Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991
fclk í
fréttum
IÞROTTIR
Bjarki Viðarsson
valinn íþróttamaður
ársins 1990 í
Rangárvallasýslu
Frá Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins á Hvolsvelli.
Kiwanisklúbburinn Dímon valdi
nú nýverið íþróttamann ársins
í Rangárvallasýslu. Þetta er í 10.
skipti sem klúbburinn stendur fýrir
vali þessu og að þessu sinni hlaut
Bjarki Viðarsson titilinn. Hann
keppir fyrir UMF Dagsbrún og var
þetta annað árið sem hann keppir
í flokki fullorðinna. Hann keppir í
kúluvarpi og hefur sleggjukast sem
aukagrein. Hann keppti í ungliða-
hópi ungmennafélaganna í Dan-
mörku í sumar og á Norðurlanda-
mótinu í Bergen. Hann varð Is-
landsmeistari í kúluvarpi bæði inn-
an- og utanhúss í flokki 22 ára og
yngri. Hann margbætti árangur
smn í sleggjukasti.
í öðru sæti varð Eggert Ó. Sig-
urðsson sem keppir fyrir UMF Þórs-
mörk. Hans besti árangur í sumar
var í langstökki án atrennu 3,25
sem er 2 cm frá íslandsmeti í flokki
17-18 ára.
í þriðja sæti varð Sölvi Rafn
Rafnsson UMF Baldri. Hann var
kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra.
Hann hefur náð mjög góðum
árangri í karate, varð m.a. í 1.
sæti á landsmóti UMFÍ í kumite.
Hann er í landsliði íslands í karate.
Þá voru veitt verðlaun fyrir
mestu framfarir á árinu. Þar varð
í fyrsta sæti Guðjón Jónsson UMF
Ingólfi. Hann bætti sig t.d. um
tæpa fjóra metra í kúluvarpi.
I öðru til þriðja sæti varð Arndís
S. Sigurðardóttir UMF Þórsmörk.
Hún keppti í flokki 11-12 ára og
varð m.a. í 3. sæti á Islandsmóti á
Selfossi í sumar.
Ásmundur Bjarni Árnason varð
einnig í 2.-3. sæti. Hann þykir mjög
efnilegur og fjölhæfur íþróttamað-
ur. Hann keppti í flokki 13-14 ára.
Hann kastaði t.d. 11,70 m í kúlu-
varpi.
UMF Þórsmörk var valið íþrótta-
félag ársins, en það félag þótti sinna
íþróttum best á árinu.
Einar Magnússon afhenti íþrótta-
fólkinu verðlaunin, marga og glæsi-
lega bikara, bæði til eignar og far-
andbikara. í máli hans kom fram
að hann teldi að þetta framtak Kiw-
anismanna hafí leitt gott af sér og
Frá vinstri: Arndís S. Sigurðardóttir, Ásmundur Bjarni Árnason,
Guðjón Jónsson, Bjarki Viðarsson íþróttamaður ársins 1990, Eggert
Ó. Sigurðsson og Sölvi Rafn Rafnsson.
Kappátið í algleymingi.
Morgunblaðið/Ingvar
SKEMMTANIR
Kappát sem eftir
var tekið
Bjarki Viðarsson, íþróttamaður
ársins í Rangárvallasýslu.
aukið áhuga á íþróttum þó þeir
hafi ekki auglýst eða kynnt þetta
mikið. Hann sagði að fimm manna
nefnd útnefndi íþróttafólkið og að
það væri alltaf erfitt að velja á
milli góðra íþróttamanna. Þeir fá
skýrslur frá öllum ungmennafélög-
unum og léttir það þeim störfín.
Venja er að fá einhvern sem
tengist íþróttum til að halda ræðu
við þetta tilefni. Að þessu sinni var
ræðumaður kvöldsins Samúel Örn
Erlingsson, formaður Samtaka
íþróttafréttamanna, en hann er
Rangæingur.
All svakaleg uppákoma var
meðal skemmtiatriða um síð-
ustu helgi á skemmtistaðnum „Yfír
strikið". Þar kepptu þijár persónur
í bolluáti. Það voru Frankenstein,
Drakúla greifi og nornin Ásthildur
sem leiddu saman hesta sína og
innbyrtu forynjurnar mikið magn
af bollum með borðsiðum sem
hæfðu útliti þeirra kollega.
Húsfyllir var og hvöttu áhorf-
endur skrímslin ákaft og reyndust
þau vera hinir verstu sviðsfíklar.
Sigurvegari varð rúmenski greif-
inn kunni og kom það nokkuð á
óvart, því hér var um venjulegar
rjómabollur að ræða. Ekkert var
blóðið, en greifinn kvartaði ekki,
enda ætlaði hann sér áreiðanlega
eftirrétt við hæfi er Iiði á kvöldið.
COSPER
©PIB
oöTl Jf
• Lmt
M S4
COSPER
Húshaldarar í „Yfir strikið“ létu
vel af þessu atriði og töldu það
hafa heppnast hið besta. Sögðu
þeir að er rökkva tók hafi kemp-v
urnar þijár fengið sér kvöldgöngu
um Reykjavík og ekki hafí öllum
orðið um sel sem mættu þeim á
röltinu.
- Ég vildi gjarnan borga þér það sem þú átt skilið, en get
bara ekki greitt minna en lágmarkslaun.
RESTAURANT
TORFAN
- nýr staður á
gömlum grunni!
Tilboú í hádeginu:
Súpa dagsins
Heilagfiski með smjörsósu
og tómatpasta
eða
steiktar lambasneiðar með
mildri hnetukoníakssósu
eða
pastaréttur að eigin vali
kr: 999,-
SORDAPANTANIRI SlM113313
MOTORHEAD
C&C MUSIC FACTORY
Eru einhverjir þungarokkarar með rænu á
landinu? Þeir hinirsömu eru vinsamlegast bcðnir
að rölta inn I næstu búð og kynna sér 1916 strax.
SING THE BLUES
Nýjustu fjölskylduvinir okkar íslendinga koma
okkur nú rækilega á ðvart með vægast sagt
stórkostlegri blus/rap plötu.
áföll síðasta árs sendir Gloria Estefan frá sér
sína vönduðustu plötu til þessa, plötu sem
inniheldur ekkert nema topplög.
G0NNA MAKE Y0U SWEAT
Fyrsta smáskffan fór á toppinn i Bretiandi og
víðar og tleiri lög eiga eftir að fylgja I kjölfarið af
þessari einstaklega skemmtilegu plötu.
Þar sem músíkin fæst!
'*?<SíwWA' * æ-
MUSIK AUSTURSTRÆTI22 © 28319, RAUÐARÁRSTÍGUR 16 © 11620 • GLÆSIBÆR © 33528 • LAUGAVEGUR 24
h I í Ó m D I Ö t U V e r S I a n í r © 18670 STRANDGATA37©53762 ÁLFABAKKA14MJÓDD©74848 LAUGAVEGUR91©29290
III/,,
Grænt
■'om''