Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 18
18" iser írAuaasrí .3i auoAauTgoa aiaAjaviuoaoií *IdÖRGUNBLAÐÍÐ- FOSTUDÁGURr 157 FÉBRÚAR 1991' Reuter Tsjúrkín sagði að ummæli sendi- mannsins, Jevgeníjs Prímakovs, eftir fund hans með Saddam væru „afar varfæmisleg". „Prímakov ræddi við Saddam Hussein og skýrði sjónar- mið okkar án þess að draga nokkuð undan og við vonum að Tareq Aziz færi okkur jákvæð viðbrögð," sagði talsmaðurinn. Hann bætti við Prímakov hefði reynt að sannfæra Saddam um að hann ætti einskis annars úrkosti en að kalla hersveitir sínar í Kúveit heim. „Við emm hæfí- lega bjartsýnir, sjáum ekkert sem gefur okkur vonir um að málið leys- ist í bráð,“ sagði hann. Míkahíl Gorbatsjov ræddi við Sahah al-Ahmed al-Sahah, utanrík- isráðherra Kúveits, í gærmorgun og tjáði honum að sovésk stjórnvöld styddu enn samþykktir Sameinuðu þjóðanna, sem kveða á um heim- kvaðningu íraskra hermanna úr Kúveit. TASS-fréttastofan hafði einnig eftir Gorbatsjov að Prímakov hefði sagt Saddam að tilgangslaust væri að reyna að ijúfa samstöðuna, sem náðst hefur á vettvangi Samein- uðu þjóðanna vegna Kúveitmálsins. Þa_ð voru einkum Sovétmenn sem sáu írökum fyrir vopnum áður en stríðið hófst og talið er að þeir séu í betri aðstöðu en flestir aðrir til að hafa áhrif á Saddam Hussein. Þeir studdu samþykkt Sameinuðu þjóð- anna um að heimila valdbeitingu til að koma írökum frá Kúveit en hafa ekki sent hersveitir til Persaflóa. Ali Akbar Velayati, utanríkisráð- herra írans, ræðir við sovéska valda- menn um stríðið í Moskvu í dag. Arásin á loftvarnabyrgið í Bagdad: Merki um að Iraks- her hafi notað byrg- ið sem fjarskiptastöð Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti ræðir við Sahah al-Ahmed al-Sahah, utanríkisráðherra Kúveits i Kreml í gær. Sovétmenn „hæfí- lega bjartsýnir“ á friðsamleg-a lausn Moskvu. Reuter. VÍTALÍJ Tsjúrkín, talsmaður sovéska utanrikisráðuneytisins, sagði í gær að sovésk stjórnvöld væru „hæfilega bjartsýn“ á að ferð sendi- manns Míkhails Gorbatsjovs Sovétforseta til Bagdad yrði til þess að binda enda á stríðið fyrir botni Persaflóa. Hann sagði ekkert benda til þess að Saddam Hussein íraksforseti væri reiðubúinn að kalla hersveitir sínar í Kúveit heim og það myndi ekki skýrast fyrr en Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks, heimsækti Moskvu í næstu viku. Flugmenn bandamanna sagðir vilja ítar- legri upplýsingar um skotmörk framvegis London, París. Reuter, Daily Telegraph. STJÓRNVÖLD í írak sögðu í gærkvöldi að 288 lík hefðu fundist í loft- varnabyrgi í Bagdad, sem flugvélar bandamanna gerðu loftárás á í fyrradag. Bandamenn fullyrða að fjarskiptamiðstöð hafi verið falin í byrginu. Ónefndur bandarískur flugliðsforingi sagði að meðal flug- manna bandamanna væri mikil reiði í garð Saddams Husseins fyrir að koma óbreyttum borgurum fyrir á hernaðarlega mikilvægum stað. Jafnframt myndu flugmennirnir krefjast þess að fá framvegis fullkomn- ari upplýsingar um skotmörkin sem þeim væri sagt að reyna að hæfa. „Enginn vill drepa hundruð kvenna og barna,“ sagði maðurinn. Heimildarmenn segja að umrætt um sést að margir og digrir kaplar byrgi, al Amariya, hafí upprunalega hafa legið út úr því og styður þetta verið mjög neðarlega á leynilegum lista yfir um 150 mikilvæg skot- mörk í Bagdad. Listi þessi var gerð- ur fyrir nokkrum mánuðum, honum er breytt reglulega eftir því sem upplýsingar berast m.a. um árangur loftárásanna og er hann í strangri vörslu Normans Schwarzkopfs, yfirmanns bandamannaherjanna. Fyrir tveim vikum fór að sögn tæknimanna bandamanna að berast stöðugur straumur boða frá byrginu til framlínusveita íraka og færðist byrgið þá ofar á listann. Ennfremur var það nýlega málað í felulitum sem benti enn frekar til þess að um hemaðarlega mikilvæga starfsemi væri að ræða á staðnum. Óbreyttir borgarar til að hindra árásir? Sky-sjónvarpsstöðin sýndi mynd- ir af staðnum í gær og sást að öflug- ar gaddvírsgirðingar voru umhverf- is byrgið. Schwarzkopf hershöfð- ingi sagði að Saddam Hussein hefði margoft sýnt að mannslíf væru einskis virði í hans augum. Allt benti til þess að íraksstjórn hefði látið óbreytta borgara vera í byrg- inu til að nota mannfall í röðum þeirra í áróðursstríðinu gegn banda- mönnum og reyna þannig að hindra flugmenn í að ráðast á fjarskipta- stöðina. Hershöfðinginn benti á að írakar hefðu flutt loftvamabyssu- stæði upp á þök íbúðarblokka; her- stjómendur þeirra vissu greinilega að bandamenn reyndu að forðast árásir a óbreytta borgara eftir mætti, írakar hefðu áður varið sig með „mannlegum skjöldum“. Sjón- varpsstöðin sagði að írösk yfírvöld virtust hafa flutt lík bama, sem farist hefðu í annarri árás fyrir nokkrum dögum, í byrgisrústimar svo að sjónvarpsmyndir bæmst af þeim um allan heim. Þak byrgisins var um fimm metr- ar að þykkt og styrkt miklum járna- bindingum; venjuleg loftvamabyrgi fyrir almenning eru afar sjaldan svo rammbyggileg. Á sjónvarpsmynd- fullyrðingar um að fjarskiptamið- stöð hafí verið einhvers staðar í byggingunni. Heimildarmenn í bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu, Pentagon, segja að nær öruggt sé að beitt hafi verið torséðum F-117A flugvélum, er ekki sjást í ratsjá, enda hafí ekkert loftvarna- merki verið gefið í Bagdad. Skotið hafí verið tveim leysistýrðum Paveway-sprengjum á byrgið. Önn- ur hafi hæft dyrnar en hin lent á fyrirfram ákveðnum stað, sem var inntaksop fyrir loft, og sprungið inni í byrginu. Reuter Reykjarbólstrar stlga út úr loftvarnabyrgi í Bagdad sem bandamenn réðust á í fyrradag. Tugir óbreyttra borgara, sem voru í byrginu, fór- ust að sögn íraskra stjórnvalda. Bandamenn segja að fjarskiptamiðsöð íraska hersins hafi verið falin í byrginu en samkvæmt Genfarsáttmála um stríðsrekstur er bannað að láta óbreytta borgara hafast við á hern- aðarlega mikilvægum stöðum. Langmestur hluti vopnasölu heimsins undanfarin ór hefur verift til Miðausturlanda. Vopnasalan i milljöröum Bandaríkjadala var órin 1983-87 sem hér segir: Miðousturlönd I Afríka | Austur-Asía Varsjórbandalagið Rómanska Ameríka Atlantshafsbandalagið Suður-Asía Hlutlaus Evrópuríki Tímaritið Newsweek: Stríðsfréttaæði á íslandi I NYJASTA hefti bandaríska vikuritsins Newsweek er grein um áhrif stríðsins fyrir botni Persaflóa á Islandi. Ritið segir frá því að einungis einn íslendingur sé í fjöiþjóða- hemum í Saudi-Arabíu, Hilmar Þór Amarson, sem gekk í frönsku útlendingahersveitina árið 1989. Um 70 ungir Islendingar hafí vilj- að fara að dæmi hans og óskað eftir inngöngu í sveitina í franska sendiráðinu, sem sinni hins vegar ekki slíkum málaleitunum. f greininni segir einnig að víkingasveit lögregiunnar hafí aukið viðbúnað sinn vegna stríðsins. Þessi sérsveit sé á varð- bergi gagnvart hugsánlegum hermdarverkum - „að því er virð- ist með góðum árangri. Hryðju- verkamenn hafa aldrei ógnað ís- landi.“ Ritið hefur eftir talSmanni lögreglunnar að helsta verkefni víkingasveitarinnar sé að tryggja að hennar verði ekki þörf. Ritið segir að íslendingum stafi ekki hætta af Scud-eldflaugum íraka en hins vegar hafi beinar útsendingar Stöðvar 21 á stríðsfréttum CNN valdið nokkr- um áhyggjum. Sumir telji að CNN sé helsta áhyggjuefnið. Greint er frá þeirri ákvörðun menntamála- ráðherra að afnema bann við út- sendingum á óþýddu sjónvarps- efni. Vitnað er í „hreintungumenn á Morgunblaðinu", stærsta blaði landsins, sem vari við hættunni á því að íslendingar muni tala „bjagaða íslensku“ verði ekkert gert til að stemma stigu við óþýddum sjónvarpsútsendingum. Flestir íslendingar eru hins vegar sagðir fagna því að einangr- un landsins skuli hafa verið rofín. Stríðsfréttir ómi hvarvetna. „Þetta land er fullt af fólki sem hefur ekki talað um annað en veðrið í fjörutíu ár,“ er haft eftir skáldinu Degi Sigurðarsyni. „Loksins hefur það eitthvað að tala um, enda grípa allir gæsina meðan hún gefst“. Vo Mi S nasalca til austurlanda Samtals nam vopnasalan í heiminum ó bessum tíma 237,7 milliöröum dala eða 13.325 milljöröum íslenskra króna. MeS i þeirri tölu eru svæði, sem ekki eru talin upp ó þessari töfiu. ..-1.-:......1 L $40 $60 $80 $100 Hverjir keyptu ffrá hverjum? Land Alls Aöalsöluland ] írak 29,9 Sovétríkin 14,1 1 Saudi-Arabía J8,3 Bandarikin 7,2 ] Sýrland 10,5 Sovétríkin 8,9 ] íran 8,9 Kína 1,8 ] Egyptaland 7,8. i .. • , Bandaríkin 3,4 3 ísrael 4,3 Bandaríkin 4,3 ] Jórdania 2,5 Sovétríkin 0,8 1 Jemen 1,5 Sovétríkin 1,3 1 Kúveit 1,3 Frakkland 0,5 Hverjir seldu Saddam áhriffa ríkusftu vopn hans? " Um 2.200 Scud- ■■■■ flougar fró Sovét- esílTSÍZi Jalia cr a5 fyrirlæki hofi selt Bööraaat'" ^00155 mm fallbyssur fró Suaur-Aftiku Jarðsprengjur frá Sovétríkjunum, og FrokklondiJ Joiwa ítuliu fleirum. AthjAllar tölur eru i milíjöröum Bandarikjadala. Heitniléh: KnqjhMk fibuiw Urn, U.S^ Antis Contml and and Arms Tmnsfm," flo/te Mamíng Uem og JIMC Mogazine. Um 1.000T-72skrið-‘ 113 Mirage F-1 orrustuvélur frá Frakklamji, 64 MiG-29 orrustu- vélar og 60 Su-24 órásarvélar fró Sovétríkjunum Ratsjár fró Bi iliu, Bretlandi icy, “ Wodd Militaiy [>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.