Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991
33
Minning:
* *
Asa Asmundsdóttir
Fædd 15. nóvember 1928
Dáin 6. febrúar 1991
Hún var lögð til hinstu hvflu 14.
febrúar sl. á Ingjaldshóli á Snæ-
fellsnesi við hlið Sigurðar manns
síns sem lést fyrir 20 árum.
Ása Ásmundsdóttir var fædd í
Reykjavík, dóttir hjónanna Fann-
eyjar Friðriksdóttur og Ásmundar
Ásgeirssonar skákmeistara.
Þijú systkini átti hún, þau Ás-
geir, Friðrik og Ingibjörgu. Þegar
hún var þriggja ára að aldri fór hún
í fóstur austur til Mjóafjarðar á
bæinn Sléttu. Foreldrar hennar
höfðu þá slitið samvistum. Þar
dvaldi hún þar til hún kom aftur
til Reykjavíkur árið sem hún fermd-
ist.
Mér er ekki grunlaust um að
þrátt fyrir gott atlæti þar hafi hún
saknað þess alla ævi að hafa ekki
verið í foreldrahúsum sem barn.
Ung að aldri giftist hún Jóni
Mýrdal. Þau eignuðust þijú börn,
Fjólu, Gunnar Ásmund og Gunnar
Þór. Eftir nokkurra ára hjúskap
slitu þau samvistum.
Ása giftist öðru sinni Sigurði
Árnasyni vélstjóra, Breiðfirðingi að
ætt. Þau fluttu vestur á Hellissand
þar sem hann lengst af var vél-
stjóri á skipinu Skarðsvík.
Þau ár sem nú fóru í hönd skein
sól hamingjunnar í heiði. Þar
byggðu þau sér hús, eignuðust fal-
legft heimili og þeim fæddust fjórar
fallegar dætur, þær eru Ingibjörg,
Fanney, Sigrún og Ragnheiður.
„En bilið er skammt milli blíðu
og éls og brugðist getur lánið frá
morgni til kvelds.“ Hinn 1. maí
1970 lést Sigurður af slysförum.
Hans var sárt saknað af öllum sem
þekktu hann. Hvers manns hugljúfi
var hann og drengur góður. Myrkur
sorgar og saknaðar skall yfir heim-
ilið.
í hönd fóru erfiðir tímar fyrir
unga konu, að feta sig inn á nýja
braut og ná fótfestu í lífinu á ný.
Hún fluttist aftur til Reykjavíkur
og bjó þar ávallt síðan.
Ása átti miklu barnaláni að fagna
því öll eru börnin hennar mikið
mannkostafólk og hafa stofnað eig-
in heimili. Börnin þeirra elskuðu
Ásu ömmu og urðu henni mikill
gleðigjafi, enda nutu þau mikiis
ástríkis af hennar hálfu.
Kynni mín af Ásu hafa staðið í
hartnær tvo áratugi. En þau hófust
er Fanney dóttir hennar varð
tengdadóttir okkar hjónanna.
Mér varð fljótlega ljóst að í bijósti
Ásu sló viðkvæmt hjarta, fullt sam-
úðar, hlýju og nærgætni. Falleg
framkoma og prúðmennska var
henni í blóð borin. Þessir eiginleikar
hennar urðu þess valdandi að hún
var afar vinsæl í starfi. Allt frá því
að Droplaugarstaðir hófu starfsemi
og til síðasta dags starfaði Ása þar
og var elskuð af öllum sem nutu
aðstoðar hennar.
Við Guðsteinn kveðjum hana með
virðingu og þökk fyrir samfylgdina.
Öllum ættingjum hennar og vinum
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðju.
Ég bið Drottinn að vernda hana
um alla eilífð.
Ragnheiður Finnsdóttir
Stefán Kristjánsson,
frá Skálum - Minning
Kveðja til frænda
Þann 3. febrúar lést í spítalanum
í Keflavík frændi minn, Stefán
Kristjánsson, frá Skálum á Langa-
nesi.
Stefán var fæddur á Leifsstöðum
í Vopnafirði 3. júlí 1905. Hann ólst
upp með föður sínum, sem var
vinnumaður á prestsetrinu
Skeggjastöðum á Strönd. En þegar
Stefán var níu ára missti faðir hans
sjónina og flyst þá í Skála, til sonar
síns Þorvaldar og konu hans, Hall-
bjargar Daníelsdóttur frá Rjúpna-
felli, en þau voru afí og amma þess
sem þetta ritar. Þar er Stefán fram
á fullorðinsár.
Þetta var dæmigert sjávarheim-
ili. Gerðir voru út bátar, fískur verk-
aður heima og unnið að veiðarfæra-
gerð. Á vetrum var Stefán oft fjár-
Pennavinir
Enskur karlmaður vill skrifast á
við miðaldra íslenska konu til þess
að kynnast íslandi og menningu
þess. Skrifar á ensku og spænsku.
Biður um ljósmynd:
Ricardo Carreno,
17 Ramus Wood Avenue,
Orpington,
Kent,
England.
Tveggja barna 35 ára austur-
þýsk húsmóðir með m.a. mikinn
áhuga á íslandi:
Christa Junge,
1141 Berlin-Biesdorf,
Wuhlestrasse 8,
D.D.R.
Sautján ára vestur-þýsk stúlka
með margvíslega áhugamál, m.a.
hefur hún mikinn íslandsáhuga:
Karen Zhuber-Okrog,
Arndtstrasse 15a,
D-5800 Hagen 1,
W-Germany.
Sextán ára vestur-þýsk stúlka
með áhuga á hestum, tónlist o.fl.:
Maike Köhler,
Wagrierweg 1,
2000 Hamburg 61,
West Germany.
maður á ýmsum bæjum og var eft-
irsóttur af bændum til þeirra starfa.
Stefán flutti til Akureyrar 1944 og
gerðist starfsmaður við gróðrastöð-
ina á sumrum, en stundaði fjár-
gæslu á vetrum.
Upp úr 1953 hóf hann störf hjá
Rafveitu Akureyrar, en fór síðan
að stunda vertíðir suður á landi.
Þessa vinnu stundaði hann fram
um 1960, en flyst þá alfarinn suður
og sest að í Keflavík. Hann vann
lengst af í Hf. Keflavík sem flakari
og þótti vandvirkur og tryggur í
starfí.
Eftir að við hjónin stofnuðum
heimili var hann alltaf hjá okkur
um hátíðir. Börnum okkar þóttu
jólin ekki komin fyrr en hann var
mættur. Ávallt var hann hress og
grunnt á gamninu. Hann var bóka-
maður og hafði frábært minni.
Gaman hafði hann af rímum og
kvað vel heilu rímnabálkana.
Um ættir ræddum við oft og aldr-
ei brást að hann gat leiðbeint og
hjálpað. En hann var ekki allra.
Stundum virtist hann bregða yfír
sig hjúpi eða brynju, meðan hann
var að kynnast íólki. En hann var
vinur í raun þeim sem hann treysti.
Hann var barngóður, sérlega við
lítil böm og leiðbeindi þeim eftir
því sem þau stækkuðu og höfðu
þroska til að skilja lífið.
Stefán eignaðist einn son, Her-
mann, með Sigríði Vilhjálmsdóttur
frá Heiði á Langanesi. Annars var
hann einhleypur alla tíð. Hann átti
tvö hálfsystkini af föðurnum, Þor-
vald og Stefaníu. En af móðurinni
átti hann þrjú, Hafstein, Karl og
Signýju.
Sérstakar þakkir vil ég færa Jóni
Stefánssyni og Guðrúnu, konu
hans, fyrir alla þá umhyggju og
hlýju sem þau sýndu honum. Einnig
vil ég þakka starfsfólki Hlévangs
fýrir alla þá umhyggju og alúð sem
það lét honum í té, meðan hann
dvaldist þar. Við hjónin þökkum
fyrir samverustundirnar sem við og
börnin áttum með frænda. Við vilj-
um votta Hermanni og Guðrúnu
Jensdóttur, konu hans, okkar
dýpstu samúð.
Guð blessi frænda.
Fyrir hönd okkar hjóna og barna
okkar,
Ivar Þórhallsson
t
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
ODDS SIGURÐSSONAR,
Hvammi,
Fáskrúðsfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra-
húss Seyðisfjarðar.
Guð blessi ykkur öll.
Bjarnheiður Stefanía Þórarinsdóttir,
Þráinn Oddsson,
Sigþóra Oddsdóttir,
Erlingur Bjartur Oddsson,
Sigurður Oddsson,
Erla Oddsdóttir,
Oddur Stefnir Oddsson,
Dagbjört Þuríður Oddsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Páll Óskarsson,
Vilborg Halldóra Óskarsdóttir,
Helgi Heiðar Georgsson,
Anders Kjartansson,
t
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns og fósturföðurs,
ÓLAFS TRYGGVA JÓHANNESSONAR,
Bólstaðarhlíð 46,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Þorbjörg Björnsdóttir,
Gunnar Hámundarson
og vandamenn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARÍU GUÐBJARGAR OLGEIRSDÓTTUR
frá Akureyri.
Því góða starfsfólki, sem annaðist hana á hjúkrunardeild,
2. hæð, Hrafnistu, Hafnarfirði, viljum við þakka sérstaklega fyrir
umönnunina og hlýjuna í hennar garð.
Hörður Hjaltason, Einar Jóhann Olgeirsson,
Ingibjörg O. Hjaltadóttir og aðrir aðstandendur.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HELGU ILLUGADÓTTUR
frá Laugalandi,
Reykhólasveit.
Guðmundur Theodórsson,
Guðlaugur Theodórsson,
Guðbjörg Jónsdóttir, Sigurbjartur Sigurðsson,
Guðný Jónsdóttir, Stefán Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, dóttur, móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu,
ÞÓRHILDAR GUNNARSDÓTTUR,
Vesturgötu 45,
Reykjavík.
Þór Jakobsson,
Gunnar Þorkelsson,
Ásta Þórsdóttir, Knútur Benediktsson,
Guðný Þórsdóttir, Tryggvi Már Valdimarsson,
Þóra Margrét Þórsdóttir, Jón Eiríkur Rafnsson,
Margrét Gunnarsdóttir, Þorkell Gunnarsson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug er okkur var sýndur við
andlát og jarðarför
HELGA KR. GUÐMUNDSSONAR,
Holtsgötu 16,
Hafnarfirði.
Margrét Helgadóttir,
Sveinbjörg Helgadóttir,
Helga Helgadóttir,
Unnur Helgadóttir,
Helga Jóhanna Helgadóttir,
Ásbjörn Helgason,
Gyða Jóhannsdóttir,
börn og barnabörn.
Kristmundur H. Jónsson,
Hartmann Jónsson,
Árni Konráðsson,
Haukur Sigtryggsson,
Örlygur Pétursson,
Anna Runólfsdóttir,
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
séra ÞORSTEINN BJÖRNSSON
fyrrverandi Fríkirkjuprestur,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn
15. febrúar, kl. 15.00.
Sigurrós Torfadóttir,
Björn Þorsteinsson, Edda Svavarsdóttir,
Torfi Þorsteinsson, Sigríður Kristinsdóttir,
Páll Þorsteinsson, Guðrún K. Þórsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Hildigunnur Þórsdóttir,
Ingigerður Þorsteinsdóttir, Hilmar F. Thorarensen,
Gunnlaugur Þorsteinsson, Ingibjörg O.E. Hafberg,
Þorgeir Þorsteinsson,^
Guðmundur Þorsteinsson, Bergþóra Skarphéðinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Lokað
Vegna útfarar RUNÓLFS JÓNSSONAR, verk-
stjóra, verða skrifstofa og söludeild Reykjalundar
lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 15. febrúar
1991.