Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 Tónleikamir hófust á verki eftir Xenakis sem heitir Aroura en ekki.Aurora, eins og ritað er í efnisskrá tónleikanna. Verkið er samið fyrir tólf strengi og er mjög einfalt í gerð, þar sem lögð er áhersla á breytileika í tón- myndun. Þrátt fyrir að ekki sé byggt á lagferli mynda hljóðin raðform sem hefur eins konar tímanlega afmörkun, án þess þó að vera hrynbundið og hljóm- klasa,,er mynda oft skemmtileg- an samhljóðan. Verkið var sann- færandi i útfærslu strengjanna undir stjórn Petri Sakari. andi notkun textans í einsöngsat- riðunum og einnig, að sá hluti verksins var á köflum afar laus í reipunum, hvað snertir skipan einsöngshlutverkanna, nema I altsólóinu. í heild má þó segja að þetta sé ágætt verk og vel af stað farið hjá Hróðmari. Flytjendur stóðu sig með prýði. Einsöngvarar fluttu textann mjög vel og sungu óaðfinnanlega og kórarnir hennar Þorgerðar sungu vel, enda eru kóratriðin best unnin frá hendi tónskálds- ins. Sinfóníuhljómsveit íslands og stjómandinn Petri Sakari áttu þarna góðan dag. Annað verkið á tónleikunum er eftir Nguyen Thien Dao og ber það heitið Aurora eða nánari tiltekið „1789 L’Aurora op. 2“. Það er samið fyrir stóra hljóm- sveit og strengjasextett. Hlut- verk sextettsins, nefnilega Petri Sakari, Hróðmar I. Sigurbjörnsson tónskáld, Signý Sæmundsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Jón Þorsteinsdóttir og Halldór Vilhelmsson ásamt kór og hljómsveit að Ioknum tónleikum. Sinfónísk nútímatónlist ________Tónlist___________ JónÁsgeirsson Næstsíðustu tónleikarnir á Myrkum músíkdögum, sem tón- skáldafélag íslands stendur fyrir og haldnir voru í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit íslands, voru haldnir í Háskólabíói sl. laugar- dag. Á efnisskránni voru verk eftir Iannis Xenakis, Nguyen Thien Dao og Hróðmar I. Sigur- björnsson. Einsöngvarar voru Signý Sæmundsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Jón Þorsteinsson og Halldór Vilhelmsson. Auk fyrrgreindra söng Hamrahlíðar- kórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, sem Þorgerður Ing- ólfsdóttir stjómar en stjórnandi tónleikanna var Petri Sakari. „1789, L’Aurora op. 1“ var leikið sérstaklega á tónleikunum sl. miðvikudag og nú aftur en þá að viðbættri stórri sinfóníuhljóm- sveit. Fyrir undirritaðan var fyrri flutningurinn áhugaverðari og þar naut sín betur sérstæð form- skipan verksins, sem verður til við breytingar á tónmyndunarað- ferðum og leiktækniútfærslum og ekki síður, að þá naut sín betur leikur hins ágæta franska „le sextuor á cordes de Lille“. Síðasta verkið var Ljóðasin- fónía eftir Hróðmar Inga Sigur- björnsson. Hún er samin 1987, við ástarstef úr Ljóðaljóðunum og frumflutt nú. Ekki er þetta neitt tilraunaverk, byggir á hryn- mældu tónferli og hefðbundinni nútímahljómfræði, þar sem ekki er nauðsynlegt að leysa óm- streytur upp í ómblíða hljómskip- an. Bestur var hljómbálkur verksins í samhljóman kórs og hljómsveitar og þá oft áhrifamik- ill. Ýmislegt mætti finna að varð- Elisabeth Chojnacka Síðustu tónleikar Tónskáldafé- lags Islands, undir nafninu „Myrkir músíkdagar ’91“, voru haldnir í íslensku óperunni sl. laugardag og kom þar fram sem- balleikarinn Elisabeth Chojnacka. Á efnisskránni voru verk eftir Iannis Xenakis, Maurice Ohana, Francois Bernard Mache og Luc Ferrari. Elisabeth Chojnacka er frábær semballeikari en hún hefur sérstaklega lagt sig eftir flutningi nútímatónlistar og notað raftækni bæði til samleiks við sembalinn og til að auka hljómmagn þessa fíngerða hljóðfæris. Verkin tvö eftir Iannis Zenakis eru samin fyrir rafstyrktan sembal en eru að öðru leyti hefðbundin sembal- verk, þar sem lögð er áhersla á hamrandi áslátt, sem á köflum vekur upp þá spurningu hvort ■ Elisabeth Chojnacka sembal- leikari. slíkur leikmáti eigi ekki betur við slaghörpuna. Það var margt fallegt að heyra í tvískiptu verki eftir Maurice Ohana. í Wamba, en svo heitir fyrri hlutinn, var á köflum leikið með fíngerðar línur en í þeim seinni, Conga, var skemmtilega leikið með hljóðfall og þar, eins og í verkunum eftir Xenakis, birt- ist það sem eins konar hreyfi- munstur, í líkiiigu við undarlegan dans í síbreytilegri sviðsgerð. Korwar, sem höfundurinn, Francois Bernard Mache, segir að merki húsgagn í máli manna á Nýju Gíneu, er sambland af segulbandsupptöku á tali og hljóð- um, þar sem hlutverk sembalsins er í raun undirleikur við segul- bandsverkið. Síðasta og besta verk tónleik- anna var „Verk fyrir sembal og segulband“ eftir Luc Ferrari. Á segulbandinu var bæði hrynrænt og tónrænt mónótón undirleikur, sem óx að styrk fram að miðbiki verksins og dvínaði svo aftur. Á móti þessum einfalda undirleik var leikin einföld tónhugmynd sem unnið vár úr með svipuðum hætti og í chaconne. Elisabeth Chojnacka er ævin- týralegur semballeikari, teknisk og kraftmikil og eins og best kom fram í síðasta verkinu, nær hún að magna upp dramatíska túlkun, sem byggist á óvenjulega næmri tilfínningu hennar íyrir tónrænum átökum verkanna. Margt fróðlegt og gott hefur gefið að heyra á Myrkum músíkdögum í ár en flutningurinn hjá Elisabeth Chonj- nacka mun trúlega verða þeim er á hlýddu, minnisstæður umfram margt annað á þessum vel heppn- uðu tónleikum Tónskáldafélags íslands. Greining á stöðu karl- mannsins í þjóðfélaginu Undan skilnlngstrjenu Egill Egilsson Hjálögð mynd / er e.k. útdráttur ( greiningar stöðu l I hins íslenska \ karlmanns í /vl/ þjóðfélaginu y y' N. sem sendur. / ' Staða hans er ( síbreytileg og l því nauðsyn að \ > slík greining sé \_________/ gerð á ýmsum tímum, og oftar í komandi framtíð en í liðinni fortíð. Örar. breytingar, A._stöðu. Jcarl- mannsins hafa einkum orðið eftir að hin nýja kvennabarátta kom fram, enda téð staða óijúfanlega henni tengd. Eins og sjá má á myndinni er niðurstaðan dapurleg, og enn dapurlegra að þurfa að kynna han þolendum umrædds ástands, kynbræðrum yfirritaðs. En túlkun myndarinnar ætti að vera hveijum manni ljós, sem þo- landa álags, og undirlægju í einu, líkt og gefið er í skyn, myndarlega séð. Maðurinn er í einu þvingaður og niðurbrotinn og ruðst hefur verið inn í veröld hans utan frá og inn, líkt og sjá má af mynd- inni. Þetta mun hafa gerst á síðustn tveim. áratugum, enda má hver og einn karlmaður yfir þeim aldri muna fífil sinn fegri. Hver karl ber í einu álag þeirrar konu sem næst honum stendur og álag kvenþjóðarinnar í heild. Þetta kunna að vera ýkjur, en eru það ekki, ef menn muna þá gömlu góðu tíma þegar þeir komust upp með allt gagnvart kvenþjóðinni. Fyrr og nú. „Islenskir karlmenn, þeir eru sko alls engar gungur,“ var sungið fyrir h.u.b. tíu árum. Gildir það enn? Svarið er: Nei! Að þeim er sótt á öllum vígstöðvum, og afleið- ingin sállíkamleg einkenni eins og fram koma á myndinni. Sá karl- maður sem. átti tæplega. allan heiminn upp úr 1960 á nú í besta tilfelli sjálfan sig eða rúmlega það. Tilveru hans má líkja við tilveru einstæðrar móður. Aðeins upp- þvottavélin frelsar hann undan uppvaski, og tólfunum er kastað er hann þarf að ala önn fyrir börn- um sínum sjálfur peningalega séð og sinna þeim daglega ofan á allt annað. Hann hefur engan tíma til sinnar áður svo sígildu kvöldvinnu fram eftir öllu, sem gat verið gef- andi á margan hátt, því að nú þarf sú kona sem áður hét eigin- kona, en heitir nú gjaman sambýl- iskona, að fara á kvöldfundi, eða er farin að sækja nám. Margir kunningjar mínir eru bundnir af þeim sökum heima, og það jafnvel yfír annarra manna börnum. At- hvarf eiga þeir ekkert. (Enda löngu tímabært að stofna nútímalegt karlathvarf, og lýsir yfirritaður hér með yfír að kjallari hans er til reiðu þessa tilgangs). Þeir hafa ekkert borið úr býtum í umbrotum undan- farinna tveggja áratuga, nema helst að meiri fijálshyggja í kyn- ferðismálum (einnig- -hér hefur fijálshyggjan haldið innreið sína) verði til þess að konan fyrirgefí honum nú frekar framhjáhaldið en áður. Nú er jafnvel svo komið að ráðherrar þora ekki að skipa í ómerkilegustu stöður, nema liggja fyrst mánuðum saman undir feldi af ótta við jafnréttisráð. Ef tík mígur uppvið húsvegg (sem tíkur gera aldrei, því að þær míga í hæsta lagi uppi við húsvegg), er það í lagi. Mígi hundur hins vegar upp við húsvegg er þjóðfélagið í uppnámi allt þar til tík hefur kom- ið og jafnað þann reikning á þeim sama vegg. Aðeins á einstaka sviði hefur staða karlmannsins batnað. Fyrr var karlmanninum einum kennt um hvar svo sem bílífi fór fram, en því gleymt, að til bílifís þurfti einn af hvoru kyni. Nútíminn er hlutlægari og skrifar því magn bílífís jafnt á bæði kynin. Bræður mínir. Þessi grein er rituð af einlægri samkennd við ykkur. Sameinumst í mótlætinu í baráttunni fyrir réttlætinu. Vörp- um af okkur okinu sem á okkur hvílir, sbr. mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.