Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 20
MORGUNBliAÐIÐ PÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991
Reuter
Kevin Costner í hlutverki
Johns Dunbars lautinants í
myndinni „Ulfadansarar“.
Óskarsverðlaunin:
„Ulfadans-
arar“ fær 12
tilnefningar
Los Angeles. Reuter.
KVIKMYNDIN „Úlfadansar-
ar“ („Dances With Wolves“),
sem leikarinn Kevin Costner
leikstýrði og framleiddi,
hlaut tólf tilnefningar til
Óskarsverðlauna á miðviku-
dag - fleiri en nokkur önnur
mynd frá árinu 1981.
Kvikmyndin hlaut tilnefningu
sem besta myndin og einnig
fyrir leikstjóm. Kevin Costner
var nefndur til sem besti leikar-
inn fyrir leik í aðalhlutverki
myndarinnar. Meðleikendur
hans, Graham Greene og Mary
McDonnell, fengu einnig tii-
nefningar fyrir leik í aukahlut-
verkum. Myndin fékk jafn
margar tilnefningar og „Reds“,
með Warren Beatty í aðalhlut-
verki, árið 1981.
Myndimar „Dick Tracy“ og
„Guðfaðirinn, þriðji hluti“ fengu
sjö tilnefningar. „Draugar"
(„Ghost") hlutu fimm og var
Whoopi Goldberg nefnt til sem
besta leikkonan í aukahlutverki.
Yígvæðing Sovétmanna á norðurslóðum:
Langdrægum „Backfire“-
þotum fjölgað á Kóla-skaga
SOVÉTMENN hafa komið nýjum langdrægum sprengjuþotum af
gerðinni „Backfire" fyrir á Kóla-skaga. I frétt norska dagblaðsins
Aftenposten frá því á þriðjudag segir að hér ræði um heila flug-
sveit, sem venjulega telur 20 þotur. I frétt Reuíers-fréttastofunnar
er haft eftr talsmanni norska varnarmálaráðuneytisins áð Sovét-
menn ráði nú yfir 30-40 „Backfire“-þotum á Kóla-skaga í stað 20
áður. Johan Jörgen Holst, varnarmálaráðherra Noregs, segir þessa
þróun áhyggjuefni.
Í frétt Aftenposten segir að Sov-
étmenn hafi fyrst komið „Back-
fire“-þotum fyrir á herflugvellinum
í Olenegorsk á Kóla-skaga um ára-
mótin 1988/89. Vakti það mikla
athygli bæði í Noregi og á alþjóða-
vettvangi að svo öfiugum sprengju-
þotuni hefði verið bætt við herafla
Sovétmanna á norðurslóðum.
Líklegt þykir að höfuðstöðvar
nýju flugsveitarinnar séu einnig í
Olenegorsk en ekki iiggur fyrir
hvort þoturnar voru áður staðsettar
annars staðar í Sovétríkjunum eða
hvort hér er um nýjar flugvélar að
ræða. Johan Jörgen Holst, vamar-
málaráðherra Noregs, segir að stöð-
ugt sé unnið að því að styrkja flug-
sveitir Norðurflota Sovétmanna og
bendir á að þessi hluti heraflans sé
undanskiiinn í CFE-samningnum
svonefnda um niðurskurð á sviði
herafla og hefðbundinna vígtóla frá
Atlantshafi til Úralfjalla. Talsmað-
ur vamarmálaráðuneytisins norska
sagði á blaðamannafundi á þriðju-
dag að stöðugt væri unnið að því
að auka slagkraft Norðurflotans og
hefði engin breyting orðið þar á þó
svo Sovétstjómin hefði boðað stór-
felldan niðurskurð á sviði vígbúnað-
armála víða um heim.
„Backfire“-þoturnar koma í stað
sprengjuflugvéla af gerðinni „Bad-
ger“ sem fyrst komu fram á sjónar-
sviðið á sjötta áratugnum. Þotumar
era í senn langdrægari og bera
meiri vopnabúnað. Þær geta bæði
borið sprengjur og langdrægar stý-
riflaugar og vora mjög í sviðsljósinu
í SALT-viðræðum risaveldanna um
takmörkun langdrægra kjarnorku-
vopna á áttunda áratugnum.
Bandaríkjamenn töldu að SALT-2
samningurinn ætti ennig að taka
til „Backfire“-þotna þar sem þær
gætu gert sprengjuárásir á skot-
mörk í Norður-Ameríku. Þessu
höfnuðu samningamenn Sovét-
stjómarinnar og féllust risaveldin á
þá málamiðlun að takmarka bæri
framleiðslu þeirra vð 30 þotur á
ári hveiju.
Vestrænir vígbúnaðarsérfræð-
Pólverjar hóta að reka
Rauða herínn úr landi
Yarsjá. Reuter.
PÓLVERJAR sögðust í gær vilja komast sem fyrst að samkomu-
lagi við Sovétmenn um heimkvaðningu 50.000 hermanna Rauða
hersins sem enn eru í Póllandi ellegar yrði þeim vísað einhliða
burt. Voru Sovétmenn sakaðir um að reyna að draga lappirnar í
samningaviðræðum um þetta efni.
„Best er að komast að sam-
komulagi sem fyrst því ég minni
á að vera erlendra hersveita í landi
okkar er háð samþykki pólskra
yfirvalda.
. Og það era þau sem ákveða
hvenær leyfið rennur út,“ sagði
Krzysztof Skubiszewski, utanríkis-
ráðherra Póllands, við umræður á
þingi í gær.
Pólveijar vilja að sovésku sveit-
irnar verði á brott fyrir árslok og
hafa yfirvöld í Varsjá hafnað beiðni
Sovétstjórnarinnar um að brott-
flutningurinn hefjist í maí og ljúki
ekki fyrr en á miðju ári 1994.
Skubiszewski sagði að Pólveijar
teldu æskilegast að ríkin semdu
um brottflutning sveita Rauða
hersins. „En Sovétmenn draga
lappimar og tefja fyrir eðlilegri
lausn málsins," sagði ráðherrann.
Eru það harkalegustu ummæli
pólsks ráðamanns frá því samning-
ar hófust í nóvember sl. en fjórða
lota samningaviðræðnanna var
haldin í Varsjá í þessari viku.
Ná viðræðumar til heimkvaðn-
ingar sovéskra hersveita í Póllandi
og flutninga og dvalar 380.000
sovéskra hermanna sem kvaddir
hafa verið frá Þýskalandi.
Sagði ráðherrann að Pólveijar
hefðu ekki aðstöðu til að hýsa
sveitimar sem kallaðar yrðu frá
Þýskalandi.
Vilja ráðamenn í Varsjá ekki
veita leyfi fyrir því að sveitimar
fari um pólskt landsvæði fyrr en
samið hafi verið um heimkvaðn-
ingu sovéskra hermanna frá Póíl-
andi.
Skubiszewski sagði að samning-
ar frá 1956 um vera sovéskra her-
sveita í Póllandi kvæðu á um að
Sovéskir hermenn á heimleið.
þær yrðu þar „eingöngu til bráða-
birgða og mættu með engu móti
skerða fullveldi pólska ríkisins.“
FRUMSYNDUR
UM HELGINA!
Hönnuðir Fiat eru þekktir fyrir að horfa til framtíðar.
En nútíðin - notagildið og hagkvæmnin gleymast ekki.
Frá þeim hafa komið tímamótabflar á undanförnum árum.
Fyrst Uno, síðan Tipo og nú Tempra - bfll sem að mati
sérfræðinga keppir við þá bestu í sínum flokki.
Kemur þar margt til: Fallegt straumlínulaga útlit Tempra gleður augað og eykur að
sjálfsögðu sparneytni, enda er loftmótstaða aðeins 0,28 cd.
Geysilegt innanrými og allar hurðir opnast 80 gráður.
Innréttingar og búnaður af bestu gerð, og ekkert
sparað til að gera aksturinn hljóðlátan, þægilegan
og ánægjulegan.
Ryðvörn í heimsklassa. (;( X )ol Allt stál
ytra byrði galvanhúðað sem tryggir bes
hugsanlegu ryðvörn. 8 ára ryðvarnarábyrgð!
Staðalbúnaður er m.a. vökvastýri, veltistýri,
þokuljós, rafmagnsvindur í rúðum,
FIAT: TEMPRA