Morgunblaðið - 19.02.1991, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.02.1991, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 Minning: Sigurður Heiðar Valdimarsson Fæddur 17. september 1965 Dáinn 9. febrúar 1991 Það er ekkert sem ristir eins djúpt og þegar góðir vinir manns eru kallaðir úr þessu lífi. Hræðileg- ast af öllu er þegar ungir lífsglaðir menn eins og Siggi frændi eru kall- aðir burt. Það er stórt skarð sem Siggi skilur eftir og mun enginn geta fyllt það, en minningin um hann og allt sem hann gerði og sagði mun ávallt sitja í huga mínum og hjarta. Þeir voru margair draum- amir sem við áttum saman og tengdust þeir flest allir okkar stærsta áhugamáli og vinnu, hest- unum. Á slfkri stundu sem þessari liggur við að maður brotni saman og gefi alla þá drauma og þær hugsanir sem við Siggi áttum sam- an upp á bátinn, en það hefði Siggi ekki viljað, hann fylgist örugglega með af sama áhuga og hann hefði gert meðal okkar. Það hafa verið fagnaðarfundir er Siggi hitti föður minn heitinn handan móðunnar miklu og skoða þeir áreiðanlega hrossastóðið í hin- um nýja heimi Sigga. Þau voru mörg uppátækin hjá okkur Sigga og oft mikið um hlátur og gleði en einnig brá fyrir sorg og erfiðleikum í lífi okkar, þótti okkur þá gott að hafa hvorn annan til að styðjast við. Ég mun beijast áfram fyrir draumum okkar og gera allt sem í mínu valdi stendur til að blása lífi í þá drauma, það verður ekki létt án Sigga en ég veit hann mun standa við hlið mér, hvetja mig, hjálpa mér og gleðjast með mér því hann er vinur minn. Elías Dáinn, horfinn, harmafregn! Ég sit hljóður og stari út í loftið, á blaðið, eða bara á ekki neitt. Hugs- unin flýgur víða en staðnæmist varla við eitt frekar en annað. Skilningur á tilveru okkar hér á jörðinni er svo naumur, hvaðan komum við og hvert förum við, hvað erum við að gera hérna, hver er þessi mikli máttur sem skóp? Við þessu er ekkert svar, að- eins óljósar ieiðbeiningar og von um endurfundi. Hringrásin er stöðug, lít- ið bam fæðist alheilbrigt og fullskap- að, sköpunarverkið fullkomið. For- eldramir sem virða það fyrir sér, í huga sínum auðmjúk og hrærð. Hverjum á að þakka? Hver er þessi mikli meistari sem skilar þessum ein- staklingi, og hvað fáum við lengi notið samvistana við hann? Svo er allt í einu klippt á þessi mikilvægu samskipti, þau eru ekki til í orðum eða snertingu, aðeins minningin eftir. Það er einmitt minningin sem skiptir þá máli, minning þeirra sem næst stóðu og mest nutu. En mig langar að fjalla örlítið um minningar frá sumarveru ungs drengs. Ég frétti að hann vildi komast í sveit, og þá helst þar sem væru hestar. Hann kom ____________)_____________ Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48. SlMI 76677 til að vinna alla venjulega hey- skaparvinnu og annað það sem gera þurfti. Alltaf jákvæður, hvað sem hann var beðinn um að gera, alltaf að gera betra úr öllum hlutum en ekki verra. Reynt að forðast að minnast á það sem verra var. Það er svo gott að vera með f þeim sem er glaður og góðviljaður. Á kvöldin og alltaf þegar færi gafst voru hestamir teknir. Engan mann sá ég ná svona sambandi við þá. Ég sá hann taka stóðhest frá hryssum sínum, óðan og ósáttan yfir að vera sviptur frelsinu. En þegar hnakkn- um hafði verið komið á bak setti knapinn tauminn upp á makkann, hesturinn stóð eins og dæmdur, en tölti svo háreistur og þjáll af stað gerandi allt sem hann gat fyrir manninn. Slíkt var vald mannsins yfir þessum einstaklingi. Hann stillti sjálfan sig af í hnakknum, hnén námu við síður hestsins hend- ur þrýstu að sitt hvom megin við herðatopp um leið og tekið var í taumana. Allar hreyfingar í takk, samspilið var algjört, hvergi fölsk nóta. Það var ekki um neina þving- un að ræða, heldur sálarlegt jafn- vægi af beggja hálfu. Maðurinn var með helgidóm sinn í höndunum svo mikil var virðing hans og ná- kvæmni. Hluti af sálarstyrk hans fór í að sanna hestinn, skaparans meistaramynd. Hann var varla til viðræðu við aðra tvífætlinga. „Knapi á hestbaki kóngur um stund.“ Þannig kynntumst við Sigurði. Hestamir voru aðalatriðið en öll vinna sem gera þurfti var líka nauð- syn og unnin með góðu geði. Eftir að sumarveru hans hér lauk höfðum við alltaf samband öðru hvoru. Við töluðum oft um skóla- göngu hans, og þá í þeim dúr að hvetja hann á þeirri braut, og stundum sagði hann af veru sinni þar eða áformum á því sviði. En ef hann hefði haft fast mótaðri hugleiðingar um skólagöngu, hefði hann snúið sér að því með meiri festu. Hann eins og vildi kynni sér hvað honum hentaði. Stundum fór hann til sjós, bæði á minni og stærri skip. Og stundum var hann að smíða, hann var vel laginn. En í hveiju sem hann var, þá voru hest- arnir alltaf á næsta leiti. Hann varð alltaf að njóta samvista við þá öðru hvoru, uns hann sneri sér alveg að því að temja. Og síðast þegar við ræddum saman um áform og framtíð, kom það eitt til að meðhöndla hross. Og hvað annað gat verið rökrétt, það hlaut að vera hans starf. Nú þegar svo margir þurfa á þjónustu að halda í sam- bandi við þessa íþrótt sem hesta- mennskan er. Margir eru kallaðir listamenn sem varla heita það. Aftur á móti verður ekki um deilt að sumir eru listamenn af Guðs náð. Einn á þessu sviði annar á hinu. Sigurður var listamaður á hestbaki, það þori ég að segja. Þess vegna fann hann sjálfan sig best í því starfí. Sem krakki heyrði ég stundum sagt um suma bændur að þeir væru hestamenn af Guðs náð. Og hvergi sá ég jafn ungan mann sem það átti betur við. Okkur í Miðey langaði að segja þér sem lest þessar línur ofurlítið frá þessum ljúfa og hæfileikaríka unga manni, sem við áttum sam- leið með einn stuttan sumartíma. En sem að myndaðist svo sterkt samband við. Það var hans hlýja viðmót og ræktarsemi sem þar kom til. Það er gott að hafa átt hann að vini. En ekki létt að skilja al- mættið. Hans er nú sárt saknað. Kæru foreldrar! Orð Einars Benediktssonar bera ykkur vonir okkar allra um annað tilverustig þar sem við megum öll vera. Þér foreldrar grátið, en grátið lágt, við gröfina dóttur og sonar, því allt, sem á líf og andardrátt, til ódáinsheimanna vonar. Grétar Haraldsson Mig langar til að kveðja góðan vin og skólabróður, Sigurð Heiðar Valdimarsson, sem lést af slysför- um þann 9. febrúar síðastliðinn. Það er erfitt að sætta sig við að svona ungur félagi í blóma lífsins hverfi svo skyndilega. Sigurður Heiðar var fæddur þann 17. september 1965, sonur hjón- anna Jónu Sigurðardóttur og Valdi- mars Ingvarssonar, til heimilis í Heiðmörk 74 í Hveragerði. Við Siggi, eins og harin var alltaf kallaður, gengum saman í skóla í Hveragerði. Á þeim árum tókst góður vinskapur með okkur þar sem við höfðum bæði mikinn áhuga á hestum. í gegnum tíðina hafa leiðir okkar oft legið saman og á ég margar miningar frá þeim stundum. Siggi var metnaðargjam og kappsamur en ávallt glaður og spaugsamur, hann var vinur sem hægt var að treysta. Síðastliðna vetur vann Siggi við tamningar við góðan orðstír. Hann hafí náð takmarki sem hann hafði sett sér í bernsku og vona ég að hann hafí verið glaður og ánægður með tilveruna þegar hann kvaddi þennan heim. Guð styrki fjölskyldu hans í sorg sinni. Ég þakka fyrir að hafa feng- ið að njóta samfylgdar og hjálpsemi hans alla tíð. Guð varðveiti minn- ingu hans. Monika S. Pálsdóttir Enn eitt hörmulegt umferðarslys hefur tekið sinn toll. Og nú er Siggi frændi, bróðursonur minn, dáinn. Sumt er okkur ekki gefíð að skilja. Að svo ungur maður, 25 ára gam- all, skuli tekinn frá okkur í blóma lífsins, það skiljum við ekki. Árin urðu ekki mörg, en lífshlaupið um margt óvenjulegt, þróttmikið og ákveðið, og allt bar það vott um hið góða hjartalag. Siggi frændi var Hvergerðingur og svo kraftmikill og kátur, hvort heldur var í starfí eða leik, að helst minnti á afl hveranna sem hann ólst upp við. Hann var náttúrubam, unni útiveru og hvers kyns veiðimennsku, en fyrst og síðast mótuðu hestamir líf hans. Þeir feðgarnir voru öllum stundum að umgangast hesta, og síðustu ár hafði Siggi atvinnu sína af þeim. Allir sem hann starfaði fyr- ir báru honum sömu söguna, harð- duglegur og kátur piltur, enda varð það fólk einatt miklir vinir hans og skipti þá aldur engu máli. Hann var réttsýnn og svo hreinskilinn að eng- um leiðst í návist hans að vega ómak- lega að öðmm. En Siggi frændi kunni líka að skemmta sér. Fór þá sem fyrr fremstur í flokki, óstöðvandi, geislandi af fjöri og glaðastur í hópn- um og smitaði alla af þeim krafti sem einkenndi hann. Margar ánægjulegar stundir átt- um við saman sem virðast svo nálæg- ar nú og sækja svo stíft á hugann. Fyrir þær ber að þakka, en mikið vildi ég nú að þær hefðu verið fleiri. Það ræddum við einmitt fyrir skömmu, að rækta betur frændsem- ina, en það þótti Sigga svo mikil- vægt, var síspyijandi um frænd- systkini sín og lét sér ekkert þeirra óviðkomandi. Heimsóknir hans í vet- ur vom sérlega ánægjulegar, við rifj- uðum upp liðna tíð, hlógum að uppá- tækjum okkar í veiðiferðum og víð- ar, en ræddum éinnig framtíðárá- ariiH .xibrioH r iiiÁ'Ao 'iisJamfig óom formin, en Siggi hafði þá tekist á hendur metnaðarfullt og ábyrgðar- mikið starf. Ekki eru síður ánægjulegar minn- ingarnar úr veiðiferðum hópsins sem fór saman nokkur ár til veiða í Vatns- dalsá. Þá var frændi sannarlega á heimavelli. Oft sátum við saman næturlangt og ræddum lífið ogtilver- una. Þá þótti Sigga tímasóun að sofa, það þyrfti að nýta tímann til fulls. Og nú sé ég hve mikilvægar þessar stundir vora og hve dýrmætar þær em í minningunni. Missirinn er sannarlega mikill, mestur þó hjá foreldrunum og systr- unum sem hafa misst yndislegan bróður sem var þeim svo kær. Elsku JÓna, Valdi, Soffía og Anna Erla. í þessari miklu sorg getur ver- ið dálítil huggun að eiga svo fallegar minningar sem raun er. Það er gott að geta kallað fram í hugann bjartar og glaðlegar myndir af góðum dreng. Þannig var hann alltaf og þannig lifír minning hans. Guð styrki ykkur öll. Sveinn Ingvason Við kynntumst Sigurði Valdi- marssyni síðastliðið haust, er ákveðið var að hann tæki við rekstri tamningastöðvarinnar Dals í Mos- fellsbæ yfír veturinn. Þarna var mættur myndarlegur maður með festulegt yfirbragð og athugult augnaráð. Sigga var auðvelt og skemmti- legt að kynnast, því að hann var hreinskiptinn, glaðbeittur, jákvæð- ur og áreiðanlegur drengur. Hann hafði líka skemmtilega og heil- brigða blöndu í sér af fróðleiksfýsn og metnaði, sem fleytir mönnum gjarnan hraðar fram í þroska. Orða- lengingar vom ekki hans stíll. I starfí sínu í Dal var hann fullur áhuga. Fjórfættir nemendur hans, sem komu æði oft villtir af flutn- ingabílunum, stóðu eftir skamma hríð vel snyrtir á básum sínum og horfðu hissa í kringum sig. Eftir- vænting var komin í svipinn en hræðslan horfin. Hann talaði oft um „stelpurnar" sínar, þegar hann sýndi okkur merar, sem vom til alls líklegar. Hvolp eignaðist Siggi fyrir nokkmm vikum. Þetta var aðeins tveggja mánaða gömul tík og hann sagði er við stóðum og virtum hana fyrir okkur: „Það verð- ur einhver að eiga þetta grey, — ég held líka að hún sé nokkuð skýr í kollinum." Hann tók hana með sér hvert sem hann fór og hún vissi strax hver húsbóndi hennar var. „Ég kalla hana bara Stelpu,“ sagði hann aðspurður um hvað hún héti. Hinsta ferðalag hans varð einnig hinsta ferð hennar. Ekki er nokkur vafi á að sól hans í starfí var á uppleið og hefði risið hátt með þeim persónueigin- leikum, sem í honum bjuggu. Það fór ekki fram hjá neinum, sem kynntist honum, að í honum bjó góður drengur. Erfítt er að skilja hvers vegna ungt fólk er hrifíð á brott með svo sviplegum hætti. Við söknum hans mjög. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Sigga og biðjum góðan Guð að styrkja foreldra hans og aðra ástvini í sorg þeirra. Þórdís og Gunnar Getur það verið að elsku frændi minn sé farinn burt? Ég get ekki trúað að ég eigi ekki eftir að sjá fallega brosið hans og heyra smitandi hláturinn. Ég sé hann ekki öðruvísi fyrir mér en brosandi, og segjandi eitthvað skemmtilegt sem gladdi, hug- hreysti, hrósaði eða hvað sem með þurfti. Siggi var nefnilega einstakur þannig, hann frændi minn. Alltaf svo jákvæður og gefandi og það brást ekki að væri maður eitthvað miður sín þá fann hann það ævinlega og gerði allt til að hressa mann við. Það tókst líka alltaf. Þó við hittumst ekki oft þá var hver samvemstund með honum einstök og ég er óskap- lega þakklát fyrir þær. Eftir sit ég þó með samviskubit því þegar ég horfí til baka fínnst mér að ég hafi bara þegið en allt of lítið gefíð. Ég vildi óska að ég hefði getað hug- hreyst Sigga og glatt og gert það sama fyrir hann og hann gerði fyr- ir itlíg1; ■ '■'* -12,JM111 ,/1 JA'v-b rimwa Aðskilnaður okkar varir aðeins brot af eilífðinni þó það virðist langt núna og við munum hittast aftur síðar. Ég hlakka til að ljúfra endur- funda og þangað til bið ég góðan Guð um að geyma hann og brosið hans bjarta verður ætíð í huga mér. Elsku Jona og Valdi, Anna Erla og Soffía, þið hafið misst svo hræði- lega mikið og ég bið Guð um að gefa ykkur styrk til að horfast í augu við framtíðina og minnast þess að við hittumst öll aftur síðar. Þórhildur Þegar válegar fréttir berast verð- ur „tregt tungu að hræra“. Okkur frændfóikinu austur á Héraði fannst sem dimmt ský drægi fyrir sólina, þegar fréttin barst um að hann Siggi Heiðar væri dáinn. Það er svo miskunnarlaust þegar ungu fólki er svipt í burtu mitt í önn dagsins og í blóma lífsins. Sig- urður var góður og fallegur dreng- ur, hvers manns hugljúfi og vinur, öllum sem honum kynntust. Það er þó huggun. Hann var góðum gáfum gæddur svo sem hann á kyn til, stundaði nám í Hveragerði og á Selfossi fram um tvítusaldur. Þó dró til þess sem legið hafði í loftinu og hafði átt hug hans frá barns- aldri. Hann fór að sinna hestum, lærði tamningar og var mjög eftir- sóttur til þeirra starfa og margir verðlaunagripirnir prýða heimili hans í Heiðmörk 74 í Hveragerði. Hans góða og bjarta lund nýttist honum vel í samskiptum við bless- aða hestana. Þar er nú skarð fyrir skildi. Líf 25 ára gamals manns er auð- vitað nærri óskrifað blað, en enginn má sköpum renna, það em eins og illar vættir séu á reiki á vegum landsins og höggvi þegar minnst varir, og alltaf eram við manneskj- urnar jafn berskjaldaðar fyrir högg- unum. í ljóði Tómasar Guðmundssonar skálds segir: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir koma og aðrir fara í dag en alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Þetta líf, þetta líf. Það tekur sinn toll og mikill er söknuðurinn og tómarúmið eftir góðan dreng, auga- steininn hennar ömmu sinnar. Mikill og sár er harmur allra vina og vandamanna, allt svo óskiljan- legt, allt búið. En minningin lifír hrein og skír. Þar ber engan skugga á og hún er það ljós sem lýsir ykk- ur, elskulegu foreldrar, ömmur, afí, systur, mágur, allir vandamenn og vinir. Megi góður Guð styrkja ykkur og þerra sorgartárin á raunastund. Eins góður drengur og hann Sigurð- ur Heiðar var á góða heimavon. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt. (V. Briem.) Frændfólkið í Heiðarseli Þær gerast áleitnar spuming- amar um tilgang lífs og dauða. Þetta örmjóa bil þar á milli reyn- ist styttra en við hugðum og okkur verður stirt um mál. Sunnudagurinn 10. febrúar sl. var bjartur og fagur en er fregnin barst um lát Sigga dimmdi yfír og maður undraðist að sólin gæti skin- ið enn jafn björt sem fyrr. Gefandi og jákvæður persónuleiki Sigga aflaði honum fjölmargra vina hvar sem hann starfaði og kynni við hann gerðu alla að betri mönnum svo tilgangur lífs hans er auðsær. Hinni spumingunni um tilgang hins ótímabæra dauða hans verður enn ósvarað. Eðliskostir Sigga vciru margir. í minningunni ber hæst hjálpsemi hans, hlýju og glaðværð og við eram þakklát fyrir að hafa átt samleið með honum um tíma. Siggi er horfinn, við sem þekkt- um hann stöndum fátækari eftir, þótt engir hafí misst eins mikið og fjölskylda hans. Guð styrki þá er standa honum næst nú á erfíðum tímum. í minningunni geymum við mynd af elskulegum dreng og við verðum að sætta okkur við að sólin skíni ennþá björt og hlý. 2 \ rjsfolkjiÓHúnsslöðum /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.