Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 11 Allt orkar tvímælis þá gert er eftir Eyjólf Konráð Jónsson Þegar Alþingi ákvað að senda um síðustu mánaðamót þrjá þing- menn til Litháen var það rétt ákvörðun. Áður höfðu íslensk stjórnvöld stigið skref sem ýmist voru talin boða að við íhuguðum að taka upp stjórnmálasamband við Litháa eða hefðum ákveðið það. Eðlilegt var því að þing og stjórn kynnti sér sem rækilegast stöðuna á vettvangi ef svo má ^ segja áður en frekar yrði aðhafst. Til þess var förin farin og nú hef- ur Alþingi tekið ákvörðun með reisn, þó að ánægjulegra hefði Kazuhito Yamashita er fæddur árið 1961. Hann hóf ungur gít- arnám og vann til sinna fyrstu verðlauna aðeins 11 ára gamall. Árið 1977 stundaði hann nám í gítarleik hjá Segovia og stuttu seinna hlaut hann fyrstu verðlaun í alþjóðlegri samkeppni á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi. Síðan 1978 hefur hann haldið fjölda tónleika um allan heim, bæði einn og sem einleikari með kammer- eða sinfóníuhljómsveit- um. Kazuhito Yamashita hefur einnig starfað með öðrum lista- verið að hafa forsætisráðherrann og forseta þingsins í hópnum. Allt orkar tvímælis þá gert er. Þetta ætti ég að vita því að ég var meðal hinna fyrstu sem ritaði í Morgunblaðið um aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu í upp- hafi árs 1949 og valdist strákling- ur ræðumaður á geysifjölmennum kappræðufundi í Austurbæjarbíói. Auðvitað vorum við lýðræðissinnar eins og við kölluðum okkur vakl- andi í upphafi, en ákvörðun varð að taka á fáum vikum. Baráttan ' var hafin og aftur varð ekki snú- ið. En þá sögu þekkja allir til þessa dags. Um þetta hugsaði ég á leið- inni til Riga og á einkennilegustu dögum ævinnar í Vilnu. Sjálfsagt er það rétt sem Stein- mönnum á borð með flautuleikar- ana, James Galway og Wolfgang Schultz og jazz-gítarleikarann Larry Coryell. Á efnisskránni eru Tilbrigði um stef eftir Mozart eftir Sor, Folios eftir Takemitsu og verk í eigin útsetningu; Sellósvíta nr. 6 eftir Bach og áðurnefnd Sinfónía frá Nýja heiminum eftir Dvorák. Kazuhito Yamashita kemur til íslands úr tónleikaferð um Norður- lönd á vegum japanska sendiráðs- ins í Ósló og Tónverk sér um fram- kvæmd tónleikanna. grímur Hermannsson forsætisráð- herra hefur sagt að tilfinningar hafi einhveiju valdið um mína af- stöðu og annarra. Ekki skammast ég mín fyrir það né óttast ég sam- anburð við jafnaldra minn í af- stöðu til utanríkismála fyrr og síð- ar, öryggismála og íslenskrar hagsmunagæslu. Hann segir nú að menn hafi talað of mikið. Þeim lesti ætti að vera óhætt að vísa til föðurhúsanna. Hitt er rétt að þeir sem í æðstu embættum eru eiga að tala varlega. Og aldrei hef ég verið þeirrar skoðunar að þeir eigi að vera eins og landaíjandar út um allar jarðir að spila stórveld- ispólitík. Eins og við var að búast og sjálf- sagt er hafa menn skipst á skoðun- Kazuhito Yamashita. Miðar verða einungis seldir við innganginn. (úr fréttatilkynningu.) um um Eystrasaltsmálin. Ekkert er nema gott um þetta að segja. Hér er um að ræða eitt vandasam- asta utanríkismál sem við höfum glímt við á seinni árum og engan á að ásaka fyrir andstöðu við ákvörðun Alþingis ef hann færir fyrir henni rök. Ekki eru það þó rök og síst af öllu stórmannleg afstaða að við höfum skaðað við- skiptahagsmuni okkar. Ullar- samningur hefur t.d. nýlega verið gerður við Rússland, lýðveldið, en ekki Sovétríkin. Olían sem við kaupum er líka að miklu leyti frá Rússlandi. í Rússlandi Boris N. Jeltsíns búa 160 milljónir íbúa Sovétríkjanna og framleiða 80% þjóðarfram- leiðslunnar. Rússland liggur að Eystrasaltsríkjunum. Samanlagt eru þessi lönd stórveldi þegar gíf- urlegar náttúruauðlindir verða nýttar í fijálsum samfélögum og hafnir Eystrasaltslandanna eru sjálfgerðar hafnir Rússlands. Okk- ur skortir þekkingu til að geta áttað okur á öllum þessum und- rum, það verður að játa. En dags- skammt af vitneskju má fá í grein- inni, „Traustið er þorrið“ í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins í fyrra- dag. Ekki verður lokið við þennan greinarstúf án þess að víkja örf- áum orðum að þeim misskilningi eða blekkingum sem uppi hafa verið um aðsstæður til að koma á stjórnmálasambandi en þær geta verið með margvíslegum hætti. Stundum er samið um að koma upp sendiráðum, oftar þó ræðis- mannsskrifstofu en oftast hvor- ugu. Stjórnmálasamband okkar við Eystrasaltslöndin getur fyrst í stað orðið táknrænt í pólitísku Japanskur gltarleik- ari í Hafnarborg JAPANSKI gítarleikarinn Kazuhito Yamashita heldur tónleika þriðjudaginn 19. febrúar kl. 20.30 í Hafnarborg, Hafnarfirði. Eyjólfur Konráð Jónsson „Ekki skammast ég mín fyrir það né óttast ég samanburð við jafn- aldra minn í afstöðu til utanríkismála fyrr og síðar, öryggismála og íslenskrar hagsmuna- gæslu.“ tilliti en líka má tilnefna ræðis- menn ef svo slæst eða sendiherra sem ekki eru búsettir í þessum löndum. Mýmörg dæmi eru um hverskyns frjálslegt fyrirkomulag. Stjórnendur Sovétríkjanna gera sér grein fyrir þessu öllu eins og viðbrögð þeirra sanna. Þeir geta engu ráðið um það hvaða leið við förum. Það fer eftir atvikum þótt við gerum okkur ekki leik að því að ergja þá um of. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisfiokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Það er ekki „OVLOV“ að kalla þennan bíl þann fullkomnasta sem komið hefur frá VOLVO Við kynnum nú fullkomnustu bifreið sem Volvo hefur nokkru sinni framleitt. Volvo 960 er búinn nýrri 204 hestafla, 24 ventla, sex strokka línuvél sem hefur verið í þróun allan 9. áratuginn. Með þessari vél er ný fjögurra þrepa tölvustýrð sjálfskipting sem án efa er ein sú fullkomnasta sem komið hefur fram á síðari árum. Hemlalæsivörn (ABS) og sjálfvirk driflæsing eru staðalbúnaður í Volvo 960 og veitir það bifreiðinni einstaka eiginleika f snjó og hálku. Mýkri línur svara kröfum nútímans um minni loft- mótstöðu og rennilegt útlit. Leður- eða plussklædd innrétting, fullkomin hljómflutningstæki með geisla- spilara, vökva- og veltistýri, sainlæsing á hurðum, rafknúin sóllúga, hraðástiflihg (Cruisé control) og margt fleira svara hins vegar kröfum um há- marks þægindi öku- manns og farþega. Við hönnun á Volvo 960 var hvergi vikið ffá hug- myndafræði Volvo um hámarks öryggi far- þeganna. Volvo hefur nú fyrstur bílaframleiðanda komið fyrir innbyggðum barnastól í aftursæti og hefur þessi uppfinning þegar unnið til alþjóðlegra verðlauna. Þetta er talið vera eitt markverðasta framlag til öryggismála í biffeið- um síðan Volvo fann upp þriggja punkta öryggís- beltið sem bjargað hefur fjölda mannslífá. i .! VOLVO - Bifreið sern þú getur treyst! /\ VOLVO 960 VERÐUR FRUMSÝNDUR XHELGINA 23. OG 24. FEBRÚAR \/ BRlMBORG FAXAFENI8 • SÍMl 68 58 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.