Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 19; PEBRUAR 1991 9 FYRIR ÖLLU Stundar gáleysi er oft orsök meiðsla við vinnu. Erfitt er að koma í veg fyrir slíkt en auðvelt er að minnka líkurnar á skaða. Að því vinnur Dynjandi ötullega. * Dynjandi selur allar gerðir öryggisbúnaðar, m.a. hina vönduðu öryggisskó frá Jallatte. Þeir fást í mörgum gerðum og þeim er ætlað að fyrirbyggja meiðsli á fótum. >X< Jallotbc ÖRYGGI Skeifan 3h - Sími 82670 Sérverslun með klrkjumunl >g vörur tengdar kirkjulegum athöfnum. Fjölbreytt úrval gjafavöru og bóka. Biblíur og sálmabækur með og án gyllingar. Fermingarservíettur. r Aprentun á servíettur kr. 1.350,- m.v. 80 stk. Kirkjuhúsið Kirkjuhvoli, gegnt Dómkirkjunni, Reykjavík. Símar: 21090 - 621581 - 621595 VIÐ ERUM IKIRKJUHVOLI , GEGNT DOMKIRKJUNNI Fcrmingarvörur í úrvali. SendingarvUiiaweða skipti á sendifulltruun^ Hvaða Steingrfmur? Mánudaginn 11. febrúar síðastliðinn samþykkti Alþingi íslendinga ályktun um viðurkenningu á Litháen og stjórnmála- samband við landið, hefur henni verið fagnað innilega meðal Litháa. Æðsta ráð Litháens hefur fært Alþingi þakkir og telur samþykkt þess endurspegla „sigur siðferðisstefnunnar í milliríkjasamskipt- um“. Nokkrir ráðherrar með Steingrím Hermannsson í broddi fylkingar tóku ekki þátt í störfum Alþingis, þegar álykt- unin var samþykkt. Á miðvikudag kemur forsætisráðherra Eistlands til fundar við Steingrím. Hvaða Steingrím skyldi hann hitta? Sérkennileg fjarvera í frétt Morgunblaðsins 13. febrúar sl. sagði; „Við atkvæðagreiðsluna í Sameinuðu þingi í fyrra- kvöld [um stuðning við Litháen] voru sautján þingmenn fjarstaddir, þar á mcðal ráðherrarnir Steingrimur Hermajms- son forsætisráðherra, Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra ,og ÓIi Þ. Guðbjartsson dóms- og kirkjumálaráðherra. Steingímur sagði að ekki væri hægt að draga neinar ályktanir um af- stöðu hans til málsins út frá fjarveru hans. „Ég hefði greitt atkvæði með ályktuninni eins og þetta var. Hins vegar er búið að álykta svo mikið og margt að þetta er allt á réttri leið og ég held að ályktunin hafi verið óþörf,“ sagði forsætis- ráðherra." Þetta svar Steingríms Hermannssonar er dæmigert fyrir afstöðu hans i stjómmálum. Hann kýs að vera fjar- verandi, þegar Alþingi tekur ákvörðun sem allir vom einhuga um að ætti að endurspegla samhug þings og þjóðar. Hvar- vetna er fjarvera forsæt- isráðherra á slíkri stundu túlkuð sem sfórpólitísk yfirlýsing og væri um stefnufastan stjómmála- mann að ræða hefði átt að draga stórpólitíska ályktun af fjarveru for- sætisráðherra. Önnur mælistika er hins vegar notuð á Steingrím Her- mannsson. Hvers vegna? Það kemur best fram, þegar lesið er svar hans við spumingu blaða- manns Morgunblaðsins: Steingrímur segir að hann hefði greitt álykt- uninni atkvæði en hún væri hins vegar óþörf. Niðurstaðan er þessi; Forsætisráðherra var ekki á Alþingi, af því að þar var verið að afgreiða óþarfa ályktun, sem haim var þó samþykkur! Minnisleysi og vilji til að hafa tvær gagnstæðar skoðanir á sama málinu í anda Ragnars Reykáss er einkenni á stjómmála- manninum Steingrími Hermannssyni. Hann komst að visu að raun um að það er ekki jafn auðvelt að vera á tveimur stöðum samtimis og að hafa tvær ólíkar skoðanir í sömu setningunni, þeg- ar hann ætlaði að lijálpa Finni Ingólfssyni í fram- boðsraununum hér í Reykjavík. Það var ekki fyrr en á elleftu stundu sem það rann upp fyrir Steingrími og framsókn- armönnum, að formaður- inn gat ekki verið í fram- boði í tveimur kjördæm- um samtímis — þess vegna er Steingrírnur enn í framboði í Reykja- neskjördæmi. Heimsókn frá Eistlandi Á miðvikudag kemur Edgar Savisaar, forsætis- ráðherra Eistlands, í heimsókn hingað til lands og verður Steingrimur Hcrmannsson gestgjafi hans. Skyldi Steingrímur útlista það fyrir Savisaar, hvers vegna hann telur ályktun Alþingis um Lit- háen hafa verið óþarfa? Það má ráða ,af um- mælum sem Lennart Meri, utanrikisráðherra Eistlands, lét falla i sam- tali við Morgunblaðið og birtust siðastliðinn laug- ardag, að Eistlendingar eru sömu skoðunar og Litháar, að ályktun Al- þingis 11. febrúar hafi alls ekki verið óþörf. Juuri Luik, aðstoðarmað- ur eistneska utanrikis- ráðherrans, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, sem einnig birtist á laug- ardag: „Með því að koma Lit- háum til hjálpar eru ís- lendingar einnig að að- stoða Eistlendinga og Letta. Samstaða Eystra- saltsþjóðanna er mikil og við trúum því ekki að hægt sé að leysa vanda einnar í einu. Litháar hafa verið i fararbroddi en þeir búa líka við bestu aðstæðurnar og þá á ég við samsetningu íbúa landsins [í Litháen eru fæstir Rússar miðað við íbúafjölda í einstökum Eystrasaltsrikj um[. Skref fyrir skref munum við öll feta í fótspor Lit- háa. Ákvörðun íslend- inga er undanfari viður- kenningar á Eistlandi óg Lcttlandi einnig. Við trú- inn þvi ekki að okkur verði neitað um viður- kenningu þegar við föl- innst eftir henni.“ Þarna víkur sam- starfsmaður eistneska utanríkisráðherrans að atriði, sem vafalaust verður á dagskrá í við- ræðum Edgars Savisaars forsætisráðherra við Steingrím Hermannsson. Eistlendingar og Lettar ganga til atkvæða innan skamms til að kanna hug almennings til sjálfstæð- ismálsins á sama hátt og Litháar hafa gert. Er ekki að efa að eftir þá atkvæðagreiðslu telja ráðamenn þjóðanna sig verða í betri aðstöðu en nú til að fara fram á það við erlend ríki að stofnað verði til stjórnmálasam- bands. Hér skal ekki dregið í efa að íslensk stjórnvöld veiti Savisaar svör við fyrirspurnum hans um afstöðu íslendinga sem eru í samræmi við hinn skýra meirihluta, er myndaðist á Alþingi 11. febrúar sl. til stuðnings Litháum, þótt Steingrím- ur Hermannsson hafi ekki setið þingfund og sjálf Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, hafi ekki treyst sér til að greiða atkvæði um þann lið þessarar heimsfrægu tillögu, sem snerti stjórn- málasambandið við Lit- háen, af því að hún skildi ekki hvað í lionum fólst! Hinir eistnesku gestir geta um leið og þeir afla málstað sínum stuðnings hér einnig leitað upplýs- inga urn það, hvernig tveir æðstu fulltrúar þings og ríkisstjómar geta lent í jafn furðu- legri aðstöðu og þau Guðrún Helgadóttir og Steingrímur Hermanns- son vegna ályktunarimi- ar um Litháen. Við þá rannsókn kæmust þeir að því, að hér eins og í Eystrasaltsrikjunum láta meim ekki háttsetta valdsmenn komast upp með allt. VERÐBRÉF í ÁSKRIFT Snjöll leið til að eignast sparifé Verðbréf í áskrift hjá VIB er þjónusta fyrir þá sem vjjja leggja fyrir reglulega á þægilegan hátt og fá góða ávöxtun á sparifé sitt. Askriftendur geta valið um sjö mismunandi leiðir til ávöxtunar, allt eftir þörfum hvers og eins. Til dæmis má kaupa hlutabréf í Hlutabréfasjóði VIB í áskrift. Verðbréfin eru í öruggri vörslu VIB og fá áskrifend- ur send yfirlit reglulega um hreyfingar og verðmæti sjóðsins sem þeir hafa eignast. Verið velkomin í VIB. VlB SENDUM í POSTKRÖFU UM ALLT LAND. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.