Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991
15
því að hér er ekki verið að kenna
um tölvur, tölvufjarskipti e.þ.h.,
heldur er þessi tækni notuð til að
„minnka heiminn“ ef svo má segja.
Það kom reyndar oft fram á
WCCE90 að menn eru hættir að
kenna um tölvur eða forritun (nema
þar sem það á við) en eru á hinn
bóginn farnir að nota tölvuna sem
hjálpartæki í námi og kennslu.
Hápunkturinn í þessu verkefni var
„Environmental Video Conference",
einskonar sjónvarpssima-fundur
(með 1.000 áheyrendum) tólf ung-
menna í Ástralíu og fjögurra í Nor-
egi, þar sem fjallað var um niður-
stöður mælinganna á súru regni.
Eins og nærri má geta gekk þetta
ekki snurðulaust fyrir sig. Athöfnin
hófst með ávarpi Gro Harlem
Brundtland um nauðsyn umhverfis-
verndunar, en það var spilað af
myndbandi. M.a. sagði hún um-
hverfisvernd vera þýðingarmesta
verkefnið sem þjóðir heimsins
stæðu frammi fyrir. Við yrðum
markvisst hver í sínu landi og á
alþjóðavísu að vinna bug á umhverf-
ishættunum svo sem súru regni og
eyðingu ozonlagsins, sem væru í
raun mestu hættur sem að mann-
kyninu steðjuðu þessa stundina.
Síðan sögðu þessi 12 áströlsku
ungmenni okkur áheyrendum/horf-
endum frá verkefninu og svo var
reynt að ná sambandi við Noreg.
Það tókst að lokum en því miður
full seint þannig að fáir voru orðn-
ir eftir til að fylgjast með. Þetta
var í fyrsta sinn sem þessir nemend-
ur sáu hveijir aðra og fyrir þá var
það upplifun eftir margra mánaða
tölvusamskipti.
Hér að framan hefi ég ekkert
fjallað um hinn „leynda tilgang“
svona ráðstefnu, tilgang sem ekki
er síður mikilvægur en sá sem dag-
skráin lýsir. Á ég hér við mannlega
þáttinn, það að hitta annað fólk
með svipuð áhuga- og vandamál,
blanda geði við fólk af ólíku þjóð-
erni og skiptast á skoðunum við sér
eldri og reyndari menn og jafnvel
mynda varanleg starfsleg og vin-
áttutengsl. Mér kom á óvart hve
heimamenn voru opnir og fúsir til
viðræðna við erlénda gesti en mynd-
uðu ekki lokaðan „local“-hóp og
létu gestina hafa hvern ofan af
fyrir.öðrum. Líklega má rekja þessa
hegðan að hluta til þess að Ástralía
er mjög stórt land, vegalengdir
miklar og samband við ríki innan
Evrópu eða Ameríku ekki síður al-
gengt en innanlandssamband. Og
víst er um það að margar ánægju-
legar minningar eru í huga, rabb
um hvérsdagslega hluti svo sem
ávaxtauppskeru eða uppvask og
skiptingu heimilisstarfa!
Höfundur er tæknifræðingur og
starfarhjá Ortölvutækni.
TILBOÐSVERÐ Á:
i
Rúllufötu, álskafti,
festiplötu og moppu
KR. 10.638,- stgr.
Nýbýlavegi 18, Kóp.
„Sínrú 91-þ419g8.
Drykkjarvörur í grunnskólum:
Reynum að tapa ekkí á
- segir yfirkennari Hagaskóla
MIKILL verðmunur er á drykkjarvörum sem seldar eru í grunnskól-
um á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn á eins fjórða lítra mjólkurfern-
um er 60%, lægsta verð er 10 krónur en hæsta 16 krónur. Leiðbein-
andi álagning gerir ráð fyrir að fernurnar séu seldar á 10 eða 11
krónur. Þar sem mjólkin er dýrust er álagningin 60-70% og hún
seld fimm krónum dýrari en mælt er með.
Kennarar, sem Morgunblaðið
ræddi við í nokkrum þeirra skóla
sem verst komu út úr verðkönnun-
inni, sögðu flestir að verið væri að
athuga málið, en stefnt væri að því
að sala á drykkjarvörum stæði und-
ir sér.
Einar Magnússon, yfirkennari í
Hagaskólanum, sagði að þar á bæ
væri verðið miðað við algengt verð
í verslunum. í Hagaskóla er ekki
seld mjólk vegna þess að hún selst
lítið. Kókómjólk er hins vegar seld
og leiðbeinandi smásöluverð er 39
krónur. í Hagaskóla kostar hún 45
krónur.
„Við reynum að halda þessu
þannig að við töpum ekki á sölunni
yfir veturinn. Það verður rýrnun á
þessum vörum þó reynt sé að passa
uppá hlutina. Það er nemendafélag-
ið sem sér um söluna hér í skólan-
um. Þessi sala var rekin með gríðar-
legu tapi og þá varð að borga það
með einhverju öðru eins og til dæm-
is innkomu á skemmtanir og slíku.
Við gripum þá til þess að selja
drykki á algengu búðarverði til að
minnka tapið,“ sagði Einar.
Vesturbæjarskóli er með hæsta
verð á mjólk og léttmjólk, en það
er það eina sem selt er í þeim skóla
og það er skólinn sem sér um söl-
una. „Þetta er fámennur skóli þann-
ig að afföll og rýrnum kemur ef til
vill verr út hjá okkur en víða ann-
ars staðar. Við seljum ekkert annað
en mjólk en ég veit til þess að sum-
ir skólar hafa mjólkina ódýrari og
mæta tapinu á henni með því að
sölunni
selja eitthvað annað dýrara. Við
erum að athuga þessi mál núna en
engin ákvörðun hefur verið tekin
um hvort mjólkin verði lækkuð,"
sagði Málfríður Ragnarsdóttir yfir-
kennari.
Guðrún Bentsdóttir, yfirkennari
Æfinga- og tilraunaskóla Kennara- ■
háskólans sagði að þar væri sala á
drykkjarvöru og öðru í umsjón
tíundabekkinga og stefnt væri að
því að mjólkursala væri ekki rekin
með miklu tapi. „Við seldum mjólk-
urvörur dýrari í haust en lækkuðum
svo verðið. Við höfum síðan verið
að athuga málið og það verður
ákveðið fljótlega hvort mjólkurvör-
ur verði lækkaðar meira,“ sagði
Guðrún.
ADVD ODMmDTT T
UU JL Jlí oHiiN ULijLLíLj
Praktik er lipur sendibíll í minni
stærðarflokki, sérstaklega gerður
fyrir hverskonar atvinnurekstur.
Hann hentart.d.iðnaðarmönnum,
heildsölum, verslunum, matsölu-
stöðum og öðrum sem leita að
hagkvæmri lausn.
ÁSTÆÐAN:
★ Lítil fjárbinding ★ Ódýrírekstri
★ Burðarmikill ★ Auðveld hleðsla frá 3 hliðum
HAGNÝTUR BÍLL
FYRIR HAGSÝNA KAUPENDUR!
NHDURSTAÐAN ER:
KR. 373.000 ÁN VSK
Hafðu samband við sölumenn strax í dag. Söludeildin
er opin alla virka daga kl. 9-18 og laugardaga
kl. 13-17. Síminn er: 42600.
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2, sími 42600