Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 18
« M0$< .0LiLOOA(1 'Jl.GW'I ŒOAJflVIUOaOM ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1991 Bridshátíð 1991: Baran og Molson unnu tví- menningínn með yfirburðum __________Brids_____________ Amór Ragnarsson Bandaríkjamennirnir Mark Molson og Boris Baran sigruðu með miklum yfirburðum í tvímenningskeppninni sem fram fór á Hótel Loftleiðum um helgina. Þeir hlutu 557 stig yfir meðalskor sem er langhæsta skor sem tekin hefir verið i tvímenningskeppni á Brids- hátíð frá upphafi en þetta mun vera í áttunda sinn sem Brids- hátíð er haldin. Baran og Molson tóku foryst- una í mótinu í 18. umferð og má segja að þeir hafi skorað látlaust út allt mótið að undan- skilinni einni af upphafsum- ferðunum og næstsíðustu um- ferðinni er þeir fengu 23 mínus- stig. Meðalskor þeira félaga var rúmlega 11 plússtig í setu sem er með ólíkindum. Erfið uppákoma varð í upphafí móts þegar ljóst varð að einn sterkasti bridsspilari Evrópu, Paul Chemla, var veðurtepptur í París vegna snjókomu. Þetta er nokkuð óvenjuleg staða hjá stjórnendum bridshátíðar því hingað til hefír það oftar en ekki verið veðrið hér á klakanum sem hefir gert erfítt fyrir. Chemla er góðkunningi Omars Sharifs sem hingað var kominn til að taka þátt í há- tíðinni. Var brugðið á það ráð að biðja stigahæsta bridsspilara landsins, Jón Baldursson, að spila við Sharif en félagi Jóns, Aðal- steinn Jörgensen spilaði með Helga Jóhannssyni, forseta Brids- sambandsins. Aðalsteinn og Helgi áttu eftir að koma nokkuð við sögu í mótinu eins og sjá má á stöðunni eftir 10 umferðir: Helgi Jóhannsson - Aðalsteinn Jörgensen 137 ÖmAmþórss.-GuðlaugurR.Jóhannss. 134 ZiaMahmood-SchmuelLev 107 AlfredKadlec-FranzTerraneo 93 Símon Símonars. - Júlíus Siguijónss. 91 ísak Öm Sigurðss. - Hallur Símonars. 77 BjömTheódórss.-GuðmundurPéturss. 76 HeinrichBerger-WolfgangMeinl 74 Morgunblaðið/Amór Kanadamennirnir Mark Molson og Boris Baran taka við signrverð- launum sínum í tvímenningnum en þeir urðu langefstir. ThorvaldAagaard-JonThoresen 73 BorisBaran-MarkMolson 65 j Esther Jakobsd. - Valgerður Kristjónsd. 59 [ Ib Lundby - Inge K. Hansen 581 Sigurvegarinn frá í fyrra, Tommy Gullberg, spilaði við Mike Polowan sem einnig hefir spilað á bridshátíð. Þeir byijuðu mótið mjög illa og fengu t.d. mínus 43 stig í fyrstu umferðinni á mótij. bræðrunum Þráni og Vilhjálmiqj Sigurðssyni. Þeir voru því fyrir neðan miðju eftir 10 umferðir. Jón Baldursson og Sharif áttu líka erfitt uppdráttar í upphafi móts og voru fyrir neðan miðju. Þegar 27 umferðum var lokið mátti segja að öllspenna væri úr mótinu hvað varðaði fyrsta sætið., Þá var staðan þessi: BorisBaran-MarkMolson 379 ZizMahmood-SchmuelLev 297 AlfredKadlec-FranzTerraneo 259 V alur Sigurðss. - Guðmundur G. Sveinss. 156 HeinrichBerger-WolfgangMeinl 142 RagnarMagnúss.-PállValdimarss. 142 IbLundby-IngeK.Hansen 140 Öm Arnþórss. - Guðlaugur R. Jóhannss. 124 ÓlafurLáruss.-HermannLáruss. 119 Páll Hjaltason - Hjalti Elíasson 116 Helgi Jóhannsson—Aðalsteinn Jörgensen 114 Hjördís Eyþórsd. - Ásmundur Pálss. 112 Zia Mahmood og Schmuel Lev héldu sínu út mótið og bættu reyndar við tæpum 50 stigum á meðan helztu keppinautar þeirra, Alfred Kadlec og Franz Terraneo, töpuðu 25 stigum í seinni hluta móts. Tvö íslensk pör stóðu sig mjög vel í lokabaráttunni. Páll Valdimarsson og Ragnar Magnús- Pakistaninn Zia Mahmood varð í öðru sæti með Schmuel Lev. Það er forseti Bridssambandsins, Helgi Jóhannsson, sem afhenti verðlaunin. Páll Valdimarsson og Ragnar Magnússon stóðu sig best af íslenzku pörunum og hömpuðu 1200 dala verðlaunum. Hjartaknosarinn Omar Sharif gefur ungri stúlku eiginhandaráritun. Samviskufangar Mannréttindasamtökin Amn- esty International vilja vekja at- hygli almennings á máli þessara samviskufanga. Amnesty vonar að fólk sjái sér fært að skifa bréf til hjalpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim, sem beijast gegn mannréttindabrotum á borð við þau sem hér eru virt að vett- ugi. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kort- um með því að hringja til skrifstof- unnar, Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 16—18 í síma 16940. Grikkland Daníel, Panayiotis og Parlos Xidis eru þrír bræður, 20, 23 og 19 ára. Þeir eru í haldi í Avlona-herfangels- inu og sitja af sér 4ra ára fangelsis- dóm fyrir að neita að gegna herþjón- ustu. Daniel hefur verið í haidi frá því í maí 1989, en herréttur í Aþenu dæmdi í máli hans í september 1989. Panayiotis og Parlos voru handtekn- ir í nóvember 1989 og herréttur dæmdí í máli þeirra I janúar í fyrra. Bræðurnir eru í hópi 400 ungra manna sem sitja I grískum fangelsum fyrir það eitt að neita að gegna her- þjónustu af trúarlegum ástæðum. Allir eru þeir Vottar Jehóva og trú þeirra leyfir ekki herþjónustu. Grísk löggjöf gerir ekki ráð fyrir annars konar þjónustu í stað herþjón- ustunnar og fíestir þessara ungu manna hafa verið dæmdir í 4ra ára fangelsi. í bréfi frá Daniel segir: „Foreldrar mínir eru sorgmæddir því þrír synir þeirra hafa verið beittir óréttlæti. Þrátt fyrir það erum við ánægðir því við fórum eftir því sem segir I heil- agri ritningu." Amnesty hefur hvað eftir annað farið fram á við grísk yfirvöld að þau taki upp borgaralega þjónustu, eins og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðið og Evrópu- þingið hafa mælt með. I júlí 1988 tilkynnti gríska ríkisstjómin um frumvarp til laga þar sem gefinn er kostur á borgaralegri þjónustu í stað herþjónustu. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að borgaraleg þjónusta verði tvisvar sinnum lengri en her- þjónustan, en Amnesty telur þetta ekki fullnægjandi valkosti. Nú, tveimur árum síðar, hefur frumvarp- ið ekki enn verið lagt fram í gríska þinginu. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að bræðumir verði tafariaust látnir lausir. Skrifið til: Prime Minister Constantine Mitsotakis Office of the Prime Minister Maximou Palace Herodou Atticou Avenue Athens Greece/Grikkland Eþíópía Mulugetta Mosissa er fyrrum opin- ber starfsmaður á fimmtugsaldri. Hann hefur verið í haldi án dóms og laga í tæplega 11 ár. Mosissa var handtekinn ásamt hundruðum ann- arra manna af Oromo-ættbálknum sem grunaðir voru um tengsl við skæruliðahóp Frelsisfylkingar Oromo. Honum hefur verið haldið í sama fangelsi allan þennan tíma en engar skýringar hafa verið gefnar á þessu langa varðhaldi. Mulugetta Mosissa var háttsettur starfsmaður hjá eþíópísku kom- nefndinni þegar hann var handtekinn í Addis Ababa í febrúar 1980. Na- mat Issa, eiginkona hans og starfs- maður í utanríkisráðuneytinu, var einnig handtekin, svo og ýmsir með- limir Oromo-ættbálksins. Namat IsSa var bamshafandi þegar hún var handtekin. Yfirvöld gáfu engar skýr- ingar á handtökunum en á meðal hinna handteknu var Zegeye Asfaw, dómsmálaráðherra. Talið er líklegt að fóikið hafi verið handtekið vegna gruns um tengsl við Freisisfylkingu Oromo eða til að aftra fólki af Oromo-ættbálknum frá því að styðja Frelsisfylkinguna eða til að refsa fyrir aðgerðir fylkingarinnar. Á 15 ára afmæli byltingarinnar í Eþíópíu í september 1989 var mörg- um Oromo-mönnum sleppt í al- mennri sakarappgjöf, en 50 þeirra eru þó enn I haldi án dóms og laga í Addis Ababa. Á meðal þeirra sem leystir voru úr haldi vora eiginkona Mosissa og Zegeye Asfaw. Mosissa er í fámennum hópi þeirra sem enn er haldið í helstu pyntingarstöðinni í Addis Ababa. Hann mátti sæta pyntingum í upphafí varðhaldsins og hlaut af því varanlegan heilaskaða. Aðstæðurnar í pyntingarstöðinni eru mun verri en í aðalfangelsinu, þar sem Namat Issa var í haldi. Issa fékk ekki að heimsækja eiginmann sinn. Sonur þerra, Amonissa, fæddist í fangelsinu og dvaldi hjá móður sinni í þau níu ár sem hún sat í fangelsi. Þar fékk drengurinn heilahimnu- bólgu og hlaut af heilaskaða, en fékk viðeigandi læknishjálp og meðferð. Ekki er ljóst hvort leyfðar era heimsóknir til Mosissa en vitað er að fangar fá matar- og fatasending- ar frá fjölskyldum sínum. Vinsamlegast skrifíð kurteisleg bréf og farið fram á að Molassa verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: His Excellency President Mengistu Halle-Mariam President of the People’s Democratic Republic of Ethiopia Office of the President Addis Ababa Ethiopia Kólumbía Alirio de Jesús Pedraza Becerra er fertugur lögfræðingur og mann- réttindasinni, kvæntur og á sjö ára gamlan son. Allrio hefur ekki sést síðan að kvöldi 4. júlí sl. Samkvæmt vitnum réðust átta vopnaðir menn í borgaralegum klæð- um á Aiirio Pedraza þegar hann var á leið út úr verslun að kvöldi 4. júlí sl. og óku með hann á brott. Tveir lögreglumenn stóðu álengdar þegar mannránið var framið og að sögn vitna gáfu tveir menn úr hópi hinna vopnuðu sig á tal við þá og sögðust vera úr öryggissveitunum. Pedraza hafði verið virkur félagi í samstöðuhópi pólitískra fanga (CSPP) í langan tíma og var að rann- saka mörg mannréttindabrot sem rekja mátti til kólumbíska hersins. Eitt þeirra var framið í maí 1988 þegar hersveitir skutu á hundraði bænda í mótmælagöngu í Llano Ca- hente í Magadalena Medio-héraðinu. Pedraza var einnig að vinna I máli verkalýðssinna sem handteknir voru og pyntaðir í Call Valle del Canca í mars 1990, sakaðir um þátt- töku í skæraliðasamtökum. Fallið var frá kæru. „Ránið“ á Pedraza hefur verið fordæmt og réttarrannsókn er hafin. Fjölskylda Pedraza og starfsfélagar hafa reynt að hafa uppi á honum en herinn og lögregluyfirvöld neita stöð- ugt að hann sé í haldi. Pedraza er því einn fjöimargra sem hafa „horf- ið“. Vinsamlegast skrifíð kurteislega bréf og farið fram á að hvarf hans verði tafarlaust rannsakað og haft upp á því hvar hann sé niðurkominn. Skrifið til: President César Gaviría Trujil Presidente de la República Palacio de Narino Bogotá Colombia Fangi mánaðarins leystur úr haldi Ladji Traoré, 53 ára verkalýðsleið- togi frá Máritaníu, var leystur úr haldi í nóvember sl. Traoré var fangi októbermánaðar hjá Amnesty Int- ernational. Honum var sleppt úr haldi án réttarhalda og skilyrða af hálfu stjórnvalda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.