Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 36
36
II
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1991
Omar Sharif á Bridshátíð
Þátttaka Omars Sharifs á bridsmótum á 7. áratugnum vakti mikla athygli, enda var hann þá á
hátindi frægðar sinnar sem kvikmyndastjarna. Hann var líka mikið kvennagull og borðið hans var
ávallt þétt setið af konum, sem fylgdust mun meira með honum heldur en spilamennskunni. Þessi
mynd sem tekin var af Sharif á Olympiumótinu 1968 er dæmigerð fyrir þetta: Omar horfir á and-
stæðinginn en stúlkurnar horfa á Omar.
__________Brids_____________
GuðmundurSv. Hermannsson
ÞAÐ fór straumur um íslenska
bridsmenn þegar fréttist að von
væri á Omari Sharif á Brids-
hátíð. Um nafn hans hefur allt-
af leikið einhver sérkennilegur
ævintýraljómi, þótt hann sé
hvorki í hópi frægustu kvik-
myndaleikara né bestu brids-
spilara heimsins. Hann hefur
mikið aðdráttarafl og þátttaka
hans í Bridshátið er sannarlega
viðburður.
Omar Sharif fæddist í Egypta-
landi árið 1932 en hann er af
líbönskum ættum. Hann var mik-
ill íþróttamaður á yngri árum
sínum, og keppti fyrir Egyptaland
bæði í krikket og fótbolta. Og
bridsbakterían beit hann meðan
hann var að leika í sinni fyrstu
kvikmynd í Egyptalandi. í töku-
hléum las hann bækur og er sagð-
ur hafa gripið upp fyrir tilviljun
bridsbók eftir Charles Goren.
Síðan varð ekki aftur snúið.
Á næstu árum varð Sharif
heimsþekktur kvikmyndaleikari í
myndunum Arabíu Lawrence og
Doctor Zivago. Og hann notaði
frægðina og peningana sem henni
fylgdi til að auglýsa brids. Fór
meðal annars í heimsreisur með
ítölunum Garozzo, Belladonna og
Forquet sem vöktu mikla athygli
og þreyttist ekki á að lýsa því
yfír að hann tæki brids fram yfír
kvenfólk og peninga.
Sharif spjlaði í landsliði Egypta
á tveimur Ólympíumótum í brids,
því síðara 1968. Þá var sambúð
Egypta og ísraelsmanna með allra
versta móti og egypska landslið-
inu var bannað að spila við það
ísraelska, þótt það væri ekki við-
urkennt opinberlega. Egypsku
bridsmennirnir lögðust því allir í
flensu nema Sharif. Hann settist
niður við spilaborðið og gaf spilin
með ísraelsmönnunum. Að því
loknu stóð hann upp, þakkaði fyr-
ir sig og sagðist því miður ekki
mega spila við þá. Þetta þótti
egypsku ríkisstjóminni ekkert
sniðugt og Sharif féll í ónáð. Hins
vegar er þessi saga gjarnan sögn
sem dæmi um skapferli Sharif
sem þykir með afbrigðum vin-
gjarnlegur og aðlaðandi maður.
Á undanfömum ámm hefur æ
minna borið á Sharif í kvikmynda-
heiminum en því meira í brids-
heiminum. Hann spilar á öllum
frægustu mótunum enda þykir
mikill heiður að hafa hann sem
þátttakenda. Hann hefur hjálpað
Alþjóðabridgesambandinu að
skipuleggja alheimsbridsmót,
skrifar bridsþætti sem birtast í
blöðum og tímaritum um allan
heim. Og í fyrra skipulagði hann
mikla einmenningskeppni í Atl-
antic City í Bandaríkjunum, þar
sem vinur hans, Zia Mahmood,
vann hæstu verðlaun sem um
getur í brids, 2 milljónir króna.
Omar Sharif býr nú í Frakkl-
andi og spilar gjarnan við fremstu
spilara þar í landi. Uppáhalds
makker hans er sennilega Paul
Chemla, en þeir spila einmitt sam-
an hér.
Eins og fyrr sagði er Sharif
varia í hópi bestu bridsspilara en
hann er þó enginn aukvisi, og
bridsblaðamenn keppast um að
skrifa um spil sem hann spilar.
Hér er eitt þeirra:
Norður
♦ ÁKD
V Á74
♦ ÁD63
♦ Á103
Vestur Austur
♦ 6 ♦ 10832
V K10965 VDG82
♦ K974 ♦ 8
+ K95 4G762
Suður
♦ G9543
♦ 3
♦ G1052
♦ D84
Sharif sat í suður og endaði í
4 spöðum. Vestur var ekki sérlega
heppinn með útspil, spilaði út
trompsexunni, og Sharif tók ás
og kóng í spaða og sá trompleg-
una.
Á opnu borði sést að spilið
vinnst alltaf, þrátt fyrir spaðaleg-
una, þar sem að tígulkóngurinn
liggur fyrir svíningu. En það vissi
Sharif ekki, og sá, að ef hann tók
spaðadrottninguna, hjartaás og
trompaði hjarta til að taka síðasta
trompið, þá færi spilið niður ef
tígulkónirinn væri í austur, því
vömin ætti þá nokkra hjartaslagi.
En Sharif fann lausnina. Eftir
að hafa tekið spaðamannspilin í
borði spilaði hann litlu hjarta frá
ásnum. Nú gat hann trompað
hjarta heim, en hjartaásinn í borði
hélt valdi á spilinu.
íslenskir bridsáhugamenn geta
nú skoðað handbragð Omars Sha-
rifs á Hótel Loftleiðum um helg-
ina. Bridshátíðin byrjar þar á
föstudagskvöld klukkan 18.30 og
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra mun væntanlega
spila fyrsta spilið við Sharif.
>
í mars ætla
með fimmtiu manna hóp til
London að lcanna villtustu
næturklúbba borgarinnar.
Ármúla 5
FÉLAGSVIST kl.9.00
GÖMLU DANSARNIR o •
kl.10.30
^HIj óms veitin
£ 1 ■5. r Tíglar S.G.T.
Templarahöllin
2 J ‘Miðasala opnar kl. 8.30. * Góft kvöldverðlaun. * Staöur allra sem vilja
<■' *Stuð og stemning á Gúttógleði. * skemmta sér án áfengis
Góóan daginn!
ásamt Ellen Kristjánsdóttur
og Rúnari Georgssyni í kvöld
Snyrtilegur klœðnaður.
Miðaverð kr. 700.
Ath.: Matargestir á Mongolian Barbecue fá frítt inn.
Sunnudagur:
Blúskompaníið,
Bubbi Morthens og K.K.
(Kristján Kristjánsson og fél.)
DANSBARINN
Grensásvegi 7, símar 688311 og 33311
Mongolian Barbecue
Matarverð kr. 1.280,-
LVeislur, árshátíðir og aðrir hópar.
Hafið samband tímanlega.