Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991
GLÆÐUR
_________Myndlist
BragiÁsgeirsson
Það er langt síðan Pétur Már
Péturssort hélt síðustu einkasýn-
ingu sína, sem jafnframt var sú
fyrsta og vakti þvílíka athygii, að
Listmálarafélagið tók hann upp á
arma sína.
Þetta var árið 1974 og nefndist
sýningin Kveikjur og var haldin í
Listasafni ASÍ en síðan hefur Pét-
ur látið sér nægja að sýna á árleg-
um samsýningum Listmálarafé-
lagsins. Þar til núna að hann opn-
aði sl. laugardag sýningu í List-
húsi á Vesturgötu 15, sem hann
nefnir Glæður. Sýninguna tileink-
ar hann minningu föður síns, Pét-
urs Pálssonar.
Það sem hefur öðru fremur ein-
kennt myndstíl Péturs er létt og
lifandi litasamspil í anda óhlut-.
lægs innsæis og Cobra, en þetta
myndmál hefur gengið aftur í
ýmsum myndum síðustu áratugi.
Pétur Már er auðsjáanlega mál-
ari tilfinninganna og stemmning-
arinnar hvetju sinni er hann
mundar pentskúfinn, og lætur
stjórnast af hughrifunum, sem
hann verður fyrir í umhverfínu og
við samspil litanna, sem hann þek-
ur léreftið með.
Þetta er alveg nóg fyrir marga
málara, ef þeir hafa mjög næmar
tilfínningar fyrir miðlinum, og
þeir geta sumir hveijir haldið
þessu áfram út lífíð, og þó jafnan
verið jafn ferskir.
Styrkur Péturs liggur ótvírætt
í því, á hve tæran og ómengaðan
hátt hann meðhöndlar litina ásamt
hæfileikanum til að upplifa hveija
mynd fyrir sig. Þannig eru allar
myndirnar á sýningunni mjög
ferskar og lifandi, og þótt þær
sýnist hver annarri líkar í fljótu
bragði, þá búa þær hver og ein
yfír sínum sérstöku einkennum.
Titill sýningarinnar hefði og allt
eins getað verið „Sólvakinn dag-
ur“ með vísun til ljóðlínu í kvæði
föður gerandans, sem er aftan á
sýningarskrá „þegar sólvakinn
dagur streymir viðstöðulaust".
Myndimar virka nefnilega sem
stef yfír sólvakinn dag.
Þessi ákveðnu og markvissu
vinnubrögð hafa og þann kost að
vera mjög samfelld, og það er lítið
um frávik eða útúrdúra nema þá
kannski í Sjálfsmynd (25), sem
öll er í grænum litatilbrigðum og
er ein af þeim myndum, er maður
tekur strax eftir.
Svo jafngóðar sem þessar 32
akrílmyndir á sýningunni mega
teljast er næsta óþarfí að vísa til
einhverra sérstakra, því að slíkt
er í þessu tilviki mjög persónu-
bundið, en ég vil þó nefna mynd-
imar „Fjörbrot" (9), „Ofurhljóð"
(17), „Vex yfir höfuð í himin“
(22) og „Glæður“ (23).
I öllum þessum myndum er
áberandi gott samræmi milli lita
og forma.
Leiðréttingar
Það vill stundum fara svo, að
þeim, sem í blöð skrifa, verði á
slys eða smáyfírsjón og er ég eng-
in undantekning og þannig slysað-
ist ég til að nefna sjöunda áratug-
inn í stað þess áttunda í orðum
mínum til Lars-Áke Engblom á
dögunum.
Einhvern veginn taka menn
mjög vel eftir þessu og virðist þá
hlakka í þeim eins og t.d. þegar
atvinnuskákmönnum verður á
blindleikur, sem allir sjá nema
þeir sjálfir. Þetta eru þó hnökrar
sem allir eiga að geta séð að eru
yfírsjón og eru málkennd óviðkom-
andi.
Lakara er að í grein minni um
Johann Briem röskuðust nokkur
orð í prentun, en slíkt geta grein-
arhöfundar ekki alltaf ráðið við.
Neðst í fyrsta dálki féll út eitt lítið
sagnorð, sem gerði þó setninguna
nær óskiljanlega. Rétt er hún
svona „Opnað öðrum sýn til nýrri
vídda og líta með innsæum augum
á hvunndagslega hluti og fá þá
til að opna sig og Ijóma."
Ofarlega í þriðja dálki er ég að
tala um litrænan kraft en ekki list-
rænan, og þá er Moritzburghöll
vitlaust rituð og fram kemur Mo-
rittsburghöll!
Þá voru kaflaskil í greininni án
millifyrirsagna, en til áherslu og
þau hurfu.
Og vegna þess að ég nefni hér
þessa grein um hinn ágæta mál-
ara, Jóhann Briem, má það koma
fram, að ætlunin var alltaf að
gera hlut hans veglegri og láta
eina eða fleiri litmyndir fylgja
greininni, en vegna þess að upp-
lýsingar um jarðarfarardag komu
full seint, þá reyndist það ekki
unnt. Var t.d. hringt í mig í dauð-
ans ofboði á föstudagskvöldi, er
ég var rétt byijaður skrifin, og
mér tilkynnt að greinin þyrfti að
vera komin í prentun kl. 10.30 á
laugardagsmorgni, og það gerði
m.a. það að verkum að ég hafði
engin tök á að lesa próförk.
Það vill einnig svo til, að blaðið
kemur ekki út á mánudögum, sem
skapar ákveðin vandamál.
Rétt er þó að biðjast velvirðing-
ar á öllu, sem aflaga fer ...
Imynd Finnlands
Óhætt mun að slá því föstu,
að það sem telst sómi og ímynd
Finnlands fyrir utan stjórnvisku,
óteljandi vötn og skóglendi sé
öðru fremur byggingarlist og
sjónræn sköpun.
Þjóðin hefur heilmikið að sækja
til erfðavenjunnar í þeim þáttum
svo sem hagnýtingu innlends
byggingarefnis, gijóts og berg-
tegunda að ógleymdum skógin-
um. Og hér hafa finnskir húsam-
eistarar með sanni haldið vöku
sinni og það á þann hátt, að
heimsathygli hefur vakið. Finnsk
húsgerðarlist er þannig eitthvað
meiri háttar og sérstakt, og fínn-
skir húsameistara hafa útfært
verkefni um heim allan. Nafn-
kennt er Þjóðminjasafnið í Hels-
ingfors, teiknað af þeim Eliel Sa-
arinen og félögum hans Gesellius
og Lindgren, en þar er einmitt
lagður grundvöllurinn að varð-
veislu fornra þjóðlegra hefða í
nútíma húsagerðarlist.
Hér var þannig ekkert innflutt
nema „nýir tímar“, sem kröfðust
ferskra viðhorfa, en sjálf hefðin
og lega landsins gleymdist ekki.
Brautryðjandinn Eliel Saarinen
(1873—1950), fluttist til Banda-
ríkjanna árið 1923 á miklum
stjórnmálalegum óróatímum og
byggði upp nafnkennt skólasetur
í Cranbrook. Sonur hans var Eero
Saarinen, sem varð einn nafntog-
aðasti arkitekt Bandaríkjanna og
heimsins um sína daga.
Eliel skildi eftir sig fagra villu
í útjaðri Helsingfors, Hvittrásk,
sem nú er safn í minningu hans
og eiginkonu hans, sem var hönn-
uður og formaði þar allt innan-
stokks.
Sá arfur, er þau skildu eftir
sig, að teikna og hanna hús yst
sem innst er enn í heiðri hafður,
svo sem þessi sýning er til marks
um.
íslendingar þekkja ekki ýkja
mikið til fínnskrar byggingarlist-
ar, en hins vegar mun meira til
listiðnaðar þeirra og hönnunar,
því að nokkrar sýningar hafa þeg-
ar verið settar upp á þeim atriðum
hér í borg og þá aðallega í sölum
Norræna hússins.
Það er einnig Norræna húsið,
sem kynnir um þessar mundir og
fram til 3. febrúar fínnska bygg-
ingalist og hönnun í kjallarasölum
sínum og kemur sýningin frá arki-
tektadeild menningarsetursins í
pakkhúsinu við gömlu dokkuna á
Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn
(Gammel dok pakhus) og fer héð-
an til Norræna hússins í Þórshöfn.
Þetta er lítil sýning, en þó mjög
athyglisverð, og geta áhugasamir
orðið margs vísari um þróunina í
sjónrænni sköpun í Finnlandi á
undanförnum árum.
En þessi sýning gefur einnig
tilefni til þess að óska eftir ann-
arri og miklu viðameiri, þar sem
samhengi þróunarinnar væri
dregið fram á skilmerkilegan hátt.
Á þessari sýningu er einmitt
lögð áhersla á að kynna samvinnu
nútíma arkitekta, myndlistar-
manna og hönnuða og gefur hún
góða hugmynd um, á hvaða stigi
þessi mál eru í Finnlandi, en þar
mun allt hefa verið í hvað mestum
uppgangi í listum á undanförnum
árum. Athyglisvert er, hve textíl-
listamenn eru hér virkjaðir á
skemmtilegan hátt og hve vel
nútíma textíl á við í senn einfalda
sem fjölþaítta byggingarlist og
innanhúsarkitektúr.
Væri vel ef sem flestir, sem
þessi mál heyra undir, gerðu sér
ferð á sýninguna, því að mikill
misbrestur er á því hérlendis, að
þessi þættir séu allir virkjaðir frá
upphafi. Oftar er leitað til mynd-
listarmanna og hönnuða löngu
eftir að byggingarnar hafa risið
af grunni og kemur þá iðulega í
ljós, að ekki var reiknað með þeim
við útfærslu hússins.
Sýningar sem slíkar hafa þann-
ig mikla þýðingu fyrir íslenzkt
menningarlíf og ber að þakka
framtakið með virktum.
Fimm ævintýrabækur
__________Bækur_______________
Eðvarð Ingólfsson
Guðrún Kristín Magnúsdóttir:
Hver er hann þessi Jakob?
Litla flugan.
Jóna Axfjörð:
Dolli dropi á rambi í Reykjavík.
Kjartan ALrnórsson:
Kafteinn Island!
Sigurbjörn Sveinsson:
Glókollur.
Útg.: Fjölvaútgáfan 1990.
enn frekar tekin fjárhagsleg áhætta
með útgáfu á litríkum bamabókum
eftir íslenska höfunda.
Bækur Guðrúnar Kristínar Magn-
úsdóttur, Hver er hann þessi Jakob?
og Litla flugan, bera af þessum bók-
um hvað ytri óg innri frágang varð-
ar. Textinn er vandaður og myndir
höfundar ákaflega skemmtilegar.
Hann notar vatns-, túss- og vaxliti
jöfnum höndum. Bæði ævintýrin
höfða sterkt til ímyndunarafls ungra
barna og laða fram margar spum-
ingar um lífið og tilveruna.
hvað þeim á að finnast í stað þess
að lofa þeim að draga ályktanir af
atburðarásinni. Á bls. 18 er engu
líkara en um beinan auglýsinga-
áróður sé að ræða. Minnst er á nafn-
kunna verslun á Seltjamarnesi og
sagt að hún sé „ennþá merkilegri
en Kringian, því að hún er opin allan
sólarhringinn og allt hægt að fá þar
... Sumir segja að hún sé besta búð-
in ...“ Þessu hefði höfundur mátt
sleppa því að það skyggir á annars
ágætt ævintýri.
Kafteinn Island er líka þekkt
söguhetja úr sjónvarpinu en er nú
kominn á bók. Hann er nokkurs
konar „súpermann“ íslendinga og
sigrast á öllum erfiðieikum án nokk-
urrar fyrirhafnar. Þetta er sannköll-
uð afþreyingarbók og skilur í raun
ekkert eftir sig. Frásögnin er nokkuð
frískleg en höfundurinn skýtur oft
yfír markið í tilraun sinni til að vera
fyndinn. Öguð málbeiting hefði get-
að gert þetta ævintýri betra en það
er.
Sagan af Glókolli er eitt af þekkt-
ustu ævintýrum rithöfundarins og
barnavinarins Sigurbjarnar Sveins-
sénar. Hann var Á sinni tí6 kenjiari
Sigurbjörn Sveinsson
í Reykjavík og Vestmannaeyjum og
samdi fjölda smásagna og ævintýra
fyrir böm. Sagan af Glókolli er sann-
kölluð lærdómssaga. Ungir lesendur
og áheyrendur geta auðveldlega lært
mafgföldúnártöfiuná 'af Henni. §/3)<in
Guðrún Kristín Magnúsdóttir
er fallega myndskreytt af Jean
Posocco, teiknara af frönskum ætt-
um, sem er búsettur hér á landi.
Flestar þessara bóka, sem hér
hafa verið nefndar, eru hinar eigu-
i ilegustú fyrir böro. •
Fjölvaútgáfan hefur gefið út fímm
litskreyttar ævintýrabækur fyrir
böm. Þó að þær séu misjafnar að
gæðum þá er virðingarvert af útgef-
anda að kosta nokkru til með mynd-
skreytingar og láta litprenta þær.
Þeir sem þekkja vel til bókaútgáfu
vita að frumsamdar barnabækur eru
einna sístar allra bókategunda til
aí Ltanda :andir köátnaði og því er ’
Dolli dropi er m.a. kunnur úr barn-
atíma sjónvarpsins. Hann á heima í
Skýjaborg á himnum en í þessari
nýju sögu heimsækir hann
Reykjavík. Myndir höfundarins,
Jónu Axfjörð, eru bjartar og falleg-
ar. Textinn er nokkuð vel unninn
en á stöku stað finnst mér sögumað-
urinn vera full fyrirferðarmikill er
hann ritynir að=segja lesendum beint