Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÖ' FÖSTUDÁGUtt 15. FEBRÚAK Í99Í > VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS "Hnífur og skæri - ekki barna meðfæri" Samstillt áhrif og framliðnir Til Velvakanda. Menn velta gjarnan fyrir sér ráð: gátunni um lífið eftir dauðann. í Markúsarguðspjalli má lesa eftir- farandi: Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra og klæði hans urðu fannhvít og skínandi og fær enginn bleikir á jörðu svo hvítt gjört. Og þeim biitist Elía ásamt Móses, og voru þeir á tali við Jesú. (Mark. 9:2). Nokkru síðar segir: Þá kom ský og skyggði yfir þá og rödd kom úr skýinu: Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann. Þessi kafli tekur af öll tvímæli um að líf sé eftir dauðann. Elía og Móses hafa einhvers staðar verið á lífi í heiminum fyrst þeir gátu birst þarna. Færa má rök fyrir því að þeir hafi lifað og lifi enn á annarri jarðstjörnu og má finna þær rök- semdir í Nýal. Þegar áðurnefndur atburður átti sér stað hafa náðst mjög samstillt áhrif og þess vegna hafa þeir Elía og Móses getað birst þarna. Þessi frásögn er mjög at- hyglisverð því hún staðfestir ekki aðeins að fólk lifir eftir dauðann heldur einnig að framliðnir geta birst hér á þessari jörð séu sam- stillt áhrif fyrir hendi. Fæðingarárið gildi Jón Trausti Halldórsson ZANCASTER T Til Velvakanda. Loksins hefur verið dregið fram í dagsljósið mál sem mikil þörf hef- ur verið á að ræða. Það er varð- andi aðgang ungmenna að vínveit- ingastöðum þar sem sett er 18 ára aldurstakmark. í mínum heimabæ hefur einatt verið miðað við fæðing- ardag sem er fáránlegt miðað við það að við sem fædd erum sama ár þurfum að öllu leyti að standast sömu kröfur. í skólunum eru gerðar til okkar sömu kröfur en svo þegar kemur að því að skemmta sér er okkur (sem fædd erum á síðustu mánuðum ársins) ekki hleypt inn á staði sem ,jafnaldrar“ okkar sækja óáreittir. Er þetta réttlátt? Ég vil þó láta það koma fram að þetta er ekki persónulegt hags- munamál fyrir mig, þar eð ég hef löngu náð tilteknum aldri. En þar sem ég er jólabarn get ég alla vega talað af reynslu. Það er nauðsynlegt að lögum verði breytt þannig að það verði árið en ekki dagurinn sem verði látið gilda. Ég get ekki betur séð en það séu félagsleg réttindi hvers manns sem fylgt hefur þess- um árgangaflokkaða kerfi frá barn- æsku. Sigríður Hvimleitt stagl Til Velvakanda. Mér fínnst dálítið hvimleitt að heyra og lesa þetta eilífa stagl um einstaklinga, þegar átt er við menn. Sagt er, að svo og svo margir ein- staklingar séu þátttakendur í ákveðnum íþróttamótum og öllu mögulegu öðru, í stað þess að nota orðið menn. Þetta er hvimleitt og er ég hissa á því að málfarspostular hafi ekki gert athugasemdir við þetta. Það eina sem réttlætt gæti þetta orðalag væri ef taka ætti af allan vafa um að ekki sé um síamstv- íbura að ræða. Ef svo væri mætti mæla þessu bót, annars ekki. Mig langar einnig að gera annað málfarslegt atriði að umræðuefni, en það eru þeir sem sífellt eru að staglast á orðunum semsagt, þegar þeir eru að gera grein fyrir máli sínu. Þetta gera margir hvað eftir annað, þótt þeir hafi alls ekki sagt áður það sem þeir ætla að segja. Þetta er bara leiðinlegur málfars- legur kækur, sem leggja þarf niður. Eggert E. Laxdal LÖGMENN 'AUSTURSTRÆTI Gunnar Jóhann Birgisson hdl. Sigurbjörn Magnússon hdl. Höfum opnað skrlfstofu í Austurstræti 18 (í húsl bókaverslunar Eymundsson). Skrlfstofan er opin alla virka daga fráki. 9-12 og 13-17. Málflutningur • Innheimtur • Ráðgjöf • Eignaumsýsla Austurstræti 18 . Slmi 91-626969. Pósthólf 707 . Myndsendir 91 -622426 HINN EINI OG SANNI BÍLDSHÖFÐA 10 ; Opnunartími \ l l l -_________ i | Föstudaga \ I kl. 13-19 ; ! Laugardaga \ : kl-10~16 ' ! Aðra daga ! : ki. 13-18 : FRÍTT KAFFI — VÍDEÓHORN FYRIR BÖRNIN - ÓTRÚLEGT VERÐ STEINAR Hljómplötur — kasettur KARNABÆR Tískufatnaður herra og dömu HUMMEL Sportvörur allskonar VINNUFATABUÐIN Fatnaður PARTY Tískuvörur BOMBEY Barnafatnaður MIKLIGARÐUR Fatnaður og skór á alla fjölskylduna KJALLARINN/KOKO Alhliða tískufatnaður STUDIO Fatnaður SAUMALIST Allskonar efni VERSLUNIN CARA Kventískufatnaður OG MARGIR FLEIRI Fjöldi fyrirtækja — gífurlegt vöruúrval Með lágu verði, miklu vöruúrvali og þátttöku fjölda fyrirtœkja hefur stórútsölumarkaðurinn svo sannarlega slegið ígegn __________________og stendur undir nafni. NYTT GREIÐSLUKORTATIMABIL HEFST I DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.