Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 38. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fjölmennur brúðarvals Reuter Víða var haldið upp á Valentínsdag í gær en þá bindast elskendur gjarnan trúnaðarböndum. Sjötíu pör notuðu tækifærið til þess að láta gefa sig saman í einu lagi í borginni Buffalo í Bandaríkjunum í gær. Það var útvarpsstöð í bænum sem stóð fyrir athöfninni. Bandaríkjamenn sökuðu íraka í gær um að hafa komið hernaðar- stjórnstöð fyrir undir Rashid-hótel- inu í Bagdad þar sem flestir erlendu blaðamennirnir í borginni búa. Þeim var boðið að skoða kjallara hússins í gær og sögðust ekkert hafa séð grunsamlegt. íraskir borgarar fylgdu í gær þeim fórnarlömbum árásarinnar á mið- vikudag til grafar sem búið var að grafa úr rústunum og kennsl höfðu verið borin á. Líkfylgdin breyttist skjótt í mótmælaaðgerðir gegn Bandaríkjamönnum og var gtjóti kastað í nærstadda vestræna frétta- menn. Mótmæli voru einnig mikil í Jórdaníu, Túnis-og Alsír vegna árás- arinnar á loftvarnabyrgið. Sovétmenn beita sér nú mjög fyr- ir vopnahléi við Persaflóa. Vítalíj Tsjúrkín, talsmaður sovéska ut- anríkisráðuneytisins, lét í ljósi nokkra bjartsýni í gær eftir viðræður Sergejs Prímakövs, sendimanns Sov- étstjórnarinnar, og Saddams Huss- eins íraksforseta í Bagdad. Tareq Aziz, utanríkisráðherra Iraks, kemur til Moskvu á laugardag til viðræðna um leiðir til að binda enda á stríðið. Margaret Tutwiler, talsmaður ut- anríkisráðuneytis Bandaríkjanna, sagði í gær að of snemmt væri að segja til um hvort friðarviðleitpi Sovétmanna væri líkleg til að bera árangur. Ali Akbar Velayati, utanríkisráð- herra írans, sagði í gær að árásir bandamanna væru komnar út fyrir þann ramma sem samþykktir Sam- einuðu þjóðanna hefðu sett aðgerð- um gegn Irökum. Talsmaður ríkisstjórnar Spánar hvatti til þess í gær að loftárásum yrði hætt á Bagdad og aðrar íraskar borgir. Bandamenn ættu að ein- skorða aðgerðir sínar við Kúveit og nágrenni. Spánverjar hafa sent þrjú herskip til Persaflóa og leyft Banda- ríkjamönnum að nota herflúgvéiii á Sjálfstætt Litháen: Skoskirþjóð- emissinnar styðja stefnu Islendinga St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins. SKOSKI þjóðernissinnaflokk- urinn hefur lýst stuðningi við ályktun Alþingis íslendinga um sjálfstæði Litháens. Forysta flokksins hefur ritað breska utanríkisráðherranum og formanni ráðherranefndar Evr- ópubandalagsins bréf og hvatt þessa aðila til að feta í fótspor Islendinga og viðurkenna Lithá- en sem sjálfstætt ríki. Haft er eftir Dr. Allan Mac- Cartney, varaformanni flokks- ins, í frétt dagblaðsins Glasgow Herald, að slík viðurkenning væri skilaboð til Kremlveija um, að frekari þvinganir gagnvart lýðræðislega kjörnum stjórn- völdum í Litháen yrðu ekki þol- aðar. Hann bætti við: „Elsta þing Evrópu hefur viðurkennt það yngsta og sett öðrum vestrænum lýðræðisríkjum fordæmi, sem þau ættu að fylgja.“ Reuter Jórdönsk kona varpar steini að sendiráði Bandarikjanna í Amman og jórdanskur lögreglumaður reynir að stöðva hana. Mikil mótmæli hafa verið í nokkrum arabalöndum vegna árásar á loftvarnabyrgi- í Bagdad. Glasnost: Jeltsín vændur um tengsl við „mafíu“ „Ljótasti rógburður af þessum toga,“ segir talsmaður Rússlandsforseta Moskvu. Reuter. ENN meiri harka færðist í gær í baráttu Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétforseta og Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, er Glasnost, vikurit sovéska kommúnistaflokksins, birti grein þar sem Jeltsín er sakaður um að vera viðriðinn „glæpa- mafíu“ í Moskvu. Bandaríkjastjórn mótmælti í gær þeim ásök- unum innanríkisráðherra Sovétríkjanna að vestrænir aðilar ætluðu sér að steypa Gorbatsjov með efnahagsaðgerðum. Pavel Voshtsjanov, talsmaður Jeltsíns, lýsti greininni sem „ljót- asta rógburði af þessum toga sem nokkurn tíma hefur birst á prenti“. „Það er stórfurðulegt að leiðtogar Sovétríkjanna skuli beita svona ankannalegum aðferðum til að rægja rússneska ráðamenn,“ sagði hann. Glasnost kvaðst hafa fengið þær upplýsingar frá háttsettum manni *' innan lögreglunnar að Jeltsín og forsætisráðherra hans, ívan Sílajev, hefðu ráðið félaga í Loftárásir bandamanna á borgir í írak gagnrýndar: Höldum áfranj árásum á stjómstöðvar Irakshers - segir Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkj astj órnar Nikósíu. Washington. Bagdad. Reuter. MIKIL reiði hefur gripið um sig í nokkrum arabalöndum vegna loftár- ásar bandarískra herþotna á loftvarnabyrgi í Bagdad á miðvikudag. Spánveijar og ítalir hafa einnig hvatt til þess að loftárásum á íraskar borgir verði hætt. Um miðjan dag í gær sögðu Irakar að 64 hefðu farist í árásinni á byrgið en í gærkvöld hækkaði sú tala í 288. Banda- ríkjamenn segja að byrgið hafi verið fjarskipta- og stjórnstöð. Banda- rískir embættismenn gáfu til kynna í gær að manntjónið kynni að hafa þau áhrif að skotmörk handamanna yrðu endurskoðuð. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjastjórnar, sagði síðar að ekki kæmi til greina að hvika frá þeirri stefnu bandamanna að gera loftárásir á stjórnstöðvar írakshers. Spáni fyrir B-52-sprengjuflugvélar. Claudio Lenoci, aðstoðarutanríkis- ráðherra Ítalíu, hvatti einnig til þess í gær að hætt yrði loftárásum á borgir í írak. Irakar skutu í gær tveimur Scud- eldflaugum á bæinn Hafr al-Baten í Saudi-Arabíu sem er um 100 km frá írösku landamærunum. Fjórir slösuðust af þessum sökum. Mikil umferð herflutningabifreiða er um bæinn. Haft var eftir kúveiskum andófs- mönnum í gær að írakar hefðu tek- ið tvö hundruð manns af lífi í Kúv- eit frá því hernaður fjölþjóðahersins hófst 17. janúar. Hefðu sumir verið krossfestir og aðrir grafnir lifandi. Sjá fréttir á bls. 18. „Tsjetsjen- mafíunni“ sem lífverði sína. Vitað er að mafían er valdamikil í undirheim- um Moskvu- borgar. „Það er alkunna að margir þeirra tengj- ast beint glæpasam- tökum,“ hafði blaðið eftir emb- ættismann- inum. Það sagði að ekki væri hægt að nafngreina manninn „af augljósum ástæðum“. Sovíetskaja Rossíja, málgagn harðlínumanna í rússneska komm- únistaflokknum, veittist einnig að Jeltsin og sagði hann svifast einsk- is til að auka völd sín. Margaret Tutwiler, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, fór í gær hörðum orðum um ásakanir Valentíns Pavlovs, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, þess efnis að vestrænir bankamenn hefðu reynt að koma Gorbatsjov frá völdum með því að stórauka skyndilega peningamagn í umferð í Sovétríkjunum. Hún sagði ásak- anirnar „hneykslanlegar og fárán- legar". Augljóst væri að Sovét- stjórnin vildi kenna Vestur- landabúum um eigin mistök í efna- hagsmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.