Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 19
Berklaveiki í vexti
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1991
Noregur og Evrópubandalagið:
Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttarilara Morgunblaðsins.
UM þrjár milljónir manna deyja árlega úr berklaveiki víða um heim.
Það eru fleiri dauðsföll en af völdum nokkurs annars sjúkdóms, að
sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Washington.
Stofnunin telur að verði ekki
þegar í stað gerðar ráðstafanir til
að hefta útbreiðslu berklaveikinnar
geti farið svo að sjúkdómurinn verði
að faraldri, sem fari um fjölda
landa.
WHO telur að um átta milljónir
manna smitist árlega af berkla-
veiki. Um 20 milljónir bera berkla-
veikisbakteríuna, sem berst milli
manna í andrúmsloftinu.
Flest dauðsföll af völdum berkla-
veikinnar eru í þróunárlöndunum:
1,8 milljónir dauðsfalla árlega í
I . ....iHIIIIH
Asíulöndum, 650.000 í Afríkulönd-
um sunnan Sahara, 220.000 í
Suður-Ameríku og 160.000 í Mið-
austurlöndum. Algengust er berkla-
veikin í aldursflokkunum 15-59 ára.
í iðnríkjunum eru dauðsföll af
völdum tæringar um 42.000 árlega.
Þar leggst veikin aðallega að öldr-
uðum, minnihlutahópum og inn-
flytjendum. Berklaveikin er hvað
algengust í Kína, Indlandi, Brasilíu,
Indónesíu, Nígeríu, Pakistan, Víet-
nam og á Filippseyjum.
Ú ; < 2 H t 1IH <11 2} & ^ * 4t tll u e ‘1 4 d <i . /
Vaxtalækkunin íBretlandi dugði ekki
‘Reuter
Vaxtalækkunin sem Englandsbanki tilkynnti á mið-
vikudag og nam hálfu prósentustigi reyndist ónógur
hvati fyrir verðbréfamarkaðinn. Verðbréfamiðlarar
segja að frekari lækkanir þurfi til þess. Að jafnaði
verða um 50 bresk fyrirtæki gjaldþrota á hveijum
degi og er háum vöxtum einkum kennt um. Skýrt
var frá því í gær að atvinnulausum hefði fjölgað
um 109.366 í janúar og er þetta mesta fjölgun á
einum mánuði í fimm ár. Fjöldi atvinnulausra nálg-
ast nú aðra milljón, er 1.959.447. Á myndinni sem
tekin var í kauphöllinni í London á miðvikudag gefa
verðbréfamiðlarar merki um að þeir hafi áhuga á
að kaupa það sem í boði er.
EFTA-EB:
Samið um aðild EFTA
að ERASMUS-áætluninni
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
GENGIÐ var í gær frá samkomulagi á milli Evrópubandalagsins
(EB) annars vegar og aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu
(EFTA) hins vegar um aðild EFTA-ríkjanna að svo kallaðri ERAS-
MUS-áætlun. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að auknum sam-
skiptum Evrópuþjóða með því að greiða fyrir samstarfi og kynnum
á milli háskóla, háskólakennara og nemenda. Samningurinn tekur
gildi skólaárið 1992-1993.
Samningur EB við EFTA-ríkin
um ERASMUS er gerður innan svo
nefnds Lúxemborgarferils og er
tvíhliða á milli EB og sérhvers
EFTA-ríkis auk Lichtenstein sem
gekk frá sams konar samningi. Með
aðildinni að ERASMUS verður
íslenskum háskólanemum gert
kleift að sækja hluta af námi sínu,
eina önn eða meir, til háskóla ein-
hvers staðar innan EB. Samningur-
inn nær ekki til EFTA-ríkjanna infi-
byrðis.
Háskóli íslands yrði að ábyrgjast
viðurkenningu á því námi sem
stundað væri í öðrum háskólum á
vegum áætlunarinnar. Háskóla-
nemi sem stundar nám á vegum
ERASMUS fær greiddan ferða-
kostnað og mismun á framfærslu-
kostnaði í heimalandi og landi þar
sem nám er stundað. Öllum skóla-
og kennslugjöldum er sleppt auk
þess sem neminn heldur öllum rétt-
indum til styrkja og lána í heima-
landinu.
Tungumálanám og gagnkvæm
kynni af menningu og fólki annarra
Evrópuþjóða er kjarninn í ERAS-
MUS-áætluninni. Þess vegna er
gert ráð fyrir að greiða út sérstaka
styrki vegna óhjákvæmilegs tungu-
málanáms í tengslum við námsdvöl
erlendis. Nemendur allra æðri
menntastofnana eiga aðgang að
ERASMUS-áætluninni en það er í
valdi aðildarríkja áætlunarinnar að
skilgreina einstaka skólastofnanir.
Gert er ráð fyrir að þeir nemendur
sem sækja um þátttöku hafi þegar
hafið nám þannig að nemendur á
fyrsta ári koma varla til greina.
Jafnframt er innan áætlunarinnar
lögð áhersla á að stuðla að sam-
vinnu á milli æðri menntastofnána
með því að styrkja undirbúning og
þýðingar á kennsluefni, örva tungu-
málakennslu og niðurgreiða ferðir
starfsfólks til annarra háskóla.
Áætlunin gerir og ráð fyrir að
greiða megi laun afleysingakennara
til að greiða fyrir heimsóknum á
milli skóla. Sérstök áhersla er lögð
á að hvetja til náins samstarfs á
milli háskóla bæði um skipulag
náms og kennsluefni. Gert er ráð
fyrir að háskólar geri sín á milli
samstarfssamning t.d. um gagn-
kvæma viðurkenningu á námi til
að greiða fyrir nemendaskiptum.
Innan ERASMUS er og unnið að
því að auka samskipti háskólakenn-
ara með ferða- og framfærslu-
styrkjum.
Kostnaði vegna áætlunarinnar
er skipt á milli aðildarríkjanna í
hlutfalli við þjóðartekjur. Framlag
EB fyrir árin 1990-1992 er 200
milljónir ECU (15 milljarðar ÍSK).
Framlag EFTA-ríkjanna verður
samanlagt 14% af framlagi EB.
Fyrir árið 1992 yrði framlag Islénd-
inga, ef þeir greiddu framlag að
fullu það ár, 7,5 milljónir ÍSK Aætl-
unin kemur til með að ná til rúm-
lega 3.500 nemenda í níu æðri
menntastofnunum á íslandi.
Andstaða við EES
kallar á afstöðu
til aðildar að EB
- segir Gro Harlem Brundtland
GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, sagði á þriðju-
dag að svo kynni að fara að Verkamannaflokkurinn norski þyrfti
að taka til umfjöllunar hugsanlega aðild Norðmanna að Evrópu-
bandalaginu (EB) á landsfundi flokksins í næsta mánuði.
Að sögn dagblaðsins Financial
Times hefur Brundtland einnig var-
að við því að Norðmenn muni þurfa
að taka afstöðu til EB-aðildar neiti
norska Stórþingið að staðfesta
væntanlegan samning EB og
Fríverslunarbandalags Evrópu
(EFTA) um Evrópska efnahags-
svæðið (EES). Talsmenn norska
Miðflokksins hafa lýst yfir eindreg-
inni andstöðu við EES-samninginn
og innan Verkamannaflokksins ger-
ast þær raddir háværari að sú leið
henti Norðmönnum ekki. Hins veg-
ar beri að leita eftir viðræðum um
endurbætur á fríverslunarsamn-
ingnum við EB frá árinu 1973.
Deilur um EES-viðræðurnar urðu
ríkisstjórn Jans P. Syse að falli á
síðasta ári og voru það einkum kröf-
ur Miðflokksins um undanþágur í
samningnum í nafni hagsmuna
Norðmanna sem leiddu til stjórnar-
slita.
í frétt' Financial Times segir að
Brundtland eigi í erfiðleikum með
að tryggja stuðning á þingi við
EES-samninginn. Samkvæmt ný-
legri skoðanakönnun telja 80%
landsmanna að Noregur verði orðið
eitt af aðildarn'kjum EB árið 2000.
Á hinn bóginn kveðast einungis 39%
prósent vera hlynnt aðild að EB en
46% segjast vera því andvíg.
Bridge-I
Flugleiða
Hótel loftleiðum
15.-18. febrúar
Ómar Sharif einn þekktasti
bridgespilari heims
er meðal þútttakenda.
Forsætisrúðherra setur hútíðina
kl. 18:30 í dag.