Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIDJUDAGUR 19. FEBRÚAR 19,91 Jt þú he-fur -Palleg ctuju- " Hættu þessu afsökunar- þrugli. Afsakaðu Dúdú. — Eg heiti Torfveig ... HÖGNI HREKKVÍSI Menn og málleysingjar Til Velvakanda. Hver kom fyrst, skjaldbakan eða maðurinn? Hafi skjaldbakan numið land fyrst hér á jörðu, þá á hún, en ekki við landið. Skjaldbakan er lagar- og láðardýr, trúlega er hún því miklu eldri en maðurinn, sem sýpur hveljur sé honum dýpt í vatn. í sædýrasafninu í Carlottenlund (N-Sjál.) er til sýnis 60 milljón ára gamall fískur vel varðveittur fiskur (einn af þremur þekktum eintökum í öllum heiminum). Fiskurinn náð- ist í mjög djúpu vatni. Uggarnir á þessum fiski urðu að fótum þegar þessi fisktegund skreið á land. Hann er talinn forfaðir salamöndr- unnar og annarra skriðdýra. Ugg- arnir á öðrum fiskum urðu að vængjum er þeir breyttust í fugla (flugfiskar). Sjálf erum við talin hafa verið sjávardýr þótt langt sé um liðið. í líkama okkar gutlar 80% vatn, sönnum þess að við vorum einu sinni fiskar, er okkur sagt. Nú erum við spendýr, og rekjum ætt okkar sjaldan lengra aftur en til apanna. „Svo forfaðir yðar var þá api, ha, ha, ha ...“ Háðglósun- um rigndi yfir Darwin í breska náttúrufræðifélaginu. „Betra er að vera maður og vera kominn af apa, en að vera api, og vera kom- inn af manni“, svaraði Darwin. Menn og málleysingjar hafa fylgst að um óra tíð, en málið eða hljóð þau sem við gáfum frá okkur fyrir 50 þús. árum þurfa ekki að hafa verið mjög frábrugðin. Sköpunar- sagan er annars mikið og óráðið vandamál. Séum við hvítingjar komnir af Adam og Evu, eru þá svertingjar komnir af öpunum og þeir gulu af sítrónunni? En slepp- um öllu spaugi. Umhverfið er eins og Iokað kerfi, hringrás þar sem Til Velvakanda. Morgunblaðið birtir öðru hverju nöfn fólks erlendis, sem vill eignast pennavini hér á landi, og fylgir nafn með póstáritun og síðan nafn lands- ins á ensku. I því kemur fram algeng- ur misskiiningur um það fyrir hvern póstáritunin er. Póstfangið er vita- skuld fyrir starfsfólk póstsins í landi viðtakanda, en nafn landsins er fyrir starfsfólk póstsins í landi sendanda. Þess vegna stendur á bréfi til Islands frá Frakklandi Islande, enda heitir landið svo á frönsku, Island á bréfi frá Danmörku og Iceland á bréfi frá Kanada, en aldrei ísland. Það er líklegt að þeir sem senda blaðinu ósk um að komast á penna- allt á sitt upphaf og endi. Allt endurtekur sig, en nýjir litningar myndast. Samsetning þeirra ræður því hvort við fæðumst sem fuglar, fiskar eða menn. Ævintýrin segja frá mönnum í álögum. Froskurinn var konungs- sonur í álögum. Þetta er að vísu táknmál, en þó leynist e.t.v. meiri sannleikur í þessu en okkur órar fyrir. Hafi Darwin rétt fyrir sér (hvað ég tel sannað) þá eru öll dýr og allar lifandi verur á framþróunar- skeiði. Sjálf vorum við einu sinni í sporum lægri dýrategunda. Okk- ur kippir í kynið. Við erum öll ein stór fjölskylda. Dýrin eru fjar- skyldir ættingjar okkar. Því má miklast yfir því að við nú sitjum í öndvegi. Öll sitjum við dýr og menn við sama borðið. Öll leggjum við okkur hið sama til munns. ÖIl njótum við góðs af gjöfulli náttúru, móður okkar allra. 011 höfum við sömu frumstæðu þarfir að matast, tímgast, vaxa, viðhalda stofninum og svo nauð- vinalista þess, semji hana flestir á ensku, og þá er eðlilegt að þeir skrifi nafn lands síns á ensku, en þessu ætti blaðið að breyta í íslenzkt nafn og bréfritarinn sömuleiðis, þegar hann sendir bréf frá íslandi. Það er eðlilegt í bréfi íslenzkrar stofnunar að nefna hana á sama máli og bréfið er samið á. Það nafn á samt ekki við á póstáritun hennar. Hún er fyrir starfsfólk póstsins, og það á ekki að þurfa að kunna nöfn íslenzkra stofnana á hinum ýmsu tungumálum. Væri ekki ráð að setja ábendingar um þetta í símaskrána? Björn S. Stefánsson synlegt öryggi. Hér er enginn munur á manni og mús. Taktu eftir því hvað krían ver hreiðrið sitt af mikilli heift. Getur nokkur móðir varið börnin sín betur? Sagt er að auðveldast sé að kynnast innræti manns við að sjá hvernig hann umgengst dýr. Batn- andi manni er best að lifa. Breytir þú illa hér á jörðu segja hindúar má alveg eins búast við að þú snú- ir aftur á lægra þróunarstig í næsta lífi og endir þá sem kónguló. Dýrin eru vinir okkar. Förum vel með vini okkar, og þeir sýna okkur ómælt þakklæti. Allir sem bundið hafa vináttu við húsdýr meta trygglyndi þeirra. Þau eru húsbóndaholl, hlýðin, trúföst, lítillát, þakklát, þurftarlítil og góð. Þau eru aldrei önug, öfundsjúk eða mislynd. Húsdýrin eru eins og hug- ur manns, og því engin furða þótt margir leiti huggunar í félagsskap þeirra. Það eru ennþá nokkrar vik- ur þar til lóan kemur „að kveða burt snjóinn og kveða burt leiðind- in því það getur hún“. Þá kemur líka spóinn og 30 millj. kríuhópur alla leið frá S-Afríku, eingöngu til að verpa hér, koma upp ungunum og svo flýgur öll fjölskyldan hina löngu leið til baka. Enn hylur klakabrynja jörðu. Brátt förum við þó að telja vikurn- ar og dagana til vorsins. Svo þeg- ar sólarguðinn Helios sendir frjó- semisgyðjunni Persefona langan og ylheitan ástarkoss þá vaknar öll náttúran af löngum dvala. Blóm og strá skjóta upp kolli. Móðir náttúra strýkur augun og breiðir út faðm sinn mót sólu. Hringrás lífsins getur hafist á ný. Dýr og menn taka gleði sína. Öll eigum við það sameiginlegt, menn og málleysingjar, við hlökkum til vors- ins. Richardt Ryel Fyrir hverja er póstáritun? Víkveiji skrifar egar íslenzkir ráðamenn voru á ferð í Eystrasaltsríkjunum fyrir nokkrum vikum, komust þeir að því, að ráðamenn í Eistlandi voru manna bezt að sér af forystu- mönnum ríkjanna þriggja um það, sem var að gerast í Moskvu. For- sætisráðherra Eistlands mun vera náinn samstarfsmaður Jeltsíns og utanríkisráðherra landsins á sér merkilega fortíð. Hann var nefni- lega árum saman í gúlaginu. Það verður því óneitanlega forvitnilegt fyrir okkur Islendinga að fá þessa menn í heimsókn hingað en þeir koma á morgun. xxx Iumræðum um málefni Eystra- saltsríkjanna hér virðist það stundum gleymast, að þetta er ekki í fyrsta sinn, sem örlög þessara þjóða vekja athygli íslendinga. Eft- ir innlimun Eystrasaltsríkjanna var mikið rætt um hlutskipti þeirra í pólitískum umræðum hér fyrir rúm- lega fjórum áratugum og raunar hart deilt um þau málefni. Þá áttu Sovétríkin sér nefnilega talsmenn á Islandi, sem sáu ekkert athugavert við innlimun þessara ríkja í Sov- étríkin og kúgun þessara smáþjóða! xxx Búnaðarþing hófst í gær og verða tillögur svonefndrar sjö manna nefndar væntanlega til um- ræðu þar. Víkveiji hefur orðið þess var, að þótt töluvert hafi verið fjall- að um þær tillögur á opinberum vettvangi m.a. hér í Morgunblaðinu á hinn almenni borgari mjög erfitt með að átta sig á um hvað þessar tillögur snúast. Er það ekki verðugt verkefni fyrir Búnaðarþing að fjalla um málefni landbúnaðarins á máli, sem almenningur skilur?! Það er alla vega nauðsynlegt, að þeir sem eiga að borga viti fyrir hvað þeir eru að borga og hvers vegna. xxx Eldvarnarkerfi eru nauðsynleg en eldvarnarkerfi, sem fara af stað í tíma og ótíma, jafnvel við vindlareyk geta verið hættuleg! Víkveiji fylgdist með því fyrir helg- ina, þegar eldvarnarkerfi fór af stað í ónefndu húsi af þessum ástæðum og innan skamms voru þrír slökkvi- liðsbílar mættir á staðinn, tveir lög- reglubílar og einn sjúkrabíll. Þetta er út af fyrir sig traustvekjandi en hættan er sú, að ef eldur kemur upp í alvörunni taki menn ekki mark á eldvarnarkerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.