Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/RAX Guðmundur VE á leiðinni til Vestmannaeyja í gær með fullfermi, 900 tonn, sem fengust „uppi í fjörum“ við Skarðsfjöruvita á Meðal- landssandi í fyrrinótt. Eyjafjallajökull er í baksýn. Mokveiði á loðnu undan Suðurlandi UM 20 skip höfðu farið á loðnu- veiðar síðdegis í gær en mok- veiði hefur verið skammt frá Skarðsfjöruvita á Meðallands- sandi. Loðnuveiðibanni var af- létt á miðvikudag og heimilaðar voru veiðar á um 182 þúsund tonnum til 10. apríi næstkom- andi. I loðnuflotanum eru 45 skip en 16 þeirra höfðu ekki farið á loðnuveiðar á þessari vertíð þegar veiðibanninu var aflétt. A Kópanesgrunni út af Vestfjörðum er Ioðna, sem ekki hefur verið mæld í vetur, og ætlunin er að rannsaka í næsta mánuði hvort þar er eitthvert magn á ferðinni. Frumvarp um breytingu á lögum um Hagræðingarsjóð sjávarútvegs- ins var lagt fram á Alþingi í gær en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að loðnuskipin fái 8 þúsund tonna aukinn botnfiskkvóta í þorskígild- um og 5 þúsund tonna aukinn út- hafsrækjukvóta á kvótatímabilinu 1. janúar til 31. ágúst 1991. 1 Vestmannaeyjum og Grindavík hafa verið greiddar 4.900 krónur fyrir loðnutonnið undanfarið. Fiski- mjölsverksmiðja Vestmannaeyja (FIVE) greiddi hins vegar 4 þúsund krónur fyrir tonnið í gær en þá ætluðu 6 skip að landa hjá verk- smiðjunni, Kap II VE, ísleifur VE, Svanur RE, Albert GK, Bergur VE og Keflvíkingur KE. „Loðnan er á hraðri leið vestur með landinu og búin að fara 28 mílur á einum og hálfum sólar- hring,“ sagði Grímur Jón Grímsson, skipstjóri á Guðmundi VE, í sam- tali við Morgunblaðið síðdegis í gær. Sjá nánar á miðopnu. Gunnar Birgisson formaður Verktakasambandsins: Auka þarf aðrar frainkvænid- ir ef vinna við álver frestast Allt bendir til að virkjanaframkvæmdum verði frestað, segir forsljóri Landsvirkjunar Reykjavík: • • Oldruð kona varð fyrir bíl og lést BANASLYS varð í Reykjavík í gær, þegar öldruð kona varð fyrir bíl í Auðarstræti. Að sögn lögreglu voru tildrög þau, að bíl var ekið eftir Auðar- stræti um klukkan fjögur síðdegis. Ökumaður blindaðist af sól og sá ekki konuna. Hún slasaðist á höfðl og var flutt á sjúkrahús, þar sem hún lést um klukkan 19 í gær- kvöldi. Konan var fædd árið 1906. Ekki er að svo stöddu hægt að -Jjirta nafn hinnar látnu. Útlit er fyrir 10% hækkun á ábyrgð- artrygging- um bifreiða ÚTLIT er fyrir allt að 10% hækkun á lögboðnum ábyrgðar- tryggingum ökutækja frá 1. mars næstkomandi. Búist er við að ákvarðanir um hækkanir verði teknar í næstu viku. Tækninefnd bifreiðatrygginga- félaganna kom saman til fundar í gær til að fara yfir útreikninga fyrirtækisins Talnakönnunar og (Tryggingaeftirlitsins á afkomu fé- laganna. Ljóst er að meðaltalstap tryggingafélaganna á ábyrgðar- j^yggingu ökutækja á síðasta ári er um 125 milljónir, sem er 5-6% af iðgjaldatekjum. Jafnframt hefur komið í ljós mun verri afkoma þessa tryggingaflokks á árunum 1988 og 1989 heldur en áður hafði verið reiknað með og verða félögin að afskrifa rúmar 250 milljónir í reikningum sínum vegna þess. Tryggingafélögin eru nú hvert í sínu lagi að undirbúa beiðnir um iðgjaldahækkanir bílatrygginga til Tryggingaeftirlitsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að iðgjöld ábyrgðartryggingar og framrúðutryggingar geti orðið allt að 10% en að kaskótrygging hækki ./é4í»ið eða ekki. SENDIHERRA Sovétríkjanna á —íslandi, Igor N. Krasavín, hefur verið kallaður til Moskvu til ráða- gerða vegna samþykktar Alþingis um stjórnmáiasamband við Lithá- en. Sovétmenn segja að sendiherr- ann verði ekki sendur til Reykjavíkur á ný fyrr en skýring hafi borist frá íslenskum stjórn- völdum. Viðbrögð Sovétmanna — hafa vakið talsverða athygli er- lendis. Steingrímur Hermannsson, ÁKVÖRÐUN um tímasetningu virkjanaframkvæmda vegna nýs álvers á Keilisnesi hefur ekki ver- ið tekin, þótt unnið hafi verið með ákveðnar áætlanir í því efni, að sögn Halldórs Jónatanssonar for- stjóra Landsvirkjunar. „Hins veg- ar bendir auðvitað allt til þess að dregið verði í land með þær og framkvæmdum verði frestað, en forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið rætt í ríkisstjórninni hver viðbrögð íslenskra stjórn- valda verði. Sendiherra Sovétríkjanna á Islandi var kallaður til Moskvu til ráðagerða vegna samþykktar Alþingis um stjórnmálasamband við Litháen. „Eg get engu svarað á þessari stundu um hver viðbrögð okkar verða. Við höf- um ekki rætt það ennþá, en gerum það eflaust á fundi ríkisstjórnarinnar hve lengi á eftir að koma í ljós,“ sagði Halldór í gær. Gunnar Birg- isson formaður Verktakasam- bands íslands segir að verði ekki af álversframkvæmdum, ætti að setja aukið fé í almennar fram- kvæmdir í sumar, til dæmis vega- gerð, til þcss að koma í veg fyrir stórfelldan verkefnaskort verk- takafyrirtækja. á föstudagsmorgun," sa^ði Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Olafi Egilssyni, sendiherra Islands í Moskvu, voru afhent formleg mót- mæli sovéskra stjórnvalda vegna samþykktar Alþingis um stjórnmála- samband við Litháen. Þar er sagt að afstaða Alþingis ætti sér ekki grundvöll í þjóðarétti og væri tilraun til íhlutunar í , innanríkismálefni Gunnar Birgisson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann tryði því og treysti að álver yrði byggt, hins vegar sagði hann greinilegt eins og staðan væri nú, að ekki yrði mikið um framkvæmdir á þessu ári. Það sagði hann að hefði í för með sér alvarlegan verkefnaskort hjá verk- tökum og þyrfti að bregðast við með skjótum hætti. Sovétríkjanna þar sem Litháen væri eitt af sovétlýðveldunum. Viðbrögð Sovétríkjanna hafa vak- ið talsverða athygli erlendis og í gær var meðal annars rætt um þau í frétt- um hjá Reuter, AP og í bresku út- varpsstöðinni BBC. Síðasttalda stöð- in útvarpaði í gærkvöldi viðtali við Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, þar sem hann skýrði sjón- armið íslendinga. Sjá nánar á miðopnu. „Það er til dæmis hægt að auka fjárveitingar_til almennrar vegagerð- ar á árinu og einnig gæti Reykjavík- urborg, sem einn stærsti fram- kvæmdaaðili landsins á eftir ríkinu, sett aukið fé í framkvæmdir. Síðan yrði hægt á þessum framkvæmdum þegar vinna hefst við álver og virkj- anir. Mér líst verulega illa á ef hvorki verða framkvæmdir við álver né virkjanir og ekki verður settur auk- inn kraftur í aðrar framkvæmdir á meðan, þá kemur öll spennan fram á næsta ári þegar álversframkvæmd- ir hefjast,“ sagði Gunnar. Halldór Jónatansson sagði að Landsvirkjun hefði vissulega unnið með ákveðnar áætlanir um tímasetn- ingar á framkvæmdum og virkjunum með hliðsjón af því markmiði að geta hafið orkusölu til álvers haustið 1994, hins vegar hafí ennþá engar ákvarðanir verið teknar í samræmi við það, þar sem forsendur hafi ekki verið fyrir þeim. „Áætlanirnar sem slíkar verða auðvitað teknar til endurskoðunar í framhaldi af' síðustu viðburðum," sagði Halldór. Hann sagði að á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar verði tekin afstaða til tímasetningarinnar. Fundurinn verður í næstu viku. Sjá nánar á miðopnu. Viðbrögð vegna samþykktarinnar um Litháen: Sendiherra Sovétríkjanna kall- aður til Moskvu til ráðagerða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.