Morgunblaðið - 19.02.1991, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.02.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 Eftirlitsátak vegna sjóðvéla og sölureikninga: 113 fyrirtækjum hefur þegar verið hótað lokun Eftirlitssveitir skattrannsóknarstjóra í fyrirtæki landsins á næstu vikum „AÐLOGUNARTIMINN er lið- inn,“ sagði Olafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra á fréttamannafundi fjármálaráðu- neytisins og skattyfirvalda í gær, sem haldinn var til að kynna sérs- takt átak við eftirlit með sjóð- vélanotkun og sölureikningum í verslunar- og þjónustufyrirtækj- um. Ráðnir hafa verið sjö starfs- menn til eftirlits á vegum skatt- rannsóknarstjóra sem munu á næstu sex mánuðum heimsækja flest þau fyrirtæki sem eru sjóð- vélaskyld eða hafa undanþágu til að nota sölureikninga. Verður ástand sjóðvéla og sölureikninga kannað og fá þau fyrirtæki, sem ekki hafa allt sitt á þurru 45 daga frest til að bæta úr van- köntum. Ella verður þeim lokað í samræmi við lög sem samþykkt voru á alþingi fyrir áramót. Sveitir skattrannsóknarstjóra hafa þegar lokið fyrstu vinnuviku sinni við eftirlit í fyrirtækjum. Astand sjóðvéla og sölureikninga var kannað í 241 fyrirtæki. Af þess- um fyrirtækjum reyndust 105 vera með allt sitt á hreinu, en athuga- semdir voru gerðar við stöðu mála í 136 fyrirtækjum. Þar af hefur 113 fyrirtækjum, eða um 47% þeirra sem heimsótt voru, verið tilkynnt með ábyrgðarbréfi að vanræksla við úrbætur varði lokun að liðnum 45 daga fresti. Skattrannsóknar- stjóri og fulltrúar ríkisskattstjóra gátu þó ekki upplýst hvar ástandið væri verst og hvort einhveijar teg- undir þjónustu skæru sig úr. Oft á tíðum eru gerðar athuga- semdir við minniháttar atriði, s.s. að skjár peningakassans sé ekki sýnilegur viðskiptavininum eða að uppsöfnunarteljari hans, sem sýnir' þá heildarfjárhæð sem skráð hefur verið í vélina frá upphafi, er ekki í lagi. Sé söluskráningu hins vegar. verulega áfátt verður fyrirtækjun- um hins vegar lokað verði ekki bætt úr innan 45 daga. Að sögn fjármálaráðherra er megintilgangur átaksins að tryggja að sá grundvöllur bókhalds sem felst í söluskráningu sé réttur og aðgengilegur, þannig að minni hætta sé á undanskoti frá skatti. Fjármálaráðherra hefur þegar sent bréf til allra þeirra sem kunna að verða heimsóttir þar sem minnt er á mikilvægi fullkominna sjóðvéla og sölureikninga fyrir skattskil og heilbrigði í viðskiptum, og forsvars- menn fyrirtækjanna eru beðnir um að taka vei á móti starfsmönnum skattrannsóknarstjóra næstu vikur og mánuði. Alls eru á fjórða þúsund fyrir- tæki sjóðvelaskyld og samtals eru það um sex þúsund fyrirtæki, sem nota sjóðvéiar eða sölureikninga sem geta átt von á heimsókn eftir- litsmanna skattrannsóknarstjóra á næstunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aage Lorange lék með hljómsveit sinni á opnunarkvöldinu við mikla hrifningu gesta en hljómsveit hans lék reglulega á Borg- inni á fjórða áratugnum. Haukur Morthens kom fram með hljómsveitinni Orcestra Hótel Borgar og sést hér heilsa Björgvini Schram, stórkaupmanni, sem var daglegur gestur á Borginni árum saman, að eigin sögn. Glæsileiki gamla tímans á Hótel Borg: Andi 4. áratugarins endurvakinn STEMMNING fjórða áratugar- ins var endurvakin í endurnýj- uðum salarkynnum Hótel Borgar á föstudagskvöldið, þegar dans- og veitingasalur hótelsins, Gyllti salurinn, var opnaður fyrir sérstaka boðs- gesti. Um helgina var svo stað- urinn opnaður almenningi undir merkjum „glæsileika gamla tímans.“ Er búið að gera miklar breytingar á sal- arkynnum og færa þær í sem næst upprunalegt horf en hót- elið var vígt árið 1930. Hápunktur kvöldsins var að flestra mati ieikur Aage Lorange og hljómsveitar en hann er nú orðinn 84 ára. Hljómsveit hans var hljómsveit hússins á upp- hafsárum Hótels Borgar og léku Aage og félagar danstónlist þess tíma á opnunarhátíðinni á föstu- dagskvöldið. „Aage spilaði afskaplega fal- lega og það var gaman að sjá hann spila,“ sagði Björgvin Schram, stórkaupmaður, sem var meðal boðsgesta. Björgvin sagðist sjálfur hafa verið daglegur gestur á Borginni í mörg ár allt frá opn- un staðarins 1930. „Þá var ég átján ára og fór á Hótel Borg þegar ég fór út á lífið. Mér sýnist að endurbæturnar verði góðar. Það var mikil og góð stemmning þarna,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Meðal boðsgesta á föstudags- kvöldið voru margir af eldri kyn- slóðinni sem rifjuðu upp anda fýrri ára. Þar á meðal voru nokkrir fyrrverandi starfsmenn hótelsins. Gömlu slagaramir leiknir HLJÓMSVEIT Aage Lorange tengist Hótel Borg órjúfanleg- um böndum í huga margra eldri borgara, enda húshljómsveit; á fjórða áratugnum í einu glæsi- legasta hóteli Evrópu á þeim tíma. Aage og félagar, sem komnir eru á áttræðisaldurinn, Morgunblaðið/Árni Sæberg Illjómsveit Aage Lorange eins og hún var skipuð sl. föstudags- kvöld. eru enn í fullu fjöri og léku gömlu lögin þegar Hótel Borg var opnuð um siðustu helgi eft- ir miklar endurbætur á dans- og veitingasalnum. Aage sagði í spjalli við Morgun- blaðið að þeir hefðu komið saman félagarnir og ákveðið að leika tónlist í þeim anda sem vinsæl var á fjórða áratugnum. „Það er langt síðan maður hefur verið í svona orkestru, en það er sama, þetta minnir á gamla tímann. Við höfum nú komið saman af og til en hljómsveitin er löngu hætt. Þorvaldur er nú skólastjóri í tón- listarskólanum í Hafnarfírði. Jón- as Þórir og Skapti heitinn fóru í Sinfóníuhljómsveitina og þá hætti Lorange-bandið eins og það var þá,“ sagði Aage. Hljómsveitina sem lék á Borg- inni um helgina skipuðu Aage á píanó, Jónas Þórir Dagbjartsson á trompett, Pétur Urbancik bassa, Reynir Jónasson á harmonikku og saxafóna, Þorvaldur Steingr- ímsson á fiðlu, saxafón og klari- nettu og Páll Bernburg. Þorvaldur leikur auk þess gömul lög með tríói sínu í kaffitímanum á Borg- inni tvo daga í viku líkt og tíðkað- ist í gamla daga. Hljómsveitin lék þekkt lög frá fjórða áratugnum og kenndi þar margra grasa. Á efnisskránni voru meðal annars Að ganga í dans, tangó eftir Árna Björnsson og gamlir slagarar eins og Olé Guapa, Mambó, Happy Vampires, Blue Moon og Sherry Pink. Aage sagðist muna þegar Borgin var opnuð. „Það átti að opna hana 1. janúar 1930 en opn- unin tafðist. Það voru hérna þý- skir listamenn sem lokuðu Gyllta salnum meðan þeir máluðu hann. Þeir voru í eina viku að mála sal- inn með gylltri málningu. Ég man eftir því í hóteltíðindum sem komu frá Norðurlöndum á þessum tíma að Borgin var talin einn flottasti staður í heiminum, hún var al- gjört ævintýri," sagði Aage. TIMKEN keilulegur NSLA PJ0NUSW .. i n l * ^ pEI<l' FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.