Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991 Hjálparstofnun kirkjunnar: Tvær milljónir kr. sendar til hungursvæða í Afríku HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar sendi í síðustu viku rúmlega 36 þúsund bandaríkjadali, eða sem svarar tveimur miHjónum íslenskra króna, til hungursvæða í Eþíópíu og Líberíu. Ráðgert er að senda frekara fjármagn á næstu vikum. Hungursneyð vofir nú yfir um 20 milljónum íbúa í fimm Afríkuríkjum, og óttast fulltrúar hjálparstofn- ana, sem starfa í þessum löndum, að neyð þessa fólks muni gleym- ast þar sem athygli heimsins beinist nú aðallega að atburðunum við Persafióa. Afríkuríkin fimm sem um ræðir eru Eþíópía, Angóla, Mósambík og Líbería. Hungursneyðin stafar ýmist af uppskerubresti af völdum þurrka eða erfiðleikum vegna styij- aldarástands í sumum löndunum. íbúar á þessum erffiðleikasvæðum geta ekki bjargað sér án utanað- komandi hjálpar. Árin 1984 og Sýnir í Amsterdam SÝNING á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar myndlistar-' manns verður opnað sunnudag- inn 17. febrúar í Lumen Travo- listhúsinu í Amsterdam. Á sýningunni verða kynntar nýjar teikningar eftir Þorvald og ber sýningin yfirskriftina „ Scene- shifter" eða Sviðsmaður. Sýningin í Amsterdam er ljórða einkasýn- ingin sem Þorvaldi býðst í viður- kenndu listhúsi ytra á tiltölulega stuttum tíma, en hann lauk fram- haldsnámi frá Jan van Eyck-aka- demíunni vorið 1989. Honum hefur að auki verið boðin þátttaka í al- þjóðlegum stórsýningum á borð við „For real now“, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í júlí sl. og í haust sýndi hann ásamt Guillaume Bijl, einum þekktasta myndlistar- manni Belga, í boði Zeno-X-list- hússins í Antverpen. Nú þegar hefur verið gengið frá þátttöku Þorvaldar í nokkrum sýningum á þessu ári, m.a. mun hann eiga stórt útiverk á sýningu í bænum Goes í Hollandi þar sem átta listamenn frá fimm löndum hafa verið fengn- ir til að byggja verk úti í breiðum síkjum sem umlykja miðbæinn. Sýningin heitir „ Byggt á vatni“ og verður opnuð í byijun júlí. „Þau tækifæri sem ég hef feng- 1985 þegar hungursneyð ríkti í Eþíópíu barst hjálp mjög seint, og er talið að allt að ein milljón manna hafi þá látist af völdum hungurs. Nú er lagt kapp á að þetta endur- taki sig ekki, og því er allt hjálpar- starf nú skipulagt mun fyrr en þá. (Úr fréttatilkynningu) Morgunblaðið/Lárus Karl Ingason Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður. ið eru svo fjölbreytt að ég hef get- að glímt við flest þau form sem ég vil vinna með og þeð er auðvit- að ómetanlegur skóli. Svo lærir maður líka að meta mikilvægi þess að láta þetta umstang ekki rugla sig í ríminu, heldur vinna eins og manni er eiginlegt hverju sinni og vera óhræddur við að játa allan barnaskapinn sem blundar í manni. Öðruvísi er þetta ekki hægt,“ sagði- Þorvaldur í stuttu spjalli við blaða- mann Morgunblaðsins. Sjóður til að hvetja vísindamenn til dáða TIL minningar um Katrínu Friðjónsdóttur hefur verið ákveðið að koma á fót sjóði er Alþjóðlegri kvennaráð- stefnu frestað ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta um eitt ár fyrirhugaðri alþjóð- legri ráðstefnu kvenna hér á landi, en ráðgert hafði verið að halda ráðstefnuna í júní næstkom- andi. Hugmyndin að ráðstefnunni kviknaði þegar bandaríska kvenfrels- iskonan Betty Friedan kom til ís- lands í júní síðastliðnum ásamt hópi bandarískra kvenna sem lengi hafa unnið í kvennabaráttu, en undirbún- ingur ráðstefnunnar verður sam- 1 vinnuverkefni íslenskra og banda- rískra kvenna. Á nýlegum fundi íslensku undirbúningsnefndarinnar með undirbúningsnefnd bandarískra kvenna í Washington var frestun ákveðin þar sem það var samdóma áiit beggja undirbúningsnefndanna að of naumur tími gæfist til undir- búnings ráðstefnunnar. ber nafnið Katrínarsjóður. Hlutverk sjóðsins er að hvetja norræna vísindamenn, einkum af yngri kynslóðinni, til dáða i rannsóknum félgagsfræði þekk- ingar. Katrín Friðjónsdóttir félags- fræðingur lést 2. desember 1990, 45 ára að aldri. Hún hlaut mennt- un sína við Háskólann í Lundi. Hún lagði einkum stund á rann- sóknir félagsfræði þekkingar og vísinda með megináherslu á fé- lagsvísindi. Eftirlifandi eiginmað- ur Katrínar, Bo Gustafsson, er prófessor í hagsögu við Háskólann í Uppsölum. í fréttatilkynningu segir að stærð sjóðsins og afl ráðist ein- vörðungu af þeim framlögum sem honum berast. Framlög ber að senda á sænskan póstgíróreikning nr. 310409-7336 og merkja fylgi- seðil með „Fonden“. Úr fréttatilkynningu JNNLEN-T Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hópurinn frá Polarisklúbbnum sem fór að leita snjóalaga um sl. helgi og endaði í skála við Veiðivötn. I leit að snjó á hálendinu JEPPA- og vélsleðamenn á höf- uðborgarsvæðinu kvarta sáran yfir tíðarfarinu þessa dagana, þeim finnst skorta snjó. Hlýindi að undanförnu hafa valdið því að erfitt er að finna snjóalög á hálendinu og menn komast því ekki í hefðbundnar vetrarferð- ir á tækjum sínum. En nokkrir fílefldir vélsleða- menn fóru að leita að snjó sl. helgi á vegum Polarisvélsleða- klúbbsins. Fundu þeir vélsleða- hæfan snjó við Sigöldu og óku yfir frosna Tungná upp í Veiði- vötn og síðar að rótum Vatnajök- uls. Fögnuðu þeir skafrenningi sem gerði vart við sig á leiðinni, töldu hann merki um betra færi á næstu vikum. Yfir fimm hundr- uð nýir vélsleðar hafa verið seldir á árinu og eru því margir kappar orðnir óþreyjufullir að nota tæki sín. Sömu sögu má segja um Jafnvígur í snjó og vatni. Vélsleðum má aka á vatni eins lengi og ferðinni er haldið hæfilegri. Hér þeysir einn kappana fyrir framan skálann í Veiðivötnum. hundruð jeppamanna, sem hafa breytt sínu ökutækjum og gert þau klár fyrir veðravíti vetrar á Q'öllum. Allir bíða þeir eftir snjó- komu, á meðan aðrir landsmenn prísa sig sæla með blíðviðrið. Krakkarnir sem fengu viðurkenningu á barnalistsýningunni í Hyvinkaa: Talið frá vinstri eru á mynd- inni Reynir Sigurðsson, Hafþór Helgi Helgason, Salka Guðmundsdóttir og Erla Dögg Ólafsdóttir. Alþjóðleg listsýning barna í Finnlandi: Fjórir íslenskir krakk- ar hlutu viðurkenningu FJÓRIR íslenskir krakkar hlutu viðurkenningu á alþjóðlegri listsýn- ingu barna sem haldin var í Hyvinkaa í Finnlandi fyrir skömmu. Það var Gagn og gaman, listsmiðja barna sem starfrækt hefur verið í Gerðubergi undanfarin þrjú ár, sem fékk boð í gegnum finnska sendiráðið að taka þátt í listsýningunni. Bar hún yfirskriftina „Gluggi að veröldinni" og var nú haldin í áttunda sinn. A sýninguna voru send frá Is- landi tíu myndlistarverk sem unnin voru á Gagn og gaman-námskeið- um 19á8 og 1989 og áttu mynd- verkin að tengjast nánasta um- hverfi barnanna eða ijölskyldu þeirra. Alls bárust á sýninguna 6148 verk frá 62 þjóðlöndum og voru 268 verk valin út sérstaklega á sýning- unni. Hlutu höfundar þeirra verka viðurkenningarskjal og skjöld. Tvær íslenskar stúlkur voru í þess- um hópi, þær Salka Guðmundsdótt- ir (fædd 1981) og Erla Dögg Ólafs- dóttir (fædd 1982). Þær hlutu viður- kenningu fyrir verk sín „Hættu- foss“ og „Lús í hári“ en bæði voru verkin unnin úr myndfæribandi á fyrsta námskeiði sumarsins 1989. Dómnefndin sá auk þess ástæðu til að veita 500 öðrum verkum sér- staka viðurkenningu. í þeim hóp voru þeir Reynir Sigurðsson (fædd- ur 1979) með sjálfsmynd og Hafþór Helgi Ilelgason (fæddur 1979) með þemaverk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.