Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 Bylting í áfengismálum eftir Halldór Kristjánsson Séra Karl Matthíasson á grein í Morgunblaðinu 20. desember sl. Þar standa m.a. þessi orð. „Er greinilegú að bylting varð í áfengismálum íslendinga þegar SÁÁ voru stofnuð og þau fóru að taka áfengis- og fíkniefnasjúklinga í meðferð.“ Nú langar mig til að vita ofur- lítið nánar hvað átt er við með þessu byltingartali. Hver er sú bylting í áfengismálum sem átt er við? Hvað er SÁÁ? Þetta kann að þykja fávísleg spurning eftir öll stórmerki bylt- ingarinnar. En mér þykir rétt að minna á það strax að SÁÁ er fyrir- tæki fremur en félagsskapur. Það sem snýr að okkur almenn- um félögum í SAA er það að við erum krafðir um félagsgjald ár- lega, fáum SÁÁ blað þegar það kemur út og eigum þess kost að sækja aðalfund eina kvöldstund árlega. Sá fundur er undirbúinn, m.a. með tillögum um menn í stjórn. Það má svo nærri geta hvers konar félagsskapur verður úr því að mega sitja einn þriggja til fjög- urra klukkustunda fund á ári í níu þúsund manna félagi. Þetta segir hins vegar ekkert um það_ hversu ágæt séu þau afrek sem SÁÁ hefur unnið sem fyrir- tæki. Er minna drukkið? Þá skulum við ræða hvort bylt- ingin sé í því fólgin að minna sé drukkið en áður var. Því fer víðs fjarri. Neysla áfengis hefur aukist síðan SÁA hóf störf. Þá sorgarsögu þurfum við ekki að rekja lengra. Þetta er engmn áfellisdómur um SÁÁ en sýnir þó að þrátt fyrir þau samtök hefur ekki unnist sá sigur- inn sem mest væri um vert. Fann SÁÁ meðferðar- stofnanir upp? Nú verður mér að sjálfsögðu bent á þann mikla ijölda nauð- staddra sem dvaiið hafi á meðferð- arstofnunum SÁÁ og sumir hlotið þann bata sem með þurfti. Þeir hafa hætt að drekka. Ekki skulum við vanmeta það en var það nýtt í sögunni að vín- hneigðir menn yrðu bindindis- menn? Ekki var það. „Nú er Guð- laug mín reið og nú drekk ég ekki meira,“ kenna munnmælin að Ás- geir í Kollaljarðarnesi hafi sagt þegar eiginkonan hafði látið kran- ann á brennivínstunnunni opinn. Og ég man ekki betur en Guð- mundur á Sandi segi frá því að Siguijón á Laxamýri hafi aldrei neytt áfengis eftir það að hann var eitt sinn óvígur og ekki ferðafær vegna ölvunar þegar Snjólaug kona hans var í barnsnauð. Margar eru sögurnar um'það að einstakir menn fengu þannig áminningu sem þeim dugði til að bæta ráð sitt. Meðferðarstofnanir eða drykkjumannahæli voru á undan SÁÁ. Hér má nefna hælið í Kumb- aravogi og Flókadeildina, Akurhól á Rangárvöllum og vistheimilið í Víðinesi. Hitt er svo rétt að síðan hefur orðið mikil þensla í þeirri grein og stofnanir sem tilheyra SÁÁ eins og Vogur tekið til starfa. Þær eru reknar með almannafé. Fjárveitingar til ofdrykkjumanna í sambandi við meðferð hafa mjög verið auknar. Samt heyrum við ekki að biðraðir við þessar stofnan- ir styttist, enda meira drukkið og fólk byijar áfengisneysluna yngra en áður var. Fyrir 40-50 árum var talið að þar sem best gengi á hælum drykkjumanna mætti skipta vist- mönnum í þijá áþekka hópa. Einn þriðjungurinn hætti drykkju alveg, annar lagaðist í bili en einn þriðji hélt áfram líkt og áður. Þessi ár- Halldór Kristjánsson „Hins vegar tek ég aldrei undir það bull að hver og einn geti orðið alkóhólisti rétt eins og hver sem er geti fengið sykursýki. Þar er sá munur á að við vitum hvað ber að varast til að verjast áfengissýki.“ angur er ekki svo_miklu verri en nú reynist hjá SÁÁ að rétt sé að tala um byltingu. Hvað hefur breyst? Stundum hefur okkur verið sagt að með SÁÁ hafi menn fengið nýjan skilning á drykkjufýsninni. í stuttu»máli á það að hafa verið nýtt að mönnum yrði ljóst að fýsn- in yrði sterkari hjá einum en öðr- um. Þetta hélt ég að mönnum hefði lengi verið ljóst. Svo mikið er víst að ég vissi þetta fyrir hálfri öld a.m.k. Eitthvað væri það í likam- legri gerð manna sem þarna gerði mun. Hins vegar tek ég aldrei undir það bull að hver og einn geti orðið alkóhólisti rétt eins og hver sem er geti fengið sykursýki. Þar er sá munur á að við vitum hvað ber að varast til að veijast áfengissýki. Hana fær enginn nema hann venji sig á þá drykki sem áfengir eru. Það er því sjálf- skaparvíti að taka þá áhættu. Það er ógætni. Enginn kann að segja fyrirfram hveijir verða veikir fyrir víninu. Sjálfir segja SÁÁ-menn að það verði að sýna sig við neysluna. Það bjargast ekki allir Nú vil ég ekki leggja illt til SÁÁ eða gera lítið úr starfi samtak- anna. Hins vegar vitum við að meðferðarstofnanir bjarga ekki öll- um. Við vitum að meðal þeirra sem leita hjálpar eru einhveijir sem vonlaust er að bjarga þrátt fyrir allt. Því segjum við bindindismenn að menn skuli ekki taka áhættuna. Þess þurfi enginn. Hér kemur það líka til að við vitum að drykkjuskapur er vanda- mál þó menn séu ekki alkóhólist- ar. Afleiðingar þess að aka ölvaður verða ekki aftur teknar og að engu gerðar þó að ökumaður verði alg- áður næsta dag. Gáleysisstundin verður ekki að engu gerð þó menn hafi óbeit á áfengi daginn eftir. Af hundrað mönnum sem venj- ast áfengi má gera ráð fyrir að tíu eigi erfitt með að hemja fýsn sína þar sem hún er orðin þeim að ástríðu. í þeim tíu manna hópi verðum við að gera ráð fyrir að verði einn eða tveir sem varanlega verða ógæfumenn vegna ástríð- unnar. Það skiptir minnstu hver talan er. Engan viljum við missa. Við vitum að móti bindindis- hreyfing 100 unglinga þannig að þeir táki ekki áhættuna sem fylgir því að venjast áfengi má telja víst að þar með hafi einhveijum verið bjargað frá ómælanlegum hörmum og þjáningum. Því iátum við okkur ... og hljómsveitín spilaði vel eftir Valdemar Pálsson Þann 23. desember síðastliðinn birtist grein í Morgunblaðinu eftir dr. Heinz Joachim Fischer, sem hann nefndi „Tónlistargagnrýni — fagleg umfjöllun eða hryðjuverka- starfsemi". Orð dr. Fischers eru þörf ádrepa til tónlistargagnrýn- enda. Mörg undanfarin ár hafa mér gramist vinnubrögð sumra gagnrýnenda, og ekki hvað síst þeirra sem starfa fyrir Morgun- blaðið. Einn þeirra (sá sem að undánförnu hefur verið svo önnum kafinn við annað!) hefur nú fyllt mælinn. Ég tel mig i fullri auðmýkt hafa leyfi til að tjá mig opinberlega um tónlist og tónleika, þótt ég hafi enga pappíra því til sönnunar að ég hafi vit á tónlist. Hins vegar hef ég sótt tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands reglulega undan- farin 20 ár — ef það skiptir ein- hveiju máli. Mér fínnst ég hafa orðið vitni að miklum framförum hljómsveitarinnar, og því sárara er að lesa niðurrifsskrif gagnrýn- enda, sem virðast algerlega hunsa að upplýsa þjóðina um þessa já- kvæðu þróun. Gera gagnrýnendur sér grein fyrir hversu háskalegt tómlætið og niðurrifið er stofnun eins og SÍ, svo og einstökum tón- listarmönnum, sem koma fram með hljómsveitinni? Þann 25. janúar birtir Ragnar Björnsson, hinn önnum kafni gagnrýnandi Morgunblaðsins, svar sitt við ofangreindri grein dr. Heinz Joachims Fischers. Þar staðhæfir hann m.a. að tónlistar- gagnrýni sé svo til eingöngu lesin af þeim, sem hafa áhuga fyrir tónlist ...“ og gerir þá lítið úr þeim ómælda skaða sem nei- kvæð og órökstudd umfjöllun get- ur valdið. Augljóst er að í þessu litla samfélagi okkar nær umfjöll- un um tónlist langt út fyrir hóp tónlistaráhugamanna. Nægir þar til að nefna fjölda aðstandenda, vina, nemenda, fólk sem hefur al- mennan áhuga á allskyns menn- ingarstarfsemi og fjölmiðlafólk. Enn er þá ótalinn hópur áhrifamik- ils fólks, sem vegur og metur gildi menningarstarfsemi út frá pen- ingalegu sjónarmiði. Hér er auð- vitað átt við fjárveitingavaldið, sem svo dyggilega hefur hunsað íslensku óperuna og drauminn um Tónlistarhúsið. Að lokum má í þessu sambandi nefna stjórnendur öflugra fyrirtækja, sem hafa í hendi sér hvort styrkja eigi ákveðna menningarstarfsemi eða ekki. Hér má minna á stuðning IBM við Sinfóníuhljómsveit ís- lands á þessu starfsári. Til að fyrirbyggja allan hugsan- legan misskilning dettur mér ekki í hug að ætlast til þess að umfjöll- un um tónleika sé sífellt lof um flytjendur og flutning. En ég ætl- ast til að gagnrýnendur rökstyðji skoðanir sínar og dóma með til- vitnunum í raddskrá og ef það er ekki hægt þá ber gagnrýnanda Valdemar Pálsson „En Ragnar Björnsson og aðrir gagnrýnendur mættu ef til vill hafa í huga að ýmislegt má læra af vandaðri gagn- rýni, smám saman lærir lesandinn á „fínu“ orð- in, fer jafnvel að lesa sér til og víkka sjón- deildarhring sinn.“ að gera Iesendum skýra grein fyr- ir, að þeir skrifi út frá eigin hjarta og tilfinningu og/eða stemmningu og viðurkenni þar með, að ekki sé alltaf hægt að dæma ut frá bókstafnum og fræðunum. Ég ætlast líka til að lesendum sé hlíft við orðagjálfri, sem lapið er upp úr alþekktum uppflettiritum um tónlist. Ég ætlast að lokum til að tónlistargagnrýnandinn hlusti á stemmninguna í tqnleikasal, taki eitthvert mark á undirtektum tón- leikagesta og komi skilaboðum þeirra á framfæri til lesenda. Misræmið milli undirtekta og umfjöllunar kemur glöggt fram í umfjöllun Ragnars Björnssonar um tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands þann 6. desember sl., þar sem hann fer m.a. miður upp- byggilegum orðum og yfirlætisleg- um um flutning leiðandi sellóleik- .ara SÍ á sellókonsert Schumanns og gerir enga tilraun til að rökstyðja mál sitt. Og ekki lætur hann þar við sitja heldur finnur hjá sér annarlega þörf fyrir að fylgja þessu eftir með dylgjum í svari sínu til dr. Fischers: „... En mér finnst (feitletrun V.P. — gagnrýnandinn er greinilega ekki vissl!) að síðan hafi ég lesið dóma um Bryndísi sem gefa til kynna að eitthvað megi finna að.“ í fram- haldi af þessu notar R.B. þennan vettvang til að vanda óumbeðinn um fyrir Iistakonunni, sem á ein- hvern furðulegan hátt er orðin hér að bitbeini: „Hofmóður er ekki fylgifiskur sannrar listar. Það veit Bryndís vonandi." Ef Ragnar dreyma um þá breytingu að ungt fólk sneiði þúsundum saman hjá þeirri óþörfu áhættu. Það gæti ef til vill orðið sú breyting sem kalla mætti byltingu. Orð sem verð eru umhugsunar Mér er sagt að Vladimir Hudolin læknir í Júgóslavíu hafi sagt á al- þjóðlegu móti vegna áfengismála að það væri gott verk að standa við beljandi flaum í fljóti og draga á land sem flesta þeirra sem straumurinn_ væri að flytja að feigðarósi. Áhrifameira myndi þó vera að ganga upp með ánni og varna þess að menn lentu í henni. Herra Ólafur Skúlason biskup sagði okkur einhvern tíma í Bú- staðakirkju að það þætti kannski frækilegra að bjarga manni úr vök en að standa við barminn og vara við hættunni, sem sennilega væri þó árangursríkara. Hér þarf enga skýfingu á þess- um ummælum. En þrátt fyrir ág- ætt starf til heilsubótar þeim sem tekið hafa meinið er hér sem ann- ars staðar betra að veija menn sýkingu. Ef við viljum kalla sigra þessarar þjóðar á sullaveiki, holds- veiki og berklaveiki byltingu þá megum við sjá hvernig við getum stuðlað að svipaðri byltingu í áfengismálum. Leiðin er sú að var- ast áhættuna. Höfum samtök um það og styðjum hvert annað. Þannig getum við gert byltingu sem nafn væri gefandi: í Ljómum Jóns biskups Arason- ar eru frelsaranum lögð í munn þessi orð: „Heyri ég þið viljið hjálp- ist allar þjóðir.“ Þá er hann að tala við Maríu móður sína og Jó- hannes postula. Ef séra Karl vill að hjálpist allar þjóðir frá skömm og skaða vegna áfengisneyslu þá mun hann sjá að ekki duga björgunartilraunirnar einar hversu vel sem þær eru stundaðar. Til þess þurfum við öfluga bindindishreyfingu, svo öfluga að hún móti þjóðlífið. Það ætti að vera augljóst og auðskilið þegar saga þessarar baráttu er rakin. Og væntanlega erum við einhuga um að vilja að allir hjálp- ist. Höfundur erfrá Kirkjubóli. Björnsson hefur þörf fyrir að hnýta í tiltekna hljómlistarmenn þá á slikt ekki heima í tónlistar- gagnrýni Morgunblaðsins. I svari R.B. til dr. Fischers ham- ast gagnrýnandinn við það að út- skýra, að ekki taki því að sóa fag- legum útskýringum á aðra en inn- vígða fræðimenn í viðkomandi fagi, sem sagt að það sé gagns- laust að ætla sér að fjalla á fagleg- an hátt um tónlistarflutning, því lesendur skilji það hvort sem er ekki. Gæti verið, að hér væri á ferðinni einhver aðkenning af hroka? Kannski hefur maður bara al- veg misskilið meininguna með tón- listina. kannski er hún alls ekki skrifuð fyrir okkur áhugafólkið heldur bara fyrir tónlistargagn- rýnendur og annað „fagfólk". En Ragnar Björnsson og aðrir gagn- rýnendur mættu ef til vill hafa í huga að ýmislegt má læra af vand- aðri gagnrýni, smám saman lærir lesandinn á „fínu“ orðin, fer jafn- vel að lesa sér til og víkka sjón- deildarhring sinn. Þetta ætti gagn- rýnandinn að hafa í huga ef hann á annað borð hefur áhuga á því að miðla fróðleik til lesenda sinna. Og svo rétt í lokin skilaboð til þeirra, sem ekki skildu orðið „Sackgasse" í grein Ragnars Björnssonar 25. janúar sl. Ég skildi það heldur ekki, enda ekki þýskukennari og orðið því auðvitað ekki í mínum verkahring. En ég gat flett upp í orðabók. Orðið þýð- ir öngstræti. Mikill er máttur menntunarinnar!! Ilöfundur er kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.