Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 26
Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar: Tugmilljóna birgðir af óseld- um „Rússagaffalbitum“ ÆTLA má að Niðursuðuverk- 40-50 milljónir króna, sem ætlað smiðja K. Jónssonar og Co. eigi var á markað í Sovétríkjunum, vörur og hráefni að verðmæti þar af eru vörur, einkum gaffal- Jónas Ingimimdarson leikur á tónleikum JÓNAS Ingimundarson heldur tónleika í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju á morgun, laug- ardag, en þeir eru haldnir á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar og hefjast kl. 17. A tónleikunum leikur Jónas verk eftir Beethoven, Sjostakovits, Chopin og Schubert. Hann mun einnig kynna og leika „Myndir á sýningu“ eftir Modest Mussorgsky Jónas Ingimundarson píanóleik- ari á sal Tónlistarskólans á Akureyri í dag, föstudag kl. 16.00 til 17.30 og er fólk hvatt til að kynna sér þetta mikla tónverk. Jónas stundaði tónlistarnám í Reykjavík og var við framhalds- nám í Vínarborg, hann hefur frá því árið 1970 starfað sem píanó- leikari, tónlistarkennari og kór- stjóri. Hann hefur haldið fjölda tónleika bæði heima og erlendis, komið fram í útvarpi og sjón- varpi, tekið þátt í listahátíðum á Islandi auk þriggja annarrra landa. Hringleikhúsið í Bláhvammi Hringleikahús Akureyrar efnir tii öskudansleiks í Blá- hvammi í kvöld, föstudags- kvöldið 15. febrúar og hefst hann kl. 21.30. Frá því Hringleikahúsið kom síðast fram í lok síðasta árs hafa nýjar hljómsveitir litið dagsins ljós, auk þess munu farandsöngvari, fáein skáld og sjónleikarar koma fram í fyrsta skipti opinberlega. Dansinn verður því rofinn annað veifið og skemmtunin krydduð skáldskap, farandsöng og sjónleik í einum þætti svo danspörin geti blásið mæðinni. bitar sem búið var að semja um sölu á, en ekki voru teknir síðar hiuta árs. Vörurnar eru um 20 milljóna króna virði, en því til viðbótar hafði fyrirtækið aflað sér hráefnis þar sem vonast var eftir að nýr samningur yrði gerður. Forstjóri fyrirtækisins segir ástandið bágborið og fari síst batnandi eftir að samþykkt var að taka upp stjórnmáiasam- band við Litháen. Kristján Jónsson, forstjóri Nið- ursuðuverksmiðju K. Jónssonar hf., sagði að samþykkt Alþingis um að tekið yrði upp stjórnmála- samband við Litháen komi afar illa við lagmetisiðnaðinn, þar sem mikil óvissa komi í kjölfarið varð- andi áframhaldandi viðskipti við Sovétríkin. „Þetta kemur alveg hrikalega illa við okkur, það er mikil óvissa rikjandi, meiri en ver- ið hefur áður. Að mínu mati hafa stjórnmálamenn ekki hugsað dæmið til enda þegar þeir tóku þessa ákvörðun,“ sagði Kristján. Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar hefur átt viðskipti við Sovét- menn frá árinu 1963 og á síðustu árum hefur verið framleitt á mark- að þar eystra fyrir um 150 milljón- ir króna. Samningar um sölu á framleiðsluvörum hafa verið gerð- ir í lok ársins og á fyrri hluta árs hefur verið unnið við að framleiða upp í þá samninga. „Við enim bára að gutla svona við ýmis önn- ur verkefni núna, en inaður veit ekkert hvert framhaldið verður, það eru blikur á Io'fti. Þessir samn- ingar hafa verið okkur mjög mikil- vægir og við höfum getað treyst á þennan markað. Rússarnir eru viðkvæmir og þvi koma umræður eins og nú eru í gangi varðandi það að taka upp stjórnmálasam- band við Litháen sér mjög illa við þá, en þetta bitnar á fleiri aðilum en okkur. Ég tel að nokkurt óða- got hafi einkennt þessa ákvörðun stjórnmálamanna.“ Fyrirtækið á nú vörur, einkum gaffalbita sem samið var um sölu á fyrir siðasta ár að verðmæti um 20 milljónir króna. Þetta eru vörur sem Kristján sagði að ekki væri unnt að selja á aðra markaði. Þá hafði fyrirtækið aflað sér hráefnis þar sem gert var ráð fyrir að áframhaldandi samningar yrðu gerðir, sem enn hefur ekki orðið af. Kristján sagði að þar sem von- ast hefði verið til að nýr samning- ur yrði gerður hefði fyrirtækið keypt hráefni og í því væru að minnsta kosti jafn mikil verðmæti ef ekki meiri, þannig að fyrirtækið ætti birgðir fyrir andvirði 40-50 milljóna króna. Rotþróin heldur tvenna tónleika Rokkhljómsveitin Rotþróin frá Ilúsavík hefur brugðið sér bæjarleið suður til höfuðborg- arinnar og mun halda þar tvenna tónleika. Hljómsveitin hefur á síðustu árum komið fram á tónleikum í heimabæ sínum, en nú hafa með- limir hennar ákveðið að bjóða höf- uðborgarbúum áð njóta leiks henn- ar. Fyrri tónleikar hljómsveitarinn- ar voru í Kjallara keisarans í gær- kvöldi, en þeir síðari verða haldin- ir í Tveimur vinum og öðrum i fríi á sunnudag, en þar koma fram auk hinna húsvísku pilta, Dr. Gunni, Reptilicus og Bootlegs. Páll P. Pálsson Páll P. Pálsson stjórnar Blás- arasveitinni Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri undir sljórn Páls P. Pálssonar heldur tónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 17. febrúar kl. 17. A efnisskránni era eingöngu verk eftir stjórnandann, Pál P. Pálsson, og er þetta í fyrsta sinn, að heil tónleikaefnisskrá með verkum hans er flutt á íslandi. Meðal verka á tónleikunum er Konsert fyrir slagverk og blásara- sveit og ,-“Suite arctica“. Páll Pampichler Pálsson er löngu landskunnur sem stjórnandi og tónskáld. Hann hefur verið stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur, Karlakórs Reykjavíkur’ og Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og undanfarnar vikur hefur hann starfað með tón- listarfólki hér á Akureyri. Hann stjórnaði Kammerhljómsveit Ak- ureyrar fyrir skemmstu og hefur einnig haldið námskeið fyrir D- sveit tónlistarskólans, en þessir tónleikar era lokaverkefni nám- skeiðsins. Afmæliskveðja: Pálína Þórólfsdóttir frá Finnbogíistöðum í dag 17. febrúar er Pálína Þó- rólfsdóttir frá Finnbogastöðum á Ströndum 70 ára. Pálína Þórólfsdóttir er mikilhæf kona og manngæska hennar ein- kennir hennar verk, með öðram orðum, hún á sér fáa líka. Ef ráð- andi fólk væri líkt henni, þá væri íslenska þjóðin betur stödd bæði andlega, fjárhagslega og lífsglaðara og öllum liði betur. Pálína var ekki af þeirri manngerð að sækjast eftir starfi eða störfum í hinum af- skekkta hreppi til að sýna hrepps- búum veldi sitt og einræði eins og ég kynntist því miður í Árneshreppi af tveimur mönnum sem sóttust og tróðu sér í ýmis störf með réttu og röngu lengi vel. En eftir að ég komst að því þá vora þeir fljótir að hætta og segja sínum störfum Iausum. Pálína fæddist í Litlu Ávík 17. febrúar 1921. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Jónsdóttir Magnús- sonar í Litlu Avík og Þórólfur Jóns- son Björnssonar frá Kjós. Eignuð- ust þau hjónin sex efnileg börn eins og þau áttu kyn til í báðar ættir. En 1928 dó Guðbjörg frá sex börn- um, því elsta 10 ára. Þá var börnun- um komið fyrir á ýmsum bæjum í Árneshreppi. Pálína fór að Finn- bogastöðum til hinna mætu hjóna Þuríðar og Guðmundar Guðmunds- sonar oddvita og þar á Pálína lög- heimili ennþá. Pálína giftist ung að árum fósturbróður sínum Þorsteini Guðmundssyni og áttu þau tvö börn, Guðbjörgu, gifta Hjalta Guð- mundssyni i Bæ í Trékyllisvík og búa þau þar myndarbúi enda tóku þau við heimili foreldra Hjalta og góðum bústofni. Hjalti og Guðbjörg eiga fjögur börn og Guðmund, gift- an Helgu Eiríksdóttur og eiga bau tvö ung börn og búa á Finnboga- stöðum. Sfðan ungu hjónin Guðmundur og Helga tóku við Finnbogastaða- heimilinu lét Pálína innrétta her- bergi fyrir sig uppi á lofti undir súð og þar er öllu vel fyrir komið og mætti hver arkitekt vera montinn af þeirri innréttingu. Herbergið er lítið, en bæði eldhús og svefnher- bergi fyrir Pálínu, en það borða margir þar hjá henni og drekka kaffi með heimabökuðu brauði, sem er orðið sjaldgæft á heimilinum nú til dags. Eftir að séra Sveinn Guþmunds- son og hans mikilhæfa kona_ Ingi- björg Jónasdóttir fluttu frá Árnesi 1937, þá tók Þorsteinn á Finnboga- stöðum við símstöðinni heim til sín. Finnbogastaðaheimilið hefur alltaf verið stórt og myndarlegt heimili og gestagangur mikill og ekki minnkaði það með komu símstöðv- arinnar, stundum eins og í veitinga- húsi. Símnotendur komu á hvaða tíma dags, þrátt fyrir að þetta væri þriðja flokks stöð. Símanotendur borðuðu og drukku þar. Gyða syst- ir Þorsteins var við símann oft, þar til hún flutti til Akureyrar háöldr- uð. Einnig var póstafgreiðsla þar. Ekkert fast kaup, smá prósentur af sölu frímerkja og viðtalsbeiðna, hvar mundi unga fólkið nú til dags láta bjóða sér svona, smáþóknun og óvissa. Þorsteinn og Pálína báru djúpa virðingu hvort fyrir öðru, Þorsteinn skemmtilegur og ræðinn og Pálína mikil húsmóðir og myndarleg í öll- um verkum og ekki síst í matar- gerð sem var alltaf vel fram borin. Pálína og Þorsteinn voru skemmti- leg hjón. Ilún átti sér fáa líka og kom allstaðar fram sem mann- gæskukona og hafði alltaf það besta úr fólki. Hún var í ýmsum nefndum fyrir hreppsfélagið, var handa- vinnukennari við Finnbogabama- skólann og formaður sóknarnefnd- ar. Þorsteinn veiktist árið 1978 og var á ýmsum sjúkrastofnunum þar til hann lést árið 1983. Kom hann stundum heim smátíma á sumrin. Hann þráði svo konu sína, börn og heimili. Öll vildu þau allt fyrir hann gera, en hans sjúkdómur var svo mikill að hann þurfti alltaf að vera undir læknishöndum til þess að Iina kvalir sem fylgdu hans sjúkdómi. Pálína og Þorsteinn voru gift í rúm 40 ár, það var fyrirmyndarhjóna- band hjá. þeim og væri óskandi að það væri svo hjá öllum hjónum. Þau skildu svo vel hvort annað, þrátt fyrir að þau væru mjög ólík. Pálína hefur sl. þijá vetur verið á Akur- eyri í vinnu og haldið til hjá Guð- rúnu Melsted mágkonu sinni að Bjarnarstíg 2, Akureyri. Pálína kemur heim yfir sumarmánuðina og vonandi verður svo áfram, þrátt fyrir að hún sé búin að kaupa sér íbúð á Akureyri. Við hjónin þökkum henni ógleymanleg kynni og óskum henni allra heilla með afmælið. Lifðu heil og lengi. Þess óskar Regína Thorarensen, Selfossi. hljómflutningstæki Gæðo tæki ó góðu verði, eins og lesa mó um í virtum fagtímaritum. Sendum upplýsingar hvert ó land sem er. Hafið samband við Slmi (96) 23626 vy Glerirgolu 32 Akureyrí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.