneskir og aust-
urrískir bankar hefðu lagt á ráðin um að koma Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétleiðtoga frá völdum.
væri í ummælum Pavlovs því stöð-
ugleiki í Sovétríkjunum væri vest-
rænum bönkum í hag og óstöðug-
leiki í óhag.
iah Bowen hers-
höfðingja, í borg-
inni Lome í ná-
grannaríkinu
Togo. Viðræð-
urnar fóru fram
að tilstuðlan
Efnahagsbanda-
lags Vestur-Afr-
íkuríkja (ECOW-
AS) sem 16 ríki
eiga aðild að.
á miðvikudag að
vopnaviðskiptum yrði hætt og her-
flokkamir fengju að safnast saman
hver fyrir sig á svæði sem ákveðið
yrði af foringjum 7.000 manna
friðargæsluliðs sem nokkur
ECOWAS-ríki sendu til landsins á
síðasta ári.
I samningnum er kveðið á um
bráðabirgðastjórn er kosin yrði
með lýðræðislegum hætti á þjóðar-
ráðstefnu 15. mars nk. Taylor, sem
segist ráða mestöllu landinu, hefur
áður neitað að afvopna her sinn
áður en bráðabirgðastjórn verði
komið á laggimar.
Taylor vill eftir sem áður ekki
sætta sig við að leiðtogunum verði
sjálfum meinað að sitja í bráða-
birgðastjóminni. „Ég tel ekki að
nokkur geti ákveðið slíkt nema
þjóðin í Líberíu,“ sagði Taylor.
Hann neitar einnig að viðurkenna
forsetatign Amos Sawyers sem
ECOWAS skipaði í embætti eftir
að fyrrverandi forseti, Samuel
Doe, var myrtur.
------*-*-*----
Winnie Mandela:
Réttarhöld-
um frestað
Jóhannesarborg. Reuter.
RÉTTARHÖLDUNUM yfir
Winnie Mandela, eiginkonu
blökkumannaleiðtogans Nelsons
Mandela var frestað um þrjár
vikur í gær til þess að gefa lög-
reglu ráðrúm til að hafa upp á
mikilvægu vitni sem hvarf fyrr
í vikunni.
Tvö önnur mikilvæg vitni í mál-
inu hafa neitað að gefa skýrslu.
Mennimir, sem báðir eru taldir hafa
verið á valdi Winnie Mandela og
lífvarða hennar um nokkurt skeið,
segjast óttast um líf sitt. M.S. Steg-
mann dómari í málinu hefur hótað
að hneppa vitnin tvö í varðhald
þangað til þeim snýst hugur.
Seðlamiðlarar sögðu að bankar á
Vesturlöndum ættu ekki nógu mik-
ið af rúblum til að hafa áhrif á
sovéskt efnahagslíf. Þótt bannað
sé að flytja rúblur úr landi þá eru
sumir erlendir bankar reiðubúnir
að skipta litlum upphæðum fyrir
viðskiptavini sína. „Rúblur þær sem
eru í umferð utan Sovétríkjanna em
eins og dropi í hafið,“ sagði Rudolf
Weiss, talsmaður svissnesks banka.
„Að mínu mati er þetta bara fyrir-
sláttur hjá Pavlov til að réttlæta
innköllun 50 og 100 rúblna seðla.“
Pavlov sagði að Sovétstjómin
hefði komið í veg fyrir meiriháttar
efnahagsófarir á síðustu stundu
með því að taka stærstu peninga-
seðlana úr umferð í síðasta mán-
uði. Ákvörðunin neyddi eftirlauna-
þega til að standa í biðröðum
klukkustundum saman til að skipta
sparifé sínu og takmarkanir yfir-
valda urðu til þess að margir glöt-
uðu miklu fé.
Bankamenn sögðu að ekkert vit
Kirk Douglas slasast
Cnn4n Uitiiln ■ nl.fn.w ■■■ Dm.énM
Kirk Douglas
Reuter
Santa Paula í Kaliforníu. Reuter.
BANDARÍSKI kvikmyndaleik-
arinn Kirk Douglas slasaðist er
þyrla sem, hann var farþegi í,
rakst á litla flugvél í Kaliforníu
í gærmorgun. Tveir menn sem
voru í flugvélinni fórust.
Annar maður sem var í útsýnis-
ferð með Douglas í þyrlunni og
flugmaðurinn slösuðust einnig en
enginn mannanna þriggja er sagð-
ur í lífshættu. Þyrlan var að hefja
sig til flugs og var í aðeins 12
metra hæð frá jörðu þegar litla
tveggja sæta vélin sem notuð er
við gerð áhættuatriða í kvikmynd-
um kom aðvífándi og rakst á hana.
Sjónarvottar sögðu að þyrlan hefði
fallið til jarðar og þeyst nokkur
hundruð fet eftir yfirborðinu áður
en hún loks stöðvaðist á hliðinni.
Douglas rifbeinsbrotnaði, marðist
og hlaut slæmar skrámur en yfir-
völd á sjúkrahúsinu sögðu að hann
fengi að fara heim eftir tvær vikur.
ESSEMM
samlæsing á hurðum og 5 gíra kassi. Tempra fæst einnig með sjálfskiptingu.
Reynsluakstur segir meira en mörg orð. Við bjóðum þér og fjölskyldu þinni að heim-
sækja okkur í Skeifuna 17 og kynnast þessum nýja og glæsilega bíl. ————————
SKEIFUNN117 ■ REYKJAVÍK ■ SÍMI688 850
Vélarstærðir 1.600 cc., 86 hö. Eyðsla 5,6 - 9,4 I á 100 km. Tempra notar eingöngu blýlaust bensln. VERÐ: 1.089.000 kr. (1.170.000 kr. m/sjálfskiptingu). Station 1.190.000 kr.