Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991 Minning: Séra Þorsteinn Bjöms- son fríkirkjuprestur Fæddur 1. júlí .1909 Dáinn 8. febrúar 1991 í dag verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík séra Þorsteinn Bjömsson fyrrv. fríkirkjuprestur um tuttugu og átta ára skeið. Þorsteinn var bekkjarbróðir minn í Mennta- skólanum í Reykjavík og heimili- svinur minn um áratugaskeið og er mér því skylt að minnast hans með nokkrum orðum og þakka honum og konu hans fyrir ánægjulegar samverustundir og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Þorsteinn fæddist 1. júlí 1909 í Miðhúsum í Garði, sonur Björns Þorsteinssonar, siðar bryggjuvarðar í Hafnarfírði um langan tíma, og konu hans Pálínu Þórðardóttur. Hann lauk guðfræðiprófi frá Há- skóla íslands 1936 og gerðist þá prestur í Árnesprestakalli í Stranda- sýslu og var það um sjö ára skeið. Þá var hann kosinn sóknarprestur í Sandaprestakalli í Vestur-ísafjarð- arsýslu og gegndi því embætti 1943 til 1950, er hann náði kosningu sem fríkirkjuprestur í Reykjavík. Gegndi hann því embætti til 1978, er hann .lét af störfum fyrir aldurs sakir. Öll störf sín sem prestur rækti hann af fýllstu samviskusemi og myndar- skap, og fylgdi honum í öllu starfi sérstök góðvild og hlýleiki, svo öllum leið vel í návist hans. Kom honum þá í góðar þarfir, að hann var alveg sérstakur söngmaður og varð af þeim sökum hvert embættisverk að einskonar hátíð, er hann hóf upp rödd sína og lét hana flæða yfír viðstadda. Nutu menn söngsins af sérstakri hrifningu, sem þannig eerði athöfnina enn hátíðlegri en ella. Þorstéinn var einn af þeim mönn- um, sem var vinur manns alla ævi, þó að stundum væri langt á milli samfunda. Við lukum stúdentsprófí sama árið og er því margs að minn- ast frá samvistum okkar frá menntaskólaárunum, ljúfar og skemmtilegar endurminningar um glaðværar jafnt og alvarlegar sam- verustundir. í okkar bekkjardeild voru aðeins tíu nemendur, sem venj- ulega var kölluð tíunda hersveitin, legio decuma, eftir hinni frægu her- deild Cesars. Við tókum upp þann sið að hittast og halda fagnaðarfund fyrsta laugardagskvöld í þorra. Höf- um við haldið þessa fundi árlega á heimilum okkar til skiptis og rifjað upp gamlar endurminningar og var þá stundum glatt á hjalla og Þor- steinn hrókur alls fagnaðar. Þannig var hann góður félagi með vinum sínum, þótt á alvörustundum væri hann stilltur og prúður og traustur sem bjarg. Þorsteinn og kona hans, Sigurrós Torfadóttir, eignuðust átta börn, og var því oft líf og fjör á heimilinu, en umhyggjusamari ijölskylduföður en hann er vart hægt að hugsa sér. Alltaf var gaman að koma á heim- ili þeirra hjóna og ævinlega tekið á móti manni af rausn og hlýhug. Ég sendi ekkju hans, börnum og ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur, og bið honum Guðs blessunar á þeim leiðum, er hann nú hefur lagt út á. Blessuð verið minning hans. Egill Sigurgeirsson í dag er lagður til hinstu hvílu séra Þorsteinn Bjömsson, fyrrver- andi safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík. Hann lést á Hrafnistu í sl. viku á 82. aldursári. Séra Þorsteinn fæddist 1. júlí 1909 í Miðhúsum í Garði. Hann lauk guðfræðiprófi við Háskóla ís- lands árið 1936, var sóknarprestur í Árnesprestakalli í Strandasýslu frá 1936-1942 og í Sandapresta- kalli í V-ísafjarðarsýslu frá 1943- 1950. Séra Þorsteinn var kosinn til prestsþjónustu við Fríkirkjuna í Reykjavík árið 1950, þá rúmlega fertugur að aldri. Fríkirkjusöfn- uðurinn hafði þá starfað í rúma hálfa öld, og hafði vaxið og dafnað nær samfellt i prestskapartíð séra Olafs Ólafssonar, sem þjónaði söfn- uðinum frá 1902 til 1922, og séra Áma Sigurðssonar, sem tók við af séra Ólafí ungur að ámm og þjón- aði þar til hann féll skyndilega frá árið 1949. Séra Þorsteinn tók við embætti á viðkvæmum tímum, sem fylgdu í kjölfar prestskosninga. Honum auðnaðist þó undraskjótt að leiða söfnuðinn út úr því ölduróti og þjappa mönnum saman til nýrra starfa. Enda var maðurinn hvers manns hugljúfi. Séra Þorsteinn varð því skjótt vinsæll safnaðarprestur, hann þótti góður kennimaður og einiægur sálnahirðir. Safnaðar- starfíð var með miklum blóma með- an hans naut við, og lengi vel vom til dæmis fjölmennustu fermingarn- ar í borginni hjá séra Þorsteini. En ekki síst minnast margir hans fyrir það hversu mikill söngmaður hann var. Hann hafði undurfagra söng- rödd og heilluðust margir af því hve fallega hann tónaði í guðsþjón- ustum. Séra Þorsteinn þjónaði Fríkirkj- unni í Reykjavík lengur en nokkur annar prestur hingað til, en hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1978 og hafði þá þjónað í 28 ár. Á þeim tíma tók borgin miklum stakkaskiptum. Borgarbúum fjölg- aði ört og heilu hverfín risu upp hvert af öðru á skömmum tíma. Við það fjölgaði hverfískirkjum í borginni og tók sú þróun toll sinn af Fríkirkjusöfnuðinum,. Við það bættist að við búferlaflutninga inn- an borgarinnar féllu margir út af félagaskrá Fríkirkjusafnaðarins, sem reiddi sig.á manntalsskráningu opinberra stjómvalda. Margir þeirra sem féllu þannig af félaga- skrá safnaðarins vissu ekki af því fyrr en löngu síðar. Það verður því að teljast kraftaverk að séra Þor- steini og samfýlgdarmönnum hans skyldi takast að viðhalda sem næst félagatölu Fríkirkjusafnaðarins á þessum áratugum, og skila honum áfram sem stærsta söfnuði utan þjóðkirkjunnar til viðtakandi kyn- slóðar. Eftirlifandi eiginkona séra Þor- steins er frú Sigurrós Torfadóttir. Þeim varð átta barna auðið, sjö sona og einnar dóttur, sem öll lifa föður sinn. í frú Sigurrósu átti séra Þorsteinn tryggan félaga og lífs- förunaut. Markaði það spor sín í safnaðarstarfinu og gerði honum léttar að leggja gjörva hönd á plóg hvenær sem þurfti. í prestssetrinu í Garðastræti 36 fóru fram margar skírnir, hjónavígslur og aðrar at- hafnir á vegum safnaðarins, enda þótt heimilið væri stórt og mörgum börnum að sinna. Margt fríkirkju- fólk á um þetta dýrmætar minning- ar, og má nærri geta að tilveran var oft litrík í Garðastrætinu á þeim tíma. Við sem nú erum í safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík og stjórn Kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykja- vík, minnumst þjónustu séra Þor- steins Björnssonar með þakklæti í huga fyrir þau ómældu dagsverk, sem hann vann í þágu safnaðarins og fyrir fríkirkjufólk hvaðanæva að. Séra Þorsteins Björnssonar mun verða minnst sem eins af burðarás- unum í sögu Fríkirkjunnar í Reykja- vík; honum eigum við meira að þakka en fátækleg orð okkar fá lýst. Við kveðjum í dag hinn ástsæla safnaðarprest okkar með þökk fyrir samferðina, þökk fyrir leiðsögn hans í hartnær þrjá áratugi, og fyrir að gera hina jarðnesku tilveru okkar fallegri og tilkomumeiri með störfum sínum og atferli. Frú Sigur- rósu vottum við hluttekningu okk- ar, svo og börnum, tengdafólki, barnabömum og öðrum vanda- mönnum, og óskum blessunar al- föðurins.- Einar Kristinn Jónsson form. Fríkirkjusafnaðar- ins i Reykjavík. Enn höldum við áfram að hitta að máli gömul sóknarbörn sr. Þor- steins, sem minnast hans og frú Sigurrósar með gleði og hlýju, árin sem hann þjónaði Sandaprestakalli í Dýrafirði. Fólkið, sem fauk hjá því inni í Firði í veðrinu um daginn, fór fljótlega að rifja það upp, hvað sr. Þorsteinn söng vel og húsvitjaði fal- lega. Og fullorðnar konur, sem í ungdæmi sínu voru stúlkur í húsinu hjá frú Sigurrósu, hafa einatt orð á því, hvað prestsfrúin hafí verið lag- leg og glaðvær og kát. „Það var lán mitt að byija prest- skap norður á Ströndum,“ sagði sr. Þorsteinn við mig, þegar við sátum á tali í prestsherberginu í Fríkirkj- unni einu sinni sem oftar, „því að þar var ég ,svo heppinn að kynnast Sissu minni.“ Þau héldu upp á gull- brúðkaup sitt hinn 15. júlí 1989, þakklát fyrir langa og giftusamlega samfýlgd, enda unnu þau hvort öðru hugástum og voru ástfangin eins og unglingar fram á síðasta dag. Guð blessi og styrki frú Sigurrósu í erfíð- um sporum hennar núna. Sr. Þorsteinn Björnsson fæddist 1. júlí 1909 í Miðhúsum í Garði og voru foreldrar hans hjónin Björn Þorsteinsson, bóndi og sjósóknari þar og síðar biyggjuvörður í Hafnar- fírði og kona hans, Pálína Þórðar- dóttir. Hann lauk kandídatsprófi í guðfræði frá Háskóla íslands hinn 16. júní 1936. Tveimur mánuðum síðar vígðist hann aðstoðarprestur sr. Sveins Guðmundssonar í Árnesi á Ströndum, þar sem hann var sett- ur sóknarprestur árið eftir, en veitt brauðið sumarið 1938. Hinn 15. júlí 1939 gekk sr. Þor- steinn að eiga Sigurrósu Torfadótt- ur, dóttur hjónanna Torfa Þorkels Guðmundssonar, kaupfélagsstjóra á Norðurfirði á Ströndum, og konu hans, Ingigerðar Danivalsdóttur. Þau hófu að búa í Árnesi, auk þess sem sr. Þorsteinn tók að sér kennslu við heimavistarskólann á Finnboga- stöðum. Þetta voru góð ár og eftir- minnileg, enda félagslíf blómlegt í sveitinni. Þau áttu í fyrstu heima í læknishúsinu í Árnesi, því gamla prestssetrið var orðið hrörlegt. Samt átti það fyrir þeim að liggja að búa í því húsi um skeið, á meðan beðið var nýs prestsbústaðar, sem reistur var síðar og enn býr að. Eftir sjö ára starf í Árnesi, það voru fyrstu prestskaparárin og þar af leiðandi minnisstæð og kær, sótti sr. Þorsteinn um Sanda í Dýrafirði og fékk frá 16. júní 1944. Fimm árum síðar varð laust starf safnaðar- prests við Fríkirkjuna í Reykjavík. Var sr. Þorsteinn hvattur til þess að sækja og var hann kosinn fríkirkj- uprestur í ársbyijun 1950. Á 28 ára starfsferli í Reykjavík eignaðist hann marga meðhaldsmenn og vihi. Marg- ir burtfluttir Dýrfirðingar og Strand- amenn gengu í söfnuðinn til þess að njóta áfram þjónustu síns kæra sálusorgara. Stórmiklar annir hlóð- ust á sr. Þorstein og því erfiðari, sem safnaðarbörn Fríkirkjunnar búa í þremur sveitarfélögum: Reýkjavík, Kópavogi og á Seltjamamesi. Sr. Þorsteinn og frú Sigurrós eignuðust átta börn, sem eru þessi í aldursröð: Björn, bankastarfsmað- ur í Reykjavík, kvæntur Eddu Svav- arsdóttur; Torfi, starfsmaður Pósts og síma í Reykjavík, kvæntur Sig- ríði Kristinsdóttur; Páll, borgarfóg- eti í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Kristínu Þórsdóttur; Þorsteinn, flug- vélaverkfræðingur, kvæntur Hildi- gunni Þórsdóttur; Ingigerður, hús- freyja og fóstra á Seltjarnamesi, gift Hilmari Thorarensen; Gunn- laugur, húsgagnasmiður og starfs- maður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, kvæntur Ingibjörgu Ólínu Hafberg; Þorgeir, skrifstofumaður hjá Ing- ólfsapóteki í Reykjavík, og Guð- mundur, starfsmaður við Iðnskólann í Reykjavík, og er sambýliskona hans Bergþóra Skarphéðinsdóttir. Sr. Þorsteinn Björnsson var góður og dyggur kennimaður, er byggði prédikun sína ávallt á orði Guðs. Hann var mikill lestrarhestur og fylgdist eftir föngum með á sviði guðfræði. Altarisþjónusta hans var fögur og virðuleg. Rómurinn var dásamlegur og óviðjafnanlegur, söngröddin áhrifamikil með kórréttri raddbeitingu frá náttúrunnar hendi. Líkræður hans þóttu fagrar og hlý- legar og sagði hann eitt sinn við mig í gamni, að ýmsum þætti sér jafnvel láta betur að tala yfír dauðu fólki en lifandi. Sú athugasemd var gott dæmi um hljóðláta, en ríka kímnigáfu hans. Þegar hann hætti prestskap iýrir aldurs sakir festu þau Sigurrós kaup á íbúð í húsinu nr. 10 við Meðalholt í Reykjavík og fluttu í hana. Þar bjuggu þau rúman áratug, gestrisin og góð heim að sækja, með flesta veggi þakta einkar fallegu bóka- safni. Haustið 1988 kusu þau að flytjast á Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík. Við Ágústa færum frú Sigurrósu og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur við andlát kærs vinar, ásamt með þakklæti fyrir óbrigðulan góðhug í okkar garð, vinaþel og stuðning allan. Gunnar Björnsson Olafur Finnboga- son - Minning Fæddur 15. mars 1906 Dáinn 7. febrúar 1991 í dag kveð ég hinstu kveðju tengdaföður minn, Ólaf Finnboga- son. Það er erfítt að orða hugsanir sínar á slíkum stundum og ef til vill best að eiga þær út af fyrir sig. Ég vil þó með örfáum orðum þakka honum fyrir þær samverustundir sem ég átti með honum. Ólafur lést í Borgarspítalanum eftir erfiða sjúkdómslegu og ég er þess fullviss að hvfldin hafí verið honum kær. Ævin var orðin löng, allt frá því að hann tipplaði ungur strákhnokki í túnunum vestur í Dölum í upphafí nýrrar aldar til friðsældar elliáranna á síðasta ára- tug aldarinnar. Hann lifði mesta breytingaskeið í sögu þjóðarinnar, ár hinna öru þjóðfélagsbreytinga, öldina sem breytti örbirgð í aisæld. Ólafur fæddist á Svínhóli í Mið- .dölum í Dalasýslu en fluttist ungur að Sauðafelli í sömu sveit, þar sem ; hsusiiiííú iistí'i s insúÁÍ'Hó hann átti heima til 1936. Foreldrar hans voru Finnbogi Finnsson og Margrét Pálmadóttir. Hann ólst upp í stórum systkinahópi og eru fimm þeirra á lífi. Ólafur var bóndi á Sauðafelli frá 1935 til 1936 og fluttist síðan til Reykjavíkur, þar sem hann bjó alla tíð síðan, lengst af starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hann kvæntist Mörtu Maríu Árnadóttur frá Jörfa í Haukadal 12. september 1942 og eignuðust þau tvö börn, Hildigmnni og Hauk. Marta lést 19. september 1962. Hildigunnur ergift Jóni Skúl- asyni og eiga þau eina dóttur, Mörtu Maríu. Haukur er kvæntur undirrit- aðri og eru börn okkar tvö, Salka og Jökull. Árið 1964 fluttist María Skúladóttir ásamt Birgi syni sínum til Ólafs. Hún reyndist honum alla tíð góður félagi, Þegar ég kynntist Ólafí fyrir rúmum áratug var starfsævi hans lokið. Hann mátti muna tímana tvenn^. Hajim Hfðj nær alla öldina. Samt var það einhvern veginn svo að fyrri hluti hennar og það sem honum fylgdi stóð honum jafnan nær en hraði og tækni nútímans. Hann stóð þó föstum fótum í nútíð- inni og fylgdist alla tíð vel með atburðum líðandi stundar. Lestur góðra bóka var honum jafnan kær. Þrátt fyrir að hann byggi meiri hluta ævinnar í Reykjavík þá voru ræturnar fastar í gömlu bænda- menningunni. Hann skildi beturein- yrkjann sem yrkti jörðina á sinn . einfalda hátt en tækniundur nútím- ans. Firring mannsins frá umhverfi sínu var honum áhyggjuefni. Sveit- in, náttúran, dalirnir, engjarnar, fjöllin og einkum þó hestarnir stóðu hjarta hans næst, enda var hann góður hestamaður á sínum yngri árum. Ólafur var einlægur maður, hóg- vær og æðrulaus og aldrei var djúpt á kímninni, ef hann vildi svo við hafa. Hann var hreinn og beinn og sýndarmennsku átti hann ekki til. Mér var hann bæði traustur og ráðagóður. Ég á eftir að sakna hans. Ég þakka Ólafi fyrir samver- una. Megi hann hvíla í friði. Erna Gunnarsdóttir Afí Ólafur er ekki lengur inni á Hofteigi, hann er ekki heldur á spítalanum. Afi Ólafur er dáinn. Við hlökkuðum alltaf til að koma í heimsókn til afa, hann var svo góður og hlýr. Hjá afa mátti líka allt. Hann skammaði okkur aldrei. Alltaf vorum við velkomin og hann kvartaði stundum yfir að því að við kæmum ekki nógu oft. Afi hafði ávallt áhuga á því sem við vorum að gera. Marta var elst og var því eina barnabarn hans ,.lengi. Hopun) fann^t gapjan ,a,ft :)öd ■íiilí .f.: ' i. ;'/loii i 'óuj vrv gö ii hlusta á hana spila á píanó og beið eftir því að hún gæti spilað eitthvað af fallegu lögunum úr gömlu nótna- bókunum hans. Afi var vanur að leika við okkur, segja okkur sögur og var jafnvel til í eltingarleik við okkur Sölku og Jökul, sem erum yngri, ef við báðum hann um það. Það var líka notalegt að setjast í fang hans og láta hann róa með sig eins og hann gerði gjarnan. Eða bara sitja og rifja upp atburði dags- ins. Síðan varð afi veikur og hætti að geta tekið þátt í æsifengnum uppátækjum okkar. Hann varð bundnari rúminu. Samt tók hann þátt í leik okkar frá sófanum, sem hann svo gjarnan lá í. Við náðum í pokana með leikföngunum, sem afi geymdi inni í skáp, tæmdum þá í sameiningu fyrir framan sófann og þannig gátum við öll leikið sam- an. Það er skrítið að geta ekki heim- sótt afa Ólaf framar, en nú er hann ekki veikur lengur og líður vel. Hann er bara ekki lengur hjá okk- ur. Afí er hjá guði. Síðasta brosið á spítalanum munum við ailtaf geyma í minningunni Við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með afa. Marta María, Salka og Jökull ovri 6 c nlmoáiov IIIcvA .•ingni'gg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.