Morgunblaðið - 19.02.1991, Side 48

Morgunblaðið - 19.02.1991, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 7. leikvika -16. feb. 1991 Röðin : 112-XX2-121 -1X2 fclk í fréttum 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: HVER VANN ? 1.497.737- kr. 0 raöir komu fram og fær hver: 0 - kr. 4 raöir komu fram og fær hver: 67.746 - kr. 113 raöir komu fram og fær hver: 2.398 - kr. Þrefaldur pottur - um næstu helgi!! Dags. 19.2. 1991 NR. 207 VÁKORT 4507 4200 0000 8391 4507 4500 0005 3774 4543 3700 0000 2678 4929 541 675 316 4548 9000 0021 2540 4548 9000 0031 6002 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ISLAND Glóóarsteiktur lax aó hætti hússins Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 689888 m ■’O fO ló CO Góöan daginn! , Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigurður Pétursson (t.v.) og Arnar Már Olafsson í húsnæði Golfskólans á Lynghálsi. GOLF „Gamall draumur að stofna golfskóla“ Sigurður Pétursson, fyrrum ís- landsmeistari í golfi og kenn ari hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, og Arnar Már Ólafsson, kennari hjá Golfklúbbnum Keili, hafa stofnað golfskóla að Lynghálsi 3. Þar gefst mönnum kostur á að læra helstu undirstöðuatriði íþróttarinnar eða fara í einkatíma. Þeir sem telja sig fullnuma geta fengið að æfa sig, en skólinn bætir úr biýnni þörf fyr- ir vetraraðstöðu fyrir íslenska kylf- inga. „Það er gamall draumur að stofna goífskóla og ég hef gengið með það lengi í maganum," sagði Sigurður Pétursson. Hann segist hafa komist á bragðið er hann kenndi í Hvammsvík síðasta sumar. „Ég tók svo við af John Drummond hjá GR og kann ákaflega vel við mig. Þetta er skemmtilegt starf og ég fæ tæki- færi til að eyða öllum deginum í helsta áhugamálið," sagði Sigurður. Arnar Már hefur lokið prófi frá kennaraskóla sænska golfsam- bandsins og síðasta verkefni hans var að fara til Flórída í janúar með Gísla Sigurðsson, einn sterkasta kylfinginn í öldungaflokki, sem nemanda. „Það var mjög skemmti- legt og árangursríkt nám og á eftir að koma sér vel,“ sagði Arnar. Þeim ber saman um að gott sé að hafa tvo kennara: „Við getum oft gefið tvær lausnir á sama vanda- málinu og við fáum erfiða „sjúkl- inga“ er gott að geta farið yfir þá með einhveijum," sagði Arnar. Auk byrjendanámskeiða er hægt að fá einkatíma fyrir lengra komna, kennslu með notkun myndabanda og fleiri sem getur komið kylfingum að gagni til að laga sveifluna fyrir sumarið. „Þetta er án efa besta aðstaða sem íslenskir kylfingar hafa að vetri til en við stefnum lengra," segir Sigurður. „Takmarkið er að fá stórt hús þarsem hægt verður að setja glompur og ýmislegt fleira sem er á alvöru golfvelli. En það sem skipt- ir mestu máli er að menn geta sleg- ið og það er mikilvægt að halda sveiflunni við yfir veturinn,“ sagði Sigurður. I golfskólanum er einnig hægt að kaupa kylfur en þar er að finna einkasöluumboðið fyrir Ping golf- vörur, auk Slazinger. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Frá grímuballi Hafnarskóla. HÖFNIHORNAFIRÐI Grímuball á sprengidagskveldi Eftir saltkjöt og baunir að góðum sið brugðu nemendur Hafnar skóla sér í dulargervin og héldu til grímudansleiks í íþróttahúsinu. Kenndi þar ýmissa grasa í vali klæða og tísku. Skordýr voru á sveimi ínnan um geimverur og lassaróna. Glæsipíur svifu um gólf með bros á vör og herramenn tóku ofan. En lýðræðislega var staðið að vali frambærilegasta búningsins -og kusu viðstaddir hann. Dreki nokkur fór þar í fararbroddi. Þá heiðurshjónin Leppalúði og Grýla. Brúðhjónin urðu svo í þriðja sæti á undan Bílnum, Lundanum og Rauð- hettu litlu. - JGG.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.