Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 40
40 MQRGUNBLAÐIÐ FÖSTU'DAGUR 15. FEBRÚAR 1991 fmmm „óýn'ist f>é.r þetta veszx, sevrc e-ickert {e&t'&t \zið? " Með morgunkaffinu Konan mín er ekki enn komin. Hun var að losa um sætisólarnar þegar ég sté úr bílnum ... HÖGNI HREKKVÍSI Sjálfskipaðir einræðisherrar Höfum samþykkt með þögninni f I Til Vclvakanda. W Ég sá Jón Baldvin Hannibalsson * er hann kom úr ferð sinni um Eystr- ^ asaltslöndin, og mér fannst Ijóma m um manninn allan, engilfögur ára ■ svo sem væri hann af himni sendur f með geislabaug um höfuðið, svo undursamlega fagur 0g heillandi mælskur og vitur, svo sem að hann vissi öll rök þeirra örlaga, sem Rússlandi hafði mætt allt frá upp- L hafi byggðar í því stóra landi, og Lmikið var ég honum sammála þegar "hann sagði að það þyrfti að stöðva allan yfirgang þeirra við Eystra- saltslöndin, og nú var það í fyrsta i sinn í sögunni að öll þjóðin stóð saman sem einn maður og ég þar með. Mikið var gaman að vera ís- . lendingur þá, mér fannst ég loksins ' i verðskuldað það að vera til, og ég var öldungis harðákveðinn í því að kjósa Alþýðuflokkinn enda stutt til kosninga og þó fannst mér það vera allt of langt að bíðp því svona gáfaðan, réttsýnan og hrein- skiptinn mann fann maður ekki á hveiju strái og vart var að búast við að slíkur maður kæmi fram á vfgvöll stjómmálanna á næstunni. En Adam var ekki lengi í Paradís. Mér er sama hvað allir hinir sögðu, þeir voru ekki til að festa neinn trúnað við, það var bara Jón Bald- vin Hannibalsson sem ég treysti, því varð það mikið áfall þegar ég heyrði þann merka mann lýsa því yfir að við værum ekki aðilar að Persaflóastríðinu, mig tók það ekki svo sárt þó hinir væru því sam- mála, ég lagði hreinlega ekki svo mikið uppúr því, en Jón B. H., held- ur þú virkilega að við getum svona auðveldlega þvegið hendur okkar af því voðaverki, sem verið er að vinna þar? Nei, og aftur nei!! Við erum aðilar um leið og við sam- þykkjum þessar aðgerðir, og þó víð látum aðra vinna skítverkin fyrir okkur, þá hreinsar það okkur ekki af óþrifnaðinum, hvað gerði Pflat- us? Hann þvoði hendur sínar í aug- sýn mannQöldans og sagði „ég er síkn af blóði þessa saklausa manns“, en honum hefur aldrei tek- ist að telja nokkrum manni með opin augu trú uirt að svo væri, enda mun það einnig verða svo um okk- ur, við erum sek af þessu ódaeði jafnt þó við séum öll sammála um að það hafi purft að stöðva hemám Iraka í Kuvæt, — því það varð að gerast með allt öðrum hætti, það Jón Þorbergur Haraldsson skrif- ar grein í Velvakanda sem er nokk- uð sérstök hvað varðar álit hans á sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkj- anna við rússneska valdið annars vegar en hins vegar hemaðarárás íraks, að undirlagi Saddams á Kúveit, sjálfstætt ríki og friðsam- legt að því að best er vitað. Fleiri en Jón Þ. Haraldsson hafa látið til sín heyra í fjölmiðlum um þessi mál og telja að lítð hafi verið reynt að semja um frið við Saddam, sem er alls ekki rétt, meira að segja við hveija tiiraun friðarumleitana varð Saddam harðari í horn að taka og brást ókvæða við, aftók að gefa Kúveit fijálst, Jþað yrði óaðskiljan- legur hluti af Irak framvegis. Hvað áttu íslendingar að gera í þessu máli? Gefa yfirlýsingu um að Kúveit kæmi okkur ekkert við né sjálfstæði smáþjóða. Eystrasaltsrík- in stæðu okkur nær og þar ættum við að einbeita okkur um samstöðu, en hún á að vera auðmjúk og undir- gefin að sumra áliti er virðist. Það * Osanngjarnt skattafyrir- komulag Til Velvakanda. Mig langar til að segja nokkur orð um staðgreiðslu skatta. Nú er það þannig að ef eiginkona er hús- móðir og eiginmaðurinn vinnur fulla vinnu, fær hann að nota 80 prósent hlutfall af skattkorti eiginkonunnar en ekki 100 prósent. í raun er ríkið að hirða þessi 20 prósent af skatta- kortinu í sinn vasa því þau nýtist heimavinnandi aðilanum engan veginn. Er ekki kominn tími til að breyta þessum 80 prósentum í 100, því útivinnandi aðilinn hefði jú ör- uggleg í mörgum tilvikum not fyrir þessi 20 prósent. Þetta fyrirkomulag er í mótsögn við þá umræðu að þjóðfélaginu beri að launa mæðrum sem kjósa að vera heima hjá börnum sínum í stað þess að vera á vinnumarkaðinum og nýta sér dagvistun. Það væri mjög gott framtak ef það gengi í gegn! En er það ekki ein leið líka að auka hlutfallið á aukaskattkort- inu úr 80 prósentum í 100 prósent? Ég vona að þetta verði tekið tii endurskoðunar hjá hinu opinbera. í von um breytingu. Móðir má ekki styggja skógarbjörninn í austurvegi, valdhafana í Kreml, enda sýnir hann klærnar strax. Nokkurn veginn sami verknaðurinn í báðum tilfellum, Eystrasaltsríkin tekin í hernaði og framhaldið um líf þess fólks sem þar bjó og býr þar enn er martröð yfirgangs og ofbeldis, næstum útrýmt menningu þess og þjóðerni á þeim tíma sem löndin hafa verið hersetin af erlend- um kúgurum og fólkið flutt nauð- ungarflutningum til Síberíu í þrælk- un og Rússar fluttir inn í löndin í staðinn til njósna og eftirlits og útrýmingar tungu þessara landa. Er ekki kominn tími til að hjálpa þessu fólki til þjóðfrelsis? Kúveit er ríki sem ráðist er á, á friðartímum, og sama er að segja um árásina á frelsisbaráttu Eystra- saltsríkjanna fyrir stuttu. Það er kominn tími til að stoppa slíkt og þó fyrr hefði verið víða annars stað- ar, af svonefndum Sameinuðu þjóð- um sem hafa látið yfirgang og vald- beitingu viðgangast í 50 ár. Við íslendingar höfum ekki tök á að stöðva slíkan yfirgang og mik- ið lifandis skelfing er her okkar lítils megnugur, svo er fólk íslands að efast um hvort við séum þátttak- endur í því stríði sem nú geisar og við ráðum engu um, þvílík fírra, að við séum þar þátttakendur. Við erum fylgjandi því að Eystrasalts- ríkin fái frelsi undan oki kommún- ismans og einnig viljum við að Kúveit fái frelsi á ný en það er mikill munur á aðstæðum. Því mið- ur virðist kommúnisminn vera enn samur við sig þrátt fyrir tilraunir í átt til mannsæmandi þjóðfélags- legrar framvindu í efnahags- og fijálslyndisátt. Það er engin tilviljun að Saddam réðst á Kúveit, hann samdi frið við írani, lét af hendi landsvæði sem áður var barist um til tryggingar því að hann gæti verið óhultur með stríðsáformin. Nú átti að sameina arabaríkin, taka þau með hervaldi og ýmsu samn- ingabraski og ná þannig aðgangi að Israel því valdadraumar hans eru miklir undir hatti islamstrúarinnar, hann telur sig líklega síðasta spá- mann islams, valinn af guði. Mjög líkar eru fyrirætlanir Saddams og Hitlers, þeir beijast á sams konar hátt fýrir áformum sínum, sem er útrýming einstaklinga og samtaka sem þeim var og eru ekki að skapi, eins og sjálfskipaðra valdstjóra er siður i umræddum heimshlutum, án nokkurrar samvisku til þess að það sé í andstöðu við trúarbrögð eða mannréttindi, en það er önnur og lengri saga. Jón Þorbergur Haraldsson hefur að því er best verður séð af skrifum hans orðið fyrir sárri reynslu af orðum Jóns Baldvins utanríkisráð- herra og er þá best hjá honum að endurmeta afstöðu sína til jafns, úr því dýrðarljómi utanríkisráð- herrans er svo glæsilegur, sem hann lýsir svo glöggt. Fyrir mitt leyti sé ég ekki þennan dýrðarljóma af gerðum utanríkisráðherrans fremur en margra annarra sjálfstæðisunn- enda sem vel hafa unnið að þeim málum. Oft bregðast krosstré eins og Jón Þorbergur kemst að raun um. Svíar hafa orðið þess aðnjót- andi að vernda sjálfstætt sitt í orði en vilja svo ekki virða sjálfstæðis- baráttu nágranna sinna og hjálpa. Svona er nú sósíalisminn óábyrgur þegar á reynir og kemur til væntan- legs stuðnings nágrannans til hjálp- ar þeim smáu þegar mest liggur við. Framgangur Svía er til skamm- ar í þessu máli, þeirra sjónarmið eru sífellt að þróast til kommúnisma og efnahagur á niðurleið eins og hjá öðrum sósíölskum ríkjum. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Víkveiji skrifar ó að það hafi óneitanlega haft eitthvert upplýsingagildi allra fyrstu dagana eftir upphaf átak- anna við Persaflóa að Ríkissjón- varpið sendi út dagskrá gervi- hnattastöðvarinnar Sky og Stöð 2 dagskrá CNN er erfitt að sjá hvaða tilgangi þessar útsendingar eiga að þjóna lengur. Að minnsta kosti í núverandi umfangi. Þannig virðist uppistaðan i fréttum Sky þessa dagana vera fréttir a_f veðri á Bret- landseyjum! Er það hlutverk ís- lenska Ríkisútvarpsins að koma slíku efni á framfæri í gegnum dreifikerfi sitt? Þá kveikti Víkverji tvívegis á Ríkissjónvarpinu/Sky um síðustu helgi, annars vegar á laug- ardagsmorgni og hins vegar á sunnudagsmorgni. í bæði skiptin var verið að sýna sama þáttinn um þekktan breskan söngleikjahöfund. Var þáttur þessi reyndar sýndur í Ríkissjónvarpinu sjálfu fyrir einu til tveimur árum. XXX Til samanburðar má nefna að í Þýskalandi, þar sem Víkveiji var staddur við upphaf átakanna, tóku einar þijár sjónvarpsstöðvar, RTL-Plus, Sat 1 og Tele 5, upp á því að senda út fréttir CNN eftir að dagskrá lauk. Upp á þessa þjón- ustu var hins vegar einungis boðið í þá örfáu daga sem grundvöllur var fyrir henni hvað fréttagildi varðaði og það sem meira var, allt efnið frá CNN var þýtt viðstöðu- laust og að því er virtist vandræða- laust yfir á þýsku. Væri ekki rök- rétt, að minnsta kosti af hálfu Ríkis- sjónvarpsins, að fara nú að tak- marka eitthvað þessar gei-vihnatta- útsendingar? XXX að var margt sem kom Víkveija skondið fyrir sjónir í því fréttaflóði sem dundi yfir eftir að átök brutust út. Skömmu eftir að aðgerðir bandamanna hófust horfði Víkveiji á þátt er nefnist Continent- ales á frönsku sjónvarpsstöðinni FR3. Er þáttur þessi á dagskrá á hveijum morgni virka daga og er uppistaðan yfirlit morgunfrétta frá helstu sjónvarpsstöðvum Evrópu. Var Persaflói uppistaða frétta alls staðar þennan morgun eins og gef- ur að skilja. Meðal annars var tengt við morgunfréttir ítölsku stöðvar- innar Rai Uno. Þegar franska sjón- varpið tengdi yfir í ítalska sjónvarp- ið tengdi það yfir í bandarísku sjón- varpsstöðina CNN sem loks tengdi yfir til London og sýndi frá blaða- mannafundi fyrir utan embættisbú- stað breska forsætisráðherrans. Allt var þetta þýtt beint yfir á ítölsku af Rai Uno og svo aftur yfir á frönsku af þuli FR3. Átti Víkveiji bágt með að bægja þeirri hugsun frá sér að þrátt fyrir alla dásemd alþjóðlegrar fjölmiðlunar væri þarna komið aðeins of mikið af hinu góða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.