Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 55
jefil ílAÚHSMr-l .ei JIUÐACIULOTH4 SISAJaVIUOflOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚXRTWI hc, 5o . Morgunblaðið/Gísli Úlfar. Efri röð frá vinstri: Fríða Rúnarsdóttir, Harpa Stefánsdóttir, Fjóla Benný Víðisdóttir. Neðri röð: Sigur- björg Guðlaugsdóttir, Þórdís Þorleifsdóttir, Martha Lilja Marteinsdóttir. Fegurðardrottnmg Vestfjarða: Sex stúlkur keppa Isafirði. SEX vestfirskar fegurðardísir hafa nú hafið undirbúning að keppninni um fegurðardrottn- ingu Vestfjarða, en keppnin fer fram á ísafirði 16. mars. Enn sem fyrr er það Dagný Björk Pjetursdóttir danskennari sem hef- ur veg og vanda af keppninni en með henni í framkvæmdastjóm eru Sigríður Jóhannsdóttir og Inga María Guðmundsdóttir. Stúlkumar sem taka þátt í keppninni eru Fjóla Benný Víðisdóttir 18 ára úr Bolung- arvík, Þórdís Þorleifsdóttir 18 ára frá ísafirði, Selma Stefánsdóttir 19 áísafirði ára frá ísafirði, Martha Lilja Mar- teinsdóttir 18 ára frá ísafirði, Fríða Rúnarsdóttir 19 ára úr Bolungarvík og Sigurbjörg Guðlaugsdóttir 23 ára úr Bolungarvík. Keppnin fer fram á Krúsinni á Isafirði. - Úlfar. Háskólatónleikar í Norræna húsinu STEFÁN Arngrímsson bassi og Bjarni Þór Jónatansson píanó- leikari koma fram miðvikudag- inn 20. febrúar kl. 12.30 á Há- skólatónleikum. Stefán Arngrímsson stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík 1983-88 og lauk þaðan 8. stig prófi í söng vorið 1988. I framhaldi af því hélt hann til Mílanó á Ítalíu og var þar við framhalds- nám í óperusöng hjá maestro Pier Miranda Ferraro. Stefán er einn af meðlimum Óperusmiðjunnar og mun taka þátt í ýmsum verkefnum með þeim á næstunni. Bjarni Þór Jónatansson hóf nám við Tónlistarskóla Eyrarbakka hjá Ólafi Vigni Albertssyni og Karli Sigurðssyni. Síðar stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem kennarar hans voru Hermína S. Kristjánsdóttir, Jón Nordal og Árni Kristjánsson. Einnig hefur hann lært hjá prófess- or Philip Jenkins í London. Undan- farin ár hefur Bjarni starfar sem kennari við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík. (Úr fréttatilkynningu.) Stefán Arngrímsson Nemendur Fellaskóla dönsuðu I sólarhring um síðustu helgi til þess að safna fyrir nýjum tækjum í diskótekið og til að komast í skíðaferðalag. Dansað í sólarhring NEMENDUR í Fellaskóla Reykjavík tóku sig til uin síðustu helgi og dönsuðu í heilan sólar- hring. Tilefnið var að safna í ferða- og tækjasjóð og nú er ver- ið að safna saman þeim áhcitum sem bárust. Það voru fjörutíu nemendur úr eldri deildum Fellaskóla, krakkar á aldrinum 13 til 15 ára, sem stóðu fyrir maraþondansinum. Fyrstu sporin í Fellahelli voru stigin klukk- an 18 á föstudag og dansað var til klukkan 18 á laugardag. Mikið fjör ríkti og greinilegt að krakkarnir höfðu gaman af. Þó svo dansinn sé búinn þá er nóg að gera við að safna saman þeim áheitum sem krökkunum bár- ust frá foreldrum og fyrirtækjum. Verið er að safna fyrir nýjum tækj- um í diskótekið og munu þau kosta um 400 þúsund. Einnig er ætlunin að nota eitthvert fé til skíðaferða- laga í vetur, þegar færi gefst. Hugs- anlega verður hluti þess sem safn- aðist notað til lengri ferðar í vor, en það hefur ekki verið ákveðið enn. Genfarverðlaun Evrópu: Samkeppni um sj ónvarpshandrit Ríkissjónvarpið efnir til samkeppni um framlög íslands til starfs- launaveitingar Genfarverðlauna Evrópu, sem evrópskar sjónvarps- stöðvar og menningarstofnanir standa sameiginlega að. Samkeppn- inni er ætlað að koma sjónvarpshandritum ungra höfunda á fram- færi við evrópska sjónvarpsáhorfendur. Þau skilyrði eru sett að þáttak- endur séu ekki eldri en 35 ára. Þeim ber að skila drögum að hand- riti á 5-10 blaðsíðum ásamt ítar- legri efnis- og persónulýsingu. Einnig skulu þeir láta fylgja 1-2 blaðsíðna sýnishorn af handrits- texta og eigið æviágrip. Fyrirkomulag samkeppninhar er á þann veg að í fyrstu umferð eru veitt starfslaun til allt að tíu þáttakenda sem sent hafa inn áhugaverðustu frumdrögin að sjónvarpshandriti. Starfslaunin nema 25.000 svissneskum frönk- um, eða sem svarar rúmlega einni milljón ÍKR. Ári síðar hreppir einn hinna tíu höfunda Heiðursverðlaun fyrir handrit er dómnefnd telur frambærilegast. í dómnefndinni eiga sæti níu manns en í forsvari hennar er forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Skilafrestur er til 15. maí nk. og skal framlögum skilað til Innlendrar dagskrár- deildar Sjónvarpsins, Laugavegi 176. 1. Combi borðsög með bútlandi og plötulandi, 3 hp motor. 2. KGS 300 bútsög með standi og löndum, 2,2 hp. 3. PK 250 plötusög með forskurðarblaði, 4,2 hp og 4 hp, 3 x 380 og 5.5 hp 3 x 380. 4. Bandsög, gerð 315, 0.75 hp. 5. Hefill (afréttari og þykktarhefili), 4-2 hp. 6. Spónsog fyrir eina vél, afköst 10.000 m3. 7. Spónsog, afköst 15.000 m3. 8. Fræsari 3 x 380, 4 hp, með hallanlegum spindli. 9. Loftpressur, margar gerðir. ELECTRA BECKUM UMBOÐIÐ - BSDðltG sf. SMIÐJUVEGI 11, KÓPAVOGI, SÍMI 91-641212.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.