Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991 13 Heimsókn til fjár- veitinganefndar eftir Gunnar Birgisson í október sl. fór bæjarráð Kópa- vogs í árlega ferð til fjárveitinga- nefndar Alþingis. í þessum ferðum leggur Kópavogsbær fram óskir um fjárveitingar til framkvæmda fyrir nefndina og biður um uppgjör á samningsbundnum framlögum ríkisins vegna framkvæmda í Kópa- vogi. En segja má að verulega sé farið að slá í sumar þessara krafna vegna aldurs. Móttakan Þegar bæjarráð bar að garði kom í ljós að aðeins 3 nefndarmenn af 9 voru mættir. Okkur til huggunar var þó eini fulltrúi suðvesturhorns- ins í fjárveitinganefnd þamamætt- ur. Stuttu eftir að bæjarráð Kópa- vogs hafði tekið sér sæti kom fjórði nefndarmaðurinn í salinn, fulltrúi landsbyggðarinnar, alþekktur mað- ur að dugnaði fyrir sitt fólk. Við bæjarráðsmenn spurðumst nú fyrir um fjarveru nefndarmanna sem við vorum komnir til að hitta. Okkur var tjáð, að einn væri heima að passa barnabarn sitt, annar var sagður vera í réttunum en hina var ekkert vitað um. Samsetning þessarar valdamestu nefndar þingsins er ærið umhugs- unarefni. Aðeins einn fulltrúi er fyrir meirihluta kjósenda í landinu. Hinir nefndarmennirnir em utan af landi. Landsbyggðin virðist leggja mikla áherslu á að eiga fulltrúa í fjárveitinganefnd. Enda sést afleið- ingin þegar úthlutanirnar eru skoð- aðar. Fé virðist veitt til margra hluta fremur vegna byggðasjónar- miða en tillits til hagkvæmni eða annarra þátta. Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes virðast vera í gleymdu deildinni á þessum bæ. Erindið Þegar við Bæjarráðsmenn bárum upp erindi okkar, þá var það strax ljóst að fyrir daufum eyrum var talað. Aðeins formaðurinn virtist hlusta á mál okkar en hinir nefndar- mennimir virtust áhugalausir og hálfdottandi. Það sem við Kópavogsmenn fór- um fram á var meðal annars greiðsla lögbundinna framlaga til löngu tímabærrar heilsugæslu- stöðvar í austurhluta Kópavogs. Ennfremur að knýja á um framlög til byggingar sundlaugar í Kópa- vogi, en þar hefur ríkið aðeins greitt 15.000 krónur til þessa dags. Einnig vildum við fara fram á fram- lag til hafnarinnar í Kópavogi auk þess sem við vildum fá fram upp- gjör gamalla skulda ríkisins við Kópavogskaupstað, allt aftur til ársins 1983. En þar koma til kostn- aður vegna heilsugæslustöðvar, vegna þjóðvegagerðar í þéttbýli og uppgjör vegna skóla og íþrótta- mannvirkja. Formaðurinn tók dauflega í er- indi okkar og fann því flest til for- áttu. Önnur mál myndu verða að ganga fyrir hjá nefndinni en okkar. Hvað er til ráða? Ljóst er að skuldir ríkisins við Kópavogsbæ eru verulegar. Fyrir liggur að þær teljast í hundmðum milljóna króna. Eftir viðbrögðum ijárveitinga- nefndar að dæma urðum við bæjar- ráðsmenn vondaufir um að nema- lítill hluti þessarar skuldar fáist greiddur og að flestar beiðnir okkar Kópavogsbúa um framlög frá ríkinu verði hundsaðar. Ef það er stefna fjárveitinga- valdsins að styðja einungis við upp- byggingu á Iandsbyggðinni en láta þéttbýlið á suðvesturhorninu lönd og leið, þá verðum við þéttbýlisfólk að taka til varna. Það vandamál, að ríkið geri ekki upp skuldir sínar við sveitarfélög er alls ekki bundið við Kópavogsbæ einan. Öll sveitár- félög á þéttbýlissvæðunum hafa þessa sömu sögu að segja. Hvaða möguleika eiga þessi sveitarfélög gagnvart ríkisvaldinu? Ein leið væri að láta lögfræðinga innheimta skuldimar, sem eru til orðnar vegna löglegra samninga milli ríkisins og Kópavogskaupstað- ar. Önnur væri samningaleiðin. En til samninga þarf fleiri en einn að- ila. Samningaleiðin hefur verið margreynd án mikils árangurs eins og nú sannaðist með þessari för bæjarráðs Kópavogs á fund fjár- veitinganefndar. Ríkið virðist ekki leggja mikið upp úr því að standa við samninga sína hér innanlands, þrátt fyrir yfir- lýsingar um hið gagnstæða. Eiga sveitarfélögin að fara að ástunda sömu vinnubrögð? Búum við í lýð- Gunnar Birgisson „Er það furða þótt það teljist nú til brýnni verkefna ríkisins, að bjóða út jarðgangagerð á Vestfjörðum fyrir 4 miiljarða og það án þess að fjármagn hafi verið tryggt, en að borga Kópavogi skuldir sínar.“ ræðisríki þar sem menn virða samn- inga eða er staða sveitarfélaga gagnvart ríkisvaldinu eins og staða Litháens gagnvart Moskvu? Afleiðingar vanefnda ríkisvaldsins Vegna vanefnda ríkisins safna mörg sveitarfélög skuldum með til- heyrandi vaxtakostnaði. Ef afstaða ríkisvaldsins breytist ekki í málum sem að þeim sveitarfé- lögunum snúa, sem ekki falla undir hina heilögu byggðastefnu, þá verða þessi byggðarlög að aðhafast eitthvað í málunum. Stjómendur þeirra geta ekki horft á fjármuni borgaranna brenna upp í vaxtabáii víxlarabúðanna, sem þeim er nauðugur einn kostur að leita til þegar svikin loforð ríkisins eru ekki gjaldgeng í daglegum við- skiptum. Þar sem öll rök hníga að því, að samsetning Alþingis ráði miklu um það, hvert fjármunum ríkisins sé veitt og endurspeglast í skipan fjár- veitinganefndar, þá verður sveitar- stjórnarmönnum nauðugur einn kostur að auka þátttökuna sína í landsmálum. Sveitarstjórnarmenn á suðvesturhominu geta ekki bara horft á það gerast, að gengið sé sífellt á rétt meirihluta landsmanna á Alþingi. Þessu verður að svara. Þróun í þessa átt er ef til vill að hefjast. Borgarstjórinn í Reykjavík fer á þing eftir næstu kosningar. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði sækist eftir þingmennsku. Báðir þessir menn hafa lýst því yfir, að þeir telji þingsæti nauðsynlegt til þess að styrkja sína heimabyggð. Þeir hafa vafalaust sínar ástæður fyrir þessari afstöðu. Ef til vil! hafa þeir fengið svipaða afgreiðslu og við Kópavogsmenn á fundi með landsbyggðarlega sinnaðri fjárveit- inganefnd Alþingis. Þetta leiðir svo hugann beint að því, sem er forsenda þessa vanda þéttbýlissvæðanna. Það er misvægi atkvæðanna eftir því hvar menn búa á landinu. Á Reykjanesi búa nú um 65.000 manns. Þar em 11 þingmenn. Á Vestfjörðum búa tæp- Iega 10.000 manns. Þeir hafa 5 þingmenn. Allir viðurkenna þennan vanda. En enginn gerir neitt í því. Er það furða þótt það teljist nú til brýnni verkefna ríkisins, að bjóða út jarðgangagerð á Vestfjörðum fyrir 4 milljarða og það án þess að fjármagn hafí verið tryggt, en að borga Kópavogi skuldir sínar. Við þéttbýlisfólk getum ekki un- að þessu lengur. Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogs. GLÆoIIE G []R EOKAMARKAÐUR í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR! Nú stendur yfir í bókabúðum Máls og menningar stórkostlegur bókamarkaður. Þar má gera reyfara- kaup á góðum bókum, gömlum sem nýjum - verðið er alit frá 50 kr.- og úrvalið er ótrúlegt! Hversdagshöllin kiljuútgáfa 1590 kr. Eva Luna kiljuútgáfa 1590 kr. Eva Luna segir frá kiljuútgáfa 1790 kr. Hús andanna kiljuútgáfa 1390 kr. r > r Bókabáð LmALS &MENNINGAR J LAUGAVEGI 18 •- SÍMI 24240 Bókabúð LmALS &MENNINGAR J SÍÐUMÚLA 7-9 - SÍMI 688577

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.