Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991
í Darling Harbour eru auk ráðstefnuhallar verslanir, veitingastaðir, söfn og skemmtistaðir. Þar er líf og fjör allan daginn og fram á nótt.
WCCE90:
Alþjóðaráðstefna um
tölvur o g skólastarf
skipti fyrir öll). Papert lagði áherslu
á að nám ætti að vera skemmti-
legt; „Það er hreint ótrúlegt hve
hart fólk leggur að sér við eitthvað
sem er skemmtilegt og fólk gerir
af þeirri ástæðu frekar en vegna
þess að einhver segi því að gera
það.“ Og síðar: „Tölvutæknin er
einungis verkfæri til að auka getu
mannsandans, einskonar andans
magnari." Hann klykkti loks út með
því að þessi ráðstefna hefði fjallað
miklu meira um nám én tölvur (en
það voru menn almennt sammála
um) og kvaðst eiga von á Conferen-
ce on Pencils in Education (ráð-
stefnu um blýanta í skólastarfi)
áður en um langt liði.
Það var fróðlegt að bera saman
þessa tvo fyrirlesara, Kay og Pap-
ert, sem annars vegar hófu og hins
vegar luku ráðstefnunni. Báðir
komu vel undirbúnir enda aðalfyrir-
lesarar. En notkun þeirra á hjálpar-
tækjum var ólík. Papert lét sér
nægja nokkrar handskrifaðar glær-
ur og hélt áheyrendum sínum vak-
andi með orðfærinu og mismunandi
raddbeitingum. Kay notaði hins
vegar glærur sem hver stórsölu-
maður hefði getað verið stoltur af,
greinilega unnar með háþróuðum
tækjabúnaði fyrir ærið fé. Auk
þessa studdi hann mál sitt með
stuttum innskotum af lifandi mynd-
um með tilheyrandi tónlist og töluðu
máli. Rétt er að taka það fram að
þrátt fyrir þessa lýsingu var hann
ekki að „selja“ fyrir Apple á nokk-
urn hátt eins og stundum vill brenna
við hjá óvandaðri mönnum.
Á ráðstefnunni var íjallað mikið
um fjarnám og fjarkennslu. Enda
Sydney, Astralíu, 9.-13. júlí 1990
Fyrri grein
Gormlaga vatnslistaverk af gosbrunnaætt við ráðstefnuhöllina í Darling Harbour.
Á nettengdum Macintosh-tölvum mátti leita upplýsinga og skiptast
á skilaboðum.
eftir Arnlaug
Guðmundsson
Það var klukkan níu mánudag-
inn niunda júlí sl. að fimmta al-
heimsráðstefnan um tölvur í
skólastarfi var sett í Sydney í
Ástralíu. Krókódíla Dundee var
ekki viðstaddur en það voru hins
vegar rúmlega 2.300 þátttakend-
ur víðs vegar að úr heiminum
eða frá 58 þjóðlöndum samtals.
Lengst að komnir voru tveir þátt-
takendur frá íslandi, sá sem
þetta skrifar og Anna Krisljáns-
dóttir _ dósent við Kennarahá-
skóla íslands, en hún átti jafn-
framt sæti í dagskrárnefnd ráð-
stefnunnar. Framundan voru
fimm þaulskipulagðir ráðstefnu-
dagar og að þeim loknum heim-
sóknir í ýmsa ástralska skóla.
Þar sem ijarlægðin til ráðstefnu-
staðarins er allnokkur og olli því
að þátttaka frá íslandi var minni
en margir hefðu 'oskað sér hefur
það orðið að ráði að segja frá ráð-
stefnunni í tveimur greinum. Hér á
eftir verður gerð stuttleg grein fyr-
ir helstu fyrirlesurum og þeirra
umfjöllun en síðar verður sagt frá
skipulagi ráðstefnunnar og sýningu
henni tengdri auk lýsingar á tölvu-
notkun og aðstæðum í nokkrum
skólum í fylkinu Queensland.
Hörður Jónsson verkfræðingur á
Iðntæknistofnun varð til þess fyrst-
ur manna að tala í mín eyru um
gulrótina sem hengd er neðan í
prik sem aftur er fest á makka
asnans þannig að gulrótin hangi í
sjónlínu fyrir framan skepnuna og
virkar hún þá sem drifkraftur á
dýrið. „Gulrótin" á WCCE90 var
Alan Kay, bandarískur tölvu-
vísindamaður (Computer Scientist)
sem starfar nú fyrir Apple-fyrir-
tækið. Starfsferill hans er orðinn
nokkuð langur en við annan mann
átti hann, á síðustu árum sjötta
áratugarins, hugmyndina að mynd-
rænu notendaumhverfi á tölvuskjá
hjá rannsóknarstofu Xerox í Palo
Alto (PARC). Það má kannski segja
að hann sé kominn heim því Apple
er fyrirtækið sem skóp markað fyr-
ir myndræn stýrikerfi. Hvað um
það, maðurinn var bráðskemmtileg-
ur og sérstaklega vel undirbúinn.
Sem gulrót virkaði hann vel og
fylgdust allir af áhuga með klukku-
stundarlöngum fyrirlestri hans.
Hann benti á að ekki er nóg að
setja tölvu í hveija skólastofu og
reikna með því að þar með muni
allir nemendur læra að notfæra sér
gripinn. Með skemmtilegri samlík-
ingu þar sem tölvunni var skipt út
með píanói sýndi hann fram á mál
sitt. Eða hver heldur að það dugi
að setja eitt píanó í hveija stofu,
ekki gerir það alla að einleikurum
eða hvað? Og hveijum dytti í hug
að gera þann að tónlistarkennara
sem hefði farið á tveggja vikna
námskeið í fræðunum? Nei, það
þarf meira til. En hver kannast
ekki við tilraunir manna til að láta
skemmri skírn nægja í raunveru-
leikanum um tölvur?
Alan Kay lagði einnig mikla
áherslu á gildi rétts notendabúnað-
,ar og þar var samlíkingin skrúf-
jám. Hver vill nota skrúfjárn án
handfangs? Það er ekki létt því þar
vantar rétta notendabúnaðinn,
þ.e.a.s. handfangið. Undirritaður
hafði sérstaka ánægju af því að
hlusta á hvernig Alan nálgaðist við-
fangsefni sitt, hvað aðferðafræði
hann beitti sem gerði honum kleift
að sjá hlutina í nýju ljósi og koma
með tillögu að nýjum lausnum á
vandamálum sem höfðu svo sem
verið leyst fyrir mörgum árum en
samt var hægt að finna einfaldari
og betri lausnir á.
Einungis þrír fyrirlesarar voru
svo „hátt metnir“ að vera einir á
dagskrá. Hinir tveir voru Hauro
Nishinosono frá Japan og Seymour
Papert sem flutti lokafyrirlesturinn.
Hauro fjallaði um alþjóðlega sam-
vinnu undir væng UNESCO um
tölvunotkun í menntakerfi Asíu- og
Kyrrahafslanda ásamt því hvert
stefndi í þessum málum í Japan.
Greinilega höfum við Hauro ekki
haft sama enskukennara og fór því
fyrirlesturinn að mestu fyrir ofan
garð og neðan hjá undirrituðum og
verður ekki fjallað nánar um hann
hér. Papert var áhugaverður eink-
um fyrir þann sem aldrei hafði heyrt
hann eða séð þótt sumum fyndist
hann ekki bijóta blað á $ama hátt
og í bók sinni Mindstorms, sem út
kom um 1980.
Á sama hátt og Alan Kay ákoð-
aði Seymour Papert núið með að-
stoð dæmisagna. Hann lét okkur
hlustendur sína hverfa aftur í
tímann og bað okkur reyna að gera
okkur í hugarlund hvða væri sam-
eiginlegt með skurðstofu frá árinu
1850 og 1990. Og hvernig skurð-
læknir frá þeim tíma myndi bregð-
ast við ef hann kæmi inn á nútíma
„Á ráðstefnunni var
fjallað mikið um
fjarnám og fjarkennslu.
Enda ekki óeðlilegt þar
sem í Ástralíu er víða
langt milli sveitahéimil-
anna, allt að 100 km eða
meira.“
skurðstofu þar sem raf- og raf-
eindatæki eru um allt. Hins vegar
var það kennarinn og hans skóla-
stofa. Myndi kennari frá árinu 1850
geta sinnt sínu starfi í nútíma
kennslustofu með sinni hefðbundnu
krítartöflu á einum gafli? Ja,. því
ekki; þar hefur ekki orðið sú breyt-
ing á að ekki megi þekkja aftur
vinnuumhverfið. Og hann leit til
Sovétríkjanna þar sem Gorbatsjov
hefur rekið sína perestrojku (upp-
byggingu) þar sem allt gekk hraðar
fyrir sig en hann ætlaði. Því sem
virtist óhagganlegt var hægt að
breyta og það sem meira var, kerf-
ið tók stjórnina og virtist sjálft leita
að nýjum jafnvægispunkti. „Banda-
ríska skólakerfið,“ sagði Papert, „er
það kerfi vestan hafs sem einna
líkast er hinu staðnaða og nú fallna
sovéska miðstýringarkerfi." Og
undirrituðum var hugsað til 63ja
þjóðkjörinna manna sem dunduðu
sér við það á vetrarkvöldi að ákveða
hvernig gefa skyldi einkunnir í öll-
um skólum landsins (eins og með
því væri hægt að samræma íslenskt
námsmat og einkunnagjöf í eitt
ekki óeðlilegt þar sem í Ástralíu er
víða langt milli sveitaheimilanna,
allt að 100 km eða meira. Var fróð-
legt að fylgjast með reynslusögum
kennara sem sjaldnast sáu nemend-
ur sína en kenndu þeim með aðstoð
radíósambands og í seinni tíð einnig
með aðstoð tölvukerfa. Kom það
skýrt fram að þrátt fyrir alla tækn-
ina söknuðu börnin einhvers sem
kalla mætti „bekkjarandi", þó ekki
væri nema það að heyra í öðrum
jafnöldrum sínum.
Þá voru ýmsir sem greindu frá
reynslu sinni í notkun fjarneta í
skólastarfi. Má þar nefria Pluto-
verkefnið en í því eru íslendingar
þátttakendur. Meira áberandi var
þó umfjöllunin um „The Epson
Computer Pals Across the World
Project" og átti Gro Harlem Brund-
tland sinn þátt í því, en Norðmenn
eru mjög virkir þátttakendur í þessu
verkefni.
I stuttu máli þá hafa að undan-
förnu um 400 nemendur eldri
bekkja grunnskóla í Ástralíu, Nor-
egi, Nýja Sjálandi, Danmörku,
Frakklandi, Hong Kong, Bretlandi
og Bandaríkjum Norður-Ameríku
tengst saman í tölvunet og fengið
til þess fjárstyrk frá Epson-fyrir-
tækinu. Áð sjálfsögðu fer nokkuð
af sendingunum milli skólanna í það
að segja frá nafni, aldri, áhugamál-
um og fleiru þess háttar en hið
sameiginlega verkefni sem nemend-
urnir glímdu við var að safna upp-
lýsingum um veðurfar og umhverf-
ismengun, svo sem súrt regn, hver
á sínum stað og miðla síðan þessum
upplýsingum til annarra netnot-
enda. Rétt er að vekja athygli á