Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ffppfiÚftR, 1,99.1
22
íslendingar og Norðmenn minnast landafunda Leifs heppna:
Víkingaskipi siglt frá
Þrándheimi til Washington
NORSKIR og íslenskir aðilar ætla að efna til kynningarátaks næsta
suraar til að minnast landafundar Leifs Eiríkssonar og verður einn
liður þessarar kynningar sigling eftirlíkingar Gaukstaðaskipsins frá
Noregi til Washington. I áhöfn skipsins verða 7-8 manns, þar af
tveir Islendingar, auk breskra sjónvarpsmanna sem kvikmynda för-
ina.
Siglingin hefst í byrjun maí í
Þrándheimi í Noregi og ráðgert
er að það leggi í höfn í Washing-
ton 9. október. Auk þess verður
öðru víkingaskipi siglt í einn mán-
uð meðfram Noregsströndum og
tveimur víkingaskipum verður
siglt meðfram austurströnd
Bandaríkjanna í tvo mánuði og
HERDÍS Ellen Gunnarsdóttir er
önnur af tveimur kvenfulltrúum
i för víkingaskipanna Saga Sigl-
ar og Oseberg meðfram Banda-
ríkjaströndum. Hún er 27 ára
gamall Ólafsfirðingur og annast
hótelrekstur við Bláa lónið um
þessar mundir. Hún og Gerður
Rósa Gunnarsdóttir verða einu
konurnar um borð í skipunum.
„Ég er fædd í sjávarplássi og
hef alla tíð verið mjög tengd sjón-
um. Faðir minn er sjómaður norður
á landi og ég hef stundum verið
með honum til sjós á sumrin. Mig
hefur alla tíð dreymt um að sigla
um heimsins höf og þegar ég sá
auglýsingu frá utanríkisráðuneyt-
inu um þessa ferð var ég ekki sein
að sækja um,“ sagði Herdís.
Herdís er að búa sig undir ferð-
ina þessa dagana og sækir nám-
skeið í sjóslysavömum auk þess ,
Herdís Ellen Gunnarsdóttir.
verður ein íslensk stúlka á hvoru
skipanna.
Gaukstaðaskipið er á meðal
merkustu fornminja Norðmanna og
er það talið vera frá um 800. Það
er til sýnis í Víkingasafninu í Ósló.
Smíðuð hefur verið nákvæm eft-
irlíking af skipinu sem sigit verður
til Bandaríkjanna. Skipið er 27
sem hún er að ljúka svokölluðu
pungaprófi í Stýrimannaskólanum.
„Þetta leggst mjög vel í mig. Það
er ánægjulegt að sjá drauma sína
rætast. Frá því ég heyrði um þessa
ferð fyrst hefur hún ekki losnað
úr huga mínum,“ sagði Herdís.
Hún sagði að þær stöllurnar yrðu
fulltrúar fyrir landið út á við í ferð-
inni. Krafíst hefði verið kunnáttu
í ensku og einu Norðurlandamáli
af þátttakendum, en þær hefðu
báðar að auki kunnáttu í frönsku
og þýsku.
Herdís hefur ferðast víða um
heim og á síðasta ári starfaði hún
á býflugnabúi í Frakklandi.
„Ég heyrði þetta auglýst í út-
varpinu og ákvað að sækja um því
ég hef lengi beðið eftir því að kom-
ast í slíka ferð. Það var bara tíma-
spursmál hvenær það yrði,“ sagði
Gerður þegar Morgunblaðið náði
tal af henni skammt út af Snæfells-
nesi þar sem hún var að veiðum.
„Mér datt það allt í einu í hug
eftir stúdentsprófíð að fara á fisk-
veiðar og skellti mér bara í það.
Meðan ég var í menntaskóla tók
ég pungaprófið og skútuskipstjóm-
metra langt og 5,5 metrar á breidd.
Skipstjóri verður Norðmaðurinn
Ragnar Thorseth sem er kunnur í
sínu heimalandi fyrir siglingar og
sigldi meðal annars Osebergskip-
inu, annað af tveimur víkingsskip-
um sem verður í siglingum með-
fram Bandaríkjaströnd í sumar,
umhverfisjörðina. Gaukstaðaskipið
mun leggja upp frá Þrándheimi
með viðkomu í Björgvin, Orkneyj-
um, Hjaltlandseyjum, Færeyjum,
Reykjavík, Nuuk, Nýfundnalandi
og förin endar í Washington 9.
október. íslendingamir sem verða
í áhöfn skipsins eru Ríkharður M.
Pétursson sem býr í Nassarsuaq á
Grænlandi og Gunnar Eggertsson
frá Vestmannaeyjum, en alls sóttu
á sjöunda tug Islendinga um að
komast í þessa för.
Norskur milljónamæringur að
nafni Kloster fjármagnar verkefnið
að verulegu leyti en íslensk stjórn-
völd hafa lagt fram 10 milljónir
kr. fram til þessa. Verkefnið kostar
í það minnsta 50 milljónir íslenskra
króna.
Astrid Brekkan, hjá utanríkis-
ráðuneytinu, sem unnið hefur að
undirbúningi verkefnsins af íslands
hálfu, sagði að hér væri mikil land-
og vörukynning á ferðinni. Boð-
skapur verkefnisins væri að benda
á að Kólumbus hefði ekki fyrstur
fundið Ameríku, en um sama leyti
og hin norrænu fley leggja að
amerísku landi verða hátíðahöld í
Bandaríkjunum þar sem þess er
minnst að 500 ár eru síðan Kólum-
bus kom til Ameríku.
arpróf. Ég bytjaði á Eleseusi í des-
ember en hafði verið á nokkrum
bátum áður,“ sagði Gerður.
Gerður hefur áður siglt með
skútum við England og hefur því
reynslu af slíkum siglingum. „Við
verðum fjögur á knerrinum og
þetta leggst vel í mig. Ég hef ekki
hugmynd hvemig það er að sigla
þama við Bandaríkjastrendur og
mér er alveg sama. Ég býst við
að þetta verði hin mesta vosbúð
og hlakka mikið til þess. Ég vil
Alla tíð dreymt um að
sigla um heimsins höf
- segir Herdís Ellen Gunnarsdóttir
Býst við mikilli vos-
búð og hlakka til þess
- segir Gerður Rósa Gunnarsdóttir
GERÐUR Rósa Gunnarsdóttir, 21 árs stýrimaður á Eleseusi BA-
328, er einn af fjórum íslendingum sem valdir voru úr hópi umsækj-
enda til að sigla með víkingaskipi meðfram austurströnd Bandaríkj-
anna í sumar í sameiginlegu verkefni Norðmanna og Islendinga til
að minnast landafundar Leifs Eiríkssonar heppna. Gerður sagði að
það hefði lengi verið draumur sinn að komast í slika ferð.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Gunnar Marel Eggertsson við trilluna Enok í slippnum Eyjum,
einn elsta bátinn i Eyjaflotanum.
„Margra ára draum-
ur rætist með þessu“
- segir Vestmanneyingurinn Gunn-
ar Marel Eggertsson
Vestmannaeyjum.
GUNNAR Marel Eggertsson, 36 ára skipasmíðameistari og sjó-
maður frá Vestmannaeyjum, var einn fjögurra íslendinga Sem
valinn var úr stórum hópi umsækjenda, til að sigla eftirlíkingu
Gaukstaðaskipsins frá Noregi til
í Björgvin í Noregi 17. maí nk.
Washington.
Gunnar sagði í samtali við
Morgunblaðið að áhugi hans fyrir
þessu hafi kviknað strax og hann
heyrði sagt frá ferðinni í fjölmiðl-
um í lok síðasta árs. Hann hafi
um miðjan desember sent inn
umsókn og fyrir skömmu var hon-
um tilkynnt að hann hafi verið
einn fjögurra sem valinn var úr
hópi 80 umsækjenda. „Ég er lærð-
Gerður Rósa Gunnarsdóttir.
helst hafa þetta svolítið frumstætt.
Þetta er bara byijunin, það er al-
veg á hreinu að ég geri meira af
þessu,“ sagði Gerður.
Ameríku í sumar. Siglingin hefst
og henni á að Ijúka 9. október í
ur skipasmíðameistari og þekki
því svona skip talsvert. Ég hef
alltaf átt mér þann draum að fá
að sigla svona skipi og nú hyllir
undir að sá draumur rætist. Auð-
vitað er þetta h'ka. ævintýraþrá
enda á ég von á að þessi ferð
verði mikið ævintýri,“ sagði
Gunnar. Hann sagði að skipið sem
sigla ætti yfir hafið væri opið segl-
skip, eftirlíking Gaukstaðaskips-
ins, 24 metra langt, 5,5 metra
breitt og 1,6 metrar á dýpt og
væri mælt 20 tonn að stærð. 120
manna áhöfn verður á skipinu,
þar af tveir íslendingar, en á
tveimur fylgdarskipum, sem sigla
með hluta af leiðinni, verða aðrir
tveir íslendingar.
Gunnar sagðist haida til Noregs
5. mars nk. og þá hæfíst undir-
búningur og æfíngar fyrir ferðina,
sem stæði óslitið þar til haldið
yrði af stað 17. maí.
„Vissulega kom það mér á
óvart að vera valinn úr þessum
stóra hópi umsækjenda en eflaust
hefur skipasmíðamenntun mín svo
og reynsla í sjómennsku komið
mér til góða þar. Ég held ég geri
mér alveg fulla grein fyrir hvað
ég er að fara út í. Þetta verður
eflaust erfitt en líka skemmtilegt.
Það er alltaf gaman þegar draum-
ar manns verða að veruleika og
ég hlakka tii að takast á við þetta
verkefni," sagði Gunnar Marel.
Grímur
Hermann Björnsson ísafirði:
I slökkvíliðinu í hálfa öld
ísafirði.
„Við slökktum í Reykjanesskóla með heitu vatni og ég man eftir
því þegar brunaboði í húsi bjargaði lífi fólks í fyrsta sinn á ísafirði,"
sagði Hermann Björnsson sem nýlega hélt upp á hálfrar aldar af-
mæli sitt í Slökkviliði Isafjarðar.
„Það gerist auðvitað margt
skemmtilegt þegar unnið er með
stórum hópi frískra manna, en
þessu starfí fylgir líka sorg og erfíð-
leikar eins og þegar fólk ferst í
eldsvoðum, en ég held að 12 eða
13 hafi látist í eldsvoðum á þessum
50 árum og þar af einn úr liðinu.
Um það leyti sem ég byijaði eignað-
ist liðið fyrstu bifreiðina og ég var
ráðinn dálítið seinna, þótt ég væri
mikiu yngri en allir hinir, sem að-
stoðarbifreiðastjóri og staðgengill
Gunnlaugs Þorbjarnarsonar. í þá
daga voru allir slökkviliðsmennirnir
eldri menn enda þótti mikið til þess
koma að vera í brunaliðinu eins og
það var kallað þá.
Þegar kviknaði í Reykjanesskó-
lanum fórum við inneftir á Fagra-
nesinu og þó við kæmum ekki á
staðinni fyrr en mörgum klukku-
tímum eftir að eldurinn braust út
tókst okkur að bjarga hluta húss-
ins. Við lögðum vatn frá sundlaug-
inni og dældum heitu vatni á eld-
inn. Það var ósköp notalegt svona
í haustkulinu að nota heitt vatn
við slökkvistörf.
Það var mikið lán að vertinn á
Mánakaffi var búinn að fá sér
brunaboða í húsið, þegar kviknaði
þar í. Börnin hans, sem sváfu uppi
yfír kyndiklefanum þar sem eldur-
inn kom upp, vöknuðu við hávað-
ann í brunaboðanum og gátu vakið
foreldra sína, svo allir komust heil-
ir út.
Ég man líka eftir því að það
kviknaði í kindakofa uppi hlíð, sem
var mjög vel tryggður. Einn húmor-
istinn í liðinu sagði þá við eigand-
ann að hann hefði örugglega kveikt
í. Eigandinn taldi það af og frá,
en hinn hélt áfram og sagði að það
hefði sést til hans um kvöldið áður
fara uppeftir með brúsa. Já, var
það, sagði eigandinn en það var
ekki olía í honum.“
Hermann er búinn að starfa með
átta slökkviliðsstjórum, en hann er
sjálfur sá níundi sem liðinu hefur
stjórnað síðustu 50 árin. Það mætti
segja að liðið hafi verið hálfgert
farandslökkvilið því farið var í allar
nágrannabyggðimar til starfa ef
eldur kom upp, þannig var unnið
á Suðureyri, Flateyri, Súðavík,
Bolungarvík og í sveitunum eins
og í Reykjanesi auk þess sem farið
var á báti inn í Djúp til að slökkva
í gamla Fagranesinu, sem eyðilagð-
ist í eldi í póstferð um Djúpið.
Slökkvilið ísafjarðar hélt Her-
manni og konu hans, Sigríði Ás-
laugu Jónsdóttur, veglegt hóf á
Slökkvistöðinni á afmælisdaginn.
Hermann vildi koma á framfæri
þakklæti til allra þeirra mörgu
slökkviliðsmanna sem með honum
hafa starfað.
- Úlfar.